Morgunblaðið - 12.03.2021, Síða 18

Morgunblaðið - 12.03.2021, Síða 18
18 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. MARS 2021 Umræður um um- ferðaröryggi og slit á vegum koma alltaf annað slagið til um- ræðu hér á landi, ekki síst eftir umferðar- óhöpp sem rekja má beinlínis til slits á veg- um eða ófullnægjandi viðhalds og viðgerða. Við fáum reglulega fréttir af því að flutningabílar lendi utanvega vegna þess að vegirnir þola illa þessa þungu bíla. Vegkantar síga og gefa eftir, sem er ekki óeðlilegt þegar um er að ræða yfir 20 eða 30 tonna þunga vöruflutningabíla af stærstu gerð. Ein frétt ekki mjög gömul hljóðaði svo: „Bíllinn var með rúm átta tonn af olíu og varð slysið með þeim hætti að vegkantur gaf sig.“ Hægt er að skoða umferðaróhöpp undangenginna ára og sést að mörg þeirra eru vegna vega sem ekki þola alla þá þungu umferð sem haldið er úti hringinn í kringum landið allan ársins hring. Dráttur hefur orðið á endurbótum vegakerfisins enda kostnaður ærinn. Slit flutningabíla á vegum er mikið niðurgreitt og sam- kvæmt upplýsingum, vegna fyrir- spurnar á Alþingi fyrir nokkrum ár- um, kom fram að ein ferð flutninga- bíls án tengivagns með 80% hleðslu getur valdið svipuðum niðurbrots- áhrifum og 9.000 ferðir 1.800 kg bif- reiðar. Einnig kom fram að ein ferð flutningabíls með tengivagn og 80% hleðslu getur valdið svipuðum niðurbrotsáhrifum og 12.000 ferðir 1.800 kg bifreiðar. Ríkissjóður ber gríðarlegan kostnað af viðhaldi og endurbyggingu vegakerfisins, ekki síst á viðhaldi burðarlags þjóðveg- anna, auk þess sem skipta þarf reglulega um efsta lagið með mis- góðum árangri eins og dæmin sanna. Á sínum tíma voru vegir landsins byggðir upp miðað við að þeir þyldu 8,5 tonna öxulþunga og stór hluti vegakerfisins hefur ekki verið tilbúinn að taka við þessum þungaflutningum og auknum öx- ulþunga. Niðurbrot vega hefur stór- aukist og þar sem undirlagið er kostnaðarsamur þáttur vegaupp- byggingar hefur æ hærra hlutfall vegakostnaðar farið í að halda í horfinu. Samkvæmt bandarískum rannsóknum sem fram fóru um mið- bik síðustu aldar er slit af völdum umferðar á slitlagi um það bil í fjórða veldi öxulþunga. Eftir því sem öxulþungi eykst minnkar end- ingartími veganna eins og við þekkj- um. Umhverfisþættir eins og veður- far hafa einnig einhver áhrif á slit vega. Hvað er til ráða? Í greiningarskýrslu sem samgöngu- og sveitarstjórnarráðu- neyti gaf út í maí 2010, um mat á hagkvæmni strandflutninga á Ís- landi, er ekki aftekið með öllu að strand- flutningar geti hentað tilteknum vöruflokkum betur en landflutn- ingar. Eru þar tilteknar vörur á borð við bygg- ingarvörur, iðnaðarvörur, hráefni, fiskafurðir, vörur sem bíða útflutn- ings o.þ.h. Samkvæmt skýrslunni eru strandsiglingar metnar álitlegur kostur og að nægjanlegt flutnings- magn sé fyrir hendi til að standa undir rekstri a.m.k. eins miðlungs- stórs farmflutningaskips og að þar fyrir utan væri hægt með strand- flutningum að bjóða flutningsgjöld sem séu samkeppnishæf við land- flutninga. Í skýrslunni koma fram upplýsingar um rekstur strand- siglinga frá Reykjavík og til nokk- urra hafna innanlands og þar segir m.a: „Strandsiglingar eru álitlegur kostur miðað við forsendur skýrsl- unnar. Nægjanlegt flutningsmagn virðist vera til staðar, talsverður áhugi er fyrir hendi meðal flutn- ingskaupenda og hægt er að bjóða flutningsgjöld sem eru samkeppn- ishæf við landflutninga.