Morgunblaðið - 27.03.2021, Qupperneq 50

Morgunblaðið - 27.03.2021, Qupperneq 50
50 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MARS 2021 Smáralind | Kringlunni | Reykjanesbæ | Akranesi | Sími 511 2022 | dyrabaer.is Úrval náttúrulegra bætiefna og fóðurs fyrir hunda og ketti. Nánar á dyrabaer.is HOLLUSTA OG HEILBRIGÐI FRÁ Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is „Pönkarinn í hópi íslenskra ljósmyndara, Spessi, er orðinn 65 ára. Það gefur tilefni til að horfa yfir höfundarverk hans og stöðu hans í heimi íslenskra sjónlista,“ skrifar Inga Lára Baldvinsdóttir, sviðsstjóri Ljósmyndasafns Ís- lands sem starfrækt er innan Þjóðminjasafns, í formála veglegrar bókar sem Þjóðminjasafnið gefur út samhliða því að opnuð er yfirlitssýn- ing á verkum Spessa í myndasal safnsins í dag. Heiti sýningarinnar er Spessi 1990-2020. Spessi – Sigurþór Hallbjörnsson – hefur á þessum þremur áratugum verið í hópi þeirra ljósmyndara hér á landi sem hafa markað sér afgerandi stíl með markvissri og persónulegri nálgun í myndsköpun sinni en Inga Lára segir hann hafa skapað nýja sýn á íslenskt samfélag í ljósmyndum sínum. Þær séu auðþekkjan- legar og skeri sig frá ljósmyndum annarra ljósmyndara. Það helgast bæði af nálgun hans, stíl og viðfangsefnum. „Verk Spessa eru speg- ill á íslenskt samfélag og fela í sér mikilvæga samfélagsrýni,“ skrifar hún. Á sýningunni eru valin verk úr öllum helstu myndröðum Spessa og víða komið við: þar eru bensínstöðvar á Íslandi, íbúar í Breiðholti, kyrralífsmyndir af áhöldum búsáhaldabylt- ingar, ótilgreindir staðir og listamenn, svo eitt- hvað sé nefnt – og splunkuný portrett- myndaröð, C19, af fólki á Vestfjörðum sem hefur fengið Covid 19. Ísfirskur bakgrunnur Spessa og alþýðlegur uppruni hafa einmitt orðið grunnur að mörgum verkefnum hans, bæði fyrr og síðar. Hann fæddist á Ísafirði árið 1956, nam ljósmyndun í Hollandi og útskrif- aðist árið 1994. Ljósmyndir og vídeóverk hans hafa birst á fjölmörgum einkasýningum og samsýningum hér á landi og erlendis. Restin er bara portrett „Minn ferill er þrjátíu ár og þetta eru sýnis- horn af honum,“ segir Spessi þegar við göng- um milli verkanna á sýningunni. „Þótt ég hafi byrjað að mynda tíu árum fyrr þá byrjaði ég á þessum tíma að vinna við ljós- myndun og fór svo í skólann í Hollandi. Ég hef unnið við þetta síðan.“ – Eru þetta brot úr þínum eftirlætisseríum? „Það eru hér myndir úr þeim flestum. Ekki alltaf uppáhaldsmyndirnar en myndir sem mér fannst þurfa að hafa til að hnýta saman fer- ilinn. Svo eru miklu fleiri myndir í bókinni.“ Á sýningunni eru bæði frumprent frá fyrri sýningum Spessa og ný prent gerð sérstaklega fyrir sýninguna nú. „Nýjasta verkið er þetta, C19, gert í fyrra,“ segir hann og bendir á 23 portrett í lit af fólki á ýmsum aldri. „Það fjallar um Covid-faraldurinn en þetta eru Vestfirð- ingar sem veiktust í fyrstu bylgju faraldursins fyrir vestan. Þetta er hrein og bein skrásetn- ing sem hreinlega gæti birst með einhverri rannsókn hjá Kára Stefánssyni! Þetta fólk fékk Covid-19 og náði sér út úr því.“ – Ef hingað inn ganga gestir sem þekkja ekkert til ferils þíns, hvernig ljósmyndara munu þeir skynja að baki myndunum? Spessi hugsar sig um. Segir svo að hann voni að þeir muni upplifa einhvers konar frásögn í verkunum. „Strax við að ganga hér í salinn hefst eins konar frásögn en fyrsta myndin er einmitt sú fyrsta sem ég var virkilega ánægður með. Maðurinn á henni skipti mig líka miklu máli, þetta er Hollendingur sem ég kynntist þegar ég fór þangað í nám.“ Næsta mynd er svo mynd af Spessa sjálfum, á nærbuxum einum fata í eldhúsinu heima hjá sér árið 1995. „Hún er partur af seríu sem heit- ir Eldhússtúdíó,“ segir hann. „Í framhaldinu dúkka ég svo alltaf af og til upp í sjálfs- myndum, jafnvel þótt ég sé ekki á myndinni. Þegar ég var að byrja að fara yfir öll verkin fyrir sýninguna þá skoðaði ég gamla skissubók frá náminu í Hollandi. Þá fann ég þessa dag- bókarfærslu frá 1994.