Morgunblaðið - 31.03.2021, Blaðsíða 27
FRÉTTIR 27Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. MARS 2021
Fundarboð Kviku banka hf.
Ádagskrá fundarins verða eftirfarandimál.
1. Skýrsla stjórnar félagsins um starfsemi þess
síðastliðið starfsár.
2. Ársreikningur félagsins fyrir árið 2020 og
ákvörðun um meðferð hagnaðar félagsins á
reikningsárinu.
3. Tillaga um að heimila félaginu að kaupa eigin
hlutabréf.
4. Tillaga um starfskjarastefnu félagsins.
5. Tillaga stjórnar um breytingar á samþykktum
félagsins.
6. Kosning stjórnar og varastjórnar félagsins.
7. Kosning endurskoðenda félagsins.
8. Ákvörðun þóknunar til stjórnarmanna og
nefndarmanna í undirnefndum stjórnar.
9. Önnur mál.
Tillaga stjórnar um breytingar
á samþykktum:
Stjórn leggur til breytingu á tilvísun í lög varðandi
rafræna eignaskráningu á hlutum í félaginu í gr. 2.5.
í samþykktum félagsins.
Stjórn leggur til að samræma ákvæði samþykkta
félagsins um boðun hluthafafunda við ákvæði laga
um hlutafélög sem gildir um boðun hluthafafunda
félaga sem hafa hlutabréf sín skráð á skipulegum
verðbréfamarkaði, sbr. 88. gr. b. laga um hlutafélög
nr. 2/1995.
Stjórn leggur til að nýju ákvæði verði bætt við
samþykktir félagsins um heimild til þess að
hluthafafundir verði aðeins haldnir rafrænt, sbr. 2.
mgr. 80. gr. a laga um hlutafélög nr. 2/1995.
Aðalfundur Kviku banka hf., kt. 540502-2930, verður haldinn miðvikudaginn 21. apríl 2021, kl. 16:00, á Hilton Reykjavík Nordica, 2. hæð, Suðurlandsbraut 2, 108 Reykjavík.
Stjórn Kviku banka hf.
til hluthafafundar 21. apríl 2021
Stjórn leggur til að heimild stjórnar til hlutafjár-
aukningar í B-lið bráðabirgðaákvæðis I við sam-
þykktir félagsins verði felld úr gildi.
Stjórn leggur til að ónýtt heimild stjórnar til útgáfu
áskriftarréttinda samkvæmt bráðabirgðaákvæði II
í samþykktum félagsins verði, ásamt samsvarandi
heimild til hlutafjárhækkunar, framlengd til eins árs.
Stjórn leggur til að við samþykktir félagsins bætist
heimild stjórnar til þess að hækka hlutafé um
70.000.000 kr. að nafnvirði til þess að uppfylla
skyldur stjórnar samkvæmt kaupréttarsamningum
á grundvelli almennrar kaupréttaráætlunar.
Aðrar upplýsingar
Fundarstörf fara fram á íslensku. Fundargögn eru
aðgengileg á heimasíðu félagsins á íslensku og ensku
utan þess að ársreikningur félagsins er eingöngu
aðgengilegur á ensku. Dagskrá, endanlegar tillögur,
starfskjarastefna, ársreikningur félagsins og önnur
fundargögn munu liggja frammi á skrifstofu félagsins
að Katrínartúni 2, Reykjavík, hluthöfum til sýnis
í 21 dag fyrir aðalfund. Umrædd gögn, ásamt
upplýsingum um frambjóðendur til stjórnar, eru
einnig birt á heimasíðu félagsins, https://www.kvika.
is/fjarfestaupplysingar/hluthafafundir/.
Boðið verður upp á fullgilda rafræna þátttöku
á fundinum, án þess að hluthafar séu viðstaddir
fundarstað, í gegnum Lumi AGM.Hægt verður að
fylgjast með fundinum í gegnum vefstreymi auk þess
sem hluthafar geta kosið rafrænt og borið upp skriflegar
spurningar í gegnum Lumi snjallforritið eða vefslóð
Lumi AGM.Rafræn þátttaka jafngildir mætingu á
fundinn og veitir rétt til þátttöku í honum að öðru leyti.