“ Einnig er bent sérstaklega á að strandsigl- ingar henti „þolinmóðum“ vörum, s.s. byggingarvörum, iðnaðarvörum, hráefni og fiskafurðum fyrir útflutn- ing svo dæmi séu tekin. Í skýrslunni kemur einnig fram að víða um heim er unnið að því að færa flutninga af vegum yfir á sjó og að bent hafi ver- ið á kostnað samfélagsins vegna slits á vegum, slysahættu, meng- unar og annarra umhverfisþátta. Frá því að þessi skýrsla var gerð fyrir rúmum áratug hefur margt breyst á Íslandi og má í því sam- bandi sérstaklega benda á mikla flutningsþörf fiskeldis frá lands- byggðinni til SV-lands. Nefna má sem dæmi að frá fyrirtæki einu á SA-landi fara á þessu ári um 480 fiskflutningabílar til Seyðisfjarðar og Þorlákshafnar með um 10 þús- und tonn og gert er ráð fyrir að eft- ir fjögur ár verði magnið orðið 40 þúsund tonn eða tæplega 2.000 fisk- flutningabílar. Nefna má líka mikla uppbyggingu fiskeldis á Vestfjörð- um frá Patreksfirði að Djúpi með tilheyrandi fiskflutningum sem örugglega aukast á næstu miss- erum. Það er spurning hvort eitt- hvað af þessum flutningum mætti fara sjóleiðina frá landsbyggðinni og suður. Til gamans rifja ég upp umsögn Félags íslenskra skipstjórnarmanna um tillögur til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2003- 2014 og um fjögurra ára samgöngu- áætlun fyrir árin 2003-2006. „Með því að leggja niður sem- entsflutninga milli Akraness og Reykjavíkur voru flutningarnir færðir á vegakerfi landsins. Til að flytja sama magn á þeirri tímaein- ingu sem skipið flutti þarf lest 10 sementsflutningabíla og er orku- notkun þeirra varlega áætluð um 800% meiri en fer til að knýja skipið sömu leið með tilheyrandi útblæstri og mengun.“ Einnig gerir félagið annan sam- anburð á sjó- og landflutningum. „Mánafoss flytur um 3.300 tonn af vörum. Flytji skipið það magn af vörum í órofinni siglingu milli Reykjavíkur og Akureyrar tekur það um 27 klst. miðað við meðal- aðstæður. Með því að flytja sama magn á vegakerfinu þessa leið, á sama tíma, þurfa 28 fulllestaðir vöruflutningabílar með tengivagna að fara þrjár ferðir hver á milli Reykjavíkur og Akureyrar. Er þá miðað við hámark í leyfilegum öxul- þunga við bestu aðstæður og 60 km meðalhraða á bíl. Til að anna þessu á 27 klst. þarf tvo bílstjóra á hvern bíl eða 56 menn. Þessi „bílalest“ leggur á 27 klst. tímabili slitálag 84 fulllestaðra flutningabíla á 389 km af vegakerfinu.“ Þess má geta að flutningaskip fer frá Reykjavík einu sinni í viku með innfluttar vörur til nokkurra hafna úti á landi og siglir síðan út með vörur en að öðru leyti er ekki um neinar strandsiglingar að ræða. Engir flutningar eru sjóleiðina frá landsbyggðinni til Reykjavíkur eða SV-hornsins. Ég ætla ekki að rekja frekar hvað hefur gerst í fortíðinni heldur horfa frekar til framtíðar og hvet ég stjórnvöld og hagsmunaaðila til að íhuga aftur kosti strandflutninga hér við land. Flytjum hluta af vöruflutningum innanlands út á sjó aftur, það mun örugglega skila sér í minni loft- mengun, öruggari umferð, miklu minna sliti á þjóðvegum landsins og væntanlega lægri flutningsgjöldum svo dæmi séu tekin. Strandsiglingar við Ísland Eftir Pál Ægi Pétursson »Ein ferð flutninga- bíls með tengivagn og 80% hleðslu getur valdið svipuðum niðurbrotsáhrifum og 12.000 ferðir 1.800 kg bifreiðar. Páll Ægir Pétursson Höfundur er skipstjóri og skrif- stofumaður hjá Félagi skipstjórn- armanna. Rétt fyrir síðustu aldamót var Póst- og