Morgunblaðið - 31.03.2021, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 31.03.2021, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. MARS 2021 arionbanki.is Þægilegri bankaþjónusta Arion banka Með því að velja 4 þegar hringt er í þjónustuverið í síma 444 7000 fá eldri borgarar forgang að þjónusturáðgjöfum sem aðstoða við hvaðeina sem snýr að bankaþjónustu. Tökumst á við þetta saman Hraðþjónusta fyrir eldri borgara Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is „Við viljum með þessu láta gott af okkur leiða á Skagaströnd,“ segir Þórólfur Gíslason kaupfélagsstjóri en Kaupfélag Skag- firðinga hefur gefið sveitarfélaginu Skagaströnd þrjár hús- eignir, alls um 4.000 fermetra, sem hafa verið í eigu dóttur- félagsins FISK Seafood. Húseignirnar sem um ræðir eru 600 fermetra skrifstofubygging að Túnbraut 1-3, sem hefur hýst Greiðslustofu Vinnumálastofnunar og skrifstofur sveitarfé- lagsins, og 3.400 fermetra atvinnuhúsnæði í tveimur bygg- ingum, annars vegar síldarverksmiðjuna á hafnarsvæðinu og hins vegar gömlu rækjuvinnsluna. Kaupfélagið eignaðist þessar fasteignir árið 2004 með kaup- um á Skagstrendingi af eignarhaldsfélagi Eimskips, Burðarási. Viðræður hafa staðið yfir við sveitarfélagið að undanförnu um eignirnar, sem enduðu með því að skrifað var undir gjafaafsal 17. mars síðastliðinn, sem þýðir að sveitarfélagið greiðir ekkert fyrir fasteignirnar. „Við erum mjög sáttir við hvernig þetta fór og ánægðir með aðkomu sveitarfélagsins, höfum átt gott samstarf við sveit- arstjóra um málið. Við vonumst til að þetta geti styrkt sveitar- félagið, sem er að fara í sameining- arviðræður í Austur-Húnavatnssýslu, og þetta húsnæði getur gefið þeim tækifæri til frekari atvinnusköpunar,“ segir Þórólfur. Í ráðhúsinu að Túnbraut 1-3 fer heilmikil starfsemi fram eins og fyrr greinir. Vinnu- málastofnun hefur verið þar í leiguhúsnæði með 20-30 manns í vinnu, auk þess sem skrif- stofur sveitarfélagsins eru þar til húsa. „Það er góð vinnuaðstaða í ráðhúsinu og myndast hefur umgjörð um starfsemi Vinnumálastofnunar. Við vonum að sú stofnun haldi áfram sinni starfsstöð á Skagaströnd, hún skiptir samfélagið miklu máli,“ segir Þórólfur enn fremur. Sóknarfæri skapast „Með breytingu á eignarhaldi skapast ýmis sóknarfæri fyrir sveitarfélagið til þess að stuðla að uppbyggingu og styrkingu innviða ásamt því að hlúa að þeirri mikilvægu starfsemi sem nú þegar er starfrækt á Skagaströnd,“ segir á vef sveitarfélagsins um samninginn við Skagfirðinga. Þar segir enn fremur að fyrsta verkefnið á teikniborði sveitarfélagsins verði að búa 26 starfsmönnum Vinnu- málastofnunar betri aðbúnað á Túnbrautinni. „Mikilvægi þeirrar starfsemi hefur heldur betur sýnt sig á Covid-tímum, en starfsfólk býr yfir gríðarlega mikilvægri þekkingu og reynslu. Í því augnamiði að bæta aðstöðu Greiðslu- stofu á Skagaströnd til frambúðar hefur á síðustu mánuðum verið unnið að tillögum að breytingu á húsnæðinu. Er það m.a. gert til þess að mæta þörfum vaxandi vinnustaðar þar sem sí- fellt bætist við starfafjöldann á Greiðslustofu,“ segir á vef sveit- arfélagsins. Breytingar á húsnæðinu að Túnbraut munu einnig taka mið af því að skapa aðstöðu fyrir störf án staðsetningar og aðra op- inbera starfsemi ef skapast tækifæri til slíkrar uppbyggingar. Þá nefnir sveitarfélagið að búa þurfi starfsmönnum á skrifstofu þess betri aðstöðu. Um aðrar byggingar sem KS gefur segir sveitarfélagið að unnið sé að því að finna rækjuvinnslunni og síldarverksmiðj- unni hlutverk. Spennandi verði að vinna að þeim verkefnum áfram. Kaupfélagið er með tímabundinn leigusamning á gömlu síldarverksmiðjunni fram í maí 2024 en fram að þeim tíma verð- ur unnið að því að finna húsnæðinu framtíðarverkefni, segir jafnframt á vefnum skagastrond.is. Morgunblaðið/Ólafur Bernódusson Skagaströnd Húseignirnar sem Kaupfélag Skagfirðinga gaf sveitarfélaginu. Lengst t.v. er síldarverksmiðjan, síðan rækjuvinnslan og loks Túnbraut 1-3, þar sem Vinnumálastofnun og sveitarfélagið eru með skrifstofur. „Viljum láta gott af okkur leiða“ - Kaupfélag Skagfirðinga gefur Sveitarfélaginu Skagaströnd þrjár fasteignir - 4.000 fermetrar Þórólfur Gíslason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.