Morgunblaðið - 31.03.2021, Síða 41

Morgunblaðið - 31.03.2021, Síða 41
41 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. MARS 2021 Sjálfsagt hefur mörgum svelgst á morgunkaffinu þegar þeir lásu fyrirsögn fréttar á vef Ríkisút- varpsins fyrr í mánuðinum: „Kaupa nýjan sendiherrabústað fyrir 616 milljónir“. Af fyrirsögn- inni mátti ráða að verið væri að verja skattfé í híbýli undir sendi- herra fyrir hálfan milljarð á tím- um samdráttar í þjóðfélaginu. Lesa þarf sjálfa fréttina til að sjá að verið er að selja eldri og stærri fasteign sem þarfnast viðhalds og kaupa aðra ódýrari, nýrri og hent- ugri – segja má að við séum að selja gamlan jeppa fyrir sparneytinn rafbíl á lægra verði. Þótt fyrirsögnin sé þannig að sönnu villandi gef- ur hún okkur um leið tilefni til að árétta þá ráð- deild sem ríkir í utanríkisþjónustunni. Útgjöldin hafa dregist saman Utanríkisþjónustan eins og annar opinber rekstur hefur haft að leiðarljósi aukna hag- kvæmni án þess að það komi niður á mögu- leikum til þess að sinna lögbundnum verkefn- um. Á þessu tímabili höfum við í utanríkisráðu- neytinu lagt mikla áherslu á aðhald og ráðdeild í rekstri. Ef útgjöld síðastliðins árs eru borin saman við útgjöld ráðuneytisins eins og þau voru árið 2007 er utan- ríkisráðuneytið annað tveggja ráðuneyta þar sem útgjöld hafa dregist saman að raungildi frá því sem var fyrir síðasta efnahags- hrun. Á sama tíma hefur utanríkis- þjónustan tekist á hendur aukin verkefni, að verulegu leyti með því að forgangsraða og með aðhaldi á öðrum sviðum. Þannig hefur mun meiri áhersla verið lögð t.a.m. á varnarmál og þróunarsamvinnu. Þá hefur fjöldi og staðsetning sendiskrifstofa verið endurmet- inn. Frá hruni hefur sjö sendiskrifstofum verið lokað en þrjár nýjar opnaðar. Sendiherrum hef- ur fækkað úr 42 þegar mest var og voru 36 frá í árslok 2019. Enginn hefur verið skipaður sendi- herra í minni tíð sem utanríkisráðherra. Nýsam- þykkt lög um utanríkisþjónustuna þýða að mörg ár eiga eftir að líða þar til nýir verða æviráðnir eins og áður tíðkaðist, hins vegar hefur sveigj- anleikinn verið aukinn með heimild til að setja fólk tímabundið í embætti sendiherra meðan það gegnir starfi forstöðumanns sendiskrifstofu. Loks hefur fólki sem sent er héðan til starfa í sendiskrifstofum erlendis fækkað um fimmtung á árunum 2008-2018 og starfsfólki á að- alskrifstofu ráðuneytisins fækkað um 30 frá því sem mest var við lok aðildarviðræðna við ESB. Húsnæði í samræmi við þarfir Sendiherrabústaðurinn í Washington er ekki eina dæmið um aðgerðir í húsnæðismálum sem ráðist hefur verið í til þess að auka hagkvæmni í rekstri. Þessi mál eru í sífelldri skoðun og út- gangspunkturinn er að húsnæði sé í samræmi við þarfir á hverjum tíma. Fasteignir hafa víðar verið seldar fyrir aðrar ódýrara eða samið um hagstæðari leigu. Ávallt er leitast við að samnýta húsnæði með öðrum Norðurlandaþjóðum ef þess er kostur. Þá eru húsnæðismál að- alskrifstofu ráðuneytisins til skoðunar og er stefnt að því að koma því þannig fyrir að