Morgunblaðið - 27.03.2021, Page 48

Morgunblaðið - 27.03.2021, Page 48
48 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MARS 2021 Spánn B-deild: Real Canoe – Melilla............................ 70:79 - Sigtryggur Arnar Björnsson skoraði 12 stig, tók tvö fráköst og gaf sex stoðsend- ingar hjá Real Canoe á 25 mínútum. NBA-deildin Miami – Portland.............................. 122:125 New York – Washington.................. 106:102 San Antonio – LA Clippers ................. 85:98 LA Lakers – Philadelphia ............... 101:109 Sacramento – Golden State ............. 141:119 Efstu lið í Austurdeild: Philadelphia 32/13, Milwaukee 29/14, Bro- oklyn 30/15, Charlotte 22/21, N-York 23/22, Atlanta 22/22, Miami 22/23, Boston 21/23. Efstu lið í Vesturdeild: Utah 32/11, Phoenix 29/14, LA Clippers 30/ 16, LA Lakers 28/17, Denver 26/18, Port- land 26/18, Dallas 23/19, San Antonio 22/20. 57+36!)49, _ Handknattleiksmaðurinn Theodór Sigurbjörnsson hefur framlengt samning sinn við ÍBV um tvö ár. Theo- dór hefur verið lykilmaður í liði ÍBV undanfarin ár og verið einn besti hornamaður íslensku deildarinnar. Theodór hefur skorað 45 mörk í 13 leikjum með ÍBV á leiktíðinni. _ Knattspyrnumaðurinn Alexander Freyr Sindrason er kominn til 1. deild- ar liðs Fjölnis í láni frá úrvalsdeildarliði HK. Alexander er 27 ára gamall varn- armaður sem kom til HK frá Haukum á miðju tímabilinu 2019 og hefur spilað tíu úrvalsdeildarleiki með Kópavogs- liðinu en ekki náð að vinna sér fast sæti í liðinu. Hann lék áður með meist- araflokki Hauka í átta ár og var um skeið fyrirliði liðsins. _ Tveimur fyrirhuguðum vináttu- landsleikjum Noregs og Frakklands í handbolta í kvennaflokki hefur verið aflýst vegna kórónuveirunnar. Sam- komutakmarkanir eru harðar í Noregi og sömuleiðis að hluta í Frakklandi. Þórir Hergeirsson er landsliðsþjálfari Noregs. Þjóðirnar áttu að mætast tvisvar um miðjan apríl í undirbúningi fyrir Ólympíuleikana í sumar. Allir þeir sem heimsækja Noreg þurfa hins veg- ar að fara í tíu daga sóttkví. Í kjölfarið var reynt að færa leikina til Frakk- lands, en það gekk ekki eftir. _ Oscar Borg, 23 ára gamall enskur knattspyrnumaður, er kominn til liðs við Stjörnuna frá spænska C- deildarliðinu Arenas. Borg var áður í röðum Aston Villa og West Ham. Hann er vinstri bakvörður og mun vænt- anlega koma í stað Jósefs Kristins Jósefssonar sem lagði skóna á hilluna í vetur. _ Alfreð Finnbogason landsliðs- maður í knattspyrnu lék í gær sinn fyrsta leik í tvo mánuði þegar hann kom við sögu í æfingaleik Augsburg gegn Heidenheim. Alfreð hefur verið frá keppni síðan í lok janúar og misst af átta deildarleikjum Augsburg. Þá var hann ekki í lands- liðshópi Íslands í yfirstand- andi verkefni vegna meiðslanna. Alfreð lék síð- ustu 20 mín- úturnar í 3:1-sigri. Eitt ogannað Sveindís Jane Jónsdóttir er í þriðja sæti á lista Damallsvenskan Nyhet- er yfir bestu félagaskipti ársins í sænsku úrvalsdeildinni í knatt- spyrnu. Sveindís, sem er 19 ára gömul, gekk til liðs við þýska fyrstudeildarfélagið Wolfsburg í desember á síðasta ári en var lánuð til Kristianstand fyrir komandi keppnistímabil. Sveindís er ekki eini Íslending- urinn á listanum því Hallbera Guðný Gísladóttir er í fimmtánda sæti listans, en hún gekk til liðs við nýliða AIK frá Val í desember. Sveindís í þriðja sæti í Svíþjóð Morgunblaðið/Eggert Mörk Sveindís hefur raðað inn mörkum undanfarin ár. Hlauparinn efnilegi Baldvin Þór Magnússon setti sitt annað Íslands- met í langhlaupum í þessum mán- uði í fyrrakvöld þegar hann hljóp 5.000 metra á fyrsta utanhússmóti bandaríska háskólatímabilsins í Ra- leigh í Norður-Karólínu. Hann bætti Íslandsmet Hlyns Andrés- sonar frá 2019 um heilar 12 sek- úndur, hljóp