Morgunblaðið - 12.03.2021, Page 27

Morgunblaðið - 12.03.2021, Page 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. MARS 2021 pabbi var með tengdadóttur sína með fyrsta laxinn sinn. Myndin sem tekin var af þeim er ein sú kærleiksríkasta sem ég hef séð. Pabbi var einstakur barnakarl, alltaf spurði hann eftir börnunum og svo þegar barnabörnin komu þá spurði hann fyrst um þau og svo komu barnabarnabörnin, þá var fyrst spurt um þau og svo komu hin á eftir. Pabbi var sjó- hundur af guðs náð, aflaði vel og fór vel með áhöfn og skip. Hann var einstaklega laginn netamað- ur, maður undraðist hvernig hann gat séð hvernig nær ónýtri nót skyldi komið saman. En fyrst og fremst var hann ástríkur fjöl- skyldufaðir sem var alltaf til stað- ar þegar á þurfti að halda. Spurði um hagi og velferð allra sinna nánustu. Krakkarnir mínir minn- ast afa síns sem skemmtilegs og stríðins og sem fræðara. Það verður ómetanleg minning að sjá hversu ánægður þú varst að sjá yngsta barnabarnabarnið í fyrsta skiptið rétt áður en þú fórst, þá var Þorkell Einar orðinn rúmlega átta mánaða. Takk pabbi fyrir ferðalagið okkar saman til sjós og lands. Sigldu í guðs friði, ég mun ætíð sakna þín. Þinn sonur, Karl Einar. Í dag kveð ég föður minn með virðingu og söknuði. Ég er þakklátur fyrir að hafa fæðst inn í góða fjölskyldu sam- stiga foreldra og öflugra systk- ina. Við erum gott fólk. Pabbi var alltaf úti á sjó og systkini mín öll mun eldri en ég og tóku fljótt þátt í lífinu. Ég var litla örverpið og naut þess að hafa mömmu út af fyrir mig. Ég og mamma. Hún var mín stoð og stytta, verndari minn og huggari. Og eins og það hljómar skringilega þá sótti ég sjálfs- traustið mitt til hennar, sem þó oftast efaðist um sitt. Ég gat baksað í lífinu og lært af mistök- um vitandi að hún var alltaf til staðar fyrir mig og elskaði mig skilyrðislaust. Það var mér mikið áfall að mamma skyldi falla frá í blóma lífsins aðeins 55 ára gömul og ég þá 27 ára. Ég hef aldrei sætt mig við það eða öðlast innri frið með þetta. En nú þegar pabbi hefur leyst landfestar inn í sumarlandið þá er tímabært að ljúka þessum kafla. Fráfall mömmu var pabba líka mikið áfall. Heimur hans hrundi og hann var ómögulegur á eftir í nokkur ár, sem samt virtist heil eilífð. Það bara slokknaði eitt- hvað í honum. Þar til hann kynnt- ist Agnesi. Þá náði brosið til augnanna á ný og húmorinn koma til baka. Mikið var það gott. Pabbi minn var kröftugur maður og metnaðarfullur. Hann var kröfuharður á sjálfan sig og samferðamenn sína. Stundum þannig að sumum þótti nóg um. En þeir fiska sem róa og það gerði hann Óskar á Arney. Hann var svo sannarlega kapteinn hvar sem hann var og hvar sem hann kom. En hann hafði líka góð gildi, hann var heiðarlegur, barngóður og studdi þá sem styðja þurfti. Hann elskaði konurnar sínar og vildi þeim aðeins það besta. Að mínu mati naut pabbi sín best í afahlutverkinu. Hann sagði sögur, fór með vísur og fræddi. Var einlægur stuðningsmaður. Þannig ætla ég að minnast hans, að hann hafði mikið að gefa. Lokakaflinn var honum ekki að skapi, sjúkdómarnir sem herj- uðu á hann heftu hann mjög og ég veit að