Morgunblaðið - 27.03.2021, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 27.03.2021, Qupperneq 32
32 UMRÆÐAN Messur á morgun MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MARS 2021 ÁRBÆJARKIRKJA | Pálmasunnudagur, 28. mars. Fermingarguðsþjónusta kl. 10.30 Sunnudagaskólinn í safnaðarheimili kirkjunn- ar kl. 11. Fermingarguðsþjónusta kl. 13.30. ÁSKIRKJA | Fermingarguðsþjónustur kl. 10, 11 og 12. Vegna fjöldatakmarkana rúmast aðeins fermingarbörnin og nánustu vanda- menn þeirra við athafnirnar. ÁSTJARNARKIRKJA | Pálmasunnudagur. Guðsþjónusta kl. 17. Gospeltríó Ástjarnar- kirkju syngur við undirleik og stjórn Davíðs Sigurgeirssonar. Prestur er Arnór Bjarki Blomsterberg og meðhjálpari Inga Rut Hlöð- versdóttir. BÚSTAÐAKIRKJA | Fermingarmessur pálmasunnudag 28. mars kl. 10.30 og 13. Kór Bústaðakirkju syngur ásamt kantor Jón- asi Þóri. Messuþjónar og sr. Eva Björk Valdi- marsdóttir og sr. Pálmi Matthíasson þjóna. DÓMKIRKJAN | Messa klukkan 11. Fermd verða fjögur börn. Dómkirkjuprestar, dómorg- anistinn og Dómkórinn. FELLA- og Hólakirkja | Pálmasunnudagur. Ferming. Sr. Jón Ómar Gunnarsson og sr. Pétur Ragnhildarsson þjóna. Kór kirkjunnar syngur undir stjórn Arnhildar Valgarðsdóttur organista. Matthías Stefánsson leikur á fiðlu. Grímuskylda er í kirkjunni. Virðum sótt- varnir. FRÍKIRKJAN Reykjavík | Fermingarmessa sunnudag 28. mars kl. 14 Sr. Hjörtur Magni Jóhannsson safnaðarprest- ur þjónar fyrir altari. Hljómsveitin Mantra og Sönghópurinn við Tjörnina leiða sönginn ásamt Gunnari Gunnarssyni. HÁTEIGSKIRKJA | Fermingu sem vera átti kl. 10.30 hefur verið frestað af sóttvarnar- ástæðum. KEFLAVÍKURKIRKJA | Pálmasunnudags- kvöld kl. 20. Félagar úr Kór Keflavíkurkirkju syngja við kvöldmessu undir stjórn Arnórs Vil- bergssonar, organista. Garðar Snorri Guð- mundsson er messuþjónn. Sr. Erla Guð- mundsdóttir þjónar. KOTSTRANDARKIRKJA | Fermingarguðs- þjónusta kl. 11. Prestur sr. Ninna Sif Svav- arsdóttir, Kirkjukór Hveragerðis- og Kot- strandarsókna syngur, organisti er Miklós Dalmay. NESKIRKJA | Í ljósi nýrra samkomutakmark- ana hefur verið ákveðið að fella niður allt helgihald í Neskirkju á pálmasunnudag. ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN | Fermingarmessa sunnudaginn 28. mars kl. 14. Séra Pétur Þorsteinsson þjónar fyrir altari, Kristján Hrannar sér um tónlistina. Vegna sóttvarn- arreglna verður messan því miður ekki opin almenningi, aðeins fermingarbörn sem ferm- ast og aðstandendur þeirra geta mætt. Skrá þarf nöfn og kennitölu allra er mæta. Skylt verður að nota andlitsgrímu og tryggja tveggja metra regluna. Ólafur Kristjánsson mun taka á móti kirkjugestum og sjá um skráningu. SELJAKIRKJA | Sunnudagaskóli kl. 11 með söng og gleði í safnaðarsal kirkjunnar. Ferming kl. 10.30 og kl. 13, prestar kirkj- unnar þjóna og Kór Seljakirkju syngur. SELTJARNARNESKIRKJA | Fræðslumorg- unn kl. 10 í streymi á fésbókarsíðu Seltjarn- arneskirkju á sunnudag. Karl Sigurbjörnsson, biskup, talar um dymbilvikuna /kyrruvikuna. 30 manns mega vera viðstaddir samkvæmt sóttvarnarreglum. Kirkjugestir þurfa að hringja og skrá sig í síma 561-1550 frá kl. 9. Helgistund kl. 11 í streymi á facebooksíðu Seltjarnarneskirkju. Karl Sigurbjörnsson, biskup, flytur hugleiðingu. Bjarni Þór Bjarna- son, sóknarprestur stýrir stundinni. Guð- mundur Einarsson og Margrét Albertsdóttir lesa ritningarlestra og bænir. Þorsteinn Freyr Sigurðsson syngur. Organisti er Friðrik Vignir Stefánsson. Tæknimaður í báðum athöfnum er Sveinn Bjarki Tómasson. Kirkjugestir þurfa að hringja og skrá sig vegna gildandi sótt- varnarreglna í síma 561-1550 frá kl. 10. VÍDALÍNSKIRKJA | Allt helgihald fellur nið- ur í kirkjunni til 13. apríl nk. Sunnudagur kl. 11: Sunnudagaskólanum streymt á facebook- og youtubesíðum Vídalínskirkju. Biblíusögur, brúðuleikhús og söngur. Þ að reynir