Morgunblaðið - 27.03.2021, Page 27

Morgunblaðið - 27.03.2021, Page 27
27 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MARS 2021 Eldgos Borið hefur á því að fólk við gossvæðið í Geldingadölum sé illa búið. Það á þó ekki við um þessa tvo sem ljósmyndari sá á fimmtudag – þeir klæddu sig meira að segja í stíl við gosið sjálft. Kristinn Magnússon Í Morgunblaðinu 18. mars sl. birtist greinin „Úr sveit í borg“ eftir Hildi Björnsdóttur borgarfulltrúa. Í grein- inni gagnrýnir hún m.a. stefnu hópsins Áhugafólk um sam- göngur fyrir alla (ÁS). Málefnaleg og sann- gjörn gagnrýni er af hinu góða og eðlilegur hluti af umræðu um málefni líðandi stundar. Í grein Hildar er hins veg- ar nokkuð um rangtúlkanir og jafn- vel hreinar rangfærslur varðandi stefnu hópsins. Sem talsmanni ÁS er mér bæði ljúft og skylt að upp- lýsa lesendur Morgunblaðsins um raunverulega stefnu okkar. Góðar samgöngur fyrir alla Góðar samgöngur verða bæði að þjóna samfélaginu og vinna um leið með markmiðum í umhverfismálum og kolefnishlutleysi. Frelsi fólks til að velja er hornsteinn góðs sam- göngukerfis. ÁS leggur því áherslu á að samgöngur verði greiðar og öruggar fyrir alla ferðamáta. Hildur heldur því ranglega fram að stefna ÁS þjóni aðeins samgöngum fyrir suma. ÁS fagnar þeim mikilvæga áfanga sem náðist með sam- göngusáttmála höf- uðborgarsvæðisins. Með sáttmálanum sér loksins fyrir endann á þeirri kyrrstöðu sem einkennt hefur sam- göngumál svæðisins undanfarna áratugi. Sáttmálinn felur í sér lofsvert átak, þar sem byggja á samgöngu- innviði á höfuðborg- arsvæðinu á 15 árum sem ella hefði tekið 50 ár. Margt af því sem sátt hefur náðst um eru ótvíræð framfaramál. Því miður verður það ekki sagt um sáttmálann í heild sinni og gerir ÁS m.a. athugasemdir við of litlar fjár- festingar í stofnvegakerfinu, að stokka upp á tugi milljarða og allt of dýrt hraðvagnakerfi. Stofnvegakerfið Hildur segir í grein sinni að ÁS hefði viljað sjá Fossvogsbraut. Þetta er ekki alls kostar rétt. ÁS er fyrst og fremst að lýsa þeirri skoðun að stofnvegakerfi sem lagður var grunnur að fyrir um sex áratugum hafi verið framsýnt og í meg- inatriðum staðist tímans tönn. Það eru 20 ár síðan Fossvogsbraut var af umhverfissjónarmiðum felld nið- ur í svæðisskipulagi. Það gerðist með samþykkt svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins 2001-2024. Í stað Fossvogsbrautar komu svo- nefnd Kópavogsgöng milli Reykja- nesbrautar og Kringlumýr- arbrautar. Stofnvegakerfið hélst þannig í meginatriðum óbreytt. Með samþykkt svæðisskipulags höf- uðborgarsvæðisins 2015-2040 voru Kópavogsgöng felld niður, vænt- anlega vegna mikils kostnaðar. Þess vegna er einsýnt að auka þarf flutn- ingsgetu Miklubrautar umfram það sem hingað til hefur verið ráðgert í skipulagi. Það má gera með mis- lægum gatnamótum sem eru marg- falt ódýrari en stokkar og göng. Til- lögur ÁS um breikkanir Hafnarfjarðarvegar og mislæg gatnamót á Kringlumýrarbraut eru nánast eins og svæðisskipulag höf- uðborgarsvæðisins 2001-2024 gerði ráð fyrir. Um það skipulag var þver- pólitísk sátt og góð samstaða meðal allra sveitarfélaga á höfuðborgar- svæðinu. Ódýrt hraðvagnakerfi (BRT-Lite) Umferðarspár í nýju samgöngu- líkani benda eindregið til þess að borgarlínan mun aðeins leiða til þess að bílaumferð verði í besta falli örfáum prósentum minni en ella, sbr. skýrslu um breyttar ferðavenj- ur á vefsíðu ÁS (www.samgong- urfyriralla.com) undir Forsíða/ Opinber gögn rýnd. Miðað við kostnaðaráætlun 1. áfanga borg- arlínu (um 25 ma. kr. fyrir 14,5 km) má gera ráð fyrir að heildarkostn- aður við borgarlínuna verði um 100 ma. kr. fyrir kerfið í heild (60 km). Þetta er svipuð upphæð og hefur verið lögð í uppbyggingu þjóð- vegakerfisins á höfuðborgarsvæðinu sl. 50 ár. Auk mikils stofnkostnaðar er megingalli við borgarlínuna að sérrými fyrir hana tekur allt of mikla flutningsgetu frá gatnakerfi höfuðborgarsvæðisins sem er yf- irhlaðið fyrir. Það leiðir til stórauk- ins tafakostnaðar fólks og fyrir- tækja. Það blasir því við að borgarlínan í óbreyttri mynd er ekki þjóðhags- lega hagkvæm og því full ástæða til að skoða fýsileika ódýrara hrað- vagnakerfis. ÁS leggur til að sér- akreinar verði hægra megin í ak- braut á þeim köflum þar sem eru langar biðraðir bíla á álagstímum. Sérakreinar fyrir almenningsvagna verði ekki teknar frá almennri um- ferð heldur gerðar nýjar akreinar. BRT-Lite mun því ekki auka um- ferðartafir. Lauslega áætlaður kostnaður við BRT-Lite-kerfið yrði um 20 milljarðar kr. Það er því um 80 milljörðum kr. ódýrara en borg- arlínan en gerir nánast sama gagn. Sparnaðinn má nota í mun hag- kvæmari framkvæmdir við þjóðvegi á höfuðborgarsvæðinu. Reynslan í bílaborgum með 200.000-300.000 íbúa í BNA og Kan- ada sýnir því miður ótvírætt að ekki er raunhæft að byggja hrað- vagnakerfi í sama gæðaflokki og fyrirhuguð borgarlína. Minnihluti þessara borga er með hrað- vagnakerfi í samgönguáætlun og þá yfirleitt BRT-Lite. Sem dæmi má nefna borgina Saskatoon í Kanada, en þar er fyrirhugað að byggja 38 km BRT-Lite-kerfi á tímabilinu 2022-2025. Einungis 3,5 km verða með sérrými. Áætlaður stofnkostn- aður er um 120 milljónir kanadadoll- ara, eða um 12,5 milljarðar ISK +/- 25%. Samgönguyfirvöld þar eru stolt af fyrirhuguðu hraðvagnakerfi og líta á það sem hryggjarstykkið í nútímalegum almennings- samgöngum borgarinnar. Á vefsíðu ÁS er nánar fjallað um BRT-Lite, sjá hlekk neðarlega á forsíðu. Eftir Þórarin Hjaltason » Það blasir því við að borgarlínan í óbreyttri mynd er ekki þjóðhagslega hagkvæm og því full ástæða til að skoða fýsileika ódýrara hraðvagnakerfis Þórarinn Hjaltason Höfundur er samgönguverkfræð- ingur og talsmaður ÁS. thjaltason@gmail.com Stefna áhugafólks um samgöngur fyrir alla

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.