Morgunblaðið - 27.03.2021, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 27.03.2021, Qupperneq 36
36 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MARS 2021 ✝ Garðar Odd- geirsson fædd- ist 27. mars 1941 á Þórshöfn við Langanesströnd. Hann lést 15. jan- úar 2021 á Heil- brigðisstofnun Suð- urnesja. Foreldrar hans voru hjónin Þórhildur Valdi- marsdóttir, f. 16. september 1915, d. 6. september 1982, og Oddgeir Friðrik Pétursson, f. 5. júlí 1914, d. 4. október 2008. Systkini Garðars eru: Eva Oddgeirsdóttir, f. 16. september 1942. Nína Peltomaa, f. 3. apríl 1947. Viðar Oddgeirsson, f. 3. ágúst 1956, d. 24. febrúar 2017. Garðar kvæntist 23. apríl 1964 Helgu Gunnlaugsdóttur frá Felli í Vopnafirði, f. 28. júlí 1938. Þau eignuðust tvö börn, Oddgeir Friðrik, f. 26. október 1966, og Björgu, f. 12. júní 1969. Maki Bjargar er Hilmar Örn Jónasson, f. 21. desember 1968. Þau eiga eina dóttir, Birnu, f. 27. september 2002. Garðar flutti um sex ára ald- ur til Keflavíkur með fjölskyldu sinni og bjó hann þar ætíð síðan. Hann var mikill Keflvíkingur og mikill hugsjóna- maður um velferð bæjarins. Garðar lærði rafvirkjun, varð meistari í þeirri grein og kenndi í nokkur ár við Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Hann hafði mikinn áhuga á íþróttastörfum, starfaði fyrir KFK, ÍBK og KSÍ. Hann sat í bæjarstjórn Keflavíkur í nokkur ár fyrir hönd Sjálfstæð- isflokksins. Hann starfaði lengst af fyrir Varnarliðið sem yf- irmaður Navy Exchange Vend- ing. Garðar var mikið fyrir að grúska í frístundum, hann safn- aði t.d. frímerkjum og hljóm- plötum og hafði gaman af að taka myndir. Hann hafði mikinn áhuga á skák og laxveiði. Hann fór í óteljandi veiðiferðir með vinum sínum. Garðar og Helga fóru á hverju einasta sumri yfir um tuttugu ára tímabil til Vopnafjarðar að heimsækja fjöl- skyldu Helgu. Eftir að varn- arliðið fór af landi starfaði hann með syni sínum í Ný-ung og Stapafelli. Útför Garðars fór fram í kyrrþey 2. febrúar 2021. Elsku pabbi. Í dag hefðir þú fagnað 80 ára afmæli. Mikið hefði verið gaman að geta fagnað því með þér. Þú vissir fátt betra en gott matarboð og þá að sjálfsögðu með góðri steik. Ég get í sannleika sagt að ég hugsa til þín og sakna alla daga. Ég held að ég hafi heyrt í ykkur mömmu næstum því hvern ein- asta dag ævi minnar og ég er enn að venjast því að geta ekki hringt til þín. En svona er lífið, hjá þér var komið að leiðarlokum og viss- um við það með margra mánaða fyrirvara að krabbinn væri búinn að vinna. Það var erfitt að horfa upp á þig verða veikari með hverjum deginum og geta ekkert gert. Þín veikindi voru ótrúlega erfið en eins og þín var von þá tókstu þessu bara sem verkefni og það var ekki verið að kvarta. Þú stóðst þig eins og hetja í lokabar- daganum. Ég hef alltaf verið stolt af að vera dóttir þín og það marg- faldaðist undir lokin. Orðin mín yfir þig eru góður, hjálpsamur og til staðar og ég tel mig vera heppna að geta sagt það. Það var ekkert sem var ekki hægt að biðja þig um, ef þú gast þá aðstoðaðir þú, svo einfalt var það. Því er og verður minning