á mennsku okkar, vilja- styrk og vænt- ingastjórnun, eins og það heitir jú á fyrirtækjamáli sam- tímans um þessar mundir. Að vænta þýðir að vona, jafn- vel vona svo heitt að viljastyrkur og kraftur leggst með því sem vonað er á. Aðventan – biðin eftir jólum, henni svipar til þessara daga; það er enn föstutími í hringrás hins trúarlega tíma- tals. Vonbrigðin eru í kortunum þar, eins og hér og nú þar sem öllu sem við ætluðum er í einni svipan sópað af borðunum – ferða- lögin, samveran með vinum og fjölskyldu; það sem við ætluðum að gera síðustu páska, síðustu jól; þetta sem hefur okkur upp úr hversdeginum og minnir okkur á „sérleik sálar“ eins og Matthías Jochumsson kallaði það, að við eigum okkur hvert og eitt sögu og vitund, sérstöðu og sjálf. Við erum ekki bara fljótandi dropar af hafi alheimsvitundar sem streymir um tómið. Ekki bara hverfandi bylgjuhreyfingar á yfirborði þess Geldingadalshrauns sem að eilífu streymir upp úr möttli jarðar- kvikunnar. Við eigum stað og stund, vonir og væntingar, jafnvel takmark og tilgang. Við lærum að hlaða líf okkar merkingu – nú eða lifum í angist þeirrar tilveru sem þykir rúin merkingu. Og and- spænis því að hafa ekki stjórn á eigin örlögum, aðstæðum eða lífs- kreppum, þá missum við stundum kjarkinn. Að vera manneskja er að geta ekki alltaf allt Nú dynur á, ekki bara með af- boðunum og frestunum, heldur kröfum um sveigjanleika, auð- mýkt, hugrekki. Fallvaltleikinn ið- ar undir yfirborðinu og hríslast upp bakið en spekin réttir úr hryggnum þó að óttinn læðist undir handarkrikana. Við svitnum við tilhugsunina um að þessi ógn- valdur geti læst klónum í börnin, unga fólkið sem er í blóma lífsins á þroskabraut. Hið óviðráðanlega setur varnarkerfin á fullt. Skynjunin eykst, for- vitnin og gleðin yfir undri eins og elds- umbrotum við höf- uðborgina skerpa fegurðarskynið, við tökum sköpunarverkið inn agndofa. Ekki jafn óþægilegt og þegar þaulskipulögð ferming- arveisla sem lengi hef- ur verið beðið, verður að búblupartíi í barn- vænni skilningi þess orðs. Jú, kannski koma gjafirnar samt, en samfélagið, tengsl- in, trúnaðurinn við gildi, ræktarsemin við þá hefð að hér standi barn á tímamótum og horfi fram til sjálfs- ábyrgðar og þroska; það er svo miklu, miklu, miklu meira en gjafirnar. Það er gjöf- in. Að fá að standa á þessum þröskuldi og finna að til þín er horft, og með einhverjum undarlega öðrum hætti en áður er þín vænst. Megi Guð blessa það að börnin sem fermast, þau sem áttu að fermast en urðu að bregð- ast við í skyndi, nú um miðja viku, og þau sem munu fermast, hvort sem þau staðfesta trú sína í kirkju eða tilvist sína í samfélagi manna með öðrum skapandi hætti, megi þau öll hvert og eitt vita að þeirra er vænst. Við vonum á þau, og óskum þeim þess að þau beri von í brjósti, til halds og trausts, sem veganesti út í lífið. Staðföst von sem reisir frá deyfð og depurð „Hvar varstu Kristur, þá?“ spyr Marta, systir Maríu, þegar Laz- arus, bróðir þeirra, féll í valinn fyrir hverri þeirri veirunni sem þá geisaði í Betaníu og um 101 Jerú- salem, eins og sagt er, þegar lýsa þarf fjarlægðinni frá því litla þorpi „á Laugarnestanganum“ til höfuðmusterisins á Skólavörðu- holtinu. Pálmasunnudagur er á morgun. „Varstu að bíða eftir strætó í Skeifunni?“ Gæti hún hafa bætt við, eftir því hversu virkt varnarkerfið var; því sekt- arkennd og skömm verða að vopn- um þegar berjast þarf við sorg, áföll og missi. „Gastu ekki verið með grímu?“ „Þvoðirðu þér ekki um hendurnar?