“ Og Spessi opnar bókina nýju og sýnir hvað um ræðir: „Ég hef skrifað hér orðið „portrait“ aftur og aftur, tólf sinum, og hef þrykkt eftir ljósriti endurtekið ljós- myndaportrett sem ég tók.“ – Er þetta einhvers konar stefnuskrá? „Já, restin er bara portrett!“ segir Spessi og bendir á myndirnar í salnum. „Í þessum hol- lenska listaskóla varð ég líka fyrir áhrifum af hollenska konseptinu; þú ferð ekki af stað nema þú sért með hugmynd, eins konar hand- rit, og svo fellir maður myndir inn í það.“ Mikilvægt að skrásetja – Þótt það sé ekki endilega fólk á öllum þín- um myndum, þá fjalla þær alltaf á einhvern hátt um manngerðan heim og verk mannanna. „Ég er já alltaf þar. Við að þjóna hugmynd skiptir engu máli hvort mynd sé falleg. Maður spáir ekki í það. Stundum mynda ég bara eitt- hvert andrúmsloft sem ég finn fyrir. Það kann að virka tilviljanakennt en er það aldrei. Það er alltaf einhver ástæða fyrir því sem ég mynda. Sjáðu portrettið þarna af Jóni Múla Árna- syni. Það var tekið fyrir kover á geisladiski Óskars Guðjónssonar. Ég bauð öllum sem koma að diskinum að koma í myndatöku á Vesturgötu með einhvern með sér. Ég mynd- aði fólkið eftir heilli húsalengju, frá Garða- stræti að Ægisgötu. Þetta er vissulega port- rett af Jóni Múla en bara hluti af heild. Ég hef oft gert allavegana tilraunir með portrettið eins og með þessa mynd þarna, Maður, en þar prufaði ég að taka mynd af mörgum mönnum í alveg eins jakkafötum, til að athuga hvort þeir yrðu allir eins. Ég lét þá meira að segja standa alla eins. En þótt fötin væru eins komu þeir bara enn sterkar fram sem persónur. Ég er líka alltaf að tala við lista- söguna í mínum myndum.“ – Það má líka sjá inn á milli persónulegra verka hér önnur sem þú hefur unnið sam- kvæmt pöntun – en gerir alltaf að þínum. „Ef auglýsingastofur hafa viljað ráða mig hafa þær þurft að gangast inn á mína nálgun.“ Hann bætir svo við um verkin: „Þetta er allt mín skráning. Það finnst mér mikilvægt. Mér finnst mikilvægt að skrásetja. Breyta flæðinu í kyrrstöðu. Mér finnst merkilegt að horfa hér yfir fer- ilinn, það er einhver lína í gegnum þetta allt – án þess að ég hafi ætlað mér það. Og ég held bara áfram að bæta við myndum.“ „Einhver lína í gegnum þetta allt“ - Yfirlitssýning á verkum Spessa verður opnuð í Þjóðminjasafninu í dag - „Verk Spessa eru spegill á íslenskt samfélag og fela í sér mikilvæga samfélagsrýni“ - Sýnd verk úr helstu myndröðunum Morgunblaðið/Einar Falur Ljósmyndarinn „Þetta er hrein og bein skrásetning,“ segir Spessi um ljósmyndaverk sín. Bakgarðar er heiti sýningar á ljós- myndum eftir Kristján Magnússon (1931-2003) sem verður opnuð á Veggnum í Þjóðminjasafninu í dag. Kristján lærði ljósmyndun hjá Pétri Thomsen um 1960 en á þeim tíma myndaði hann fyrir tímaritið Vik- una og dagblaðið Tímann. Kristján vann sjálfstætt frá árinu 1967, opn- aði ljósmyndastofu og myndaði alla tíð mikið fyrir auglýsingastofur. Ingimundur, tvíburabróðir Krist- jáns, kom seinna inn í reksturinn og þeir unnu saman á árunum 1978- 1998. Ljósmyndasafn Kristjáns barst Ljósmyndasafni Íslands í Þjóðminjasafni árið 2004. Þar á meðal var myndaröðin Bakgarðar. Myndirnar hafði hann sjálfur valið, unnið og gert tilbúnar til sýningar en þær birtast fyrst sjónum al- mennings núna. Bakgarðar, skúrar, þvottasnúrur og einstaka köttur birtast þar sem Kristján skoðar með linsunni þröngt afmarkað svæði í borgar- umhverfi; eingöngu staði baka til í byggð í eldri hluta Reykjavíkur. Í bakgarði Ein mynda Kristjáns Magnússonar á sýningunni á Veggnum. Bakgarðar Kristjáns - Sýna myndröð sem Kristján Magn- ússon tók og undirbjó fyrir sýningu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.