Morgunblaðið - 27.03.2021, Qupperneq 33
MINNINGAR 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MARS 2021
✝
Snæbjörn Pét-
ursson fæddist
í Reykjahlíð við
Mývatn 28. ágúst
1928. Hann lést á
Öldrunarheimilinu
Hlíð á Akureyri 12.
mars 2021.
Hann var fjórði í
röð fimm barna
hjónanna Péturs
Jónssonar og Þur-
íðar Gísladóttur í
Reynihlíð, systkini hans voru
Gísli, f. 10. maí 1922, d. 25. apríl
1950, Ármann, f. 24. maí 1924,
d. 20. ágúst 1924, Hólmfríður, f.
17. júlí 1926, d. 3. nóvember
2004, og Helga Valborg, f. 26.
júní 1936, d. 8. maí 2012.
Snæbjörn giftist Guðnýju
Halldórsdóttur 28. apríl 1951.
Hún var dóttir hjónanna Hall-
dórs Ólasonar og Þuríðar Árna-
dóttur frá Gunnarsstöðum í
Þistilfirði.
1967, og eiga þau þrjú börn,
Jón Halldór, Snædísi Rán og
Áslaugu Ýri.
Snæbjörn ólst upp í Reykja-
hlíð þar til hann fór á Garð-
yrkjuskóla ríkisins og útskrif-
aðist þaðan 1948.
Guðný og Snæbjörn stofnuðu
heimili í Reynihlíð í Mývatns-
sveit. Veturna 1951-65 vann
hann sem farkennari, mest á
Hólsfjöllum. Snæbjörn tók mik-
inn þátt í uppbyggingu Kísiliðj-
unnar hf., fyrst við rannsóknir
á námum með Baldri Líndal
verkfræðingi og síðan við bygg-
ingu verksmiðjunnar. Hann var
gæðamatsstjóri Kísiliðjunnar
frá því að framleiðsla hófst
1967 og allt til 1995.
Drjúga hönd lagði Snæbjörn
einnig að rekstri Hótels Reyni-
hlíðar allt þar til þau Guðný
fluttu til Akureyrar 2017.
Útför Snæbjörns fer fram frá
Reykjahlíðarkirkju í dag, 27.
mars 2021, klukkan 15. Streymt
verður frá athöfninni á slóðinni,
stytt:
https://tinyurl.com/4jy52dsc
Virkan hlekk á streymi má
finna á:
https://www.mbl.is/andlat
Börn Snæbjarn-
ar og Guðnýjar
eru: 1) Þuríður, f.
1951, gift Agli
Steingrímssyni, f.
1949, og eiga þau
þrjú börn, Braga
Val, Arnar og Þor-
gerði, og sjö barna-
börn. 2) Þórunn, f.
1953, og á hún eina
dóttur, Margréti
Hróarsdóttur, og
tvö barnabörn. 3) Pétur, f. 1959,
fyrri kona hans er María Rú-
riksdóttir, f. 1958, eiga þau
tvær dætur, Þuríði og Ástríði.
Seinni kona hans er Erna Þór-
arinsdóttir, f. 1959, og á hún
tvær dætur, Anítu og Katrínu.
Pétur á fjögur barnabörn. 4)
Halldór, f. 1966, kvæntur Gróu
Björk Jóhannesdóttur, f. 1969,
og eiga þau tvö börn, Ármann
Óla og Guðnýju. 5) Bryndís, f.
1968, gift Hirti Jónssyni, f.
Snæbjörn tengdapabbi hefur
fengið hvíldina saddur lífdaga 92
ára gamall. Ég minnist hans með
þakklæti og virðingu. Snæbjörn
hefur verið hluti af lífi mínu,
Katrínar og Anítu síðan ég flutti í
Mývatnssveit til Péturs fyrir um
20 árum.
Snæbjörn tók mér og stelpun-
um opnum örmum og aldrei bar
skugga þar á. Ég áttaði mig
snemma á að hann var maður
sinnar eigin rútínu og hafði ekki
mörg orð um það. Honum leið
best þegar hann gat haldið sínum
takti án þess að aðrir væru mikið
að skipta sér af. Minnist ég hans
sem póstmanns Hótels Reyni-
hlíðar þar sem hann sá um að
koma pósti á pósthúsið og til
baka, gangandi að sjálfsögðu í
öllum veðrum. Hann var alltaf
mættur á sama tíma og pósturinn
átti sama bakkann á borðhorninu
á fremsta skrifborðinu. Ef við
óvart settum eitthvað annað en
póst í þennan bakka lét Snæ-
björn vel í sér heyra.