hann var hvíldinni feginn. Um leið og ég votta Agnesi virð- ingu mína og samúð vil ég þakka henni hversu vel hún reyndist pabba og hversu góð amma hún er börnunum mínum. Takk. Foreldrum þínum þéna af dyggð, það má gæfu veita. Varast þeim að veita styggð, viljirðu gott barn heita. (Hallgrímur Pétursson) Kristinn. Óskar blessaður, vinur okkar á Nesvellinum, er fallinn frá. Við hittumst alltaf um eittleytið fjórir félagarnir, áttum þar margar góðar stundir saman og margar golfferðir fórum við til Spánar í gegnum árin. Óskar var sérdeilis þægilegur félagi, hann var ekki málgefinn, talaði aldrei illa um nokkurn mann, en gat verið hnyttinn í orði þegar rætt var um menn og málefni. Óskar var Hús- víkingur í húð og hár og þekkti þar alla bæði út og inn. Eitt sinn þegar rætt var um faðerni ákveð- ins aðila, sem eitthvað hafði farið milli mála, þá datt út úr Óskari: „Hvað er þetta maður, sérð þú þetta ekki á göngulaginu?“ Það kom enginn að tómum kofunum þar sem Óskar var. Óskar var ótrúlega laginn golfspilari. Hann átti það til að para brautir sem honum betri menn gátu átt í basli með. Það kom oft fyrir að menn sögðu „nei sjáið þið hvað kallinn gerir“. Hann gat verið alveg ótrú- legur við mjög slæmar aðstæður en hann tók alltaf öllu með jafn- aðargeði. Svo þegar hann fann að hann var farinn að gefa sig í göngu á vellinum fékk hann sér bara nýjan rafknúinn golfbíl. En þá verður að viðurkennast að hann var nú farinn að gefa tölu- vert eftir. Þrátt fyrir nýjan golf- bíl þurfti hann manninn orðið með sér. Við félagarnir skiptumst svona á að aðstoða hann eftir föngum, en oft kom Lalli sonur hans og aðstoðaði hann. Þeim kom auð- sjánlega mjög vel saman. Þegar Óskar fann vanmátt sinn við akstur hætti hann alveg að keyra en honum þótti gott að halda öku- skírteininu. Agnes eiginkona hans, sem var hans stoð og stytta var óþreytanleg við að keyra Óskar út á völl og sækja hann aft- ur eftir níu holur. Við félagarnir eigum oft eftir að minnast Ósk- ars, hann var góður og tryggur vinur. Blessuð sé minning hans. Við vottum Agnesi, Hrefnu og öðrum aðstandendum okkar dýpstu samúð við þessa kveðju- stund. Hörður Jón Pétursson, Jón Þorgeir og Jói Einars. ungsbréf um að mega giftast unn- usta sínum og fóru þær mæðgur með Esjunni austur í Neskaup- stað er Erla var hálfs árs. Árið 1930 fæddist svo Svala systir hennar og er Erla var á sjötta ári fluttist fjölskyldan til Keflavíkur, þar sem Peter var ráðinn til starfa, og þar gekk Erla í barna- skóla. Fjölskyldan fluttist svo til Reykjavíkur þegar Erla var tólf ára, en Peter var þá ráðinn yf- irsmiður og verkstjóri hjá Slipp- félaginu. Eftir fermingu gekk Erla í Gagnfræðaskólann við Lindargötu og tók svo gagn- fræðapróf frá Ingimarsskóla. Á sumrin með skóla vann hún í mat- vöruverslun, en eftir skólagöngu hóf hún störf í snyrtivöruverslun- inni Oculus í Austurstræti og vann síðar á lögmannsstofu. Á leiklistarnámskeiði hjá Ævari Kvaran kynntist hún stóru og einu ástinni sinni, Kristjáni Krist- jánssyni, sem var nýkominn heim eftir tónlistarnám í New York. Þau giftust svo tveimur árum síð- ar, 31. júlí 1949, og eignuðust þrjú