Morgunblaðið - 12.03.2021, Side 12
BAKSVIÐ
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Guðjón Már Guðjónsson, forstjóri
tæknifyrirtækisins OZ, segir í sam-
tali við Morgunblaðið að fyrirtækið
muni byrja að bjóða almenningi að
prófa nýja tækni fyrirtækisins í
byrjun næsta sumars, en tæknin
gengur út á að færa upplifunina við
að horfa á íþróttakappleik heim í
stofu.
„Við ætlum að rúlla þessu út fyrir
almenning í nokkrum skrefum í
byrjun sumarsins og verðum komin
á fulla keyrslu fyrir HM í fótbolta í
Katar í lok árs 2022,“ segir Guðjón.
Eins og sagt var frá í Morgun-
blaðinu fyrr í vikunni hefur hið
þekkta viðskiptarit Fast Company
útnefnt OZ sem eitt af tíu fram-
sæknustu fyrirtækjum í heimi á
sviði íþróttatækni. Guðjón segir að
útnefningin sé mikill heiður. „Við
erum kampakát með þessa viður-
kenningu.“
Stór markhópur
Eins og Guðjón útskýrir kemst
aðeins lítið brot íþróttaáhugamanna
á kappleiki sem eru í boði í eðlilegu
árferði, eins og til dæmis úrslitaleik
bandaríska hafnaboltans, ofurskál-
ina, eða á leik í úrvalsdeildinni í fót-
bolta í Englandi. Við þessu hefur
OZ fundið lausn, en með því að opna
smáforrit fyrirtækisins þegar mað-
ur horfir á leik í sjónvarpinu er
hægt að bjóða allt að átta vinum að
„upplifa“ leikinn með sér. Hróp og
köll, gleði og sorgir enduróma þá í
heyrnartólum vinanna, rétt eins og
þeir sætu saman á vellinum í eigin
persónu. „Ef við tökum ofurskálina
sem dæmi þá komast kannski sextíu
þúsund manns á völlinn en sextíu
milljónir eru að horfa heima hjá sér.
Það er sá markaður sem við erum
að horfa til. Við erum að bjóða fólki
að komast nær upplifuninni sem
þessi sextíu þúsund eru að njóta á
vellinum. Að auki sérðu sjálfan þig
og vini þína á vellinum í gegnum
appið sem manngerving (e. avatar).“
Tekjur af varningi
Notkun forritsins verður ókeypis
en tekjur ætlar OZ að fá í gegnum
sölu á margvíslegum stafrænum
varningi, eins og liðstreyjum sem þú
getur klætt manngervinginn þinn í
meðan á leik stendur, fánum eða
öðru. „Við vinnum þetta í samstarfi
við deildirnar og klúbbana. Þetta
mun breikka út tekjumöguleika
þeirra til muna.“
Áður en OZ ákvað á síðasta ári að
beina athyglinni í auknum mæli að
þróun upplifunarappsins var áhersl-
an meiri á þróun á upptökutækni
fyrir íþróttakappleiki, en félagið
hefur verið með þá tækni í smíðum
síðustu ár. Þar kemur OZ mynda-
vélum fyrir allan hringinn í kringum
íþróttavelli og tekur svo upp með
hjálp gervigreindar til að geta fjar-
stýrt. Guðjón segir að OZ sé búið að
framleiða hundruð íþróttaviðburða
með tækninni. Viðskiptamódelið
gengur út á greiðslur frá íþrótta-
deildum fyrir sýningarrétti.
Um ástæðu þess að fyrirtækið
ákvað að söðla um og efla áherslu á
neytandann segir Guðjón að þegar
veirufaraldurinn fór af stað hafi
kappleikir lagst í dvala. Þá hafi góð
ráð verið dýr. „Við urðum fyrir
ákveðnu áfalli í byrjun faraldursins
og tekjufalli. En veirufaraldurinn
gaf okkur stækkunargler til að rýna
inn á við og sjá hvar mestu mögu-
leikarnir væru. Það leiddi okkur inn
á núverandi braut. Fyrst hugsuðum
við þetta fyrir fótboltaleiki, en sáum
síðan að hægt væri að nýta lausnina
fyrir allar gerðir kappleikja. Það
opnaði augu samstarfsaðila okkar,
starfsfólks og hluthafa á að við gæt-
um herjað á mun stærri markaði.“
Feta í fótspor Fortnite
Spurður um viðtökur deilda og
klúbba við hugmyndinni segir Guð-
jón að þær hafi komið ánægjulega á
óvart. „Ástæðan er sú að þetta er ný
tekjuleið þar sem ekki er verið að
brjóta neina skilmála í flóknustu
samningum. Það er búið að vera
okkar helsta áskorun undanfarin ár
að búa til nýja tekjuleið fyrir klúbb-
ana sem ekki gengur í berhögg við
dreifi- og útsendingarsamninga við
sjónvarpsstöðvar og leikmenn
o.s.frv. Við erum þarna að feta í fót-
spor tölvuleikjafyrirtækja eins og
Fortnite, sem hafa einmitt gert
svona samninga við íþróttafélög og
keppnisdeildir.“
Spurður um tekjumöguleika í
framtíðinni segist Guðjón engu vilja
spá enda óvissan ávallt til staðar.
„Það byggist algjörlega á hvað okk-
ur tekst að gera þetta einfalt og að-
gengið gott. Ef vel tekst til gæti
þetta orðið stórt, en við gætum líka
auðveldlega klúðrað þessu,“ segir
Guðjón og brosir.