Óreiða í hans rútínu var ekki
að hans skapi og það virtum við.
Hann fór sínar eigin leiðir og
hugsaði lítið um hvað öðrum
fannst. Vorið kom þegar Snæ-
björn mætti í stuttbuxum, stutt-
ermabol, berfættur í sandölunum
sínum með sumarlegt höfuðfat til
að ná í póstinn. Það var nóg að
sólin léti sjá sig þótt hitastigið
væri ekki hátt. Eitt sinn færði ég
honum mjög skrautlegt höfuðfat
þegar við Pétur komum frá Ja-
maíku, spanjólu í fánalitum Ja-
maíku, mjög skrautlega og
skæra, og Snæbjörn setti hana
upp strax það vor, hæstánægður.
Ég minnist „Föstudaganna“ okk-
ar með mikilli væntumþykju og
þökk. Það skapaðist sú hefð að
við Pétur, barnabörn og vinir
Snæbjarnar og Guðnýjar sem
voru á staðnum eftir vinnu á
föstudögum komu upp í Reyni-
hlíð, fengu romm, íslenskt
brennivín eða eitthvað annað í
staup og var skálað fyrir vikunni.
Þetta var dýrmæt samvera sem
oftar en ekki endaði á að Snæ-
björn flutti viðstöddum ljóð eða
jafnvel ljóðabálk. Hann flutti
ljóðin alltaf utanbókar og með
mikilli innlifun. Einar Ben var
þar efstur á lista en margt annað
fengum við að heyra. Fyrir þessa
„Föstudaga“ verð ég ævinlega
þakklát og geymi í hjarta mínu.
Eftir að Snæbjörn og Guðný
fluttu á Hlíð myndaðist sterk vin-
átta milli þeirra og mömmu sem
var þeim mikils virði ekki síður
en okkur fjölskyldunum. Hin
heilaga þrenning kom sér upp
sinni samverurútínu þar sem
Snæbjörn sótti mömmu og
keyrði hana til Guðnýjar, skenkti
þeim sérrí og leyfði þeim svo að
eiga sinn tíma að hlusta á hljóð-
bækur. Á rúmu einu ári er hin
heilaga þrenning öll komin í
Sumarlandið og skálar þar. Takk
fyrir allt og allt kæri Snæbjörn.
Erna.
Í dag kveðjum við afa Snæ-
björn, afa sem kenndi mér
margt. Líklega er frá honum
kominn áhugi minn á útivist og
fjallgöngum. Ég minnist fyrstu
alvöruferðar minnar með afa en
þá gengum við ásamt fleirum úr
Reynihlíð og upp í Leirhnjúk.
Eitthvað var ég nú ekki alveg
rétt skóaður í þessa ferð og fékk
þvílíkt hælsæri að sækja varð
mig í Kröflu. Líklega hefur afa
fundist þetta aumingjaskapur en
lét nú ekki á neinu bera. Hann
var jú alltaf að reyna að herða
upp í drengnum. Alla vega bauð
hann mér síðar með á Herðu-
breið, þá orðinn 60 ára, það er
eftirminnileg ferð og mér mjög
dýrmæt í minningunni.
Afi hafði gaman af því að
ferðast og líklega fáir staðir á Ís-
landi sem hann hefur ekki komið
á. Einnig náði hann að heim-
sækja marga staði fyrir utan
landsteinana og reyndi m.a.s. við
Fjallið hvíta. Því var oft gott að
hringja í hann seinni árin og fá
frá honum fróðleiksmola um
staði sem ég hafði áætlanir um að
skoða.
Afi tók margar myndir hér áð-
ur fyrr og var kominn með gott
lag á að skanna þær á tölvutækt
form og kom það í minn hlut að
vera honum innan handar við
tæknina, það voru stundum
skrautleg símtöl en alltaf hafðist
þetta að lokum.
Takk fyrir samfylgdina afi.
Þinn
Arnar.
Þú ert farinn, elsku afi minn.
Mættur í Sumarlandið til ömmu
Guðnýjar og ömmu Ellu sem
hafa eflaust skálað í sérríi með
þér þann föstudag sem þú fórst.
