Þróttur 25 ára / Knattspyrnufélagið Þróttur - 01.11.1974, Page 57

Þróttur 25 ára / Knattspyrnufélagið Þróttur - 01.11.1974, Page 57
sinar raöir slikan mann sem Bjarna Jónsson og megum viö væntanlega njóta góðs af hinni miklu reynslu hans. Aðalstjórn félagsins mætti fyrir alla muni vera virkari og láta meira til sin taka, sérstaklega i málefnum félagsheimilis, sem auðvitað er brýn nauðsyn og svo i samskiptum sinum við hinn almenna félaga, það fólk sem ber uppi merki félagsins og stendur i eldlinunni á leikvelli. Meiri félagsþroska mætti ala með mönnum, þvi skólarnir hafa alveg brugðist i þeim efnum. Þegar félagsþroskinn er kominn á nógu hátt stig, þá kemur fyrst virðingin fyrir þvi sepi menn eru að fram- kvæma og i þessu tilfelli, sem við ræðum um, I iþróttunum verður betri ástundun og menn leggja meira á sig til að ná árangri. — Að lokum. Hvert er þitt persónulega takmark I iþróttun- um? — Að sýna heiðarlegan leik — virða Iþróttirnar og komast i lands- liðið. Kristinn Hannesson fyrirliði 5. flokks A 1974, gekk i Þrótt 1971 og lék sinn fyrsta leik ári seinna. — Af hverju gekkstu i Þrótt? — Vinur minn sem var i Þrótti fékk mig með sér og ég hef kunnað vel við mig og eignast góða félaga. — Hver er eftirminnilegasti leik- urinn? — Það er leikur gegn Armanni 1973, á Þróttarvellinum, þegar ég skoraði eina markið sem ég hef skorað fyrir Þrótt, en ég leik sem miðvörður. — Ertu ánægður með aðstöðuna hjá Þrótti? — Ekki alveg, það vantar stærra félagsheimili og góðan grasvöll. — Ertu ánægður með æfingarn- ar? — Já, þó mætti vera betra skipu- lag á þeim. Æfingabúðirnar að Laugarvatni hafa verið mjög góðar og nauðsynlegt að halda þeim á- fram. — Hvað fannst þér helst vera að hjá flokknum? — Það vantaði meira skipulag I leikjunum og svo fóru margir strákanna I sveit og það kom illa niður á liðinu. — Hvers óskar þú Þrótti á af- mælinu? — Góðs félagsheimilis. Páll Ólafsson var fyrirliði 4. flokks keppnistimabilið 1973—4. Hann vakti mikla athygli fyrir góða boltameðferð og gott auga fyrir samspili og átti hann stóran þátt I velgengni flokksins það timabilið. Okkur langaði að kynna hann litils- háttar og fræðast um viðhorf hans tii starfsins i Þrótti og spjölluðum við hann stutta stund fyrir skömmu. — Hvað vilt þú segja um veru þína I Þrótti? — Mér hefur likað mjög vel i Þrótti og hef átt margar ánægju- stundir með félögum minum bæði i handbolta og fótbolta. Við höfum náð ágætis árangri og vil ég þakka það góðum félagsanda og góðri æf- ingasókn, auk þess sem þjálfari okkar hann Helgi Gunnarsson hef- ur lagt mikla rækt við okkur og stundað þjálfunina af miklu kappi. — Hvað er helzt til úrbóta hjá fé- laginu til að koma betur til móts við félagsmennina, þá yngri sérstak- lega? — Betra hús þarf fyrir alla skemmtun svo sem bob, billjard og borðtennis, einnig mættu vera kvikmyndakvöld þar sem sýndar væru íþróttamyndir og skemmti- myndir og hægt væri að tala sam- an og hlusta á plötur og svoleiðis. — Er eitthvað sem þér liggur sér- staklega á hjarta um málin i Þrótti svona almennt? — Ekki nema það, að mér finnst ég hafa lagt mitt að mörkum fyrir félagið og mig langar til að fleira verði gert fyrir okkur, og sam- skiptin við stjórnirnar verði betri og skemmtilegri. Erlingur Hjaltested, 14 ára fyrir- liði IV. flokks. — Hvenær byrjaðir þú að æfa með Þrótti? — Það var 1969, en ég spilaði fyrst 1971. — Hvernig hefur gengið? — Við höfum unnið 6 mót, þar af íslandsmót ’73. — Hver er eftirminnilegasti leik- ur þinn? — Leikurinn gegn Fra^ J ~umar. er við uiuium IV1. flokks bikarmn til eignar fyrir Þrótt. — Hverju þakkar þú þennan á- gæta árangur? — Fyrst og fremst góðum mæt- ingum, þjálfaranum og þvi að við erum ákveðnir i að vinna. — Ertu ánægður i Þrótti? — Ég hef verið ánægður I Þrótti þar til I sumar. Við höfðum góðan þjálfara fram yfir Reykjavikur- mót, enda unnum við það. Þá hætti þjálfarinn, en þrir aðrir voru að þjálfa okkur i sumar, og mættu illa á æfingar og við vorum stundum einir. Enda unnum við ekki mót, við hefðum unnið þau öll með góð- um þjálfara. Við spiluðum verri fótbolta I Haustmótinu, en i Reykjavikurmótinu, svo ég get ekki verið ánægður. Örn Bragason, 18 ára fyririiði II. flokks. — Hvenær lékst þú þinn fyrsta leik fyrir Þrótt? — Ég lék með Val i 5. flokki, en gekk yfir i Þrótt 1968 er félagið hðf starfið hér i Sæviðarsundi. 57

x

Þróttur 25 ára / Knattspyrnufélagið Þróttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þróttur 25 ára / Knattspyrnufélagið Þróttur
https://timarit.is/publication/1573

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.