Morgunblaðið - 12.03.2021, Side 37
MENNING 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. MARS 2021
Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is
TRYGGÐU ÞÉR
MIÐA INNÁ
sýnd með íslensKu og ensKu talı
FRÁBÆR MYND FYRIR
ALLA FJÖLSKYLDUNA
SÝND MEÐ ÍSLENSKU
OG ENSKU TALI.
FRANCESMcDORMAND
MYND EFTIR CHLOÉ ZHAO
PEOPLE’S CHOICE AWARD
TORONTO FILM FESTIVAL
SIGURVERARI
GOLDEN LION BEST FILM
VENICE FILM FESTIVAL
SEARCHLIGHT PICTURES PRESENTS A HIGHWAYMAN HEAR/SAY COR CORDIUM PRODUCTION "NOMADLAND" DAVID STRATHAIRN LINDA MAY SWANKIEFRANCES MCDORMAND TAYLOR AVA SHUNG EMILY JADE FOLEY GEOFF LINVILLECO-PRODUCERS
JOSHUA JAMES RICHARDSDIRECTOR OFPHOTOGRAPHY FRANCES MCDORMAND PETER SPEARS MOLLYE ASHER DAN JANVEY CHLOÉ ZHAOPRODUCEDBY JESSICA BRUDERBASED ON THEBOOK BY CHLOÉ ZHAOWRITTEN FOR THE SCREEN,DIRECTED, AND EDITED BY
SIGURVERARI
EVENING STANDARDTHE GUARDIAN
TOTAL FILM
THE DAILY TELEGRAPH
TIME OUTEMPIRE
7 TILNEFNINGAR TIL BAFTA VERÐLAUNA
M.A. BESTA MYND ÁRSINS
94%
95%
72%
Rithöfundurinn og myndlistarmað-
urinn Hallgrímur Helgason var á
miðvikudag sæmdur hinni frönsku
heiðursorðu lista og bókmennta,
L’Ordre des Arts et des Lettre, sem
er ein æðsta viðurkenning sem veitt
er af hálfu hins opinbera í Frakk-
landi á sviði menningar og lista. Er
orðan veitt til þess að heiðra þá sem
skara fram úr í list- eða bókmennta-
sköpun jafnt í Frakklandi sem ann-
ars staðar. Sendiherra Frakklands,
Graham Paul, afhenti Hallgrími orð-
una í sendiherrabústað Frakklands
að viðstöddum vinum og fjölskyldu
listamannsins.
Sendiherrann hélt ræðu af þessu
tilefni og kom m.a. fram í henni að
orða lista og bókmennta hafi fyrst
verið veitt árið 1957 og tilgangur
hennar að heiðra þá sem skarað hafi
fram úr í list- eða bókmenntasköpun
jafnt í Frakklandi sem annars stað-
ar. Sagði hann Hallgrím hafa vakið
athygli fyrst sem listmálari og
seinna meir fundið „hraunstreymi
sköpunarmáttar síns“ farveg í bók-
menntum. Fyrir verk sín hefði Hall-
grímur hlotið fjölda verðlauna og
þeirra á meðal Íslensku bókmennta-
verðlaunin í tvígang. Sagði sendi-
herrann einnig að sköpunargáfa
Hallgríms ætti sér engin takmörk
og nefndi til viðbótar þýðingar hans
á leikritum, ljóðabækur og uppi-
stand.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Sómi Sendiherra Frakklands, Graham Paul, afhenti Hallgrími Helgasyni
heiðursorðu lista og bókmennta í sendiherrabústað Frakklands.
Ræða Hallgrímur þakkaði fyrir sig í ræðu og viðstaddir hlýddu á af athygli.
Hallgrímur sæmdur
heiðursorðu Frakka
Samsýningin Blindhæð verður opnuð í Borgarbókasafn-
inu í Grófinni á morgun, laugardag, klukkan 17 í
tengslum við Evrópuviku gegn kynþáttamisrétti. List-
ræn stjórnun sýningarinnar er í höndum Daríu Sól And-
rews (IS). Verkin á sýningunni eiga listamennirnir Salad
Hilowle (SE), Nayab Ikram (FI), Hugo Llanes (IS) og
Claire Paugam (IS). Þau sýna ljósmyndir, kvikmyndir
og innsetningu tengda persónulegri reynslu af rasisma.
