Þróttur 25 ára / Knattspyrnufélagið Þróttur - 01.11.1974, Page 55

Þróttur 25 ára / Knattspyrnufélagið Þróttur - 01.11.1974, Page 55
Upphaf blaksins Seint á 19. öld fær Bandarikja- maður að nafni William Morgan stöðu sem iþróttakennari við Holy- oke skólann i Massachusetts, sem starfræktur var af KFIJM. Auk þess að starfa sem iþróttakennari á daginn, þjálfaði hann á kvöldin skrifstofu og aðra kyrrsetumenn i likamsrækt. Fljótlega varð hann þess áskynja að fyrir þessa menn þurfti að finna upp leik, sem væri ekki eins krefjandi, hvað llkamlega getu snerti, og körfuknattleikurinn, en samt spennandi. Morgan fann þvi upp leik árið 1895, sem hann kallaði „mintonette” vegna þess hve mjög honum svipaði til bad- minton. 1 upphafi var þessi leikur aðeins fólginn I þvi að slá blöðru Ur körfu- bolta á milli sin, en fljótlega setur Morgan upp net I rúmlega 6 feta hæð frá gólfi þvert yfir salinn og er nú markmið leiksins að slá blöðr- una fram og aftur yfir netið. Fljót- lega kom I ljós að blaðran var ekki heppileg sem knöttur og biður Morgan þá ,,Spalding”-fyrirtækið um að hanna knött sérstaklega ætl- aðan fyrir „mintonette”. Enn þann dag i dag er blakboltinn af sömu stærð og þyngd og þessi upphaf- legi knöttur. Talið er að fyrsta blakkeppnin hafi farið fram I Springfield College, en þaðan er körfuknattleikurinn einnig upp- runninn, i boði dr. Lúther Gulick, og mun þetta hafa verið árið 1896. Voru i þessum leik fyrstu ákvæði um fjölda leikmanna, en þeir skyldu vera fimm. Eftir þennan leik lagði dr. Alfred T. Holstead til að nafninu yrði breytt úr „mintonette” i „Volley- ball” sem siðan var ágætlega þýtt á islensku sem blak. Árið 1949 hófust alþjóðleg mót i blaki og var fyrsta heimsmeistara- mótið haldið i Prag, en það var ekki fyrr en árið 1964 að fyrst var keppt i blaki á Olympiuleikunum. Alþjóð- leg samskipti höfðu mikil áhrif á reglur og tækni blakleiksins. Vis- bending um þetta varð strax árið 1916 þegar Filipseyingar takmörk- uðu snertingu við þrjár áður en boltinn var settur yfir netið. Einng breyttu þeir mjög smasstækni. Um 1960 koma fram ný tækniatriði i leiknum og eru þessi helst, blak með framhandleggjum, hávörn við net og svo björgun áfram og aftur á bak. Blak á tslandi Segja má að blak hafi verið þekkt iþrótt á íslandi allt frá 1959 en þá fóru nokkrir kennarar á blaknám- skeið i Berlin, sem haldið var i sambandi við Olympiuleikana. Má þar nefna Hermann Stefánsson, Þorstein Einarsson, Iþróttafull- trúa, Valdimar Sveinbjörnsson, Þórarinn Sveinsson og Þórarinn Þórarinsson. Þessir menn kenndu siðan nemendum sinum Iþróttina. Ekki er samt hægt að segja að mik- ið hafi á henni borið fyrr en eftir 1970. Árið 1969 var boðað til opins blak- móts á Akureyri og var það l.M.A. sem sá um framkvæmd þess og urðu þeir einnig sigurvegarar. Arið 1970 var fyrsta tslandsmótið haldið og hefur það verið haldið ár hvert siðan. Árið 1970—1971 sigruðu stúdentaf en aðeins 4 lið tóku þátt I mótinu þau árin. Árið 1972 eykst liðafjöldi upp 17, og var keppt i tveim riðlum fyrir norðan og sunnan. Bar lið menntaskólans á Akureyri sigur úr býtum. íslandsmótið árið 1973, er það fyrsta sem Blaksamband ts- lands stóð fyrir og var það mjög viðamikið. TIu lið skráðu sig til leiks og fór mótið þannig fram, aö eftir undankeppni á svæðum og I riðlum léku fjögur lið til úrslita. Sigurvegarar urðu U.M.F. „Hvöt”, en allir liðsmenn þess voru nem- endur Menntaskólans á Laugar- vatni. Árið 1974 varð svo U.M.F. Biskupstungna íslandsmeistarar, enfyrir þá kepptu nemendur Í.K.l. Merk timamót I sögu blaksins á íslandi urðu 23. mars 1974, en þá fór fyrsti landsleikur íslendinga fram, og voru andstæðingarnir norð- menn. Leikur þessi var háður á Akureyri og sigruðu norðmenn með miklum yfirburðum, eins og búastmátti við, eða 3-0. Daginn eft- ir er svo háður annar landsleikur við norðmenn, nú i Hafnarfirði og tekst islendingum að vinna eina „hrinu” og endaði þvi leikurinn 3- 1. Það er von min að þessir leikir séu aðeins byrjun á alþjóðlegum samskiptum islenskra blakmanna. Valdemar Jónasson Fyrstu sigurvegarar Þróttar i blaki. Haustmeistarar kvenna 1974. 55

x

Þróttur 25 ára / Knattspyrnufélagið Þróttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þróttur 25 ára / Knattspyrnufélagið Þróttur
https://timarit.is/publication/1573

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.