mín um þig alltaf sveipuð enda- lausu þakklæti fyrir allt. Það var alltaf gaman að spjalla um daginn og veginn við pabba, hann var mjög fróður og áhuga- samur um lífið og tilveruna. Allt- af glaður og jákvæður. Sem barn og unglingur ferðaðist ég mikið með foreldrum mínum, oftast hringveginn með stoppi á Akur- eyri, löngu stoppi á Vopnafirði og svo aftur á Höfn. Alltaf svo gam- an, ég á endalausar minningar um skemmtilega staði og fólk og alltaf mikið spjallað. Stórt skarð er höggvið í okkar litlu fjölskyldu. Ég er þó þakklát fyrir að hafa fengið heila ævi, meira en margur fær. Þín er og verður sárt saknað en minning- arnar verða okkur kærkomnar um alla tíð. Þín dóttir, Björg. Okkur langar að minnast með nokkrum orðum vinar okkar, Garðars Oddgeirssonar, en hann hefði orðið 80 ára í dag. Haustið 1963 fengu tvær ung- ar frænkur úr Vopnafirði far með flutningabíl frá Vopnafirði til Reykjavíkur. Áformuðu þær að fá sér vinnu í höfuðborginni og dvelja þar um veturinn. Ef til vill höfðu þær hugboð um að þessi ferð væri upphaf breytinga í lífi þeirra og þær myndu í framtíð- inni koma í heimahagana fremur sem gestir en heimamenn. Önnur fékk vinnu á Sauma- stofunni Spörtu en hin á Mat- stofu Austurbæjar. Fljótlega fóru þær út að skemmta sér eins og ungs fólks er háttur og fóru m.a. með vinum sínum á ball í Þórskaffi. Þar bar fundum okkar – sem þetta skrif- um – og Garðars Oddgeirssonar fyrst saman. Það var upphaf góðrar og einlægrar vináttu sem entist alla tíð. Á þessum tíma var Garðar að ljúka rafvirkjanámi og stundaði atvinnu í þeirri grein næstu árin. Hann og Helga Gunnlaugsdóttir giftu sig sumardaginn fyrsta, þann 23. apríl, vorið eftir. Bjuggu þau eftir það í farsælu hjóna- bandi alla tíð og áttu heimili í Keflavík, heimabæ Garðars. Við sem þetta skrifum sett- umst að á Höfn í Hornafirði vorið 1965 og þó svo við byggjum hver á sínu landshorninu var ævinlega mikið og gott samband okkar á milli. Gagnkvæmar heimsóknir á báða bóga og ánægjulegar sam- verustundir bæði á heimili þeirra í Keflavík og eins hjá okkur hér á Höfn. Garðar var staðfastur maður og áreiðanlegur í öllum sínum orðum og gjörðum. Um árabil starfaði hann hjá varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli, en þegar því lauk voru þau Garðar og Helga með eigin atvinnurekstur í sam- starfi við son sinn, Oddgeir. Áhugi Garðars á hagsmunum síns heimabæjar birtist m.a. með þátttöku hans í bæjarstjórn Keflavíkur um árabil, en áhuga- málin voru mörg önnur, m.a. veiðiskapur, knattspyrna og frí- merkjasöfnun. Þó svo að fundum okkar og þeirra Garðars og Helgu hafi fækkað síðustu árin, er okkur of- arlega í minni síðasta heimsókn okkar til þeirra í október 2018. Þá áttum við enn eina ánægjustund- ina saman með spjalli um ýmis- legt og um gamla og nýja tíma. Við minnumst Garðars með hlýhug og vottum Helgu, Odd- geiri, Björgu, Hilmari og Birnu einlæga samúð okkar. Heiðrún og Hermann. Garðar Oddgeirsson ✝ Lovísa Hanna Gunnarsdóttir fæddist í Dilksnesi í Hornafirði 9. októ- ber 1935. Hún lést á hjúkrunarheim- ilinu Skjólgarði í Hornafirði 