Morgunblaðið - 27.03.2021, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 27.03.2021, Blaðsíða 38
38 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MARS 2021 ✝ Fanney Helga- dóttir fæddist 16. desember 1930 á Hafursstöðum í Öxarfirði. Hún lést á Heilbrigðisstofn- un Þingeyinga 13. mars 2021. Fanney var dóttir hjónanna Helga Gunnlaugs- sonar, f. 1888, d. 1983, og Kristínar Gamalíelsdóttur, f. 1892, d. 1966. Systur hennar voru; Jakobína Gunnlaug, f. 1923, d. 2020, Snæfríður, f. 1926, d. 2011, og Sigríður Ing- ólfa, f. 1929. Fanney fór hefð- bundna skólagöngu þess tíma innan sveitar, auk þess fór hún einn vetur í Héraðsskólann á Reykjum í Hrútafirði og annan vetur í Húsmæðraskólann á Löngumýri í Skagafirði. Fanney eignaðist tvö börn með Olgeiri Sigurðssyni, þau eru: 1. Sigríður Helga, f. 1957 – maki Eiríkur Jóhannsson, f. 1960. Börn: Fanney Margrét, f. 1994, sambýlismaður Egill Moran Rubner Friðriksson. Sóley Sara, f. 1996, sambýlis- maður Þórir Þórðarson. Fyrir dætur og fyrir átti hún eina dóttur. Katrín, f. 1988, hún á einn son. 4. Sigþóra Oddný, f. 1964 – maki Sigurður Kristjánsson, f. 1962. Börn: Kristján, f. 2000, og Þormar, f. 2006. Fyrir átti Sigurður Baldvin, f. 1990, og Karolínu, f. 1993. 5. Böðvar, f. 1967 – maki Linda Hrönn Arnþórsdóttir, f. 1977. Börn: Arnþór Máni, f. 2003, Álfrós Katla, f. 2010, og Emil Orri, f. 2011. Fanney og Baldur hófu bú- skap í Ystahvammi árið 1959, þegar þau tóku við af for- eldrum Baldurs. Gestkvæmt var á heimilinu og á sumrin voru mörg börn í sveit. Fanney var mikil áhugakona um garð- rækt.Hún var listfeng sauma- og hannyrðakona. Hún var virkur félagsmaður í Kven- félagi Aðaldæla alla sína tíð. Þau hjónin tóku þátt í öllu fé- lagslífi sveitarinnar og næsta nágrennis. Fanney dvaldi á Heilbrigð- isstofnun Þingeyinga - Skóg- arbrekku síðustu mánuðina. Útför fer fram frá Grenj- aðarstaðarkirkju 27. mars 2021 klukkan 14. Slóð, stytt, á streymi: https://tinyurl.com/u9e35jt6 Hlekk má nálgast á: https://www.mbl.is/andlat átti Helga soninn Helga Þór Harð- arson, f. 1979, sambýliskona Júl- íanna Lára Stein- grímsdóttir, þau eiga saman tvær dætur og fyrir átti hann einn son. 2. Halldór Svan- ur, f. 1958 – maki Elín Maríusdóttir, f.1961. Börn: Bald- ur Fannar, f. 1979, maki Heiða Rafnsdóttir, þau eiga þrjú börn. Maríus Snær, f. 1984, maki Lára Björk Sigurð- ardóttir, þau eiga fjögur börn. Halldís Gríma, f. 1992, sam- býlismaður Ómar Gunnarsson, þau eiga saman tvær dætur og fyrir átti hún eina dóttur. Árið 1959 giftist Fanney Baldri Jónssyni, f. 1934 í Ysta- hvammi í Aðaldal. Þeirra börn eru: 3. Kristín, f. 1960 – maki Kristján St. Halldórsson, f. 1960. Börn: Baldur, f. 1979, sambýliskona Málfríður Þor- steinsdóttir, þau eiga tvö börn. Kolbrún, f. 1983, sambýlis- maður Hjálmar Jakob Grét- arsson, þau eiga saman tvær Elsku mamma okkar er nú fall- in frá eftir stutta legu og eftir sit- ur söknuður og tómleiki. Fanney Helgadóttir ólst upp á Hafursstöðum í Öxarfirði ásamt systrum sínum þremur og þangað leitaði hugurinn oft. Vegasam- band var lélegt upp í heiðina á þessum árum og þurftu þær að fara gangandi á skíðum eða á hestum í skólann í Lundi. Ekki var komin sundlaug á þessum tíma svo sundkennslan fór fram í Hafursstaðavatni og afi tók að sér kennsluna. Það kom sér vel því mamma hafði yndi af sundi þegar færi gafst vegna anna. Þetta gjöf- ula vatn gaf þeim líka silung sem hægt var að veiða allan ársins hring og var mikil búbót. Veðra- samt var uppi á heiðinni og voraði seint en allir höfðu sín áhugamál í einangruninni. Afi