Morgunblaðið - 31.03.2021, Síða 28

Morgunblaðið - 31.03.2021, Síða 28
28 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. MARS 2021 BAKSVIÐ Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur sam- þykkti á fundi sínum sl. föstudag að veita Reykjavíkurborg fram- kvæmdaleyfi vegna 1. áfanga land- fyllingar í Elliðaárvogi. Þarna hyggst borgin ráðast í gerð stórrar landfyllingar í þremur áföngum vegna fyrirhugaðrar stækkunar á Bryggjuhverfi vestur. Vegna ná- lægðar við Elliðaárnar hafa farið fram rannsóknir á ferðum laxa og urriða á ósasvæðum Elliðaáa og Leirvogsár og enn frekari rann- sóknir þarf að framkvæma. Fram kemur í gögnun málsins að heildarstærð landfyllingarinnar verður um 13 hektarar og efnisþörf er gróflega áætluð 1-1,2 milljónir rúmmetra. Fyllingarnar verða varð- ar með sjóvarnargörðum og er áætl- að að 21 þúsund rúmmetrar af grjóti fari í garðana. Gert er ráð fyrir að gerð landfyllinganna geti tekið a.m.k. 3-4 ár eftir að framkvæmda- leyfi hefur verið gefið út. Notast við efni frá Björgun Við gerð 1. áfanga landfylling- arinnar verður að mestu notast við efni sem safnast hefur fyrir á at- hafnasvæði Björgunar, en fyrirtækið hætti starfsemi á svæðinu árið 2019. Ekki er fullmótað hvaðan efni verður fengið í gerð 2. og 3. áfanga. Þeir möguleikar sem eru fyrir hendi er að nýta efni úr jarðvinnufram- kvæmdum, sjódælt efni, efni frá dýpkunarframkvæmdum og efni úr námum á landi. Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar hefur undirbúið framkvæmdir við áframhald fyrsta verkáfanga landfyllingar í Elliðaár- vogi samkvæmt þeirri landþróun sem skilgreind er i Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010 - 2030. Framkvæmdin felur í sér viðbót við landfyllingu í samræmi við sam- þykkt deiliskipulag af Bryggjuhverfi vestur, svæði 4. Landfylling þessi er viðbót við landfyllingu í áfanga 1 og er nauðsynleg svo koma megi fyrir fráveitulögnum og gera lóðir á sam- þykktu deiliskipulagi bygging- arhæfar. Gerður verður grjótvarn- argarður meðfram vesturkanti landfyllingar. Einnig er ætlunin að byggja upp farghauga til að flýta fyrir sigi svo hægt sé að gera lóðir byggingarhæfar. Framkvæmdin í heild (landfyll- ingin) fellur undir lög um umhverfis- áhrif og er tilkynningar- og mat- skyld. Fyrir liggur skýrsla um mat á umhverfisáhrifum landfyllinga í El- liðaárvogi, dags desember 2016. Þar er landfyllingum skipt í 3 áfanga. Álit Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum, dags. 17. mars 2017, liggur fyrir. Þar segir m.a. að framkvæmdum við 1. áfanga sé nægilega lýst, en frekari rannsóknar sé þörf fyrir 2. og 3. áfanga. Fram- kvæmdin sé háð framkvæmdaleyfi frá Reykjavíkurborg og háð leyfi Umhverfisstofnunar. Haft skuli samráð við Hafrannsóknastofnun um útfærslu varnargarða og af- marka framkvæmdatíma við göngur laxfiska. Í áliti Skipulagsstofnunar dags. 17. mars 2017 segir m.a. „Jafnframt liggur fyrir tillaga Hafrann- sóknastofnunar um tilteknar rann- sóknir, mótvægisaðgerðir og vöktun hvað varðar áhrif framkvæmdarinn- ar á laxfiska. Skipulagsstofnun telur þessar breytingar á framkvæmda- áformum jákvæðar og til þess fallnar að endanlegar ákvarðanir um stærð og útfærslu landfyllingarinnar geti byggt á traustum upplýsingum og að draga megi eins og kostur er úr nei- kvæðum umhverfisáhrifum landfyll- ingarinnar. Ljóst er að enn er ósvar- að veigamiklum spurningum um áhrif 2. og 3. áfanga landfylling- arinnar á laxfiska.