Morgunblaðið - 27.03.2021, Síða 43

Morgunblaðið - 27.03.2021, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MARS 2021 43 Kennarar Verzlunarskóli Íslands óskar eftir að ráða kennara í fullt starf í eftirfarandi greinum fyrir skólaárið 2021-2022: - Eðlisfræði - Íslenska - Stærðfræði Umsækjendur þurfa að hafa háskólapróf í viðkomandi grein og kennsluréttindi. Þá er kennslureynsla í framhaldsskóla kostur. Við bjóðum: ! Góða vinnuaðstöðu. ! Góðan starfsanda á framsæknum vinnustað. Nánari upplýsingar gefur Guðrún Inga Sívertsen starfsmanna ! og þróunarstjóri. Umsóknarfrestur er til 14. apríl og skal senda umsóknir ásamt ferilskrá á netfangið gunninga@verslo.is Verzlunarskóli Íslands er framhaldsskóli með um 1000 nemendur. Skólinn er bekkjarskóli. Nemendur geta valið á milli fjögurra mismunandi brauta og útskrifast með stúdentspróf af öllum brautum. Samkvæmt lögum um framhaldsskóla nr. 92 frá 2008 er ekki heimilt að ráða einstakling til starfa sem hlotið hefur dóm fyrir brot á XXII. kafla almennra hegningarlaga og því er beðið um sakavottorð áður en ráðið er í starfið. Stjórnarráð Íslands Dómsmálaráðuneytið Embætti lögreglustjórans á Norðurlandi vestra laust til umsóknar Auglýst er laust til umsóknar embætti lögreglustjórans á Norðurlandi vestra. Lögreglustjórinn á Norðurlandi vestra fer með stjórn lögregluliðs í sínu umdæmi. Hann annast daglega stjórn og rekstur lögreglunnar í umdæminu og ber ábyrgð á framkvæmd lögreglustarfa innan þess. Umsækjendur skulu fullnægja skilyrðum 2. mgr. 28. gr. lögreglulaga nr. 90/1996. Aðrar hæfniskröfur eru: • Góð þekking og yfirsýn yfir verkefni lögreglunnar æskileg • Góð þekking og/eða reynsla af störfum innan stjórnsýslunnar æskileg • Rekstrarþekking og/eða reynsla af rekstri æskileg • Farsæl reynsla af stjórnun og stefnumótun æskileg • Framúrskarandi forystu-, samvinnu- og samskiptahæfni • Fagmennska, frumkvæði, drifkraftur og jákvæðni • Mjög gott vald á íslensku og ensku og færni til að tjá sig í ræðu og riti • Þekking á einu Norðurlandamáli æskileg Dómsmálaráðherra skipar lögreglustjóra til 5 ára í senn, sbr. lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 70/1996. Miðað er við að skipað verði í embættið frá og með 1. júní 2021. Um laun og starfskjör lögreglustjóra fer eftir ákvörðun með lögum sbr. 6. og 7. mgr. 24. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008. Upplýsingar um starfið veitir Haukur Guðmundsson ráðuneytisstjóri í síma 545 9000. Umsóknarfrestur er til og með 19. apríl 2021. Dómsmálaráðuneytið hefur ákveðið að fela nefnd að fara yfir þær umsóknir sem berast og á nefndin að skila ráðherra rökstuddu áliti á hæfni umsækjenda. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um skipun liggur fyrir. Umsóknum skal skila rafrænt á starf@dmr.is. Í umsókn skulu koma fram upplýsingar um: 1) menntun, 2) reynslu af stjórnun, 3) reynslu af lögmannsstörfum, saksókn og/eða dómstörfum, 4) reynslu af stjórnsýslustörfum, 5) upplýsingar um samskiptafærni og sjálfstæði, 6) aðrar upplýsingar sem varpað geta ljósi á faglega eiginleika og færni umsækjanda sem máli skipta fyrir störf lögreglustjóra. Með umsókn skulu fylgja afrit af prófskírteinum og upplýsingar um umsagnaraðila. Arkitekt og byggingafræðingur óskast til starfa Fjölbreytt verkefni eru framundan hjá okkur og við viljum breikka breiðan hóp okkar með arkitekt og byggingafræðingi. Starfsreynsla á arkitektastofu er kostur og kunnátta á helstu teikniforrit, ss. Revit er nauðsynleg. &341)/,2$#( $* /+ '-).34$,%'* #$(! "/0ð störf sem fyrst. Umsókn skal senda til ASK arkitekta á netfangið ask@ask.is fyrir 31. mars 2021. ASK arkitektar er alhliða arkitektastofa sem fæst við hefðbundin verkefni á sviði byggingarlistar, hönnun nýbygginga, endurhönnun eldri bygginga, skipulag eldri .4##*/) +# ,(.4##!,#/'$-*/1 "3,,%,/)'&65), +020 Verkefni stofunnar hafa verið unnin fyrir fyrirtæki, sveitarfélög og einstaklinga. Teiknistofan er í miðborg Reykjavíkur og eru starfsmenn nú 21 talsins. ASK arkitektar - Geirsgötu 9 - 101 Reykjavík - 515 0300 -www.ask.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.