börn, Þorbjörgu, Pétur Wigelund og Sigrúnu Júlíu. Kristján rak sína landsfrægu hljómsveit, KK- sextettinn, í fimmtán ár, en að þeim ferli loknum stofnuðu þau hjónin póstverslun og síðan ferð- uðust þau bæði vor og haust um landið þvert og endilangt og seldu fatnað. Þau opnuðu síðan fata- verslunina Verðlistann við Laugalæk 5. apríl 1965 og rak Erla hana með miklum glæsibrag til ársins 2014, eða í 52 ár. Þetta er grófi ramminn um lífs- hlaup Erlu Wigelund, en hér vantar svo ótal margt ef lýsa á þessari yndislegu konu. Hún var vinur í raun og það fengu margir að reyna. Hún var líka kraftmikil kona sem lét ótal mörg mál til sín taka, dagskráin var jafnan þétt- skipuð, stjórnmálaflokkur hennar fékk sinn tíma, Lionshreyfingin, Kaupmannasamtökin, svo eitt- hvað sé nefnt. Helstu viðfangs- efni Erlu voru þó rekstur Verð- listans við Laugalæk og umsvifamikið heimili á efri hæð- inni, þar sem ættingjar og vinir nutu mikillar gestrisni um langt skeið. Þar voru veislur margar og glæsilegar, og eldhúsið var svo hversdagslega miðstöð fyrir spjall um dægurmál, og ekki var verra að fá svo eina góða veiði- sögu í kaupbæti hjá Kristjáni. Erlu lét afar vel að lífga upp á um- hverfi sitt með skemmtilegum frásögnum. Þess var gjarnan beð- ið að Erla bæði um orðið í veislum og var þess þá ekki langt að bíða að veislugestir veltust um af hlátri. Nú er rödd minnar kæru vinkonu þögnuð, en hennar verð- ur gott að minnast. Blessuð sé minning góðrar og eftirminnilegrar konu. Þorsteinn Jónsson. Kveðja frá Lionsklúbbnum Engey Það var árið 1985 sem leiðir okkar Erlu lágu saman og hún sagði mér (Katrínu) frá stofnun klúbbs fyrir konur innan Lions- hreyfingarinnar. Þetta var að undirlagi Lionsklúbbs Reykja- víkur en þar var Kristján, eigin- maður hennar, virkur félagi. Mér leist vel á þetta og þáði boð henn- ar um inngöngu. Á þessum árum voru kvennaklúbbarnir eins kon- ar viðhengi við karlaklúbbana og konur höfðu ekki kjörgengi til embætta í hreyfingunni, aðeins karlar. Hinn 14. ágúst 1985 var klúbburinn okkar stofnaður og fékk nafnið Lionessuklúbbur Reykjavíkur. Erla var að sjálf- sögðu fyrsti formaður okkar og stjórnaði klúbbnum af miklum skörungsskap eins og henni einni var lagið. Hugmyndarík og dríf- andi öll okkar Lionessuár. Á al- þjóðaþingi Lions 1987 var gerð mikilvæg breyting, nú máttu kon- ur stofna Lionsklúbba með öllum réttindum hreyfingarinnar. Árið 1990 fæddist Lionsklúbburinn Engey okkur til ánægju og Erla hélt áfram með sinn dugnað í far- teskinu. Erla var um tíma for- maður Engeyjar og hún var jafn- an virk í öllu starfi klúbbsins. Hún var ávallt reiðubúin að leggja góðu verkefni lið. Erla naut sín vel á fundum og öðrum samkomum klúbbsins þar sem hún var jafnan gleðigjafi. Hún var vel máli farin og góður sögumað- ur. Ef dauflegt var á fundi lumaði hún gjarnan á góðri gamansögu eða brandara sem létti stemn- inguna. Eftirminnilegar eru líka tískusýningar frá Verðlistanum sem Erla stjórnaði af fag- mennsku enda þar á heimavelli. Þá þýddi ekki að neita þátttöku í sýningu með vísan til skorts á fyr- irsætuhæfileikum. Það var aldrei leiðinlegt þar sem Erla var