Þakklæti er efst í huga þessa
dagana en þú bauðst mig innilega
velkomna í fjölskylduna í Reyni-
hlíð rétt fyrir sex ára aldur, þótt
við værum ekki blóðtengd.
Reynihlíðarfjölskyldan hefur
verið mitt nánasta umhverfi og
helsta bakland, og það er að
mestu leyti þér að þakka. Þar
man ég eftir þér röltandi inn í
starfsmannarými til að sækja
póstinn og oftast þagnaði salur-
inn. Þín nærvera var heillandi og
svo sannarlega alltaf athyglis-
verð. Á sumrin beið ég spennt
eftir að sjá þig á sandölum á
vappinu þar sem þú lést gjarnan
lakka á þér táneglurnar í regn-
bogans litum. Þér leiddist aldrei
og síst inni í tölvuherbergi að
lesa en þú virtist geta lesið enda-
laust. Þá minnist ég þess þegar
þú stóðst inni í eldhúsi að skera
nýbakað brauð úr brauðvélinni
þinni sem þú bauðst gestum
gjarnan upp á.
Einu sinni hvatti pabbi Pétur
mig til þess að fara með þér á
gönguskíði í fyrsta sinn, sem
væri ekki frásögur færandi nema
vegna þess að þú fórst á svo ógn-
armiklum hraða að vegalengdin á
milli okkar lengdist og mér leið
eins og þú værir kílómetrum á
undan. Þú fórst þínar eigin leiðir
í lífinu, elsku afi minn, og beiðst
sko ekki eftir tækifærum og
tókst svo sannarlega engan þátt í
neinu hangsi. Það lærði ég þenn-
an dag á gönguskíðum með þér.
Til afa
Þakklæti sýndir þú daglega
Fyrir gærdaginn, ávallt svo fallega
Fyrir stundina hérna, svo velkomna
Fyrir allt sem að verður og er
Yndisleg tilveran umvafði þig
Í sveitinni sem að gat umvafið mig
Þar minningin lifir og þín verður
minnst
Ég er fegin að hafa þér kynnst
Hvíldu í friði, elsku afi minn,
og þakka þér fyrir að taka svona
vel á móti mér. Takk fyrir allt og
allt.
Katrín.
Afi minn, Snæbjörn Pétursson
í Reynihlíð, lést þann 12. mars
síðastliðinn á hjúkrunarheimilinu
Hlíð á Akureyri. Þegar ég horfi
yfir farinn veg eru ótal minning-
ar frá mismunandi tímum sem
mér þykir dýrmætar. Gufuböð á
fallegum vetrarkvöldum í sveit-
inni. Ógleymanlegar kaupstaðar-
ferðir til Húsavíkur. Volgt afa-
brauð með smjöri þegar hann
passaði okkur systkinin á Akur-
eyri. Píslarganga í Mývatnssveit
með okkur Ármann í eftirdragi.
Sunnudagshádegi á Hlíð svona í
seinni tíð. Allt saman minningar
sem höfðu sinn sjarma og sinn
tíma.
Það er ekki erfitt að finna orð
til að lýsa afa, það held ég að allir
sem hann þekktu geti verið mér
sammála um. Hann var hlýr eins
og amma. Hann var líka sérlund-
aður og sem lítið afabarn þótti
manni margt skrítið sem hann
tók sér fyrir hendur. Þrjóskur
var hann og fylginn sér, eigin-
leikar sem voru honum frekar til
tekna, enda voru ýmsar áskor-
anir á leiðinni. Skemmtilega
hvatvís þegar svo bar við, þó að
stundum væri hann kominn
skrefi á undan sjálfum sér. Lík-
lega var það nokkuð oftar hin síð-
ari ár. Honum þótti vænt um
fólkið sitt og ef einhvern vanhag-
aði um eitthvað þá var gengið í
málið, gjarnan bókstaflega.
Lítandi upp til hans þótti mér
hann líka mikið hraustmenni og
fyrirmynd. „Afi ísbjörn“ sem
gekk á fjöll fram á gamals aldur,
lærði ítölsku og ferðaðist reglu-
lega til Ítalíu. Hann virtist ekki
bara þekkja öll möguleg og
ómöguleg örnefni heldur átti
hann líka til kvæði um flest
þeirra, sem hann fór með eftir
minni. Það var líka áberandi hve
margir könnuðust eitthvað við
Snæbjörn í Reynihlíð þegar farið
var að rekja ættir manns á förn-
um vegi. Ég áttaði mig þó ekki á
því fyrr en á fullorðinsárum hvað
það var sem einkenndi afa um-
fram annað. Mér þótti hann
nefnilega umfram allt lífsglaður.
