Morgunblaðið - 31.03.2021, Side 10

Morgunblaðið - 31.03.2021, Side 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. MARS 2021 Eik fasteignafélag hf. Aðalfundur 26. apríl 2021 Eik fasteignafélag hf. // Sóltún 26, 105 Reykjavík // www.eik.is Aðrar upplýsingar: Vefstreymi verður frá fundinum en hluthafar munu geta sótt fundinn í eigin persónu, ef samkomu- takmarkanir leyfa. Rafræn þátttaka jafngildir mætingu á fundinn og veitir rétt til þátttöku í honum að öðru leyti. Atkvæðagreiðsla mun alfarið fara fram rafrænt í gegnum Lumi AGM án tillits til þess hvort hluthafar mæta á fundarstað eða taka þátt rafrænt. Hægt verður að bera upp skriflegar spurningar í gegnum snjallforrit eða heimasíðu Lumi AGM. Hluthafar eða umboðsmenn hluthafa sem hafa hug á því að sækja fundinn, hvort sem er rafrænt eða á staðnum, eru beðnir um að skrá sig tímanlega á heimasíðunni www.smartagm.com og ekki seinna en kl. 16.00 þann 25. apríl 2021. Opnað verður fyrir skráningu þriðjudaginn 6. apríl 2021. Með innskráningu þarf að fylgja mynd af skilríkjum og umboð, ef við á. Hluthafar eru hvattir til að hlaða niður smáforriti Lumi AGM í eigin snjalltæki, en jafnframt geta þeir greitt atkvæði í gegnum heimasíðu Lumi AGM. Hluthafi getur falið umboðsmanni að sækja hluthafafund fyrir sína hönd. Umboðsmaður skal leggja fram dagsett og skriflegt umboð, en form að umboði er aðgengilegt á heimasíðu félagsins. Á hlut- hafafundi fylgir eitt atkvæði hverri einni krónu í hlutafé. Eigin bréf félagsins njóta ekki atkvæðisréttar. Hver hluthafi á rétt á að fá ákveðið mál tekið til meðferðar á aðalfundinum og leggja fram ályktunar- tillögur ef hann gerir skriflega eða rafræna kröfu um það til stjórnar félagsins eigi síðar en föstudaginn 16. apríl 2021. Hægt er að senda tillögur fyrir fundinn á netfangið stjornun@eik.is. Hafi hluthafi krafist þess að fá mál tekin til meðferðar á fundinum eða lagt fram ályktunartillögur fyrir framangreindan tíma, verða dagskrá og tillögur uppfærðar á heimasíðu félagsins eins fljótt og auðið er eftir móttöku þeirra. Endanleg dagskrá og tillögur verða birtar eigi síðar en mánudaginn 19. apríl 2021. Mál sem ekki hafa verið greind í endanlegri dagskrá aðalfundar er ekki unnt að taka til endanlegrar úrlausnar á fundinum nema með samþykki allra hluthafa en gera má um þau ályktun til leiðbeiningar fyrir félagsstjórn. Tillögur tilnefningarnefndar koma fram í skýrslu nefndarinnar sem er aðgengileg hluthöfum á heimasíðu félagsins. Fresti til að tilkynna um framboð til stjórnar á netfangið stjornun@eik.is lýkur sjö sólar- hringum fyrir aðalfund, nánar tiltekið kl. 16.00 mánudaginn 19. apríl 2021. Eyðublöð vegna framboðs til stjórnarsetu er að finna á heimasíðu félagsins og verða upplýsingar um frambjóðendur til stjórnar birtar þar og verða til sýnis á skrifstofu þess eigi síðar en sólarhring eftir að framboðsfrestur rennur út. Aðalfundur er lögmætur án tillits til fundarsóknar ef hann er löglega boðaður, sbr. 11. gr. samþykkta félagsins. Aðalfundurinn fer fram á íslensku og verða fundargögn og atkvæðaseðlar einnig á íslensku. Nánari upplýsingar um réttindi hluthafa og annað sem varðar aðalfundinn, svo sem endanleg dagskrá, tillögur stjórnar og hluthafa, starfskjarastefna, skýrsla tilnefningarnefndar félagsins, eyðublöð vegna umboðs og framboðs til stjórnar, upplýsingar um atkvæðagreiðslu, skjöl sem verða lögð fram á aðal- fundi, upplýsingar um frambjóðendur, upplýsingar um fjölda hluta og atkvæðafjölda í félaginu, er – eða verður eftir því sem þau verða til – að finna á heimasíðu félagsins, www.eik.is/hluthafar. Auk þess munu viðeigandi gögn liggja frammi í höfuðstöðvum félagsins, að Sóltúni 26, 105 Reykjavík, þremur vikum fyrir aðalfundinn. Drög að dagskrá fundarins eru svohljóðandi: 1. