Morgunblaðið - 12.03.2021, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 12.03.2021, Qupperneq 33
DÆGRADVÖL 33 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. MARS 2021 Töfrar eldamennskunnar byrja með Eirvík Eldhúsið er ekki bara herbergi, heldur upplifun Eirvík Suðurlandsbraut 20, Reykjavík, sími 588 0200, eirvik.is. Opnunartími mánudaga - föstudaga 10-18, laugardaga 11-15 „ÉG ÆTTI LÍKLEGA AÐ FARA AÐ TYGJA MIG. ÉG FÉKK REYNSLULAUSN.” „ÉG DREG TVÖ STIG FRÁ EINKUNNINNI FYRIR ÞAÐ AÐ FARA BEYGJUNA Á TVEIMUR HJÓLUM.” Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að falla gersamlega fyrir honum. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann ODDI… EKKI STANDA SVONA NÁLÆGT MÉR JÆJA?ÆTLAR ÞÚ EKKI AÐ SVARA SPURNINGUNNI? VERTU ÞOLIN- MÓÐUR. ÉG VIL VELJA SKYNSAMLEGA FJARVISTASRÖNNUN! DÆS ÖKUSKÓLI 2008, var varaformaður útvarpsráðs og síðar stjórnar RÚV 2003-2008. Hann var stjórnarformaður Fjárfest- ingastofu Íslands 1999-2006 og á sama tímabili varamaður í stjórn Norræna fjárfestingabankans (NIB). Hann hefur setið í stjórnum Vímu- lausrar æsku, Umhyggju – félags langveikra barna og Sjónarhóls – ráðgjafarmiðstöðvar. Helstu áhugamál Páls í seinni tíð eru golf og veiðimennska. „Ég hef reynt að spila reglulega golf, en komst bara tvisvar síðasta sumar sem segir svolítið um ástandið út af Covid. Í veiðinni er ég bæði í laxi og fugli, hef reynt að fara einu sinni á ári á Affallið í Landeyjunum, og svo skaut ég hreindýr síðasta haust. Ég er ekki stórtækur í þessu, en mér finnst þetta mjög gaman. Mér finnst gaman að fara að veiða rjúpu þótt ég veiði enga rjúpu. Það er náttúran og útiveran sem er heillandi í þessu. Við fjölskyldan förum líka í útilegur á sumrin og eigum hjólhýsi sem við notum mjög mikið. Svo er ég forfall- inn Liverpool-maður, þótt maður vilji lítið tala um það þessa dagana.“ Fjölskylda Eiginkona Páls er Hulda Kristín Sigmarsdóttir, f. 21.12. 1977, við- skiptafræðingur á menntasviði Kópa- vogsbæjar. Þau eru búsett í Smára- hverfi í Kópavogi. Foreldrar Huldu: Ólöf Ásgeirsdóttir, f. 22.1. 1959, bak- ari, gift Hauki Hermannssyni mat- reiðslumeistara, búsett í Kópavogi. Faðir Huldu er Sigmar Björnsson, f. 22.5. 1954, d. 29.3. 1994, húsasmiður. Börn: Magnús Már, f. 21.12. 1998, Haukur Darri, f. 24.2. 2001, Pétur Arnar, f. 5.2. 2004, Sigmar Atli, f. 17.6. 2009, og Ragnhildur Edda, f. 15.2. 2011. Systkini Páls eru Guðjón, sam- feðra, f. 16.5. 1960, sérfræðingur, bú- settur í Reykjavík, Árni, f. 4.6. 1965, forstjóri, búsettur í Garðabæ, og Ingibjörg, f. 28.12. 1973, búsett í Reykjavík. Foreldrar Páls: Magnús Bjarn- freðsson, f. 9.2. 1934, d. 30.8. 2012, frétta- og dagskrárgerðarmaður, og Guðrún Árnadóttir, f. 15.5. 1937, bókavörður. Þau voru gift og bjuggu lengst af í Kópavogi. Páll Magnússon Rósa María Gísladóttir húsfreyja á Varmalandi í Sæmundarhlíð, Skag. Einar Jónsson bóndi á Varmalandi Sólveig Einarsdóttir húsfreyja á Stóra-Vatnsskarði Árni Árnasson bóndi á Stóra-Vatnsskarði á Skörðum í Skag. Guðrún Árnadóttir bókavörður í Kópavogi Guðrún Þorvaldsdóttir húsfreyja á Stóra-Vatnsskarði Árni Jónsson bóndi á Stóra-Vatnsskarði Árný Eiríksdóttir húsfreyja í Fjósakoti í Meðallandi, V-Skaft. Sigurbergur Einarsson bóndi í Fjósakoti Ingibjörg Sigurbergsdóttir húsfreyja á Efri-Steinsmýri Bjarnfreður Ingimundarson bóndi á Efri-Steinsmýri í Meðallandi, V-Skaft. Sigurveig Vigfúsdóttir húsfreyja í Vík í Mýrdal Ingimundur Árnason sjómaður í Vestmannaeyjum Úr frændgarði Páls Magnússonar Magnús Bjarnfreðsson frétta- og dagskrárgerðarmaður, bjó í Kópavogi Það er alltaf skemmtilegt að rifjaupp Heiðrek Guðmundsson skáld og blaða í vísum hans og stök- um. Hér eru „Eftirmæli“: Hve þungur harmur Sovét-sálir nísti, er sótti dauðinn þeirra höfuðprest. En niðri þar sem fjandinn Hitler hýsti, var hópast kringum nýja tignargest. Líkn með þraut: Að ellin sé þrautseig og þoki sér nær slíkt þýðir víst ekki að dylja. – En glöpunum fylgir sú guðlega náð að greina þau ekki né skilja. Kokhreysti Gott er að standa á gömlum merg, geta haldið velli, sterkur eins og stuðlaberg, stoltur fram í elli. Heilsað skáldbróður í hríð og frosti: Þó að skyggi og skefli í spor skáld mun ekki saka. Af sér bræðir andi vor allan snjó og klaka. Einar Kárason rithöfundur skrif- aði á facebooksíðu sína: „Það var núna áðan í Lestinni á Rás 1 verið að tala, af velþóknun heyrðist mér, um baráttu fyrir „slaufun“ á verkum J.K. Rowling (höf. Harry Potter), vegna „haturs“ hennar og „herferðar“ gegn trans- fólki. Mig minnir að þetta byggist á því að hún hafi einhverntíma sagst aðspurð telja að kynin væru bara tvö. Getur verið að heimurinn sé orðinn svona galinn?“ – Og uppskar miklar og á köflum harðorðar umræður. Anton Helgi Jónsson orti af þessu tilefni: Það örlar á fússi í fasinu. Um fjandann er losnað í masinu. Já, tíðin er breytt, fólk töluvert heitt og tekið að hvessa í glasinu. Helgi Ingólfsson bætti við: Oft háværast glymur í hrogninu og húsið er opið að Sogninu Hér stendur í rasi sem stormur í glasi uns latté-ið fýkur í logninu. Ingólfur Ómar Ármannsson segir að meðan ekki sé farið að gjósa skulum við una sæl: Gleymist öng við gleðisvall gamansöng og hlátur. Öls við föng og ástabrall uni ég löngum kátur. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Eftir Heiðrek og af transfólki

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.