18. mars 2021. Foreldrar henn- ar voru Gunnar V. Gíslason, skipherra á varðskipum Landhelgisgæslunnar, og Guð- rún Björnsdóttir talsímakona. Lovísa giftist Þórerni Jóhanns- syni loftskeytamanni, f. 28. júlí 1922, d. 5. júlí 1991. Sonur þeirra er Gunnar Þór Þórarn- arson f. 1959. Kona hans er Guðný Björg Jensdóttir, f. 1961. Börn þeirra eru a) Lovísa Þóra Gunnarsdóttir, f. 1981. Eig- inmaður hennar er Finnur Ei- ríksson, f. 1978, og börn þeirra eru Sævar Þór, f. 2008, Dagmar Hekla, f. 2011, og Kolbrún Katla, f. 2015. B) Eyþór Jens Gunn- arsson, f. 1988. Lovísa gekk í barnaskóla á Höfn en fluttist til Reykjavíkur 15 ára gömul til að fara í Kvennaskólann. Eftir að námi lauk flutti hún aftur á Höfn þar sem hún bjó til æviloka. Hún starfaði fyrst sem talsímakona en hóf svo störf hjá Landsbank- anum árið 1974 og var þar alla sína starfsævi. Lovísa var einnig virk í félagsstörfum svo sem í Lionsklúbbnum Kolgrímu og Leikfélagi Hornafjarðar. Útför Lovísu fer fram frá Hafnarkirkju 27. mars 2021. Streymi frá slóð: http://bjarnanesprestakall.is Virkan hlekk á streymi má finna á: https://www.mbl.is/andlat Elsku Lóló amma er farin í Sumarlandið til afa. Ég á ótelj- andi minningar um ömmu og afa þar sem ég dvaldi löngum stundum hjá þeim sem lítil stelpa. Það var alltaf auðsótt mál að fá að vera hjá þeim, hvort sem var að kíkja í heim- sókn eftir skóla eða fá að kúra hjá þeim um helgar. Þá var eld- aður sagógrjónagrautur, sem ég kallaði augagraut, heimsmálin rædd og norska Uke-blaðið lesið spjaldanna á milli. Vinkonur mínar voru líka alltaf velkomnar á þeirra heimili. Oft fengum við að leika okkur í búðarleik – þá voru ekki bakaðar drullukökur sem voru seldar gestum og gangandi, heldur versluðum við með krem, ilmvötn, varaliti og annað góss úr skápunum hennar ömmu. Lóló amma var nefnilega ofsalega fín frú, alltaf vel til höfð, í nýjustu tísku og passaði alltaf upp á að fólkið hennar ætti nóg af skóm – og það vönd- uðum skóm. Amma var mjög stolt af nafn- inu sínu – og nafninu okkar. Eitt skiptið þegar við afi komum að sækja hana í vinnuna í Lands- bankanum, varð ég mjög hugsi og spurði „amma af hverju er allt í vinnunni þinni merkt með stafnum okkar?“ Ömmu datt ekki í hug að sprengja búbbluna sem umlauk fjögurra ára barna- barnið hennar og svaraði því „af því að við heitum drottninga- nafni“. Þar með var það afgreitt og ég lifði í þeirri trú í einhvern tíma að Landsbankinn hefði náðarsamlegast fengið L-ið okk- ar að láni. Ein uppáhaldsminningin mín er þegar við amma dvöldum á hóteli í Reykjavík. Eitt kvöldið æfðum við kollhnísa af miklum móð á milli þess sem við borð- uðum karamellur í gullbréfi. Amma fékk þá hugmynd að taka tilhlaup frá hurðinni og steypa sér kollhnís upp í rúmið. Verandi lipur á fæti og létt á sér, vanmat hún aðeins aðstæð- ur, skaust úr rúminu og upp í gluggakistu á fjórðu hæð. Við hlógum svo mikið að við fengum illt í magann og var þetta saga sem amma rifjaði reglulega upp. Eftir að ég flutti frá Höfn eyddum við eðlilega ekki jafn miklum tíma saman en töluðum oft saman í síma. Þau