Morgunblaðið - 31.03.2021, Page 1
M I Ð V I K U D A G U R 3 1. M A R S 2 0 2 1
.Stofnað 1913 . 76. tölublað . 109. árgangur .
HEIMSÓTTI ALLA
SKURÐPUNKTA
ÍSLANDS SÝND VEIÐI EN EKKI GEFIN
TRYGGINGA-
MARKAÐUR
Í MÓTUN
ANDSTÆÐINGAR ÍSLANDS 62-63 VIÐSKIPTI 12 SÍÐUREMIL HANNES 64
Húsafellsbændur hafa látið skipu-
leggja nýja byggð ofan við núverandi
sumarhúsabyggð sem rúma mun allt
að 75 heilsárshús. Framkvæmdir
eru nú þegar hafnar við fyrstu sex
húsin á svæðinu og í fyrsta áfanga er
stefnt að uppbyggingu á 40 lóðum.
Unnar Bergþórsson, sem vinnur
að verkefninu ásamt föður sínum,
Bergþóri Kristleifssyni, segir að í
núverandi ástandi sé mikil spurn eft-
ir afdrepi utan höfuðborgarsvæð-
isins þar sem fólk geti verið meira út
af fyrir sig.
„Við fundum fyrir mikilli eftir-
spurn í þessum aðstæðum og þótt
hverfið hafi verið í 15 ár í undirbún-
ingi þá teljum við þetta réttan tíma-
punkt til að koma með þetta á mark-
að. Viðtökurnar láta heldur ekki á
sér standa og sex lóðir eru seldar og
fleiri fráteknar. Þá er smíði hafin á
tveimur húsum til viðbótar.“
Kaupendur geta valið milli þriggja
tegunda vistvænna húsa sem eru frá
88 fermetrum og upp í 140 fermetra.
Segir Unnar að nú sé unnið að því í
samstarfi við Borgarbyggð að
breyta aðalskipulagi svæðisins
þannig að þarna geti fólk haft heils-
ársbúsetu ef það kýs svo.
„Það breytir til dæmis fjármögn-
unarmöguleikum fólks svo að þetta
skref er mikilvægt að okkar mati.“
75 ný einbýli í landi Húsafells
- Aukin spurn eftir því að eiga athvarf utan skarkala borgarlandsins
- Vistvæn hús í þremur útfærslum - Verðið á bilinu 47,5-75,5 milljónir króna
Tölvuteikning/Onno
Útsýni Úr byggðinni er mikið útsýni en um leið tryggt að hún falli sjálf inn í
landslagið. Húsin eru í þrenns konar útfærslum, m.a. á tveimur hæðum.
_ Fasteignafjárfesting í raforku-
framleiðslu sem er undanþegin
fasteignamati og þ.a.l. álagningu
fasteignaskatts getur verið um 600-
800 milljarðar kr. Fjárhæðir sem
undanþegnar eru fasteignaskatti í
orkugeiranum og sýna umfang rík-
isstuðnings við raforkuframleið-
endur eru 8-10,5 milljarðar kr.
Þetta kemur fram í drögum að
kvörtun Samtaka orkusveitar-
félaga til Eftirlitsstofnunar EFTA
vegna skattaívilnunar. »4
Morgunblaðið/BFH
Kröfluvirkjun Stór hluti orkumannvirkja á
landinu er undanþeginn fasteignamati.
Skattaívilnun nem-
ur milljörðum króna
Karl Steinar
Valsson, yfirlög-
regluþjónn al-
þjóðasviðs rík-
islögreglustjóra,
segir að á Íslandi
séu um það bil 15
skipulagðir
glæpahópar að
störfum, hið
minnsta, jafnt ís-
lenskir sem er-
lendir. Hann segir að skipulögð
glæpasamtök séu helsta ógn vest-
rænna samfélaga, ekki aðeins vegna
síaukins ofbeldis sem þau beita,
heldur einnig vegna félagslegs og
fjárhagslegs tjóns sem brota-
starfsemi þeirra veldur.
Hann segir að lögregluembætti á
landinu öllu verði að snúa bökum
saman til þess að stemma stigu við
brotastarfsemi, sem teygir sig í sí-
auknum mæli út í dreifðari byggðir
landsins. Framleiðsla fíkniefna hef-
ur, að sögn Karls, færst út fyrir
borgarmörkin og í t.a.m. sum-
arbústaði og fámennari sveitarfélög,
þótt hún sé enn til staðar á höf-
uðborgarsvæðinu. »40
Ofbeldi
meira og
harðara
- Glæpahópar vinna
oftar saman á Íslandi
Karl Steinar
Valsson
Vor er í lofti og eru þá oft nokkur veðrabrigði.
Þannig geisluðu sólstafir í lofti um morguninn
þegar ljósmyndari Morgunblaðsins keyrði Hval-
fjörðinn á dögunum, meðan flutningaskip mætt-
ust á miðjum firðinum. Voru þau að sigla til og
frá Grundartanga með sinn verðmæta farm.
Morgunblaðið/Eggert
Sólstafir skinu á flutningaskipin í Hvalfirði
❃ Páskasteikin
❃ Úrval af páskaeggjum
❃ Frábær tilboð
PÁSKABLAÐ NETTÓ
leðG ilega
páska!ALLT AÐ50%
AFSLÁTTUR
Skannaðu
kóðann
og kíktu
á blaðið