Morgunblaðið - 27.03.2021, Side 16

Morgunblaðið - 27.03.2021, Side 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MARS 2021 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Stjórnendur Landsnets munu fara yfir málefni Suðurnesjalínu 2 með sveitarfélögunum á línuleiðinni og fara yfir stöðuna áður en ákveðið verður að fara með málið lengra, það er að segja að kæra ákvörðun Sveitarfélagsins Voga um að synja fyrirtækinu um framkvæmdaleyfi til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, eða fara með málið fyrir dómstóla. „Við erum að skoða allar hliðar á málinu því mikilvægt er að við getum sinnt hlutverki okkar og tryggt Reykjanesinu öruggt rafmagn,“ segir Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets. Suðurnesjalína 2 á að vera öflug háspennulína, loftlína, við hlið nú- verandi Suðurnesjalínu frá Hafn- arfirði til Reykjanesbæjar, sam- kvæmt tillögu Landsnets. Hún á að liggja um land fjögurra sveitarfé- laga og eftir að umhverfismat var gert öðru sinni og annar undirbún- ingur unninn frá grunni veittu þrjú sveitarfélaganna framkvæmdaleyfi en Sveitarfélagið Vogar hafnaði. Loftlína ekki forsvaranleg Í rökstuðningi fyrir ákvörðun bæjarstjórnar Voga kemur fram að Suðurnesjalína 2 sé umfangsmikið mannvirki sem liggi yfir langan veg, þar sem landslag sé opið og víðsýnt, náttúrufar njóti verndar samkvæmt lögum um náttúru- vernd auk þess sem það hafi hlotið alþjóðlega viðurkenningu og vottun Unesco vegna jarðfræðilegrar sér- stöðu. Línan liggi nálægt einum fjölfarnasta þjóðvegi landsins sem jafnframt sé gátt erlendra ferða- manna inn í landið og fari um og liggi nærri náttúrusvæðum sem séu vinsæl útivistarsvæði í grennd við þéttbýlasta svæði landsins. „Við þær aðstæður telur sveitar- félagið ekki forsvaranlegt að sam- þykkja nýja loftlínu. Margt mæli með því að leggja línuna í jarð- streng alla leið innan sveitar- félagsins […] meðfram Reykjanes- braut.“ Áhrif jarðhræringa Athuganir sem Landsnet hefur látið gera sýna að áhrifa jarð- skjálftanna á suðurhluta Reykja- nesskagans gætir einnig á fyrir- hugaðri línuleið Suðurnesjalínu 2. Þar komu viðbótarrök fyrir loft- línu, að mati Landsnets, þar sem hún þyldi ákveðna strekkingu vegna togs í jarðskorpunni sem jarðstrengur þoli ekki. Í ákvörðun bæjarstjórnar Voga er ekki fjallað um þessi rök á annan hátt en þann að þau breyti ekki niðurstöðu sveitarstjórnar. Ekki búið að ákveða hvort ákvörðun Voga verður kærð Tölvuteikning/Landsnet Línustæði Suðurnesjalína 2 hefur hér verið teiknuð inn á loftmynd af hluta línuleiðarinnar, við hlið núverandi línu. - Bæjarstjórn Voga vill leggja Suðurnesjalínu 2 í jarðstreng við Reykjanesbraut Spurð hvort hægt sé að fara að vilja Voga og leggja Suðurnesjalínu í jarð- streng frekar en loftlínu segir Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsinga- fulltrúi Landsnets, að rannsóknir fyrirtækisins sýni að jarðstrengur á þessu svæði sé óöruggari kostur en loftlína, falli ekki að stefnu stjórn- valda um lagningu raflína í flutningskerfinu og sé ekki í samræmi við raf- orkulög. Þá sé hann dýrari valkostur og geti Landsnet ekki lagt þann kost til. Bæjarstjórn Voga telur ekki nægjanlegt að horfa eingöngu til kostn- aðarmunar milli ólíkra útfærslna á lagningu línunnar, þar sem ólíkir val- kostir hafi í för með sér mismunandi möguleika og takmarkanir á annarri landnýtingu og þróun byggðar og atvinnulífs á nærliggjandi svæðum