Morgunblaðið - 31.03.2021, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 31.03.2021, Blaðsíða 38
38 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. MARS 2021 Þýsk yfirvöld ákváðu í gær að bjóða aðeins íbúum 60 ára og eldri upp á bóluefni Oxford-háskóla og AstraZe- neca. Ákvörðun Þjóðverja kemur í kjölfar tilfella blóðtappa hjá yngra fólki sem fengið hafði bóluefnið. Þeir sem ekki hafa náð 60 ára aldri geta þó valið að vera bólusettir með bóluefni AstraZeneca að und- angengnu viðtali við lækni. Óháð bólusetningarnefnd þýskra stjórnvalda lagði þetta til, en ráð- leggingum hennar var lekið í þýska fjölmiðla í gær. 31 tilfelli heilaáfalls vegna blóðtappa í heila hefur komið upp hjá fólki sem fengið hefur bólu- efni AstraZeneca í Þýskalandi. Þá hafa níu manns látist vegna heila- áfalls eftir bólusetningu. Viðkom- andi hafa verið á aldrinum 20 til 63 ára, en talið er að hættan á blóð- tappa sé mun minni hjá þeim sem eru eldri en 60 ára. Yfirvöld í Berlín og München ákváðu í gær að bíða ekki eftir ákvörðun þýska alríkisins, heldur hættu þegar í stað notkun AstraZe- neca hjá fólki yngri en 60 ára, og var það sagt „fyrirbyggjandi aðgerð“. Tíðindin eru nýjasta áfallið fyrir AstraZeneca-efnið, en einungis eru nokkrar vikur liðnar frá því Evr- ópska lyfjastofnunin sagði það öruggt til notkunar. Þá bönnuðu þýsk stjórnvöld í upphafi að efnið yrði notað á fólk yfir 65 ára aldri, en hefur nú alfarið snúist hugur. Enginn undir sextugu - Níu dauðsföll í Þýskalandi AFP AstraZeneca Þýsk stjórnvöld gefa einungis fólki yfir 60 ára efnið. Leiðtogar 23 ríkja og Alþjóðaheil- brigðismálastofnunin (WHO) hvetja til þess að saminn verði alþjóðlegur sáttmáli til að auðvelda viðbrögð við neyðarástandi í heilbrigðismálum í framtíðinni, með tilliti til reynslunn- ar af eyðileggingu kórónuveirufar- aldursins. Hugmyndina að sáttmála af þessu tagi fleytti fyrstur Charles Michel, forseti framkvæmdastjórnar Evr- ópusambandsins (ESB), á G20-fund- inum í nóvember síðastliðnum. Hug- myndin var að hann verði nokkurs konar leiðarvísir um viðbrögð við nýjum faraldri og kveði m.a. á um almennan og jafnræðan aðgang að bóluefni og sjúkdómsgreiningu. Fékk hugmyndin í gær formlegan stuðning leiðtoga Fiji, Portúgals, Rúmeníu, Bretlands, Rúanda, Ke- nýu, Frakklands, Þýskalands, Grikklands, Suður-Kóreu, Chile, Costa Rica, Albaníu, Suður-Afríku, Trinidad og Tobago, Hollands, Tún- is, Senegal, Spánar, Noregs, Serbíu, Indónesíu, Úkraínu og WHO. „Fleiri faraldrar eiga eftir að gera vart við sig og umfangsmikið neyð- arástand skapast. Engin ein ríkis- stjórn eða fjölþjóðlegar stofnanir geta einar og sér tekist á við það,“ segir í yfirlýsingu sem birtist í helstu dagblöðum heims. Þar er kórónuveirufaraldurinn sagður mesta ógn þvert á landa- mæri ríkja frá lokum seinna heims- stríðsins. „Við erum á því að ríki heims eigi að vinna saman að gerð nýs fjölþjóðlegs sáttmála um við- búnað fyrir faraldur og viðbrögð,“ segja leiðtogarnir og kalla eftir sams konar ríkjasáttmála og þeim sem gerður var í lok seinna stríðs- ins. „Á þeim tíma, eftir eyðileggingu tveggja heimsstríða, komu pólitískir leiðtogar saman og sömdu um marghliða samstarf á sviði heil- brigðismála,“ sagði Tedros Adha- nom Ghebreyesus forstjóri WHO. Meginmarkmið sáttmála af þessu tagi yrði að styrkja þanþol gegn far- öldrum framtíðarinnar með betra vöktunarkerfi, upplýsingamiðlun, rannsóknum, framleiðslu og dreif- ingu bóluefnis, lyfja, greiningarbún- aðar og hlífðarklæða. Þá mun sáttmálinn kveða á um að heilbrigði manna, dýra og plánet- unnar sé