Hluthafar eða umboðsmenn hluthafa sem hafa hug
á því að sækja fundinn, hvort sem er rafrænt eða
á staðnum, eru beðnir um að skrá sig á vefsíðunni
www.smartagm.com eigi síðar en kl. 16.00 þann
20. apríl, eða degi fyrir fundardag.Með innskráningu
þarf að fylgja mynd af gildum skilríkjum og umboð,
ef við á.
Atkvæðagreiðsla á fundinum mun alfarið fara fram
í gegnum Lumi AGM.Allir hluthafar, hvort sem þeir
mæta til fundarins á Hilton Reykjavík Nordica eða
taka þátt með rafrænum hætti, eru hvattir til að hlaða
niður snjallforriti Lumi AGM í eigin snjalltæki, en
jafnframt geta þeir greitt atkvæði í gegnum vefslóð
Lumi AGM.
Hver hluthafi á rétt á því að fá ákveðin mál tekin
til meðferðar á fundinum ef hann sendir um það
skriflega eða rafræna kröfu til félagsstjórnar á heimilis-
fang félagsins eða á netfangið hluthafar@kvika.is.
Þeir hluthafar sem óska eftir því að fá tiltekið mál
tekið til meðferðar á aðalfundinum skulu senda
beiðni um slíkt eigi síðar en tíu sólarhringum fyrir
boðaðan aðalfund, eða í síðasta lagi fyrir kl. 16:00
þann 11. apríl 2021. Kröfu skal fylgja rökstuðningur
eða drög að ályktun til félagsstjórnar.
Hluthafar geta einnig lagt fram spurningar fyrir
aðalfund með því að senda erindi á framangreint
netfang eða bera þær upp á aðalfundinum sjálfum.
Þeim sem hyggjast gefa kost á sér til setu í stjórn
ber að tilkynna það skriflega til stjórnar félagsins að
minnsta kosti fimm dögum fyrir upphaf aðalfundar,
þ.e. fyrir kl. 16:00 föstudaginn 16. apríl 2021.
Í tilkynningu um framboð til stjórnar skal geta
nafns frambjóðanda, kennitölu, heimilisfangs,
menntunar, upplýsinga um aðalstarf og starfsferil,
hvenær viðkomandi tók fyrst sæti í stjórn félagsins,
ef við á, önnur trúnaðarstörf (t.a.m. stjórnarstörf í
öðrum félögum) og hlutafjáreign í félaginu, beint eða
í gegnum tengda aðila. Þá skal upplýsa um önnur
tengsl við félagið og hagsmunatengsl við helstu
viðskiptaaðila og samkeppnisaðila félagsins, sem og
hluthafa sem eiga, einir eða í samstarfi við aðra, meira
en 10% hlut í félaginu. Þeir einir eru kjörgengir til
setu í stjórn félagsins sem þannig hafa gefið kost á sér.
Krafa um hlutfallskosningu eða margfeldiskosningu,
sbr. 7. mgr. 63. gr. laga um hlutafélög nr. 2/1995, skal
hafa borist stjórn félagsins minnst fimm dögum fyrir
aðalfundinn þ.e. fyrir kl. 16:00 föstudaginn 16. apríl
2021. Upplýsingar um frambjóðendur til stjórnar
munu liggja frammi hluthöfum til sýnis á skrifstofu
félagsins sem og á heimasíðu félagsins, eigi síðar
en tveimur dögum fyrir aðalfundinn, sbr. 63. gr. a
laga um hlutafélög nr. 2/1995. Framboðsform til
stjórnarsetu er aðgengilegt á vefsíðu félagsins.
Aðalfundur er lögmætur ef löglega er til hans boðað,
óháð fundarsókn. Aðilar sem eru skráðir hluthafar
í hlutaskrá félagsins þegar hluthafafundur fer fram
geta beitt réttindum sínum á hluthafafundinum.
Hluthafar geta látið umboðsmann sækja fundinn fyrir
sína hönd. Umboðsmaður skal leggja fram skriflegt
og dagsett umboð, en form að umboði er aðgengilegt
á vefsíðu félagsins.
Fundarboð þetta, upplýsingar um heildarfjölda
hluta og atkvæða á fundarboðsdegi, dagskrá, tillögur
stjórnar til hluthafafundar og önnur fundargögn
ásamt umboðsformum verða aðgengileg á vefsíðu
félagsins. Sé misræmi milli fundargagna á íslensku
og ensku, gildir íslenska útgáfan.