á 13:45,66 mínútum. Fyrir hlaupið var Baldvin, sem er 21 árs gamall, aðeins í 10. sæti á af- rekaskrá FRÍ í greininni en hann bætti sinn besta tíma utanhúss frá árinu 2018 um tæpar 55 sekúndur. Ótrúleg bæting hjá Baldvini Met Baldvin Þór Magnússon á nú Íslandsmet í tveimur greinum. LANDSLIÐIÐ Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Þorsteinn Halldórsson, þjálfari ís- lenska kvennalandsliðsins í knatt- spyrnu, valdi tvo nýliða í 23 manna landsliðshóp sinn sem mætir Ítalíu 13. apríl í vináttulandsleik á Ítalíu en hópurinn var opinberaður á blaða- mannafundi í gær. Báðir nýliðarnir koma úr röðum Breiðabliks, þær Hafrún Rakel Hall- dórsdóttir og markvörðurinn Telma Ívarsdóttir, en saman eiga þær að baki 50 leiki fyrir yngri landslið Ís- lands. Ingibjörg Sigurðardóttir, ríkjandi bikar- og Noregsmeistari með Våle- renga, fékk ekki leyfi frá félagsliði sínu til þess að taka þátt í verkefninu vegna strangra sóttvarnareglna í Noregi en hún á að baki 35 A- landsleiki og hefur verið fastakona í íslenska liðinu undanfarin ár. Berglind og Guðrún Valið er nokkuð hefðbundið, að undanskildum nýliðunum tveimur, en þó eru leikmenn á borð við Berglindi Rós Agústsdóttur og Guðrúnu Arn- ardóttur sem hafa verið inn og út úr hópnum undanfarin ár. Berglind hefur verið besti leik- maður Fylkis í úrvalsdeild kvenna undanfarin tímabil og á að baki einn A-landsleik en hún gekk til liðs við sænska úrvalsdeildarfélagið Örebro í desember á síðasta ári. Guðrún Arnardóttir hefur leikið með Djurgården í Svíþjóð frá 2019 en hún gekk til liðs við sænska félagið frá Breiðabliki þar sem hún varð tvívegis Íslandsmeist- ari og þrívegis bikarmeistari frá 2012 til 2018. Hún á að baki 8 A-landsleiki en hún lék síðast með íslenska kvennalands- liðinu í vináttulandsleik gegn Suður- Kóreu í Chuncheon, 9. apríl 2019, en leiknum lauk með 1:1-jafntefli. Á blaðamannafundi gærdagsins til- kynnti Þorsteinn einnig að íslenska liðið myndi mæta öðrum andstæðingi hinn 10. apríl á Ítalíu en að ósk knatt- spyrnusambands mótherja íslenska liðsins verður ekki tilkynnt hverjir andstæðingarnir verða fyrr en eftir helgi. Hefur alla burði Hafrún Rakel, sem er 18 ára göm- ul, gekk til liðs við Breiðablik haustið 2019 eftir þrjú tímabil með uppeldis- félagi sínu Aftureldingu í 1. og 2. deildinni. Þar skoraði hún 8 mörk í 42 deilda- leikjum áður en hún samdi við Breiðablik en hún lék alla fimmtán leiki Breiðabliks á síðustu leiktíð þeg- ar liðið varð Íslandsmeistari í sautjánda sinn í sögu félagsins undir stjórn Þorsteins. „Ég þekki Hafrúnu vel sem leik- mann og hún hefur alla burði til þess að verða framtíðarleikmaður í ís- lenska landsliðinu,“ sagði Þorsteinn meðal annars um val sitt á leikmann- inum í gær. Hafrún var sjálf í skýj- unum með valið þegar Morgunblaðið sló á þráðinn til hennar í gær en valið kom henni sjálfri á óvart. „Ég er bara mjög ánægð,“ sagði Hafrún Rakel. „Það hefur verið markmiðið hjá mér að spila fyrir ís- lenska landsliðið alveg frá því ég var lítil stelpa og þetta kom mjög skemmtilega á óvart. Ég vissi í raun ekki að ég yrði í hópnum fyrr en hann var opinberaður á heimasíðu KSÍ þannig að þetta kom mér alveg jafn mikið á óvart og öðrum,“ bætti hún við. Hafrún Rakel var hluti af mjög sterku U19-ára landsliði Íslands sem lagði meðal annars Þýskaland og Ítal- íu að velli á alþjóðlegu móti á La Manga í mars 2020 en vegna kórónu- veirufaraldursins var keppni í milli- riðlum fyrir EM 2020, sem átti að fara fram í Hollandi, aflýst. Dýrmæt reynsla með U19 „Ég fékk dýrmæta reynslu með U19-ára landsliðinu á sínum tíma og maður þekkir því aðeins þetta lands- liðsumhverfi. Þetta er verkefni á veg- um landsliðsins núna og ég fer inn í það eins og öll önnur verkefni með það að leiðarljósi að gera mitt besta og standa mig vel. Steini er frábær þjálfari og hann hjálpaði mér mikið á síðustu leiktíð. Hann treysti mér strax á fyrsta degi og það er gríðarlega mikilvægt sem leikmaður að finna fyrir trausti hjá þjálfaranum. Ég hlakka mikið til að vinna með honum á nýjan leik.