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins síðastliðið starfsár 2. Ársreikningur og samstæðureikningur félagsins, ásamt skýrslu endurskoðanda, lagðir fram til staðfestingar 3. Ákvörðun um hvernig fara skuli með hagnað eða tap félagsins á reikningsárinu og greiðslu arðs 4. Ákvörðun um þóknun til stjórnar og nefnda fyrir störf þeirra fyrir komandi starfsár 5. Tillaga félagsstjórnar um starfskjarastefnu félagsins 6. Kosning félagsstjórnar 7. Kosning löggilts endurskoðanda eða endurskoðunarfélags 8. Heimild til kaupa á eigin hlutum 9. Önnur mál sem löglega eru fram borin Reykjavík, 30. mars 2021 Stjórn Eikar fasteignafélags hf. Stjórn Eikar fasteignafélags hf. boðar til aðalfundar í félaginu kl. 16.00 mánudaginn 26. apríl 2021. Fundurinn verður haldinn rafrænt og, ef aðstæður leyfa, í Norðurljósum, Hörpu. Margrét Þóra Þórsdóttir Akureyri Verið er að ganga frá tveimur litlum einbýlishúsum í Sandgerðisbót á Ak- ureyri sem ætluð eru fyrir heimilis- lausa. Framkvæmdir við húsin eru langt komnar og segir Heimir Har- aldsson, formaður velferðarráðs Ak- ureyrarbæjar, að vonast sé til að þau verði tekin í notkun í næsta mánuði. Á skipulagi er rými fyrir fjögur hús en ekki hefur verið tekin ákvörð- un um hvenær síðari tvö húsin verða sett upp. Heimir segir að til viðbótar við húsin tvö í Sandgerðisbót verði á næstu vikum tekin í notkun þrjú rými sem hugsuð eru sem sértæk húsnæðisúrræði. Breytir miklu um framboðið Heimir segir að samkvæmt upp- lýsingum frá velferðarsviði bæjarins liggi ekki fyrir nú hvort einhver íbúi á Akureyri flokkist undir það að vera heimilislaus. „En þessi úrræði sem brátt verða tekin í notkun breyta miklu fyrir bæ- inn þegar kemur að framboði á hús- næði,“ segir hann. Húsin í Sandgerðisbót eru 55 fer- metrar að stærð. Kostnaður nemur 56 milljónum fyrir tvö fullbúin hús. Húsin eru byggð úr krosslímdum timbureiningum, einangruð að utan og klædd með álklæðningu. Löng umræða Umræða hefur um langt skeið ver- ið um skort á úrræðum fyrir heim- ilislausa Akureyringa, einkum stað- setning þeirra. Fyrst stóð til að reisa smáhýsi á iðnaðarlóð við Norður- tanga en sú hugmynd féll ekki í góð- an jarðveg og var fallið frá áformum um að koma heimilislausum fyrir á jaðarsvæði. Þá var varpað fram hug- mynd um smáhýsi í Naustahverfi. Íbúar í hverfinu tóku illa í þá stað- setningu og var því einnig hætt við að reisa húsin þar. Ágætur hljóm- grunnur var hins vegar fyrir stað- setningu smáhýsanna ofan við Sand- gerðisbót, en þar í kring mun á næstu árum rísa nýtt hverfi, Holta- hverfi norður. Morgunblaðið/Margrét Þóra Akureyri Verið er að ganga frá tveimur litlum einbýlishúsum í Sandgerð- isbót sem ætluð eru fyrir heimilislausa. Verða þau tekin í notkun í apríl. Húsnæði fyrir heim- ilislausa á Akureyri - Fyrstu litlu einbýlin tekin í notkun í apríl - Kostnaður nemur 56 milljónum Oddur Þórðarson oddurth@mbl.is Tónlistarmaðurinn Aron Kristinn Jónasson, gjarnan kallaður Geitin Sjálf, er óánægður með verkefnis- stjórn Reykjavíkurborgar, sem fer fyrir verkefninu Hverfið mitt. Aron sendi inn tillögu í hverfakosningu um að reisa styttu af rapp- aranum banda- ríska Kanye West við inngang Vesturbæjar- laugar. Tillaga Arons hlaut ekki brautargengi og var rökstuðning- ur verkefnis- stjórnar Hverfisins míns á þá leið, að sérstök tengsl Kanye West við Vesturbæ séu lítil sem engin og fel- ist aðeins í nafninu West. Fara á svig við vilja íbúanna „Þetta er bara lélegt,“ segir Aron við Morgunblaðið. „Þarna gafst Reykjavíkurborg tækifæri á að gera eitthvað skemmtilegt í Vestur- bænum og fara eftir vilja íbúanna hér. Það er bara mjög lélegt að halda hugmyndasamkeppni og ekki einu sinni taka til umræðu það sem fékk flest atkvæði íbúanna.“ Alls voru 772 sem greiddu at- kvæði með tillögu Arons og eru það langtum fleiri en greiddu atkvæði með tillögunum sem fóru í frekara úrvinnsluferli innan Reykjavíkur- borgar. Flestar þær tillögur sem eru nú í ferli innan borgarinnar, fengu um og yfir 100 atkvæði. Vesturbær hefði gott af styttu Tillaga Arons hefur áður vakið athygli fjölmiðla, bæði hér heima og erlendis. Hann segir að ef af tillög- unni hefði orðið, hefði það þýtt ómetanlega heimsathygli fyrir Vest- urbæ Reykjavíkur og Ísland. „Ég vissi alveg að hugmyndin hefði ákveðinn shock-factor, en mér er samt sem áður alvara. Hvort sem það er stytta af Kanye West eða einhver róló, þá á að senda þær hugmyndir, sem flest atkvæði fá, í úrvinnslu. Það er það sem fólkið vill.“ Kanye West rís ekki í Vesturbæ - „Lélegt“ að virða ekki vilja fólksins AFP Kanye West Stytta af rapparanum fræga fær ekki að rísa í Vesturbæ. Aron Kristinn Jónasson ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS ÞARFTU AÐ LÁTA GERA VIÐ?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.