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Nú er ljóst að yfirstandandi vetur
verður ekki sá snjóléttasti í Reykja-
vík í þau 100 ár sem mælingar hafa
staðið yfir. Um tíma leit út fyrir að
metið gæti fallið en svo fór ekki.
Alhvítir dagar í Reykjavík hafa
verið fimm í mars til þessa og alhvít-
ir dagar frá því í haust því 11, einum
fleiri en veturinn 1976 til 1977, segir
Trausti Jónsson veðurfræðingur. Og
hann bætir við að enn sé apríl eftir
en meðalfjöldi alhvítra daga í þeim
mánuði er þrír.
Svokallaður veðurstofuvetur end-
ar með mars, þ.e. í dag, en íslenski
veturinn með síðasta vetrardegi.
Snjóuppgjör ná alveg til sumars,
þannig að ef hvítur dagur mælist í
maí telst hann með vetrinum á und-
an, bætir Trausti við. Síðast að vori
varð alhvítt 16. maí samkvæmt mæl-
ingum, en flekkótt jörð var einu
sinni talin vera 28. maí.
Alhvítir dagar flestir 105
Mælingar á snjóhulu og snjódýpt
hófust 25. janúar 1921 í Reykjavík,
eða fyrir rúmlega einni öld. Á tíma-
bilinu hefur snjóhula nær allan tím-
ann verið metin kl. 9 að morgni, seg-
ir Trausti í pistli á Moggablogginu.
Nú er miðað við að tún Veðurstof-
unnar við Bústaðaveg sé alhvítt að
morgni. Alhvítu dagarnir voru flest-
ir í Reykjavík veturinn 1983 til 1984,
105 talsins, næstflestir voru þeir
1988 til 1989, 103. Má af þessum töl-
um sjá hve snjónum getur verið mis-
skipt milli ára.
Á þessari öld voru þeir flestir vet-
urinn 2014 til 2015, 75, en fæstir
2009 til 2010, 16. „Við eigum sum sé
enn möguleika á að verða undir
þeirri tölu – þó við náum ekki vetr-
inum 1976 til 1977,“ segir Trausti.
Vetraruppgjörið er ekki alveg
tilbúið, en þó er hægt að segja að
vetrarhiti (desember til mars) í
Reykjavík sé nærri meðallagi miðað
við síðustu tíu ár og rétt yfir með-
allagi síðustu 30 ára, segir Trausti.
Mars, sem nú kveður, hefur verið
hlýr en þó ekkert nærri metum.
Kuldakaflinn að undanförnu hafi
auðvitað dregið hitann aðeins niður.
Í Reykjavík er marshitinn nú í 7.
hlýjasta sæti á öldinni (af 21), en var
lengi í því 3. til 5. „Veturinn hefur
verið höfuðborgarbúum hagstæður í
heildina – held ég að megi segja,“
bætir Trausti við að síðustu.
Vegna páskahátíðarinnar kann að
verða einhver bið á því að Veður-
stofan birti tíðarfarsyfirlitið fyrir
mars. Í febrúaryfirlitinu kom fram
að meðalhiti í Reykjavík fyrstu tvo
mánuði ársins 2021 var 1,1 stig sem
er 0,5 stigum yfir meðallagi áranna
1991 til 2020 en jafn meðalhita síð-
ustu tíu ára. Meðalhitinn raðast í 25.
sæti á lista 151 árs. Á Akureyri var
meðalhiti mánaðanna tveggja -1,3
stig. Það er -0,6 stigum undir meðal-
lagi áranna 1991 til 2020, en 1,2 stig-
um undir meðallagi síðustu tíu ára.
Meðalhitinn þar raðast í 58. sæti á
lista 141 árs.
Snjóhulumetið féll ekki í vetur
- Vetrarhitinn í
Reykjavík nærri
meðallagi miðað
við síðustu tíu árin
Morgunblaðið/Eggert
Veturinn Esjan, prýði Reykvíkinga, var venju fremur snjólétt þegar ljósmyndarinn smellti af þessari mynd fyrr í mánuðinum. Snjólétt hefur verið í vetur.