Hann kunni að njóta líðandi
stundar og var félagsvera. Svolít-
ið eins og amma, en á sinn ein-
staka hátt. Kannski var það eitt-
hvað sem kom með ellinni, en ég
hef samt á tilfinningunni að
svona hafi afi alltaf verið. Alveg
fram að hinstu stund hafði hann
eitthvað til að hlakka til, var
uppátækjasamur og dreif fólkið í
kringum sig með. Hann var líka
stoltur af afabörnunum sínum og
fór ekki leynt með það. Það lifn-
aði alltaf yfir honum þegar verið
var að ræða afrek okkar eða fyr-
irætlanir í lífinu og þótti mér það
afar dýrmætt, eins og örugglega
okkur öllum.
Elsku afi, takk fyrir allar góðu
stundirnar. Nú tekur amma á
móti þér í Reynihlíð á eilífðar
sumardegi. Alveg eins og ég man
eftir ykkur.
Jón Halldór.
Við lát Mývetningsins Snæ-
björns Péturssonar viljum við
minnast vinar okkar með nokkr-
um orðum.
Snæbirni kynntist Sverrir
fyrst er hann vann sumarið 1965
við að byggja dælustöðina í
Helguvogi fyrir Kísiliðjuna og
leggja þaðan leiðslu upp í Bjarn-
arflag. Hann var síðan ráðinn
1969, nýútskrifaður verkfræðing-
ur, til verksmiðjunnar sem þá
hafði verið í rekstri í eitt og hálft
ár. Verksmiðjan var mönnuð 30
Mývetningum, en álíka margir
starfsmenn voru „aðfluttir“ eins
og við. Snæbjörn annaðist rann-
sóknarstofuna og sá sjálfur um
að mæla hlutfall eldfjallaösku í
kísilgúrleðjunni, en hana þurfti
að hreinsa frá hráefninu í skilj-
um. Var snefilefnið mangan mælt
og þurfti að leysa gúrinn upp
með flúrsýru í platínudeiglu, ná-
kvæmnisverk. Tók ég fljótlega
eftir því að hann framkvæmdi
alla útreikninga með hugarreikn-
ingi.
Snæbjörn var vel að sér og
hafði að loknu námi við Garð-
yrkjuskólann verið farandkenn-
ari á Fjöllum á veturna en á
sumrin vann hann m.a. á jarð-
hitabor austan Námaskarðs, í
framhaldi af því með Baldri Lín-
dal við tilraunavinnslu á brenni-
steini, hann starfaði við Hótel
Reynihlíð sem fjölskyldan rak,
annaðist miðstöð sveitasímans,
og var veðurathugunarmaður í
Reykjahlíð til fjölda ára. Þau
fimm ár sem ég var við Kísiliðj-
una var hann formaður starfs-
mannafélagsins og gjarna
nefndur „leiðtoginn“. Átti hann
frumkvæði að því að starfsmenn
byggðu fjallaskála í Gæsadal
sem var nokkrum árum síðar
dreginn í Kröflu þar sem hann
er nú við skíðalyftuna.
Snæbjörn stóð að stofnun
Baðfélags Mývetninga sem með
sjálfboðaliðum byggði fyrstu
aðstöðuna til gufubaða yfir
sprungu í Jarðbaðshólum og
síðar nýtt lón. Framhaldið
þekkja menn sem Jarðböðin við
Mývatn sem virka sem segull á
ferðamenn. Snæbjörn var mikill
áhugamaður um gönguferðir
sem hann stundaði reglulega og
þannig kynntist ég honum betur
því hann var duglegur að drífa
mig með sér í dagsferðir á fjöll
og um nærliggjandi sveitir.
Eftir Mývatnsdvölina höfum
við farið í stuttar ferðir og dáð-
ist maður ávallt að frásögnum
hans um menn, landið og dæg-
urmál. Hann hafði gaman af
umræðum og kom oft með inn-
legg á eftir síðasta ræðumanni,
þannig að ókunnugir gátu hald-
ið að væri þras.
