Morgunblaðið - 12.03.2021, Qupperneq 1
F Ö S T U D A G U R 1 2. M A R S 2 0 2 1
.Stofnað 1913 . 60. tölublað . 109. árgangur .
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Stjórn Íslandspósts gagnrýndi Birgi
Jónsson, fyrrverandi forstjóra fyrir-
tækisins, fyrir að fara gegn sam-
þykktum við lækkun gjaldskrár.
Þetta kemur fram í fundargerð
stjórnarinnar 7. desember 2020 sem
Morgunblaðið hefur undir höndum.
„Ákvarðanir um taxtalækkun
póstsendinga um áramótin 2019/
2020 og hækkun í ágúst sl. voru ekki
bornar undir stjórn og staðfestar í
félagsins,“ sagði þar m.a. Til upprifj-
unar varðar málið þá breytingu að
miða við eitt gjaldsvæði en ekki fjög-
ur í innlendum pakkasendingum upp
að 10 kg. Hafði það í för með sér að
verð úti á landi lækkaði mikið.
Jafngilti niðurgreiðslum
Hafa Samtök verslunar og þjón-
ustu sakað Póstinn um að niður-
greiða þannig þjónustuna og með því
grafa undan samkeppninni.
Athygli vekur að sama dag og
Pósturinn tilkynnti Póst- og fjar-
skiptastofnun um lækkunina – hinn
16. desember 2019 – undirritaði fyrr-
verandi forstjóri samþykktir fyrir
Íslandspóst ohf. Kváðu þær meðal
annars á um skyldustörf stjórnar en
meðal þeirra var að setja gjaldskrá
fyrir félagið í samræmi við lög.
Þá kemur fram í fundargerð 30.
nóvember sl. að Thomas Möller
stjórnarmaður fór fram á að fá
greiningu á öllum breytingum á
gjaldskrá og ítrekaði að þær skyldu
lagðar fyrir stjórn. Thomasi var vik-
ið úr stjórn á síðasta aðalfundi. »12
fundargerð í sam-
ræmi við sam-
þykktir félagsins.
Forstjóri félags-
ins bar fulla
ábyrgð á þessum
ákvörðunum.
Stjórn harmar
þessa málsmeð-
ferð og er sam-
mála um að eftir-
leiðis verði þess gætt að
upplýsingagjöf og form ákvörðunar-
töku séu í samræmi við samþykktir
Forstjóri fór fram hjá stjórn
Birgir Jónsson
- Stjórnarmenn í Póstinum gagnrýna samráðsleysi forstjóra við verðlækkun
Fermingarbörn í Grindavík fóru í gær með rútu í Sandgerði
og áttu þar stund með þeim jafnöldrum sínum sem einnig
fermast nú í vor. Samhristingur var stund þessi kölluð, það er
að blanda geði og finna það jákvæða í lífinu eins og ungt fólk
„Krakkarnir taka jarðskjálftunum alveg eins og hetjur og
minnast raunar ekki á þá við mig,“ segir sr. Elínborg Gísla-
dóttir, sóknarprestur í Grindavík. Henni finnst sem bæj-
arbúar taki umbrotunum af þolgæði og æðruleysi. »4
kann vel. Að tala um samhristing vísar einnig til jarðhræring-
anna sem skekið hafa Suðurnesin að undanförnu. Snarpur
jarðskjálfti sem mældist 4,5 reið yfir í gærmorgun, einn af
mörgum þúsunda skjálfta á Suðurnesjum síðustu vikurnar.
Morgunblaðið/Eggert
Samhristingur
fermingarbarna
í Grindavík
_ „Ég skil ekkert
í þessu, næ ekki
upp í það hvaða
rugl þetta er í
þessu hyski.
Þetta er ekki
þjófnaður, þetta
er rán. Munurinn
á þjófi og ræn-
ingja er sá að
ræninginn kemur
á daginn en þjóf-
urinn um nóttina,“ segir Pétur Guð-
mundsson, aðaleigandi jarðarinnar
Ófeigsfjarðar á Ströndum, um kröfu
ríkisins um að meginhluti Ófeigs-
fjarðarheiðar verði þjóðlenda. Hann
segist munu verjast. »16
Mun verjast kröfu
ríkis um þjóðlendu
Pétur
Guðmundsson
Snorri Másson
snorrim@mbl.is
Allt leit út fyrir að tuttugu farþegar
myndu verja nóttinni um borð í ferj-
unni Baldri á Breiðafirði eftir að
önnur túrbínan í bátnum brast.
Áhöfnin telur átta manns og fjöldi
viðbragðsaðila fylgdi ferjunni suður
á bóginn, þar sem hún var dregin að
Stykkishólmi. Samkvæmt upplýs-
ingum frá Landhelgisgæslunni, sem
fengust í gærkvöldi, var ráðgert að
dráttarbátur frá Faxaflóahöfnum
kæmi að ferjunni í morgunsárið og
drægi hana þá inn að bryggju á
Stykkishólmi. Varðskipið Þór og
rannsóknarskipið Árni Friðriksson
þóttu of stór til verksins.
Vel fór um flesta í ferjunni þar
sem ljósavélar voru virkar, hlýtt um
borð og lambalæri og síðar heitt
kakó á boðstólnum fyrir farþegana.
Landhelgisgæsluna og nokkra far-
þega greindi þó á um hvort öllum
hefði verið boðið að þiggja far með
þyrlunni í land í gær en Landhelg-
isgæslan sagði frá því í tilkynningu.
Ljóst var þó að hluti farþega var
einnig með bifreiðar eða varning um
borð, þannig að marklaust hefði ver-
ið að komast í land á undan þeim far-
angri. Baldur brást af sömu ástæðu í
júní í fyrra og framkvæmdastjóri
Sæferða, sem reka ferjuna, harmaði
í gær að það endurtæki sig nú.
Baldur dreginn í land
- Vélarvana ferja með 20 farþega dregin til Stykkishólms
Ljósmynd/Landhelgisgæslan
Björgun Rannsóknarskipið Árni Friðriksson dró Baldur í átt að Stykkishólmi.