nátengt sem ætti að leiða til sameiginlegrar ábyrgðar, gegnsæis og samvinnu um heims- byggðina alla. „Við erum sannfærðir um að það sé okkar skylda sem þjóðarleiðtogar og forsvarsmenn alþjóðastofnana að tryggja að heimsbyggðin fái lært lexíurnar af Covid-19-faraldrinum sem sýnt hefur að enginn er óhultur fyrr en allir eru það,“ sögðu leiðtog- arnir í grein sinni. „Markmiðið er einkar skýrt, að færa þjóðir heims nær hver annarri til samstarfs um að bægja frá freistni einangrunar og þjóðernis- stefnu og takast á við áskoranir sem einungis verða yfirbugaðar sameig- inlega í anda samstöðu og samvinnu, nefnilega friðar, hagsældar, heil- brigðis og öryggis.“ Hvetja til sáttmála um faraldra - Ætlað að auðvelda viðbrögð við neyðarástandi í heilbrigðismálum - Fleiri faraldrar eiga eftir að blossa upp og umfangsmikið neyðarástand skapast Virtuosa eða „Snillingurinn“, nýjasta skemmti- ferðaskip skipafélagsins MSC Cruises lagði af við Ermarsund. Fjöldi fólks stóð meðfram Leiru og fylgdist með Snillingnum sigla fyrstu skrefin. stað í gær í jómfrúrferð sína, frá skipasmíðastöð sinni í Saint-Nazaire í Frakklandi til Le Havre AFP Snillingurinn siglir Myndastytta af Gretu Thunberg í fullri stærð hefur verið afhjúpuð við háskólann í Winchester í Englandi stúdentum skólans til lítillar gleði. Kostaði gerð hennar nær 24.000 pund, jafnvirði 4,2 milljóna króna. Stúdentarnir segja styttuna vera hégómaskap en Winchester-skólinn segir um að ræða fyrstu styttuna í fullri stærð af hinum andríka sænska umhverfissinna. Formaður stúdentaráðs Winches- ter-skólans, Megan Ball, lýsti Thun- berg sem „frábærri fyrirmynd fyrir alla sem mælir hátt og stolt um mik- ilvæg alþjóðleg málefni“ en sagði ráðið ekki geta stutt tilvist stytt- unnar. „Á tímum kórónukreppu hef- ur fjöldi stúdenta eiginlega ekki komist inn á skólalóðina, margir þeirra reyndu að stunda nám sitt á netinu og eru í sárri þörf eftir að- stoð. Við hvetjum háskólann til að auka framlög til stuðnings stúd- entum um sömu upphæð og styttan kostaði, eða 23.760 pund. Við skor- um á hann að taka á vanda stúdenta með auknum fjárveitingum,“ sagði stúdentaráðið í yfirlýsingu. Yfirmenn háskólans sögðust vona að styttan yrði táknræn fyrir þá skuldbindingu skólans að berjast gegn hlýnun andrúmsloftsins og annarri umhverfisnauð. „Greta er ung kona sem þrátt fyrir mótlæti í lífi sínu er orðinn alþjóðalegur um- hverfislegur aðgerðarsinni. Sem há- skóli endurnýjunar og félagslegs réttlætis erum við stolt af því að geta heiðrað hina andlega hvetjandi með þessum hætti. Við vitum að hún er umdeild en sem háskóli fögnum við rökræðum og hörðu samtali. Vonandi verður styttan samfélagi okkar sem innblástur er minnir okk- ur á að það er alveg sama hvað við fáum í fangið, við getum alltaf breytt veröldinni til hins betra,“ segir Winchester-skólinn í tilkynningu.“ Deilt á styttu af Gretu Thunberg - Dýr stytta dregur að sér gagnrýni AFP Greta Ekki voru allir sáttir við styttuna af Gretu Thunberg. Stoð Bíldshöfða, Stoð Hafnarfirði, stod.is ntar þig góða aupaskó r páskafríið? Va hl fyri Haustið 2019 keypti ég mína fystu HOKA utanveghlaupaskó og hef varla farið í aðra hlaupaskó síðan. Hleyp á þeim bæði utanvega og á malbiki og er hætt að finna fyrir verkjum í hnjám, sem oft voru að hrjá mig eftir löng hlaup. Skórnir eru léttir og mjúkir en veita á sama tíma mikinn stuðning. Þeir brúa bilið milli hlaupa- og fjallgönguskóa og einfaldlega hvetja mann til þess að hlaupa lengra. Elísabet Jónsdóttir, áhugafjallahlaupari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.