“ England er stóra markmiðið Ísland tekur þátt í lokakeppni EM 2022 sem fram fer á Englandi og er eitt af markmiðum Hafrúnar að vera í lokahópnum sem fer til Englands. „Þetta val gefur mér klárlega auka kraft, farandi inn í næsta tímabil með Breiðabliki, og þetta sýnir mér svart á hvítu að ég þarf að halda áfram á sömu braut. Það þýðir ekkert að hætta núna og auðvitað er eitt af stóru markmið- unum að vera í lokahópnum sem fer á EM á Englandi. Hvort það mun tak- ast þarf svo bara að koma í ljós. Núna er ég bæði spennt og stress- uð í bland en fyrst og fremst spennt að takast á við þetta verkefni með A- landsliðinu,“ bætti Hafrún við í sam- tali við Morgunblaðið. Markmið mitt síðan ég var lítil stelpa - Blikinn Hafrún Rakel Halldórsdóttir gæti spilað sína fyrstu A-landsleiki í apríl Morgunblaðið/Eggert Landsleikur Hafrún Rakel Halldórsdóttir í leik með U17 ára landsliðinu gegn Írum fyrir tveimur árum. Nú er hún í A-landsliðshópnum. MARK: Sandra Sigurðardóttir, Val........................................................................... 34/0 Cecilía Rán Rúnarsdóttir, Örebro, Svíþjóð................................................... 1/0 Telma Ívarsdóttir, Breiðabliki ....................................................................... 0/0 VÖRN: Hallbera Guðný Gísladóttir, AIK ............................................................... 117/3 Glódís Perla Viggósdóttir, Rosengård, Svíþjóð ......................................... 89/6 Anna Björk Kristjánsdóttir, Le Havre, Frakklandi................................... 43/0 Elísa Viðarsdóttir, Val ................................................................................... 38/0 Guðrún Arnardóttir, Djurgården .................................................................. 8/0 Guðný Árnadóttir, Napoli, Ítalíu.................................................................... 8/0 Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir, Breiðabliki................................................ 2/0 Hafrún Rakel Halldórsdóttir, Breiðabliki..................................................... 0/0 MIÐJA: Sara Björk Gunnarsdóttir, Lyon, Frakklandi ........................................ 136/22 Dagný Brynjarsdóttir, West Ham, Englandi............................................ 90/29 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Orlando Pride, Bandaríkjunum............... 76/10 Alexandra Jóhannsdóttir, Eintracht Frankfurt, Þýskalandi................... 10/2 Andrea Rán Hauksdóttir, Le Havre, Frakklandi....................................... 10/2 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, Bayern München, Þýskalandi .................... 4/1 Berglind Rós Ágústsdóttir, Örebro, Svíþjóð................................................. 1/0 SÓKN: Elín Metta Jensen, Val ................................................................................. 54/16 Berglind Björg Þorvaldsdóttir, Le Havre, Frakklandi............................. 48/6 Agla María Albertsdóttir, Breiðabliki......................................................... 33/2 Hlín Eiríksdóttir, Piteå, Svíþjóð................................................................... 18/3 Sveindís Jane Jónsdóttir, Kristianstad, Svíþjóð........................................... 5/2 Hópurinn fyrir Ítalíuferðina

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.