ráðu- neytið og Íslandsstofa geti deilt húsnæði og þannig stutt við áform um aukna samvinnu og hagkvæmni. Og enn um Íslandsstofu. Lögin sem sett voru 2019 með það að markmiði að auka samstarf hennar og ráðuneytisins um markaðs- og kynn- ingarmál erlendis í þágu íslensks atvinnulífs hafa í för með sér samlegð sem bæði eflir þjón- ustu og eykur skilvirkni. Þá er sameining Þró- unarsamvinnustofnunar og aðalskrifstofu utan- ríkisráðuneytisins frá 2016 að fullu komin til framkvæmda en markmiðið var að ná fram betri nýtingu á mannauði, þekkingu og fjár- munum. Ráðdeildin ríkir Of langt mál yrði að gera grein fyrir öllu sem gert hefur verið til þess að auka skilvirkni og hagkvæmni utanríkisþjónustunnar á und- anförnum árum en 150 aðgerðir sem kynnar voru í skýrslunni „Utanríkisþjónusta til fram- tíðar“ og miðuðu að því að ná fram hagræðingu og bættum rekstri ráðuneytisins hafa nú allar verið innleiddar. Mikilvægt er að áfram verði hugað að því að skipulag og framkvæmd utanríkisþjónustunnar endurspegli ráðdeild í rekstri, sé í samræmi við áherslur og hagsmuni Íslands á hverjum tíma og búi yfir sveigjanleika til þess að bregðast við óvæntum atburðum. Þannig þjónum við hags- munum bæði atvinnulífs og borgaranna sem allra best. Hagkvæmni og ráðdeild er leiðarljósið Eftir Guðlaug Þór Þórðarson »Utanríkisþjónustan hefur haft að leiðarljósi aukna hagkvæmni án þess að það komi niður á möguleikum til þess að sinna lögbundnum verkefnum. Höfundur er utanríkis- og þróunar- samvinnuráðherra Guðlaugur Þór Þórðarson „Pólitíska andrúms- loftið er á sumri þessu vægast sagt þrungið tals- verðri spennu. Í sam- tölum láta menn und- antekningalítið í ljós verulega þreytu í garð stjórnmálaflokkanna og stjórnmálamannanna, og margir þeirra, sem af- skipti hafa haft af flokk- unum, boða nú afskipta- leysi sitt af flokksstarfi. Eigi þetta við rök að styðjast, er ljóst, að stjórnmálaflokkarnir og stjórnmálamennirnir valda ekki sínu veiga- mikla hlutverki í þjóð- félaginu.“ Með þessum orðum hófst ítarleg blaðagrein sem Ármann Sveinsson lögfræðinemi skrifaði í Morgunblaðið í ágúst 1968 undir yfirskriftinni: Staðnað stjórnmálalíf. Í greininni leitaði hann skýringa á þreytu og leiða sem honum fannst einkenna stjórnmálin. Í aðdraganda kosninga í haust eru hugleiðingar Ármanns holl lesning, þótt yfir hálf öld sé liðin og þrjú ár betur frá því að hann setti þær á blað. Ármann Sveinsson hefði orðið 75 ára 14. apríl næstkomandi en hann lést úr heilablóðfalli á heimili sínu aðeins 22 ára – nokkrum mánuðum eftir að hann skrifaði umrædda grein. Ármann vakti strax athygli sem rökfastur hugsjóna- maður og þrátt fyrir ungan aldur hafði hann mikil áhrif meðal jafnaldra sinna en ekki síður á þá eldri í Sjálfstæðis- flokknum. Í málflutningi var hann rök- fastur, ákveðinn og mikill baráttumað- ur, en alltaf af drengskap. Ármann naut mikils trausts félaga sinna og gekk að öllum verkefnum með dugnaði og atorku. Í minningargrein um Ármann segir Friðrik Sophusson svo: „Ármann Sveinsson var hugsjóna- maður, sem