sem rétt sé að taka með í reikninginn. Fleiri þættir taldir skipta máli JARÐSTRENGUR DÝRARI EN LOFTLÍNA VIÐ LEITUM AÐ LISTAVERKUM Áhugasamir geta haft samband í síma 551-0400 ERUM AÐ TAKA Á MÓTI VERKUM Á NÆSTA LISTMUNAUPPBOÐ Rauðarárstígur 12-14 · 105 Reykjavík · sími 551 0400 · www.gallerifold.is Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, kynnti á fundi ríkisstjórnarinnar í gær til- lögur Húsnæðis- og mannvirkj- astofnunar (HMS) að úrbótum í brunavörnum í íbúðum og öðru hús- næði þar sem fólk hefur búsetu sem unnar voru í samráði við hagaðila. Hann fól HMS að koma með tillögur að úrbótum í málaflokknum vegna brunans á Bræðraborgarstíg í Reykjavík í júní í fyrra, þar sem þrír létust. Fram kemur á vef Stjórnarráðs- ins, að tillögur HMS kveði meðal annars á um að íbúðarhúsnæði verði ekki tekið í notkun nema fari fram öryggisúttekt og skilgreindar verði sérstakar stöðuskoðanir bygging- arfulltrúa og slökkviliðs vegna brunavarna í opinberu byggingaeft- irliti. Heimildir fjöldaskráningar lög- heimilis í íbúðarhúsnæði verða end- urskoðaðar ásamt því að skráning- arskylda leigusamninga verður lögfest og mismunandi tegundir út- leigu skilgreindar. Einnig er lagt til að óleyfisbúseta verði kortlögð með ítarlegum hætti. Metið verður hvort og í hvaða mæli heimila skuli með lögum tímabundna aðsetursskrán- ingu og búsetu í atvinnuhúsnæði sem uppfyllir kröfur um öryggi. Morgunblaðið/Eggert Rústir Brunarústir hússins við Bræðraborgarstíg í Reykjavík. Bruna- varnir bættar - Úrbætur eftir mannskæðan bruna Landsréttur sakfelldi í gær tvo karl- menn fyrir innherjasvik í tengslum við viðskipti með hlutabréf í Ice- landair Group. Þriðji maðurinn var sýknaður en 20 milljóna króna ávinn- ingingur, sem hann fékk af viðskipt- unum, var gerður upptækur. Kristján Georg Jósteinsson var dæmdur í þriggja og hálfs árs fang- elsi og gert að sæta upptöku á rúm- um 38 milljónum króna. Kjartan Jónsson var dæmdur í tveggja ára fangelsi og gert að sæta upptöku á þremur milljónum króna. Innherjasvikin fóru þannig fram að Kristján keypti og nýtti, í gegnum félag sitt sem nú heitir Fastrek ehf., afleiður og sölurétt samkvæmt val- réttarsamningum sem byggðust á verðþróun hlutabréfa í Icelandair Group. Hann nýtti sér þar innherja- upplýsingar frá Kjartani, sem starf- aði sem forstöðumaður leiðakerfis- stjórnunar Icelandair, var skilgreindur í hópi lykilstarfsmanna og skráður fruminnherji í móður- félaginu, Icelandair Group. Landsréttur segir í niðurstöðu sinni, að Kjartan hafi með brotum sínum gerst sekur um trúnaðarbrot gagnvart vinnuveitanda sínum og hafi brotin verið sérstaklega alvar- leg vegna stöðu hans sem fruminn- herji hjá Icelandair Group. Ásetn- ingur hans hafi verið einbeittur. Þá segir dómurinn að Kristján hafi framið brot sín með einbeittum ásetningi. Hann var árið 2016 dæmd- ur í 18 mánaða fangelsi fyrir annað brot, þar af voru 15 mánuðir bundnir skilorði til tveggja ára en dómurinn nú var hegningarauki við þann dóm. Landsréttur taldi að ekki hefðu verið færðar sönnur fyrir því að þriðji maðurinn hefði vitað eða mátt vita að Kristján Georg hefði búið yfir innherjaupplýsingum um Icelandair Group hf. þegar hann átti viðskipti með bréf félagsins að hans ráðum. Dæmdir í fangelsi fyrir innherjasvik - Einbeittur ásetningur og trúnaðarbrot Morgunblaðið/Hanna Landsréttur Hús Landsréttar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.