Svo var alls ekki, því Snæ-
björn sagði mér að með þessu
vildi hann skerpa á umræðunni
og fá menn til að skoða fleiri
hliðar á málum.
Þessara samskipta og símtala
á maður nú eftir að sakna. Snæ-
björn og kona hans Guðný opn-
uðu heimili sitt fyrir okkur Ingu
og svo mörgum öðrum, því hjá
þeim var stöðugur gestagangur.
Oft bar Snæbjörn eigin bakstur
á borð því hann gerði ljúffeng
brauð úr heilhveiti sem hann
malaði sjálfur og einnig var
hann iðinn við að baka hvera-
brauð. Samskipti við þau hjónin
og fjölskyldu í gegnum árin
hafa gefið okkur Ingu mikið
sem við minnumst með hlýju.
Sendum við aðstandendum,
okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Með hinstu kveðju,
Sverrir Þórhallsson
og Inga Helgadóttir.
Snæbjörn
Pétursson
HINSTA KVEÐJA
Hversvegna er leiknum lokið?
Ég leita en finn ekki svar.
Ég finn hjá mér þörf til að þakka
þetta sem eitt sinn var.
(Starri í Garði)
Innilegar samúðarkveðjur,
Birgir og Helga.
Tilkynning frá Kirkju-
görðum Reykjavíkur-
prófastsdæma (KGRP)
Samningsbundin stytting vinnuvikunnar, úr40 tímum í 36
tíma, tók gildi hjá KGRPeins og mörgum öðrum fyrirtækjum í
ársbyrjun 2021.
Frá ogmeð föstudeginum 9. apríl munu starfsmenn KGRP ljúka
vinnudegi kl. 12:00 á hádegi og verður það fyrirkomulag áfram
á föstudögum.
Þetta fyrirkomulag hefur lítil sem engin áhrif á útfarartímana
semverða áfram kl. 11:00; 13:00 og 15:00 alla virka daga,
einnig á föstudögum.
Það sem breytist á föstudögum er þetta:
Ekki verður hægt að bóka útför í athafnarýmum hjá KGRP í
Fossvogi.
Ekki verður tekið ámóti kistum til jarðsetningar á
föstudögum.
Tekið verður ámóti duftkerum til jarðsetningar til 11:30 á
föstudagsmorgnum og athafnarými verða opin fyrir
kistulagningarbænir til kl. 11:00.
Nánari upplýsingar eru veittar í síma 585 2700 og á slóðinni:
kirkjugardar.is/fostudagur
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir,
afi, bróðir og mágur,
GESTUR FRIÐRIK GUÐMUNDSSON,
myndlistarmaður og kennari,
lést laugardaginn 20. mars á
Landspítalanum. Útförin fer fram frá
Fossvogskirkju miðvikudaginn 31. mars klukkan 15.
Í ljósi aðstæðna verða eingöngu nánustu ástvinir viðstaddir.
Streymt verður frá athöfninni og hægt er að nálgast það á:
mbl.is/andlat/minningar/utfarastreymi/
Sylvía Kristjánsdóttir
Helga Gestsdóttir Hjörvar Jónsson
Guðmundur Helgi Gestsson Ásta Bjarndís Bjarnadóttir
Óskar Atli Gestsson Adda Þóra Bjarnadóttir
Anna Guðmundsdóttir Logi Egilsson
og afabörn
Ástkær móðir okkar, amma og langamma,
MARGRÉT GUNNARSDÓTTIR,
Gautlandi 11, Reykjavík,
sem lést á Vífilsstöðum 16. mars, verður
jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík
þriðjudaginn 30. mars klukkan 13.
Í ljósi aðstæðna verða því miður einungis nánustu ástvinir
viðstaddir. Athöfninni verður streymt og hægt er að nálgast
útsendinguna á streyma.is.
Gunnar Magnússon Margrét Halldórsdóttir
Magnús Magnússon Sandra Guðmundsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
SIGRÚN STEINGRÍMSDÓTTIR,
Sléttuvegi 25,
lést föstudaginn 26. mars á hjúkrunarheimili
Hrafnistu við Sléttuveg.
Jónína B. Grétarsdóttir Þóroddur Sveinsson
Hannes Svanur Grétarsson Helga Marta Helgadóttir
Ingvar Grétarsson Vigdís Þórisdóttir
Margrét Grétarsdóttir Guðjón Guðjónsson
barnabörn og barnabarnabörn