var niðri í smíðastofu að vinna ýmis verk svo sem hillur og útskorna hluti en amma las ljóðabækur, sérstaklega eftir Davíð Stefánsson. Þetta tóku systurnar með sér út í lífið og nutu lista á þessu sviði. Hún fór í Héraðsskólann á Reykjum ásamt Sigríði systur sinni og síðan í Húsmæðraskólann á Löngumýri. Á Löngumýri kynntist hún mörgum námsmeyj- um sem mynduðu vinasamband allt til æviloka. Eftir það fer hún suður til Reykjavíkur í vinnu og kynnist Olgeiri Sigurðssyni og á með hon- um tvö börn en síðar slitnaði upp úr sambandinu og hún flytur norður til foreldra sinna. Skömmu seinna dúkkaði upp fyrrverandi skólasveinn, vonbiðill frá Bændaskólanum á Hólum sem er í næsta nágrenni við Löngu- mýri, en það var töluverður sam- gangur á milli skólanna í þá daga. Hann hafði komið auga á hana mörgum árum áður og ekki getað gleymt. Eftir að hún giftist og flutti í Aðaldal breyttist lífið töluvert og verkahringurinn stækkaði eftir því sem börnunum fjölgaði, fimm börn og stórt heimili fyrir utan bú- störfin. Einnig vann hún útivið í mörg ár eftir að börnin komust á legg. Þrátt fyrir það var allt prjónað og saumað á okkur krakkana og voru þá kvöldin og næturnar not- uð til að ná öllu sem til þurfti. Þetta voru aldrei venjuleg föt, þau hefðu sómt sér vel í hönnunarbúð í dag og saumaskapurinn eftir því. Mamma var einstaklega listræn eins og hún átti kyn til og allt lék í höndunum á henni. Jafnvel blóm- in voru alltaf fallegust hjá henni, litlir afleggjarar urðu að fallegu blómi bæði úti og inni. Allt sem viðkom ræktun var hennar áhuga- mál, hvort sem það var gróður- húsið eða grænmetisræktun. Gróðurhúsið var hennar yndi og stolt með hangandi vínberja- plöntu fulla af berjum, rósum og fleira. Berjamórinn var heldur ekki langt undan og þar gat hún verið í friði og ró með fallega dal- inn í forgrunni. Úr berjunum var búið til og fryst fyrir veturinn. Það má segja að við höfum alist upp með það sem þykir best í dag beint frá býli og hollustan í fyr- irrúmi. Við fórum í nokkrar skemmti- legar mæðgnaferðir erlendis síð- ustu ár og þá var mikið hlegið og spjallað. Ekki var verra að kíkja í fatabúðir og máta enda hafði mamma alltaf mikinn áhuga á föt- um og vildi líta vel út. Við munum sakna þessara sam- funda. Guð blessi mömmu okkar. Sigríður Helga, Kristín og Sigþóra Oddný. Það er erfitt að meðtaka að elsku amma Fanney hafi kvatt þessa jarðvist. Huganum finnst ennþá eins og ekkert væri eðli- legra en að renna í hlaðið í Ysta- Hvammi og þar stæði amma með afa í dyragættinni, vel tilhöfð í skrautlegum bol með settlegt hár. „Sæl elskan“ heilsaði hún okk- ur alltaf með sérstakri áherslu á „elskan“. Það leyndi sér aldrei hvað amma var alltaf glöð að sjá mann, tók á móti manni með hlýj- um faðmi og glaðlegu brosi og maður fann hvað henni þótti vænt um okkur. Laglínan „Það er svo ótalmargt sem minnir þig á“ kemur upp þeg- ar hugsað er til ömmu. Við mun- um eflaust aldrei heyra ljúfa harmonikkutóna án þess að minn- ast hennar stíga dansspor með okkur við lögin í morgunútvarp- inu, aldrei finna ilm af rósum án þess að hugsa til hennar bardúsa í gróðurhúsinu og aldrei finna bragðið af gómsætum aðalblá- berjum án þess sjá hana fyrir okk- ur í berjamó í brekkunni fyrir of- an bæinn. Hér væri eflaust hægt að rifja upp endalausar minningar, en það sem skilur kannski mest eftir hjá okkur er ekki endilega hvað hún gerði heldur frekar hvernig hún var: ung í anda, skemmtileg, fynd- in og sjarmerandi svo lengi mætti telja. Hún átti það líka til að vera hrekkjótt. Til dæmis kom stund- um