símtöl stóðu yfirleitt yfir í klukkutíma þar sem við blöðruðum um allt og ekkert. Símtölin styttust en þeim fjölgaði eftir að ég eign- aðist börn. Þá hringdi amma oft, bara aðeins til að spyrja hvernig við hefðum það, hvernig barnið svæfi og hvort allt gengi ekki örugglega vel. Hún vildi alltaf passa upp á sitt fólk. Elsku amma, ég gæti skrifað margt í viðbót, en þær minn- ingar geymi ég bara í hjartanu mínu. Litlu elskurnar, eins og þú kallaðir börnin mín, minnast langömmu sinnar með hlýju og þakka þér fyrir stundirnar sem þið áttuð saman. Takk fyrir allt elsku amma – ég bið að heilsa Tóta afa. Þín Lovísa. Hlýr og fallegur morgunninn þegar þú kvaddir, elsku Lóló – alveg í þínum anda. Dýrmætar minningar hrannast upp – af svo mörgu að taka. Léttleikinn og gleðin fylgdi þér hvar sem þú fórst, húmorinn alltaf á sín- um stað – Lóló uppáhalds- frænkan, alltaf fín og flott, fín- ust af öllum, best og skemmtilegust. Ein fyrsta minningin um Lóló tengist henni og „litlu stofunni“ í Dilks- nesi. Hún dansar út og inn með mottur og púða, gamli mubl- ubankarinn á lofti. Mín í essinu sínu, í heimsókn á óðalinu, elsk- ar alltaf að hafa fallegt í kring- um sig, allt glansar og glóir. Sé Lóló mína ljóslifandi fyrir mér þennan bjarta vordag hagræða aftur öllum fínu púðunum, flögra um eins og fiðrildi. Það er alltaf gaman að rifja upp þessa góðu daga í Dilksnesi, á mannmörgu lifandi heimili. Þeg- ar Halldór Kiljan Laxness var einn vetur heimiliskennari í Dilksnesi gisti hann „litlu stof- una“, kallaði hana „viðhafnar- herbergi hússins“. Segist í Grikklandsárinu sínu „aldrei hafa fundið hvurnin það væri að vera greifi og barón, nema þennan vetur í Dilksnesi“. Við vorum líka greifar og barónar krakkahrúgan, mikið dekrað við okkur, á þennan glaða og góða hátt, sem skemmir engan en gefur endalausa hlýju í hjartað, öllum gott veganesti. Úr þess- um jarðvegi kom hún Lóló, elst í stóra frændsystkinahópnum. Rætur sínar átti hún líka í Pap- ey. Eftir skilnað foreldranna hélt hún góðu sambandi við föð- ur sinn Gunnar Gíslason og bjó hjá honum í Reykjavík er hún tók gagnfræðaprófið. Var hann skipherra á varð- skipinu Óðni. Bauð dóttur sinni, 16 ára gamalli, í hringferð um- hverfis landið þegar sinnt var eftirliti með vitum landsins. „Stórkostlegt ævintýri,“ sagði Lóló. Sjórinn heillaði hana og átti eyjan hennar Papey, ná- lægðin við náttúruna og fugla- lífið þar ætíð stað í hjarta henn- ar. Fljótlega eftir að hún kynnist Þórerni sínum og þau byrja búskap flytja þau til Hornafjarðar þegar Þórerni er falið að koma hér upp endur- varpsstöð fyrir útvarpið. Vann hann síðan sem endurvarps- stjóri í mörg ár. Bjuggu þau sér fallegt heimili í Brekkugerði og fljótlega bættist í fjölskylduna litli Gunnar Þór. Oft var glatt á hjalla í Brekkugerði, líf og fjör. Lóló og Þórörn tóku virkan þátt í félagslífinu. Þau áttu góða hesta og Lóló munaði ekkert um að skreppa á traktorinn þegar mikið var að gera í hey- skapnum á „Pende Rosa“. Margar fínar hestaferðir áttu þau á sumrin, með góðum vin- um, margar utanlandsferðir saman og nutu þess