og átti hún ríkan þátt í að skapa góðan félagsanda í klúbbnum. Erla fékk ýmsar viðurkenning- ar fyrir störf sín. Hún var gerð að Melvin Jones-félaga árið 1992 sem er ein æðsta viðurkenning Lionshreyfingarinnar. Á fundi Engeyjar í apríl 2016 var hún gerð að heiðursfélaga fyrir langt og farsælt starf í þágu klúbbsins. Vegna vanheilsu gat Erla ekki tekið þátt í starfinu með okkur seinustu árin en hún fylgdist með og vildi fá fréttir af starfinu í klúbbnum og af félögunum. Við kveðjum Erlu með söknuði og þakklæti fyrir mikilvægt starf hennar í klúbbnum og allar skemmtilegu samverustundirnar. Sigrúnu Júlíu og öðrum aðstand- endum Erlu sendum við samúð- arkveðjur. Katrín Árnadóttir, Guðný Björnsdóttir. ✝ Helga Guð- ríður Frið- steinsdóttir fæddist í Reykjavík 30. september 1937. Hún lést á líkn- ardeild Landspít- alans í Fossvogi 28. febrúar 2021. For- eldrar hennar voru Friðsteinn Helga- son, bifvélavirki og verkstjóri hjá Strætisvögnum Reykjavíkur, f. 16. júní 1906, d. 27. maí 1996 og Ólafía Vilborg Jónsdóttir hús- móðir, f. 21. mars 1911, d. 4. mars 1989. Systkini Helgu: Björgvin, f. 14.2. 1934, d. 27.11. 1992. Jón Þór, f. 14.2. 1935, d. 26.8. 2002. Friðsteinn Ólafur, f. 11.10. 1938. Hilmar Svanur, f. 30. maí 1941. María Erla, f. 2.9. 1942, d. 10.4. 1945. María Erla, f. 30.4. 1945. Hannes Björn, 20.10. 1946. Hólmfríður, f. 7.12. 1940. Ragn- heiður, f. 24.11. 1950. Drengur Friðsteinsson, f. 11.10. 1951, d. 11.10. 1951. Helga sleit barnsskónum á heimili fjölskyldunnar við Bræðraborgarstíg 21. Á neðri hæðinni bjó hún með foreldrum sínum og systkinum. Systk- steinn Kristinn, 15.8. 1982. Sam- býliskona Hera Rún og eiga þau einn son, Mjölni Þór. Eig- inmaður Ásdísar er Guðmundur Björgvinsson, f. 23.2. 1953 og eiga þau tvo syni saman. Guð- mundur Arnar, f. 27.4. 1989. Sambýliskona hans er Guðbjörg Þorleifsdóttir. Stefán Freyr, f. 14.11. 1994. Sambýliskona hans er Jessica Cruddas. Börn Guð- mundar frá fyrra hjónabandi eru: Björgvin Einar, f. 25.4. 1977. Eiginkona hans er Flóra Hlín og sonur þeirra er Almar Elí. Hildur Björk, f. 13.5. 1981. Eiginmaður hennar er Tor And- ers. Þeirra börn eru Tristan og Nataly. 2) Albert Kristjánsson, f. 13.6. 1958. Eiginkona hans er Jóna Daðey Hálfdánardóttir, f. 11.9. 1961. Börn þeirra eru: Kristján, f. 18.4. 1979. Sambýlis- maður hans er Einar Ingason, f. 12.8. 1987. Halldór, f. 23.8. 1986. Eiginkona hans er Helga Guð- jónsdóttir og eiga þau tvö börn, Viktor Daða og Katrínu Lilju. Daðey, f. 12.7. 1988. Eiginmaður hennar er Tómas Guðmundsson, f. 17.5. 1988 og eiga þau einn son, Benjamín Tuma. Helga vann í allmörg ár hjá Sjóklæðagerðinni við að hanna og sauma. Hún fór í skrifstofu- nám í kvöldskóla og starfaði eft- ir það hjá Skrifstofu ríkisspít- alanna þar til hún lét af störfum sökum aldurs. Útför Helgu fer fram frá Ár- bæjarkirkju í dag, 12. mars 2021, klukkan 13. inahópurinn var stór og mörg verk sem þurfti að sinna. Það kom í hlut Helgu sem elstu dóttur að aðstoða móður sína svo skólaganga hennar varð ekki löng. Hún gekk í Melaskólann og kláraði skóla- skylduna þar. Hún stundaði nám í Hús- mæðraskóla Reykjavíkur eins og margar stúlkur hafa gert í gegn- um árin og oftar en ekki var það látið nægja. 