Tuttugu og fimm manns vinna hjá
OZ í fullu starfi, en að auki vinnur
fjöldi sérfræðinga fyrir fyrirtækið í
fjarvinnu víða um heiminn í hluta-
starfi.
Sígildar fjármögnunaraðferðir
Eins og áður hefur verið sagt frá í
Morgunblaðinu hefur fyrirtækið
safnað um milljarði króna í hlutafé.
Guðjón segir að meðal hluthafa sé
til dæmis einn af höfundum tölvu-
leiksins vinsæla League of Legends
og einnig er toppstjórnandi frá kín-
verska risafyrirtækinu Tencent í
hluthafahópnum m.a. „Félagið er
fjármagnað eftir sígildum aðferðum
nýsköpunarfyrirtækja þar til við
náum að komast yfir núllið í rekstr-
inum. Það ríkir bjartsýni um að sú
aðferð muni ganga vel og vonandi
komumst við réttum megin við núll-
ið á undan áætlun, eða sem allra
fyrst.“
Ný tækni í boði næsta sumar
Tækni Notendur sjá sjálfa sig og vini sína á vellinum í gegnum appið sem manngervinga (e. avatar).
Nýsköpun
» Tæknin komin á fullan skrið
fyrir heimsmeistarakeppnina í
fótbolta í Katar árið 2022.
» 25 manns auk fjölda sér-
fræðinga í hlutastarfi vinna við
þróun forritsins.
» Urðu fyrir ákveðnu áfalli í
byrjun faraldursins og miklu
tekjufalli.
» Ný tekjuleið fyrir íþrótta-
félög og keppnisdeildir.
» Fast Company valdi Oz á
dögunum sem eitt af tíu frum-
legustu fyrirtækjum í heimi á
sviði íþróttatækni.
- Hægt verður að bjóða átta vinum að upplifa íþróttakappleiki með sér heima í stofu - Fá tekjur í
gegnum sölu á stafrænum varningi - Risastór markaður - 1% kemst á leikina, aðrir heima í stofu
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. MARS 2021
Aðalfundur Marel hf. verður haldinn 17. mars 2021 klukkan 16:00 og er fundurinn
eingöngu rafrænn. Hluthöfum er bent á að nauðsynlegt er að skrá þátttöku á
aðalfundinn fyrirfram. Skráning fer fram áwww.smartagm.com vegna hlutabréfa
sem skráð eru á Nasdaq Íslandi og hjá viðkomandi vörsluaðila vegna hlutabréfa sem
skráð eru á Euronext Amsterdam.
Nánari upplýsingar og fundargögn má nálgast á aðalfundarvef Marel,
www.marel.com/agm
Rafrænn
aðalfundur
Marel
Samþykkt var á aðalfundi Íslands-
pósts síðastliðinn föstudag að hækka
laun stjórnarmanna úr 172 þúsund á
mánuði í 177 þús-
und. Formaður
stjórnar fær tvö-
föld laun stjórn-
armanns.
Þetta kom
fram á fundinum.
Þá kemur fram
í nýbirtum árs-
reikningi að laun
og hlunnindi
stjórnar, for-
stjóra og lykilstjórnenda hafi numið
207,6 milljónum árið 2019 en 153,6
milljónum árið 2020.
Laun forstjóra 28,3 milljónir
Þá hafi laun forstjóra verið 41,6
milljónir árið 2019 en 28,3 milljónir í
fyrra. Þá lækkuðu laun stjórnar-
manna úr 14 milljónum 2019 í 12,3
milljónir króna 2020. Bent er á að
hluta af ári voru tveir forstjórar á
launum hjá félaginu auk stjórnenda
sem létu af störfum á árinu.
En til upprifjunar urðu miklar
breytingar á stjórn félagsins árið
2019 þegar Birgir Jónsson varð for-
stjóri. Benda tölurnar til að stjórn-
endaskiptin hafi kostað tugi millj-
óna. Þá kemur fram í fundargerð
stjórnar Póstsins 30. nóvember sl. að
Thomas Möller stjórnarmaður fór
fram á að fá greiningu á öllum gjald-
skrárbreytingum og ítrekaði hann
að þær skyldu lagðar fyrir stjórn til
samþykktar samkvæmt samþykkt-
um félagsins. Bjarni Jónsson, for-
maður stjórnar, lagði við það tilefni
til að stjórn fengi frekari greiningar
og fyndi því farveg hvernig verð-
breytingar yrðu lagðar fyrir stjórn
til samþykktar í framtíðinni.
Gagnrýndu fv. forstjóra
Athygli vekur að 7. desember í
fyrra gagnrýnir stjórn Póstsins sam-
ráðsleysi Birgis, fv. forstjóra, við
gjaldskrárlækkun 1.1. 2020. Þ.e. við
þá ákvörðun að hafa eitt verð á öllu
landinu fyrir sendingar upp að 10 kg.
Sömuleiðis vekur athygli að Thomasi
var vikið úr stjórn á aðalfundinum en
hann hafði spurt margra spurninga
um reksturinn. Skv. ársreikningi
skilaði Pósturinn 104 milljóna hagn-
aði í fyrra en Póst- og fjarskipta-
stofnun úrskurðaði að hann skyldi fá
509 milljóna framlag vegna ársins.
Pósturinn hækk-
ar stjórnarlaunin
- Stjórnendaskipti fyrir tugi milljóna
- Stjórnarmaður áréttaði starfsreglur
Bjarni
Jónsson