fyrir að maður kveinkaði sér undan ýmsum aðskotahlutum sem búið var að troða undir lakið á rúmi manns. Var sú gamla þá yf- irleitt ekki langt undan, skelli- hlæjandi yfir tiltækinu. Önnur okkar fékk þann heiður að heita í höfuðið á ömmu. Nafnið sem dregur merkingu sína af hinni snævi þöktu eyju sem við köllum Ísland. Hin fagra, uppá- tækjasama eyja, uppfull af varma sem enginn kveður ósnortinn. Þannig lifir minningin af ömmu Fanneyju í hjarta okkar. Takk fyrir allt elsku amma, þín er sárt saknað. Fanney Margrét og Sóley Sara Eiríksdætur. Elsku amma er fallin frá. Amma Fanney var ótrúleg kona og ég veit að margir munu skrifa um hennar gestrisni, hennar glað- værð, hennar eljusemi og dugnað, hennar þrautseigju, hennar tryggð við sitt samferðafólk, hennar styrk og hennar ósérhlífni. Það var enda ekkert verk sem amma gat ekki sinnt og hún var lagin við svo að segja allt. Hún var listakokkur, bakari og var ein- staklega lagin í höndunum hvort sem var við prjónaskap, að sauma eða skera út jafnvel. Hafði auk þess græna fingur og gróðurhúsið hennar var í æskuminningunni sem hitabeltisskógur! Ég mun hins vegar alltaf minn- ast ömmu minnar fyrir hennar einstaka húmor því amma var ein- faldlega ein fyndnasta manneskja sem ég hef hitt. Þótt ég hafi notið allra okkar samverustunda eru þau enn efst í huga mér skiptin sem við hlógum saman og það var oft. Amma var hrekkjótt, kald- hæðin, algerlega sönn og var óhrædd að gera grín að sjálfri sér. Hún var undir lok síns lífs mjög lituð af þeim sjúkdómi sem hrjáði hana. Hún mundi lítið og þegar við fjölskyldan fórum til hennar norð- ur í síðasta sinn lá fyllilega ljóst fyrir hve alvarleg veikindin væru. Okkur grunaði reyndar ekki þá að það yrði okkar síðasta samveru- stund en heimsfaraldur ásamt öðru gerði okkur ekki kleift að kveðja með þeim hætti sem við hefðum kannski viljað. Hennar persónuleiki verður hins vegar alltaf ódauðlegur í hug- um okkar fjölskyldunnar sem nú minnumst hennar. Það voru for- éttindi að eiga hana að svo lengi og fyrir börnin að fá að kynnast langömmu sinni í sveitinni. Þær minningar sem við eigum með henni eru okkur dýrmætar og við erum þakklát fyrir þær. Við fjölskyldan vottum jafn- framt öllum þeim er stóðu ömmu Fanneyju nærri samúð okkar. Helgi Þór Harðarson og fjölskylda. Elsku Fanney mín. Takk fyrir allar ánægju- og gleðistundir lið- inna ára. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Góða ferð í sumarlandið mín kæra, ég veit að það verður vel tekið á móti þér. Þínir vinir, Guðrún Jóhanna og Ingi. Fanney Helgadóttir ✝ Ingunn Eyj- ólfsdóttir fæddist í Helgubæ við Fálkagötu í Reykjavík 14. apríl 1928. Hún lést á Hjúkrunar- heimilinu Mörk 13. mars 2021. For- eldrar hennar voru Kristín Árnadóttir, f. 1899, d. 1974, og Eyjólfur Brynjólfs- son. f. 1890, d. 1973. Ingunn var sjöunda barn foreldra sinna. Systkini hennar: Brynjólfur, María, Ásdís, Margrét, Guðrún, Ingvar, Tryggvi, Haraldur og Matthías. Guðrún og Matthías lifa systur sína. Ingunn giftist 24. maí 1952 Valtý Hákonarsyni fram- kvæmdastjóra, f. 17. febrúar 1923, d. 14. september 1997. Dætur þeirra: 1) Elísabet, f. 1952, maki Gísli Skúlason, synir þeirra Kári Hrafn, sambýliskona Guðrún hans Þórunn Eylands Harð- ardóttir. Ingunn ólst upp á Smyr- ilsvegi 28 á Grímsstaðaholti frá tveggja ára aldri. Hún gekk í Miðbæjarskóla og Skildinganes- skóla og sótti ensku- og dönsku- nám eftir skyldunám í Náms- flokkum Reykjavíkur. Hún sótti kvöldnámskeið í Húsmæðra- skóla Reykjavíkur og ýmis nám- skeið síðar á ævinni. Fyrsta launaða starf