Verkin eru sett upp í hinum ýmsu útibúum Borgar-
bókasafnsins.
„Listaverkin vísa í persónulegar
upplifanir listamannanna af rasisma í
Evrópu og þá sérstaklega í skandi-
navísku samhengi,“ segir Daría Sól.
„Hér birtist einstök sýn á viðfangs-
efnið út frá reynsluheimi listafólksins,
sem býður áhorfandanum upp á leiðir
til að horfast í augu við eigin fordóma
frá ólíkum sjónarhornum. Flestir
reyna að sneiða hjá samtölum um ör-
áreitni, samfélagslega útskúfun og
kerfisbundinn rasisma. Við stillum
áleitnum raunveruleikanum upp bak við persónulega
blindhæð, sem við forðumst. Staðreyndin er þó sú að
kerfisbundinn rasismi er til staðar innan stofnana okkar,
hann er hluti af tengslum okkar á milli og birtist í fram-
komu, stundum óbeint og ómeðvitað. Sýningin, rétt eins
og Evrópuvikan gegn kynþáttamisrétti, eru tækifæri
fyrir okkur sem samfélag til að koma saman og viður-
kenna í hvaða rýmum þörf er á auknum sýnileika og
vernd þeirra sem eru ekki hvítir á hörund. Hvernig get-
um við unnið gegn samfélags- og stofnanagerð sem
byggir á rasisma og forréttindastöðu sumra? Hvar eig-
um við að byrja? Hvernig er hægt að kalla fólk til
ábyrgðar? Nauðsynlegt er að byrja á að viðurkenna
vandann og móta skýra stefnu gegn rasisma,“ segir hún.
Höfundar verkanna ólíkir listamenn
Salad Hilowle fæst við sjálfsmyndir, minningar og
rými í listsköpun og kvikmyndagerð sinni. Hann býr og
starfar í Svíþjóð og á rætur að rekja til Sómalíu og
Gävle.
Nayab Ikram er ljósmyndari og myndlistarmaður frá
Álandseyjum í Finnlandi og starfar í Turku. Verk henn-
ar, „In Between“, kannar tilfinningar tengdar þeirri
stöðu að vera á milli (e. in-betweenship), þar sem tákn-
ræn merking hárs er skoðuð í sögulegu samhengi.
Listsköpun Hugos Llanes, sem er frá Mexíkó en býr á
Íslandi, felur í sér rannsókn á pólitískum og félagslegum
sprungum og fagurfræði sem streymir frá þeim. Til
verka hans teljast afleiður málverka, staðbundnir gjörn-
ingar og innsetningar. Hann lítur til félagslegra
kringumstæðna í verkum sínum, eins og flutnings fólks
milli landa, misbeitingu valds og áhrifa nýlenduhyggju á
þróun sjálfsmynda og persónusérkenna. Verk hans
hvetja áhorfandann til íhugunar sem og þátttöku.
Claire Paugam er franskur listamaður sem býr og
starfar í Reykjavík. Í myndlistarverkum sínum vinnur
hún þverfaglega og sinnir einnig fjölbreyttum verk-
efnum á sviði sýningarstjórnunar, sviðshönnunar og
kennslu.
Daría Sól Andrews er sjálfstætt starfandi listrænn
stjórnandi og listgagnrýnandi, sem býr og starfar í
Reykjavík. Við opnun sýningarinnar á morgun ræðir
hún við tvo listamannanna um verk þeirra á sýningunni.
Öll listaverk sýningarinnar verða jafnframt kynnt á opn-
uninni.
Sýna verk tengd
reynslu af rasisma
- Verk fjögurra listamanna á Blindhæð í Borgarbókasafni
Á milli Eitt verka sýningarinnar, „In Between“ eftir
Nayab Ikram frá Finnlandi. Ljósmyndaverk, 70 x 100 cm.
Daría Sól
Andrews