Morgunblaðið - 31.03.2021, Side 32
32 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. MARS 2021
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Pharmarctica framleiðir snyrtivörur
og fæðubótarefni í verksmiðju sinni
á Grenivík en einnig forskriftarlyf
fyrir lækna. Fyrirtækið stefnir að
aukningu á öllum sviðum á næstu
árum, að því er fram kemur í um-
fjöllun Skipulagsstofnunar um um-
hverfismat, en framkvæmdastjórinn
tekur fram að ekkert hafi verið
ákveðið í því efni.
Pharmarctica framleiðir mest
vörur í verktakavinnu fyrir fyrir-
tæki sem eru með snyrtivörur og
fæðubótarefni á markaði. Sigur-
björn Þór Jakobsson framkvæmda-
stjóri segir að fyrirtækið komi inn í
ferlið á mismunandi stigum. Í sum-
um tilvikum komi það að þróun á
vörunum og stundum þrói það vörur
frá grunni. Annars annist það blönd-
un og áfyllingu á umbúðir. Varan sé
ýmist afhent í stórumbúðum eða til-
búnum neytendaumbúðum á mark-
aði í Reykjavík eða erlendis.
Meðal vörumerkja sem Pharm-
arctica vinnur fyrir eru Sóley org-
anics, Feel Iceland, Eylíf, A&K
Pure Skin, Primex, Bioeffect og
GeoSilica, svo nokkur þekkt merki
séu nefnd.
Forskriftarlyf fyrir lækna
Pharmarctica hefur takmarkað
leyfi til framleiðslu lyfseðilsskyldra
lyfja vegna forskriftarlyfja sem
framleidd eru eftir pöntun frá lækn-
um. Sigurbjörn segir að lyfin séu
ekki stór hluti af starfseminni. Þeg-
ar þörf sé á lyfjum sem ekki hafi
markaðsleyfi hér á landi og því ekki
á boðstólum biðji læknar fyrirtækið
að framleiða lyfin.
Pharmarctica hefur starfað frá
árinu 2003 og eru fjórtán starfs-
menn á launaskrá. Fyrirtækið er að
langmestu leyti í eigu Sæness ehf.,
félags sem heldur utan um aflaheim-
ildir Grýtubakkahrepps.
Þreföldun hugsanleg
Áform um stækkun húsnæðis
fyrirtækisins og aukningu fram-
leiðslu koma fram í greinargerð
Pharmarctica vegna fyrirspurnar til
Skipulagsstofnunar um það hvort
starfsemin þurfi að fara í umhverf-
ismat. Þar er rætt um þreföldun á
húsnæði, fjölgun framleiðsluvara,
þreföldun framleiðslunnar á næstu
fimm árum og aukna lyfjafram-
leiðslu.
Tíu starfsmenn myndu bætast
við, yrði þessi aukning að veruleika,
að því er fram kemur í greinargerð
fyrirtækisins. Niðurstaða Skipu-
lagsstofnunar var að framkvæmdin
væri ekki háð mati á umhverfis-
áhrifum.
Sigurbjörn segir að þessi fyrir-
spurn til Skipulagsstofnunar sé til-
komin vegna gildistöku reglugerðar
og leyfismála vegna núverandi starf-
semi fyrirtækisins. Hann tekur fram
að engar ákvarðanir hafi verið tekn-
ar um stækkun húsnæðis eða aukna
framleiðslu á þessu stigi málsins.
Vörur til snyrtingar og fæðubótar
- Pharmarctica á Grenivík framleiðir vörur fyrir mörg þekkt íslensk vörumerki - Snyrtivör-
ur, fæðubótarefni og lyf í verktöku - Áformum um allt að þreföldun framleiðslu lýst í umsókn
Morgunblaðið/Ingó
Grenivík Sveitarfélagið notar fjármuni sem það fær út úr kvóta sínum meðal annars til að koma á fót framleiðslufyrirtæki til að skapa störf.
Ljósmynd/aðsend
Pharmarctica Efnum er blandað saman og búnar til vörur sem jafnframt er pakkað í verksmiðju fyrirtækisins.
Á skírdag og páskadag kl. 15 báða
dagana sendir Bakkastofa á Eyr-
arbakka, bæði á YouTube og Facebo-
ok, út tvo þætti þar sem fuglar verða
í öndvegi. Yfirskriftin að þáttunum
er Bakkastofa. Hjónin Ásta Kristrún
Ragnarsdóttir og Valgeir Guðjóns-
son stýra þáttunum sem þau helga
fuglum í söng, kveðskap, frásögnum
og viðtölum við þá sem þekkja. Á Ís-
landi eru fuglar á páskaeggjum og
-skreytingum og eggin ýmist fyllt
með góðgæti eða málsháttum. Upp-
runi þessa er ræddur, en líka mik-
ilvægi hreinnar náttúru til að við-
halda og vernda fugla, segir í
tilkynningu og enn fremur:
„Ætíð eða allt frá landnámi hafa
fuglar verið þekktir fyrir að tengjast
mönnum og beita merkjasendingum
mannfólkinu í hag. Fuglar og þjóðtrú
koma við sögu í þáttunum en efni um
fugla er alveg óþrjótandi og því væri
unnt að gera mun fleiri þætti.“
Bakkastofuhjónin hófu útsend-
ingar á rafrænum þáttum á aðvent-
unni, einn á hverjum sunnudegi, en
vinnuheiti Bakkastofuþáttanna er
Bjartir sunnudagar á Eyrarbakka.
Þegar farsóttin setti hömlur á sam-
komur fóru Ásta og Valgeir þessa
leið en annars hafa bæði fugla-
tónleikar og annað verið í boði í
Bakkastofu.
Ljósmynd/Aðsend
Fuglar Ásta Kristín og Valgeir Guðjónsson á góðri stundu í Bakkastofu.
Þættir um fuglana
- Egg og skreytingar - Sögur frá
Eyrarbakka - Þjóðtrúin verður rædd