símamálastofnun skipt í tvö fyrirtæki; Sím- ann og Póstinn. Sím- inn er löngu seldur enda gróðavænlegt fyrirtæki fyrir peningaöflin. Póst- urinn var aftur á móti langt frá því að vera gróðavænlegt fyrir- tæki enda hafði hann með höndum miklar skyldur gagn- vart þjóðfélaginu og alþjón- ustubyrðin hefur verið dýr og erfið fyrir fyrirtækið. Að dreifa pósti í strjálbýlu landi er auðvitað þungt verkefni og lítill gróði af dreifingu pósts á Íslandi. Það eru einungis örfáir þéttbýlisstaðir þar sem það hefur skilað arði sem einhverju nemur. EES-samningurinn setur það í hendur stjórnvalda að bera ábyrgð á póstþjónustu til lands- manna, þ.e. dreifingu bréfa og böggla, upp að vissu marki. Í öðru er samkeppni. Þegar bréfapósturinn fór að dragast saman hvarf einn helsti tekjustofn Íslandspósts sem nauðsynlegur var til að geta sinnt alþjónustu án taps. Þetta kerfi hefur inniborið sjálfvirkt tap eftir að bréfapósturinn datt niður. Hvernig hefur ohf.-fyrirtækið brugðist við? Samkvæmt hluta- félagalögum má ekki reka hluta- félög með tapi, bregðast skal við! Viðbrögðin voru að hætta með ýmsa þjónustu, hætta að bera út fjölpóst í höfuðborginni og nágrenni, selja dótturfélög sem þó skiluðu tekjum (þrýstingur frá atvinnulífinu?) og hætta frímerkjaútgáfu sem var þekkt um allan heim og var landi og þjóð til sóma – líklega ein besta landkynning sem völ var á. Margt fleira mætti telja upp. Stefnan var sem sagt að hætta ýmiskonar þjón- ustu við landsmenn, draga úr ann- arri og segja upp mannskap. Varla hægt að kalla metnaðarfulla stefnu. Nú er enn eitt nýtt útspil í kort- unum. Pósturinn ætlar kannski að hætta dreifingu bréfa. Eða langar til þess. Það er að verða undarleg póstþjónusta að hætta ýmiskonar þjónustu. Þá er fátt eitt að verða eftir og Pósturinn stendur eftir strípaður við að dreifa bögglum og smápökkum um landið. Þjónusta sem fjöldi annarra fyrirtækja gæti sinnt. Það er komið að endamörkum þeirrar stefnu sem rekin hefur verið síðustu ár. Það eru ekki fleiri eftir til að segja upp nema hætta með enn fleiri þjónustuverkefni. Ný- verið fékk Íslands- póstur afhent alþjón- ustuverkefni til 10 ára þannig að stjórnmálin þurfa þá að losa Ís- landspóst undan því verkefni að sinna bréfa- pósti. Það er bundið í skyldur gagnvart Evr- ópureglum þannig að það er ekki bein leið að því. Ef Íslandspóstur ætlar að losna undan því þarf að finna annan alþjónustuveitanda og þá er nokkuð gefið að það yrði ekki aðeins bréfapósturinn sem færi frá fyrirtækinu heldur alþjónustuverk- efni í heild sinni. Hvað þá? Það er kannski komið að þeirri stóru pólitísku spurningu: Er ohf.- módelið í póstþjónustu búið að vera? Þarf ef til vill að snúa hjólunum aft- ur til áranna fyrir aldamótin og stofna nýtt ríkisfyrirtæki, Íslands- póstur, og slíta fyrirtækinu Íslands- póstur ohf.? Flestum er ljóst að ohf.-módelið skilar ekki því sem því var ætlað. Það gengur ekki upp lengur að bréfapóstur haldi póst- þjónustu í landinu gangandi. Það er því stjórnmálamanna að rýna til framtíðar og móta stefnu í póst- málum til framtíðar. Ohf.-módelið í pósti gengur ekki lengur upp. Póst- þjónusta er hluti af innviðum landa og ábyrgð þeirra sem stjórna því mikil. Landsmenn eiga rétt á öruggri og sanngjarnri póstþjón- ustu og ljóst að það er í ákveðnu uppnámi ef ekkert verður að gert. Það má ekki vera á hendi einstakra fyrirtækja að ákveða lögbundið þjónustustig og velja sér verkefni eða verkefnaleysi eftir hent- ugleikum. Nú verður að skilgreina póstþjónustu á Íslandi upp á nýtt og þar verði tekið mið af þeim veru- leika sem blasir við. Ræs Alþingi, boltinn er ykkar. Ohf.