Ingunn- ar var í verslun Óla og Baldurs á Framnesvegi og síðar vann hún í Alþýðubrauðgerðinni, en eftir að þau Valtýr gengu í hjónaband var hún að mestu heimavinnandi húsmóðir þar til dæturnar uxu úr grasi. Hún vann þá m.a. í tískuvöruverslun í Miðbæjarmarkaðnum við Að- alstræti, í tískuversluninni Lilju á Laugaveginum, búsáhalda- versluninni Hamborg við Klapp- arstíg og var sjálfboðaliði í verslun Rauða krossins á Borg- arspítala. Ingunn og Valtýr hófu bú- skap í Reykjavík og bjuggu þar alla tíð utan átta ára er þau bjuggu í Kaupmannahöfn vegna starfa Valtýs. Útför Ingunnar fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Valdimarsdóttir, börn þeirra Arn- hildur, Oddný og Bergur Einir. Skúli, unnusta Dagný Halla Björnsdóttir, dætur Skúla Berglind Emilía og Adríana Andrá. Hákon. 2) Kristín, f. 1954, maki Þórður Daníel Bergmann, synir þeirra Valtýr, eiginkona Sigríður Theódóra Knútsdóttir, dætur þeirra Andrea Rán, Dúa Kristín og Hildur Sara. Þröstur, eiginkona Unnur Ylfa Magn- úsdóttir, börn þeirra Andri Þór, Tinna og Daníel Árni. Ingvi Björn, eiginkona Karen Íris Bragadóttir, börn þeirra Óliver Orri, Birkir Gauti og Arna Lind. 3) Margrét, f. 1958, maki Henrik Zachariassen. Synir þeirra Alexander og Magnús. 4) Anna María, f. 1964. Synir hennar Snorri og Atli, kærasta Elskuleg móðir okkar er látin 92 ára að aldri. Á kveðjustund er margs að minnast og þakka. Mamma ólst upp á barnmörgu heimili við ástúð og festu foreldra sinna. Hún bjó við gott atlæti þar sem ræktaðar voru kartöflur og rófur og haldin voru húsdýr heima í garðinum á Smyrilsvegi. Það var mikið sungið á heimilinu og mamma var m.a. í barnakór- unum Sólskinsdeildinni og Söng- félaginu Hörpu og var sísyngj- andi allt til enda. Mamma var skapandi og hug- myndarík og mikill fagurkeri á mörgum sviðum. Hún hafði ríka þörf fyrir að skapa eitthvað í höndunum og fann sífellt nýjar leiðir til að fylgja löngunum sín- um eftir. Hún saumaði föt á okk- ur dæturnar þegar við vorum börn og seinna saumaði hún út, flosaði gólfmottur, málaði myndir og skar út gler. Hún vílaði ekki fyrir sér að færa til þung hús- gögn og mála veggi í nýjum litum til þess að fylgja hugmyndum sínum eftir. Það væri hægt að ímynda sér að ef hún væri ung í dag væri hún innanhúss- eða fatahönnuður. Hún sóttist eftir að fara nýjar leiðir í sköpun sinni til hinstu stundar. Fyrsta utanlandsferð mömmu var þegar þau pabbi og elsta dótt- irin sigldu með Gullfossi til Kaup- mannahafnar til að setjast þar að um sinn. Þar bjuggu þau næstu átta árin vegna starfa pabba. Í Kaupmannahöfn opnaðist henni nýr heimur sem hafði mjög mót- andi áhrif á hana það sem eftir var ævinnar. Þar ræktuðu þau sinn fyrsta garð frá grunni með plöntum sem voru þeim fram- andi. Þau voru m.a. með peru- og eplatré, stokkrósir og geislasópa. Á Hafnarárunum naut mamma þess að sumrin voru sólríkari og heitari en hún var vön og urðu þau pabbi sóldýrkendur upp frá því. Þar eignuðust þau góða vini í hópi Íslendinga og Dana sem kynntu fyrir þeim fjölbreytt menningarlíf í borginni, svo sem ballett og óperur í Konunglega leikhúsinu. Óperuáhuginn fylgdi þeim upp frá því og varð til þess að þegar Íslenska óperan hóf starfsemi sína eftir að fjölskyldan var flutt heim til Íslands voru þau meðal stofnfélaga hennar. For- eldrar okkar nutu þess að ferðast innanlands og til margra landa og heimsálfa. Eftir andlát pabba hélt mamma áfram að ferðast með dætrum sínum, systrum og vinkonum innanlands og utan. Hún lifði heilsusamlegu lífi, synti daglega í Laugardalslaug í rúm 45 ár og stundaði