Morgunblaðið - 12.03.2021, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 12.03.2021, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. MARS 2021 Veitir náttúrulega og milda umhirðu Inniheldur flúor ferskt mintubragð vegan Styrkir tannhold og tennur Inniheldur 99% náttúruleg efni Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Við teljum að það vanti skýrari sýn á umfang þessa ofbeldis,“ segir Run- ólfur Þórhallsson, aðstoðaryfirlög- regluþjónn hjá embætti ríkislög- reglustjóra. Í gær var kynnt ný skýrsla um of- beldi gegn öldruðum sem unnin var af greiningardeild ríkislögreglu- stjóra. Þar kemur fram að þörf sé á að rannsaka ofbeldi gegn öldruðum sérstaklega, enda bendi rannsóknir til þess að það sé falið, sjaldan til- kynnt og einkenni þess oft ekki þekkt. Vitnað er í tölur Alþjóðaheil- brigðismálastofnunarinnar sem áætlar að tæp 16% fólk yfir sextugu verði fyrir ofbeldi. „Það er erfitt að byggja einvörðungu á tölulegum upplýsingum. Lögreglan hefur verið með mikið átak varðandi heimilis- ofbeldi. Það er samfélagslegt vanda- mál og við þurfum að fá fleiri aðila að borðinu til að fá skýrari sýn. Reykja- víkurborg og háskólasamfélagið hafa gert rannsóknir og það væri gott að fá fleiri slíkar til að geta horft betur til framtíðar,“ segir Runólfur. Hann vísar til þess að öldruðum muni fjölga umtalsvert á næstu áratugum og því mikilvægt að grípa inn í. Rakið er í skýrslunni að lögregla hér á landi hafi lýst yfir áhyggjum af auknu heimilisofbeldi vegna við- bragða við kórónuveirufaraldrinum og bendi fyrirliggjandi tölur til 10% aukningar. Einkum sé þar um að ræða konur og börn en aldraðir Ís- lendingar í viðkvæmri stöðu hljóta ekki síður að hafa talist sérstakur áhættuhópur hvað ofbeldi varðar þegar aðgerðir á þeim tímum voru ákveðnar. Ofbeldi sem aldraðir kunna að sæta er skipt í nokkra flokka; lík- amlegt ofbeldi svo sem áverka og skurði, tilfinningalegt ofbeldi svo sem bjargarleysi eða ótta, fjárhags- legt ofbeldi svo sem að peninga skorti fyrir nauðsynjum og van- rækslu svo sem að aldraður sé illa klæddur eða vannærður. Meðal þess sem lagt er til í skýrslu ríkislögreglustjóra er að bakgrunnur starfsfólks á dvalar- og hjúkr- unarheimilum verði kannaður með tilliti til ofbeldishegðunar, gerðar verði frekari rannsóknir á ofbeldi gagnvart öldruðum á Íslandi og þekking lögreglu og almennings á einkennum ofbeldis gegn öldruðum verði efld. „Við erum til að mynda að fara af stað með Neyðarlínunni og fleiri aðilum að reyna að koma af stað vitundarvakningu. Það er mikilvægt að koma umræðunni af stað,“ segir Runólfur. Vilja rannsaka betur ofbeldi gegn öldruðum - Ný skýrsla ríkislögreglustjóra kynnt - Kanna þurfi bakgrunn starfsfólks Morgunblaðið/Ómar Eldri borgarar Fjölga mun hratt í þeirra hópi á næstu áratugum. Guðrún Vala Elísdóttir Borgarnesi Skóflustunga var tekin í gær að fyrsta áfanga nýs íbúðahverfis í Bjargslandi í Borgarnesi. Áætlað er að framkvæmdir hefjist um leið og allar leyfisveitingar liggja fyrir. Um er að ræða um það bil 80 par-, fjöl- og einbýlishús í heildina. Loka- fjöldi íbúða liggur ekki fyrir að svo stöddu þar sem verið er að vinna við gerð deiliskipulags fyrir hluta af seinni áfanga verkefnisins. Í fyrsta áfanga verða byggð sex fjölbýlishús, í hverju húsi verða fjórar 90 fer- metra íbúðir, 2-3 herbergja, og ein 50 fermetra og tveggja herbergja. Miðað er við að hægt verði að kaupa íbúðirnar með hlutdeildar- lánum. Viljayfirlýsing um samstarf við uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Bjargslandi var undirrituð fyrir rúmu ári af byggðarráði Borgar- byggðar og fulltrúum þriggja verk- takafyrirtækja í Borgarbyggð. Nú ári síðar er búið að stofna hlutafélag sem heitir Slatti ehf. og er í eigu þessara þriggja fyrirtækja sem munu halda utan um verkefnið. Búið er að undirrita rammasamning um verkefnið. Markmið samningsins er að auka framboð á nýju og fjöl- breyttu húsnæði í Borgarnesi og að efla og þróa byggð í Borgarbyggð til hagsbóta fyrir sveitarfélagið, íbúa þess og atvinnulíf á svæðinu. Með undirritun samningsins skuldbinda framkvæmdaaðilar sig til þess að sjá um uppbyggingu svæðisins í heild sinni, en um er að ræða heilt íbúðahverfi með fjöl- býlis-, par- og raðhúsum. Jafnframt liggur fyrir að hluti lóða í hverfinu verður boðinn til úthlutunar á al- mennum markaði og verður fyrir- komulag úthlutunar auglýst síðar. Framlag sveitarfélagsins felst meðal annars í því að veita vilyrði fyrir út- hlutun lóða á tilgreindu deiliskipu- lagssvæði. Þórdís Sif Sigurðardóttir, sveitar- stjóri Borgarbyggðar, ávarpaði við- stadda og lýsti ánægju sinni með framtakið. Hún sagði það ánægju- legt að sjá þetta samstarfsverkefni verða að veruleika. Blómleg upp- bygging í Bjargslandi myndi hafa já- kvæð áhrif á sveitarfélagið í heild sinni og standa vonir til þess að þetta leiði til þess að fleiri fyrirtæki fari af stað með byggingarfram- kvæmdir í Borgarbyggð. Þórdís steig síðan upp í gröfu og tók fyrstu skóflustunguna með glæsibrag. Morgunblaðið/Guðrún Vala Borgarnes Frá athöfninni í gær þegar skóflustunga var tekin að nýju íbúðahverfi í Bjargslandi. Fyrsta skóflustunga tekin í Bjargslandi - Nýtt 80 húsa íbúðahverfi mun rísa í Borgarnesi á næstunni 12. mars 2021 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 127.91 Sterlingspund 177.51 Kanadadalur 101.11 Dönsk króna 20.453 Norsk króna 15.081 Sænsk króna 15.009 Svissn. franki 137.39 Japanskt jen 1.1775 SDR 182.58 Evra 152.1 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 186.6101 Hrávöruverð Gull 1711.5 ($/únsa) Ál 2141.0 ($/tonn) LME Hráolía 67.46 ($/fatið) Brent Verkefnið Römpum upp Reykjavík var kynnt við hátíðlega athöfn í gær. Með því er stefnt að því að setja upp hundrað rampa fyrir fólk í hjólastól eins fljótt og auðið er á árinu 2021 í miðbæ Reykjavíkur. Um er að ræða sjóð með aðkomu fjölmargra fyrirtækja og aðila sem mun standa straum af meginkostn- aði fyrir þá verslunar- og veitinga- húsaeigendur sem taka þátt í verk- efninu. Morgunblaðið/Eggert Athöfn Hvatamaðurinn Haraldur Þorleifsson kynnti verkefnið í gær. Munu setja upp hundrað nýja rampa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.