Morgunblaðið - 31.03.2021, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. MARS 2021
Góður gangur er á vinnu við upp-
steypu og undirstöður í grunni með-
ferðarkjarnans við byggingu nýs
Landspítala.
Unnið er meðal annars af fullum
krafti þessa dagana að mótaupp-
slætti og járnabendingu en und-
irstöðurnar voru steyptar í síðustu
viku að því er fram kemur í Fram-
kvæmdafréttum NLSH um stöðu og
framgang verkefnisins.
Haft er eftir Eysteini Einarssyni,
staðarverkfræðingi hjá NLSH, að
helstu verkþættir sem nú eru í gangi
við uppsteypuna séu áframhaldandi
þrif á klöpp og þrifalagssteypur.
Samhliða þessu standi yfir vinna við
jarðskaut og fljótlega hefjist síðan
vinna við fyllingar og lagnir í grunn-
inum.
Haft er eftir Kai Westphal, fram-
kvæmdastjóra steypu, framleiðslu
og dreifingu hjá Steypustöðinni, að
gengið hafi vel að steypa fyrstu al-
vöru undirstöðurnar sem sé stór
áfangi í verkefninu. Nú er Steypu-
stöðin búin að afgreiða milli 1.800 og
1.900 rúmmetra frá upphafi í þetta
verkefni við Landspítalann.
omfr@mbl.is
Framkvæmdum miðar vel í grunni meðferðarkjarna nýs Landspítala
Uppsteypa
í fullum
gangi
Morgunblaðið/Eggert
Morgunþátturinn á K100, Ísland
vaknar, verður sendur út í beinni út-
sendingu frá eldgosinu í Geldinga-
dölum, bæði með hljóði og mynd. Út-
sendingin hefst kl 7, klukkutíma
síðar en vanalega, og verður í beinni
um allt land á FM-tíðni og einnig á
k100.is, mbl.is og Rás 9 í Sjónvarpi
Símans.
„Í vikunni var ákveðið að láta á
það reyna að senda heilan þátt út frá
virkri eldstöð. Eftir mikla leit á net-
inu hefur ekki tekist að finna einn
útvarpsþátt sem beinlínis er með
eldgos í bakgrunni,“ segir Jón Axel
Ólafsson, einn þáttastjórnenda
ásamt Ásgeiri Páli og Kristínu Sif.
„Fjöldi manns kemur að verkefn-
inu ásamt okkur, tæknimenn, að-
stoðarfólk, fjarskiptasérfræðingar,
ljósmyndarar og fleiri,“ segir Jón
Axel en Völundur Snær mat-
reiðslumeistari verður með í hópn-
um og ætlar að miðla af reynslu
sinni. Jón Axel segir Völund einmitt
þekktan fyrir að fara ekki troðnar
slóðir þegar kemur að matseld við
eldstöðvar.
„Tæknilega er verkefnið snúið,
þar sem þátturinn er frekar hraður
og gerir út á gleði en ekki alvarleg
málefni, þótt oft sé einnig tekið á
slíku í Ísland vaknar. Útsending-
arstjórn fer fram bæði við gosstað-
inn og í höfuðstöðvunum í Hádeg-
ismóum. Markmiðið er að halda
sérstöðu K100 og morgunþáttarins
alla leið, þótt þetta skemmtilega um-
hverfi sé valið,“ segir Jón Axel að
endingu.
Ísland vaknar við eldgosið
- Bein útsending frá Geldingadölum í morgunþætti K100
- Sent út um allt land á K100, mbl.is og í Sjónvarpi Símans
Ísland vaknar Jón Axel, Kristín Sif
og Ásgeir Páll í beinni frá gosinu.
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Helgi Björns og hljómsveitin Reið-
menn vindanna verða með aukaþátt
í beinni útsendingu í opinni dag-
skrá í Sjónvarpi Símans næstkom-
andi laugardagskvöld. Framhaldið
er óráðið en hugsanlega verður
þráðurinn tekinn upp síðar.
Frá því í mars í fyrra hafa tón-
listarmennirnir gert 29 þætti í
samvinnu við Sjónvarp Símans og
lauk síðustu þáttaröðinni á laug-
ardag. Helgi segir að í kjölfarið
hafi verið mikill utanaðkomandi
þrýstingur, meðal annars á sér-
stakri Facebook-síðu, um að vera
með aukaþátt og að vel athuguðu
máli hafi verið ákveðið að verða við
þeirri ósk.
Þættirnir urðu til samfara sam-
komutakmörkunum vegna kór-
ónuveirufaraldursins í fyrra og
hafa fylgt veirunni síðan. Helgi
segir að útlit hafi verið fyrir að fólk
færi á ferðina um páskana og lok
þáttaraðarinnar hafi verið ákveðin
með það í huga. Miðað við stöðuna
í faraldrinum fyrir skömmu hafi
sennilega fáir átt von á sam-
komutakmörkunum um páskana,
en annað hafi komið á daginn. „Í
ljósi þessara aðstæðna og fjöl-
margra áskorana ákváðum við að
telja í einn páskaþátt.“
Þættirnir hafa notið mikilla vin-
sælda. Helgi segir að enginn hafi
vitað út í hvað þeir voru að fara
fyrir rúmu ári og því síður að þeir
væru enn með skemmtiþátt rúmu
ári síðar. „Eitt hefur leitt af öðru
og þessi ferð hefur verið mjög
ánægjuleg fyrir okkur auk þess
sem við höfum fundið fyrir miklu
þakklæti frá áhorfendum.“
Margir gestir, jafnt reyndir sem
efnilegir, hafa komið fram í þátt-
unum og samtals hafa verið flutt
um 400 íslensk lög í þeim.
„Það er mjög skemmtilegt að
hafa getað sýnt breiddina í íslensku
söngbókinni, ekki síst þegar lítið
hefur verið um tækifæri fyrir tón-
listarfólk til þess að koma fram,“
segir Helgi.
Aukaþáttur með Helga og félögum
- Létu undan miklum þrýstingi - Bein útsending verður næsta laugardag
Ljósmynd/Mummi Lú
Gaman Bubbi Morthens og Helgi Björns fóru á kostum um síðustu helgi.
Landsréttur staðfesti í gær að karl-
maður, sem grunaður er um skipu-
lagða brotastarfsemi, þurfi að af-
plána 400 daga eftirstöðvar af
fangelsisrefsingum en maðurinn
fékk reynslulausn í júní í fyrra.
Fram kemur í greinargerð lög-
reglu að maðurinn sé talinn tengj-
ast skipulagðri brotastarfsemi sem
snúi meðal annars að innflutningi,
framleiðslu, sölu og dreifingu fíkni-
efna ásamt alls kyns fjármálagjörn-
ingum og peningaþvætti.
Lögregla handtók manninn 12.
mars eftir að hafa fylgst með hon-
um. Í bíl mannsins fundust hlaðin
skammbyssa, mikið af reiðufé og
rúmlega hálft kíló af amfetamíni.
Hann var í kjölfarið úrskurðaður í
gærsluvarðhald og síðan gert að af-
plána fyrri refsingar enda talinn
hafa brotið gróflega almenn skil-
yrði reynslulausnar.
Dómshús Hús Landsréttar við Vesturvör.
Var með fíkniefni,
byssu og fé í bílnum