1953 kynnist hún ungum manni, Kristjáni Albert Hall- dórssyni norðan af Blönduósi. Hann var við nám í járnsmíði í Iðnskólanum í Reykjavík. For- eldrar hans voru Halldór Al- bertsson, kaupmaður á Blöndu- ósi, f. 15.7. 1986, d. 18.5. 1961 og Kristjana Konkordía Guðmunds- dóttir húsmóðir, f. 1.11. 1909, d. 4.11. 2005. Þau hefja búskap og gifta sig 28..9 1957. Börn þeirra eru: 1) Ásdís, f. 12.4. 1957. Börn Ásdísar og fyrrverandi eig- inmanns: Helga Kolbrún, f. 2.7. 1975. Hún á tvö börn, Heiðbjörtu Dís og Víking Snorra. Heiðbjört á eina dóttur, Talíu Björt. Þor- Ég kynntist Helgu tengda- móður minni 1978 þegar ég kom inn á heimili þeirra við Elliðavatn í fylgd sonar þeirra sem er eig- inmaður minn í dag. Þar var mér tekið með kostum og kynjum af þeim hjónum. Ég, 16 ára ungling- ur, feimin og vandræðaleg en það fór fljótt af mér. Á tímabili bjugg- um við hjá þeim og þar vorum við þegar elsti sonur okkar fæddist. Hún ók mér kasóléttri niður á fæðingarheimili og var hjá mér þar til faðirinn kom. Þótt stutt sé síðan þá voru engir farsímar og aðeins flóknara að ná í fólk. Fað- irinn kom vel tímanlega en ég er henni ævinlega þakklát fyrir að vera þar mér til stuðnings. Helga og Kristján hófu búskap sinn í Blesugrófinni. Síðan bjuggu þau nokkur ár í Langa- gerði og Gnoðarvogi. Fluttu eftir það upp á Vatnsenda við Elliða- vatn þar sem þau bjuggu í yfir 20 ár. 1989 færðu þau sig um set yfir í Breiðholtið í Orrahóla þar sem þau bjuggu þar til á síðasta ári, þegar þau fluttust í Hlíðarhús við Eir þar sem öryggið var aðeins meira. Við flutningana yfir í Breið- holtið úr friðsæld Vatnsendans kom yfir þau löngun til að eignast sælureit fjarri borgarysnum. Fyrir valinu varð bústaður við Meðalfellsvatn þar sem þau eyddu löngum stundum í að full- komna og gera að sínum. Um- hverfið var ósköp óræktarleg mýri og hálfkarað hús. Þar var sko aldeilis tekið til hendinni, húsið gert að hinum fallegasta bústað með sánu og útisturtu. Ræktun fór í gang og trjám plantað. Mýrin þurrkuð upp og er bústaðurinn og lóðin óþekkjanleg frá því sem var. Sést varla í húsið fyrir gróðri. Ætlunin var að eyða ellinni þar á sumrin og njóta, en fyrir rúmlega fimm og hálfu ári var fótunum kippt undan Helgu. Fyrst lenti hún í bílslysi sem or- sakaði jafnvægisleysi og svima svo afleiðing þess varð fall og brot um miðja nótt. Þá tóku við aðgerðir á spítala og fleiri áföll. Alltaf stóð hún samt upp aftur en með varanlega skerðingu. Und- irgekkst flókna aðgerð á fæti og var aldeilis ekki á því að gefast upp. En fyrir ári greindist hún með krabbamein sem var með- höndlað og allt leit vel út, þar til núna eftir áramótin að meinið tók sig upp aftur. Hún, þessi sterka, þrautseiga kona sem átti ekki til uppgjöf í sínum orðaforða, lét að lokum undan. Hún var mjög hæfileikarík, frjó, málaði, teiknaði og saumaði, með kollinn fullan af hugmynd- um. Síðast í janúar talaði hún um hvað hana langaði að fara að sauma aftur. Ballkjólarnir henn- ar bera vitni um hversu handlag- in hún var, kjólar sem sjást ekki lengur. Glæsileg