Morgunblaðið - 12.03.2021, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 12.03.2021, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. MARS 2021 Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170 Verið velkomin Glæsilegar VORVÖRUR Kjólar • Vesti • Blússur • Peysur • Bolir • Jakkar Nýjar töskur Sigríður Andersen spurði Katr-ínu Jakobsdóttur út í sóttvarnir í fyrirspurnatíma á Alþingi í gær. Þær töluðu dálítið í kross til að byrja með en spurningarnar og svörin skiptu þó máli þegar upp var staðið. Sigríður furðaði sig á að fram hefði komið hjá for- sætisráðherra „að 1. maí yrði í raun lítil breyting á þeirri sóttkví sem landið er í raun allt saman í þessa dagana“. Sig- ríður vísaði til þess að stjórnvöld teldu bólusetningar ganga afskaplega vel og þegar 70 ára og eldri hefðu verið bólusettir, að ekki sé talað um 60 ára og eldri, væri hættan á dauðsföllum orðin hverfandi. - - - Katrín hélt sig fyrst við að horfayrði til þróunar í öðrum lönd- um og útskýrði litakóða, tvöfalda skimun og sóttkví frá rauðum lönd- um og einfalda skimun og PCR-próf frá grænum og gulum löndum. - - - Svo tók hún þó undir með Sigríðiog sagði það „alveg hárrétt“ hjá henni að það yrðu „ákveðin kaflaskil“ þegar bólusetningu 70 ára og eldri lyki. Og hún bætti því við að stjórnvöld myndu að sjálf- sögðu „taka mið af því við áætlanir sínar og ákvarðanir um sóttvarnir“. - - - Auðvitað hlýtur það að vera svoað þegar viðkvæmu hóparnir, jafnt þeir yngri sem veikir eru fyrir og hinir eldri, hafa verið bólusettir, verði slakað á sóttvörnum. Stjórn- völd þurfa ekki að vera feimin við að viðurkenna það, þvert á móti. Það sýnir fólki að nú styttist í að hægt verði að hefja eðlilegra líf á ný. Sigríður Andersen Á ekki bólusetning að hafa áhrif? STAKSTEINAR Katrín Jakobsdóttir Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Samkomulag um verkefni til þriggja ára um að byggja upp atvinnulíf á Seyðisfirði hefur verið undirritað. Ríkisstjórnin leggur 215 milljónir til að styðja þróun atvinnutækifæra og nýsköpun, greiða fyrir því að óvissa verði leidd til lykta og einyrkjum og minni fyrirtækjum verði veitt ráð- gjöf. Sigurður Ingi Jóhannsson sam- göngu- og sveitarstjórnarráðherra undirritaði samninginn fyrir hönd ríkisins í heimsókn sinni til Seyðis- fjarðar í gær. Austurbrú heldur utan um verk- efnið og yfir því er verkefnisstjórn með fulltrúum Múlaþings og íbúum Seyðisfjarðar, auk Austurbrúar. Gauti Jóhannesson, forseti sveitar- stjórnar Múlaþings, er formaður stjórnar. Gengið frá samningi um stuðning - Ríkið leggur 215 milljónir króna til að byggja upp atvinnulíf á Seyðisfirði Undirritun Jóna Árný Þórðardóttir, Sigurður Ingi og Björn Ingimarsson. „Þetta er heilmikil upphefð. Bæði fyrir mig persónulega en ekki síður skattinn/tollgæsluna,“ segir Sig- fríður Gunnlaugsdóttir, fagstjóri al- þjóðamála hjá tollgæslunni. Sigfríður var nýverið kjörin for- maður þekkingaruppbyggingar- nefndar Alþjóðatollastofnunar- innar, WCO Capacity Building Committee. Hún segir í samtali við Morgunblaðið að það sé krefjandi verkefni að takast á við formennsku í jafn mikilvægri nefnd hjá stofnun- inni. Sigfríður kveðst einnig sann- færð um að formennska Íslands falli vel að áherslu íslenskra stjórn- valda á frjáls og opin alþjóða- viðskipti, lýðræði, jafnrétti og sjálf- bæra þróun. Hlutverk formanns nefndarinnar er m.a. að stýra fundum hennar og móta dagskrána fyrir hvern fund sem fulltrúar 100-120 ríkja sitja auk annarra. Formaðurinn kemur auk þess fram fyrir hönd nefndar- innar, fylgist með starfi stofnunar- innar og tekur þátt í mótun mála- flokksins. Sigfríður hefur lengi gefið sig að alþjóðastarfi á sínu sviði og hefur komið sér upp góðu tengslaneti. Áður en hún kom til starfa hjá toll- inum var hún verkefnastjóri hjá Þróunarsam- vinnustofnun í Malaví í tvö ár. Hún segir í sam- tali við Morg- unblaðið að starf þekkingarupp- byggingar- nefndar Alþjóðatolla- stofnunarinnar hafi strax heillað hana enda taki það til 180 landa. „Þetta er breiður hópur með mis- jafnar þarfir,“ segir Sigfríður sem kveðst telja að þróunarríki hafi til að mynda fengið mikið út úr starfi nefndarinnar. Þar hafi þau fundið stuðning og hjálp en einnig verið lögð áhersla á að sem flest aðild- arríki komi að starfinu bæði sem veitendur og þiggjendur. Nefndin tryggir að veitt sé tækni- leg aðstoð í ríkjum þar sem þess gerist þörf og sérfræðingar í tolla- málum miðla þekkingu sinni. „Ég hef verið talsvert í því sem fulltrúi íslensku tollgæslunnar í starfi WCO að veita fræðslu og þjálfun, meðal annars á sviði heilinda- og jafnréttis- mála í ýmsum aðildarríkjum, eink- um í Afríku og austanverðri Evr- ópu,“ segir Sigfríður. hdm@mbl.is Falið að stýra stórri nefnd hjá WCO - Upphefð fyrir Sigfríði Gunnlaugsdóttur Sigfríður Gunnlaugsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.