-módelið er dautt Eftir Jón Inga Cæsarsson Jón Ingi Cæsarsson »EES-samningurinn setur það í hendur stjórnvalda að bera ábyrgð á póstþjónustu til landsmanna, þ.e. dreifingu bréfa og böggla, upp að vissu marki. Höfundur er formaður Póstmannafélags Íslands. jonc@simnet.is Sveinn Hallgríms- son, fyrrverandi kenn- ari við Landbún- aðarháskóla Íslands, ritaði grein í Morgun- blaðið 9. mars sl. sem bar nafnið „Misskildi Halldór Kiljan hug- takið „Wetland“?“ og vísar þar til greinar Halldórs frá gamlárs- degi 1970 sem hann nefndi Hernaðinn gegn landinu. Sveinn telur að votlendishugtakið í Ramsar-samningnum sé ranglega notað af Halldóri og öðrum síðar þegar rætt er um framræslu mýra, enda eigi votlendi í samningnum ekki við um mýrar, heldur um staði „sem eru undir vatni, hvort sem er salt eða ferskt. Fen og tjarnir, strandlengju stöðuvatns eða sjávar, óshólma fljóta, lág- lendi sem ár og sjór flæða yfir af og til“. Ramsar-samning- urinn um alþjóðlegt, mikilvægt votlendi, sérstaklega sem bú- svæði vatnafugla var undirritaður í borginn Ramsar í Íran 2. febrúar 1971 og full- giltur 21. desember 1975, nokkru eftir að grein Hall- dórs birtist. Votlendi, sem Halldór Laxness skrifaði um í grein sinni, er gamalt hugtak og kemur m.a. fyrir í Jarða- bók Árna Magnússonar og Páls Ví- dalín frá upphafi 18. aldar. Þar er átt við land þar sem vatn flýtur yfir grassvörðinn. Halldóri var ekki kunnugt um Ramsar-samning um verndun votlendis sem undirrit- aður var í febrúar árið eftir að greinin hans birtist og var full- giltur fimm árum síðar. Því er al- veg ljóst að Halldór var að vísa til framræslu mýra (orðið kemur sjö sinnum fyrir í grein Halldórs) auk þeirrar eyðileggingar sem stefnt var að með því að kaffæra stór landsvæði vegna virkjanafram- kvæmda, eins og Þjórsárver og Mývatn. Í fyrstu grein Ramsar-samningsins um verndun votlendis eru markmið samnings- ins sett fram. Þau eru að varðveita mýrar, fen, mólendi og vötn, árósa og strandsjó niður á sex metra dýpi. Um 1970 var eyðileggingin á votlendi mikil og með Ramsar- samningnum var lögð áhersla á að vernda búsvæði vatnafugla, bæði staðbundna stofna og farfugla. Við lestur samningsins blasir við að forsvarsmenn hans hafi haft sama skilning á verndun votlendis og Halldór Laxness. Þessi boðskapur á enn við, enda er enn þrengt að votlendi vegna ýmissar starfsemi, m.a. vegna landbúnaðar. Misskilur fv. kennari Landbúnaðar- háskóla Íslands hugtakið votlendi? Eftir Gísla Má Gíslason » Við lestur samnings- ins blasir við að for- svarsmenn hans hafi haft sama skilning á verndun votlendis og Halldór Laxness. Gísli Már Gíslason Höfundur er prófessor emeritus í vatnalíffræði við Háskóla Íslands. gmg@hi.is Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsend- ar greinar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðs- ins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í samskiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höf- unda. Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem inn- sendikerfið er notað þarf notand- inn að nýskrá sig inn í kerfið. Ít- arlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Nánari upplýsingar veitir starfs- fólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.