kona sem minnti á Marilyn Monroe og það var ekki leiðum að líkjast. Hennar verður sárt saknað af eiginmanni, afkomendum og tengdabörnum. Sárt að hugsa til þess að ekki verði fleiri jólaboð og samverustundir, ekki hægt að slá á þráðinn, en minningarnar um hana munu lifa í hjörtum okk- ar. Ég þakka henni fyrir sam- fylgdina og hversu vel mér var tekið á heimili þeirra og það sem ég lærði af henni. Ég hefði ekki getað verið heppnari með tengdamóður og aldrei bar skugga á okkar samskipti. Hvíl í friði. Jóna Daðey Hálfdánardóttir. Elsku amma. Mikið er sárt að þurfa að kveðja þig. Það var alltaf svo gaman að koma til ykkar afa í Orrahólana og í bústaðinn. Það er ansi margt sem ég lít upp til þín með. Það var alltaf svo mikið líf í kringum þig. Þér þótti gaman að bjóða fólki heim og bjóða upp á dýrindis heimabakað bakkelsi og góðan mat. Þú varst líka svo flink í höndunum, hvort sem það var að föndra eða sauma. Ég var svo heppin að fá að eiga nokkra glæsilega handsaumaða kjóla frá þér og get ekki beðið eftir að fá tækifæri til að klæðast þeim. Og þó svo að þú hafir ekki haft tækifæri á að koma í brúð- kaupið mitt sökum veikinda þá saumaðir þú þessa fallegu hvítu kápu sem ég var í á deginum sjálfum og smellpassaði við kjól- inn. Ég held mikið upp á þá flík. Svo held ég líka upp á allar jóla- gjafirnar frá þér, myndaalbúm með myndum af okkur krökkun- um úr æsku, handklæði með handsaumuðum upphafsstöfum eða innrammaðar myndir af lista- verkum frá okkur í æsku. Ég man þegar ég fékk að gista hjá ykkur heila helgi þegar við vor- um að flytja, þá saumuðum við heila fatalínu á allar barbie-dúkk- urnar mínar, mér fannst það ekki leiðinlegt og ég geymi enn þá all- ar flíkurnar. Þú þurftir alltaf að hafa eitt- hvað fyrir stafni og varst alltaf að. Heimilið alltaf svo glæsilegt og alltaf til eitthvað nýbakað og gómsætt með kaffinu. Þú varst líka alltaf svo virk og vildir alltaf hafa eitthvað fyrir stafni. Þið afi voruð svo dugleg að fara í bústað- inn og þvílíkur sælureitur sem þið bjugguð til þar. Við fjölskyld- an vorum svo heppin að fá að nýta hann í haust þegar við þurft- um að fara í sóttkví og þá rifj- uðust upp margar skemmtilegar minningar. Svo eru auðvitað allir veggirnir fullir af listaverkum og föndri eftir þig. Ég á eftir að sakna að koma til ykkar afa, ég sakna þess sérstak- lega að koma til ykkar á jóladag þar sem öll fjölskyldan mætti til ykkar í þvílíka veislu. Þá var að sjálfsögðu boðið upp á þrjá aðal- rétti, eftirrétt, ís og fleiri tegund- ir af smákökum og lagtertum, allt heimagert af þér að sjálfsögðu. Hvíl í friði elsku amma mín. Við munum sakna þín sárt. Daðey Albertsdóttir. Helga Guðríður Friðsteinsdóttir Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður, tengdaföður, bróður og afa, SNORRA STEINÞÓRSSONAR, Ásholti 24, Reykjavík. Sérstakar þakkir til vina okkar, starfsfólks Heru heimahjúkrunar og líknardeildar Landspítalans í Kópavogi fyrir góða og hlýja umönnun. Jóna Helga Jónsdóttir Dröfn Ösp Snorrad. Rozas John Warren Rozas Vilhjálmur Steinþórsson Sydney Hannah Claire Rozas

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.