“ Í óttanum kvikn- ar örvæntingin svo auðveldlega, við erum jú skepnur og skriðdýrs- heilinn framleiðir þessa aflgjafa mannlegra tilfinninga, hormónin og boðefnin sem kenna okkur að berjast fyrir lífinu, flýja dauðann, frjósa og gleyma þegar angistin lamar okkur. Þúsundir ára af merkingarleit hafa fært okkur mennskuna að auki, öryggið, skjólið og kærleikann, þetta sem við höfum getað hvílt í um stund, á meðan við áttum okkur á því að það er eitthvað kunnuglegt hérna, einhver kjarni. Já, einhver vitibor- in hringrás, jörð að standa á, him- inn að horfa til, hreyfing í átt til ljóssins; og í austri – þar sem alt- ari kristinnar kirkju stendur – þar kemur sólin upp með vorið í skauti sér og í vestri sest hún nið- ur. Kistan er borin út um þær dyr og haustið, það er æði langt og sjaldan lengra en á föstudaginn langa. Eða hvað? Hvernig getum við lýst heil- ögum tíma og samhengi ef við missum hæfileikann til að skilja tákn og inntak þeirra, arfleifð sem trú, hefð og siðir hafa markað okkur með, svo úr varð menning þar sem við berum ábyrgð hvert á öðru, styðjum hvert annað í þrengingum rétt eins og við fögn- um saman, með „pálmann í hönd- unum“. Hvernig bólusetjum við þjóðina sem hraðast við veirunni, spyrja margir en núið spyr; hvernig höldum við tengslum við okkur sjálf og aðra, þegar við megum ekki gera það sem við vilj- um, veljum, gætum, ættum; já, að eiga og mega? „Að deyja; hvað er það?“ má vænta að Lazarus hafi spurt, upp risinn. Það er ekki nema von að í Betaníu hafi María hlustað og fræðst, Marta þjónað og þakkað, Lazarus safnað saman greinum og sótt asna, hann sem þau héldu dauðan. Og er það nema von að sungið hafi verið, Hósanna; sjá hér kemur hinn smurði, sem spádómarnir segja frá. Sá sem mun í kærleika með- taka kossinn, þegar hans er leitað og hann merktur í myrkum garði, nóttina sem hann var svikinn. Hví reynir hin blinda öld æ að grafa honum gröf, spyr Jóhannes úr Kötlum, fyrst Jesús son gengur alltaf aftur? Hér og nú, og alltaf Fortíð og framtíð eru í sístæð- um skurðpunkti minnis og reynslu, sem er svo miklu, miklu eilífari en við í allri okkar dýrð. En minni snúast ekki bara um gagnamagn, heldur skilning og þekking byggir á trausti en ekki tálsýnum. Ekki ætluðum gróða ef og þegar; heldur því æðruleysi sem mætir sannleikanum þótt hann líði með hægð á asnabaki yf- ir pálmagreinar í fornri helgisögn. Minni snýst um að hafa vit til að greina á milli þess sem má fórna um stund og þess sem er nauð- synlegt þegar maður stefnir að æðra marki. Og kjarkur í samtíma okkar snýst um það sama og fyrr, og alltaf og eilíflega; við verðum að skilja þær vörður sem eru vegvísar á réttri leið. Við þurfum ekki að blása út, svo búblurnar springi, heldur „verða minni“ – eins og Jóhannes sem boðaði komu þess sem var „elskan sú sem altrygg lifir hel“ – eins og Steingrímur Thorsteinsson orti upp úr Byro. Ef við þekkjum „minnin“ sem menningin okkar er úr, vefnað hringrásar og reynslu, þá er örskot bara á héðan í frá og til þess dýrðarríkis sem skín, að morgni upprisudagsins sem er í vændum. Þá koma þær að gröf innan skamms, Máríurnar en steinninn er frá svo allur ótti dvín. Já, ef við trúum þá mun áður hnigin páskalilja aftur taka kipp og spekin gleðja þann sem eggið brýtur. Við eigum von á nammi jú, og njótum þess – en mætum af heilindum helgum stundum. Andi samkenndar, vors og mennsku sé nærverandi okkur öll- um á komandi páskatíð. Kirkjan til fólksins Pálmasunnudagur „Minni snýst um að hafa vit til að greina á milli þess sem má fórna um stund og þess sem er nauðsynlegt …“ Mennskan, vorið og samkenndin Hugvekja Eftir Arnald Mána Finnsson Höfundur er sóknarprestur á Staðastað. Arnaldur Máni Finnsson Hvernig bólusetj- um við þjóðina sem hraðast við veirunni, spyrja margir en núið spyr; hvernig höldum við tengslum við okk- ur sjálf og aðra? MIKIÐ ÚRVAL AF FLOTTUM BARNASKÓM - NÝ SENDING - Magical Rainbows Verð: 8.995.- Stærðir: 21 - 35 Heartsland Verð: 8.995.- Stærðir: 27 - 35 Optico Verð: 7.995.- Stærðir: 27 - 35 Thermo Flash Verð: 8.995.- Stærðir: 27 - 35 with Light-Up t ight-Up pwith Light-U SMÁRALIND - KRINGLAN - SKÓR.IS

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.