“ Hafrannsóknastofnunin hefur skilað skýrslu um rannsóknir á göngum lax og sjóbirtings, sem gerðar voru árin 2017/18. Sam- kvæmt henni er talið ólíklegt að landfylling ein og sér hafi neikvæð áhrif á afkomu fullorðinna laxa en hugsanlegt sé að slík breyting á strandsvæðinu geti haft í för með sér breytingar á göngumynstri laxa á leið til hrygningar sem um leið gæti mögulega hnikað til göngutíma upp í ferskvatn. Þetta þurfi að rannsaka betur ásamt áhrifum landfyllingar á gönguseiði. Fyrstu húsin eru að rísa Fyrstu húsin byrjuðu að rísa í nýju íbúðahverfi Reykjavíkur, Bryggjuhverfi vestur, árið 2020. Þarna er gert ráð fyrir allt að 850 íbúðum, að hluta til á landfyllingum og að hluta til á fyrrum athafnasvæði Björgunar ehf. í Sævarhöfða. Það eru Búseti húsnæðissamvinnufélag og Bjarg íbúðafélag sem byggja á sameiginlegum byggingarreit 124 íbúðir í sex húsum í austurhluta nýja hverfisins. Arkþing annaðist arki- tektahönnun og Ístak er bygging- arverktaki. Fleiri íbúðarhús munu rísa þarna næstu misserin. Bryggjuhverfi austur, við Elliða- árvog/Grafarvog, er fullbyggt. Upp- byggingin hófst fyrir rúmlega 20 ár- um, eða árið 1998. Þarna eru nú 600 íbúðir og skráðir íbúar um 1.100 tals- ins. Í hverfið hefur vantað ýmsa þjónustu, svo sem verslanir og skóla, en úr því verður bætt í Bryggju- hverfi vestur. Risastór landfylling við Elliðaár - Reykjavíkurborg áformar 13 fermetra landfyllingu undir íbúðabyggðina Bryggjuhverfi vestur - Verður gerð í þremur áföngum - Enn ósvarað spurningum um áhrif landfyllingar á laxfiska Ljósmynd/Guðmundur Árnason Bryggjuhverfi vestur Byrjað var að reisa fyrstu húsin í hverfinu í fyrra. Búseti og Bjarg íbúðafélag byggja húsin. Fyrirhugaðar landfyllingar í Elliðaárvogi G ru n n ko rt /L o ft m yn d ir eh f. Heimild: Reykjavíkurborg/Verkís Elliðaárvogur Grafarvogur El lið aá r Sævarhöfði BRYGGJUHVERFI G u ll in b rú Áfangi 3 Áfangi 1 Áfangi 2 G rj ót va rn ar ga rð ur Bygging 765 fermetra gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs á Kirkjubæj- arklaustri hefur verið boðin út í samstarfi Framkvæmdasýslu rík- isins og Ríkiskaupa. Skilafrestur gagna í útboðinu er 21. apríl. Byggingin er einnar hæðar með kjallara undir hluta hennar. Bygg- ingin er hönnuð þannig að hún falli vel að landinu með gönguleiðum upp á þak byggingar og aksturs- braut niður að kjallara húss. Húsið er að hluta til einangrað að utan og jarðvegur lagður að því, forsteyptar steypueiningar og gler- veggjakerfi. Þak er með ábræddum þakpappa og lagt með torfi. Ganga skal frá húsinu að utan og innan ásamt lóð fullbúnu til notanda. Fyrsta skóflustunga að húsinu var tekin í júní 2020. Búið er að grafa fyrir húsi, grafa og fylla í bílastæði og setja upp heildargirð- ingu fyrir verksvæðið, sem var framkvæmt í sérstöku jarð- vinnuútboði. Jarðvinna í þessu verki felst í að fylla í sökkla, fylla að húsi, grafa og endurfylla í lagna- skurði undir og meðfram húsi. sisi@mbl.is Tölvumynd/Arkís Klaustur Nýja gestastofan er hönnuð þannig að hún falli vel að landinu. Ný gestaastofa á Klaustri boðin út - Fyrsta skóflustungan tekin í fyrra

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.