gönguferðir daglega. Mamma var glaðvær, ljúf og orðvör og talaði ekki illa um fólk. Hún sýndi samkennd með öðrum og mátti ekkert aumt sjá. Um- vafði alla sína með kærleik alla tíð, var góður gestgjafi og naut þess að taka á móti gestum og reiddi fram dýrindis mat og aðrar kræsingar. Mamma glímdi við heilabilun síðustu árin sín en þekkti allt sitt fólk og tók þátt í góðum viðræð- um til hins síðasta. Hún hélt reisn sinni, glaðværð og glettni allt til enda. Hún naut yndislegrar dval- ar í Maríuhúsi og síðar Hjúkr- unarheimilinu Mörk og er starfs- fólkinu á báðum stöðum þökkuð umhyggja og vinsemd. Mamma var okkur verðmæt fyrirmynd á mörgum sviðum og búum við að því alla ævi. Við kveðjum mömmu með þakklæti og kærleik. Guð geymi þig elsku mamma. Elísabet, Kristín, Margrét og Anna María. Þegar við bræðurnir minn- umst ömmu er margt sem kemur í huga enda var hún áberandi hluti af lífinu á okkar yngri árum. Hún bjó steinsnar frá okkur, það var ekki nema nokkurra mínútna ganga fram hjá Borgarspítalan- um niður á Sléttuveginn. Hún að- stoðaði okkur oft við að komast á íþrótta- og hljóðfæraæfingar í Laugardal og við bræðurnir vor- um oft í heimsókn, hvort sem það var í sunnudagskaffi með fjöl- skyldunni eða í dag- eða nætur- pössun. Þegar við vorum í heimsókn leið yfirleitt ekki langur tími þar til BRIO-leikfangalestarnar voru dregnar fram. Í hvert skipti stilltum við bræðurnir upp nýju leiðakerfi sem lá þvert yfir teppin í stofunni hennar ömmu. Í upp- stillingu og leik við lestirnar komu í ljós ólík sérsvið okkar bræðra. Snorri var góður að skipuleggja og hanna leiðakerfið og kemur því ekkert á óvart að verkfræði hafi orðið fyrir valinu í háskólanáminu. Hins vegar var Atli ekki jafn mikið fyrir hönn- unina og átti stundum erfitt með að ná endum saman þegar stóri bróðir var ekki viðstaddur. Hon- um þótti aftur á móti skemmti- legra að stýra lestunum og því ekki furða að í dag er hann í at- vinnuflugmannsnámi að læra að stýra flugvélum. Á sunnudögum vorum við einnig tíðir gestir en þá var amma yfirleitt með kaffiboð og fátt betra á borðstólum en pönnu- kökurnar hennar með sultu og sykri. Líklega er hinn mikli sultu- áhugi okkar upprunninn frá henni og þar er það hindberja- sultan sem er í uppáhaldi hjá okkur ömmu. Við bræðurnir fórum einnig oft með ömmu í göngutúra niður í Fossvogsdal og upp í Austurver enda var hún dugleg að hreyfa sig. Uppi í Austurveri fórum við að versla í Nóatúni eða Bakaríinu Austurveri en þar fékkst besta maltbrauðið í bænum … og jú, það fór hindberjasulta ofan á það líka. Í göngutúrum um Fossvogs- dalinn benti amma okkur oft á skemmtilega og fallega garða en hún var fróð og áhugasöm um garðyrkju. Hún hirti vel um litla garðinn sinn á Sléttuvegi og hjálpaði með skólagarðareitinn okkar niðri í Fossvogsdal á sumr- in. Þar kenndi hún okkur hvernig Eyjólfur langafi setti niður kart- öflur og hvernig best væri að átta sig á því hvenær þær væru til- búnar til uppskeru. Þess á milli kom hún með okkur að reyta arfa í beðinu og passaði upp á restina af matjurtunum. Segja má að stundum hafi þetta gengið betur en undirritaðir vonuðust til, sér- staklega þegar grænkálsupp- skeran var vegin í kílóum frekar en grömmum og þá þurfti víst að borða kálið sitt … Við bræðurnir munum sakna elsku Ingu ömmu enda eigum við margar kærar minningar um hana. Við munum minnast henn- ar við ýmis tækifæri og ekki síst þegar við fáum hindberjasultu of- an á pönnukökur (eða malt- brauð). Snorri og Atli. Ingunn Eyjólfsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.