að ferðast. Lóló og Þórörn fluttu í Hlíð- artúnið, heimilið eins og fallegt listasafn. Gunnar Þór var þá kominn með fjölskyldu hér og litlu sólargeislarnir, Lovísa Þóra og Eyþór Jens, nutu besta at- lætis hjá afa og ömmu. Þórörn féll frá 1991. Seinni sambýlis- maður Lólóar var Sverrir Scheving Torsteinsson. Í mörg ár dvaldist Lóló á Hjúkrunar- heimilinu Skjólgarði, tókst hún á við erfiðan sjúkdóm af miklu æðruleysi. Naut þar einstakrar umhyggju og hlýju starfsfólks. Megi góður Guð blessa minn- ingu elsku Lólóar. Hildigerður (Gósa). Komið er að kveðjustund. Ótal minningar koma upp í hug- ann þegar við kveðjum kæra frænku enda Lóló alltaf uppá- halds, stór hluti af okkar lífi, þær mamma sem systur alla tíð og mikill samgangur á milli heimilanna. Lóló átti sérstakan stað í hjarta okkar, yndisleg og fyr- irmynd okkar í svo mörgu. Hún hafði góða nærveru, var skemmtileg, hlý og elskuleg og alltaf hrókur alls fagnaðar með sinn dillandi hlátur og glaðværð. Hún var sönn drottning sem eftir var tekið, elegant, með einkar glæsilegan fatasmekk. Það var alltaf fallegt og snyrti- legt í kringum Lóló. Hún bjó sér og fjölskyldu sinni fallegt heimili, hafði næmt auga fyrir fallegum hlutum og bar heimilið vott um smekkvísi, fagurkeri fram í fingurgóma. Þær eru óteljandi dýrmætu minningarnar um Lóló okkar sem við varðveitum að eilífu. Við erum heppnar að hafa haft hana í okkar lífi og kveðjum hana með þakklæti og virðingu. Blessuð sé minning hennar. Dóra og Selma. Elsku Lóló. Þú komst til okkar Hildar á mesta sorgardegi lífs okkar. Þú veittir okkur stuðning, varst til staðar og verður það aldrei full- þakkað. Það var okkar gæfa að kynn- ast því góða fólki, sem bjó á Höfn, er við fluttum þangað ung að árum. Þegar þið Þórörn fluttuð í Hlíðartúnið urðum við nágrannar og vináttan blómstr- aði. Góð vinkona er kvödd. Börnin mín og ég þökkum henni sam- fylgdina og sendum ættingjum innilegar samúðarkveðjur. Edda Flygenring. Lovísa Hanna Gunnarsdóttir Ástkær frænka okkar, MARGRÉT ÓLAFSDÓTTIR, Hrafnistu, Laugarási, lést þriðjudaginn 23. mars á Hrafnistu. Hún verður jarðsungin frá Háteigskirkju mánudaginn 29. mars klukkan 15. Í ljósi aðstæðna verður athöfninni streymt á slóðinni www.skjaskot.is/margret. Innilegar þakkir til starfsfólks Hrafnistu og MS dagvistar. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á MS-félagið. Guðríður Þorleifsdóttir Ari Schröder Ottó Eiður Arason Hulda M. Schröder Árni Bent Þráinsson Jóhann Ó. Schröder Jakob Þ. Schröder Móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, RAGNHILDUR EINARSDÓTTIR, Ragna frá Holtakotum, Grænumörk 5, lengst af til heimilis á Heiðarvegi 11, Selfossi, lést aðfaranótt mánudagsins 22. mars. Útförin verður auglýst síðar í ljósi aðstæðna. Elfa Bryndís Þorleifsdóttir Örn Sigurðarson Þórmar Ragnarsson Jónína María Kristjánsdóttir Heiðveig Ragnarsdóttir Henning Frederiksen Jóhanna Ragnarsdóttir Bjarni Halldórsson Eyrún Ragnarsdóttir Sigurður Már Guðmundsson Einar Jónas Ragnarsson Petra Vijn og fjölskyldur

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.