með hugsjónum sínum og athafnaþrá gæddi umhverfi sitt lífi. Um hann lék jafnan ferskur blær og stund- um stormsveipir, eins og oft vill verða um menn, sem eru fastir fyrir og kaupa ekki fylgi á kostnað hugsjóna sinna. Hann var afburða vinsæll í vinahópi og virtur af andstæðingum. Jafnframt því að eiga glæstar hugsjónir var Ármann raunsær baráttumaður, sem var ákveð- inn í því að gera hugsjónir sínar að veruleika. Vandaður undirbúningur, auk staðgóðrar þekkingar á íslenskum hagsmunum og þjóðlífi, var ávallt grundvöllur undir baráttu hans fyrir bættu þjóðfélagi. Hann var sívinnandi og óþreytandi og missti aldrei sjónar á markmiðinu. Þeir, sem börðust með honum og undir forystu hans, gátu ætíð vænst árangurs.“ Óglögg skil Ármann benti á að stjórnmál í löndum Vestur- Evrópu hefðu þróast undanfarna áratugi með þeim hætti að skil milli stefnu stjórnmálaflokka hefðu orðið óskýrari. Sama þróun hefði átt sér stað á Íslandi: „Afleiðing hinna óglöggu skila er sú, að kjós- endur eiga æ örðugra með að finna forsendur fyrir stuðningi sínum við einn flokk öðrum fremur. Á þetta einkanlega við yngstu kjósendurna, hinir eldri halda sig í viðjum vanans við „sinn gamla flokk“. Við aðstæður þessar verður yf- irbragð stjórnmálanna lág- kúrulegt, baráttan virðist standa um tyllistöður og aðstöðu, en ekki um grundvallaratriði stjórnmálanna.“ Ádeila Ármanns er ekki ósvipuð þeirri gagnrýni sem sá er hér skrifar hefur sett fram á síðustu árum. Í pistli hér í Morgunblaðinu í júní 2014 hélt ég því fram að verið væri að gera hugsjónir hornreka – að hugmyndabarátta væri fórnarlamb teknókrata og samræðu- stjórnmála. Skilin milli stjórnmála- flokka væru að þurrkast út en innihalds- laust hjal tekið við: „Frambjóðendur forðast hugsjónir en bjóða þess í stað upp á „praktískar lausnir“, skemmtileg- heit og samtal. Átök hugmynda eru af hinu vonda.“ Ármann hélt því fram að sjálfstæðir og sterkir einstaklingar væru fáir á vett- vangi stjórnmálanna. Undantekn- ingalítið væri þingmönnum „tamast að feta troðna stigu, en hætta sé ekki út á ónumið land. Vekja þeir því hvorki áhuga né hrifningu á málefnum sínum eða sjálfum sér“. Og ekki var hann hrif- inn af umræðum í þingsal sem ættu „lík- lega drjúgan þátt í þreytu manna og áhugaleysi á núverandi stjórnmálalífi enda málflutningur með þeim hætti, að hann þroskar ekki dómgreind manna til að greina mun á réttu og röngu“. Síðar skrifaði Ármann: „Stórhugur, þróttur og hugsjónaauðgi þingmanna sýnist almennt ekki til skiptanna. Tök þeirra á viðfangsefnum líðandi stundar eru og ekki til að hafa fyrir öðrum. Tím- inn flýgur, og nýir tímar krefjast nýrrar hugsunar og breyttra vinnubragða.“ Ármann gangrýndi valdasamþjöppun innan stjórnmálaflokkanna. Minni þátt- taka flokksfólks í starfi þeirra hefði gert það að verkum að flokkarnir „hafa þrengst og veikst og orðið ófærari til að gegna því hlutverki að vera vettvangur fólksins“. Í huga Ármanns var þessi þróun áhyggjuefni því þar með hefði „meiður lýðræðisins því særst“ en „meiður flokksforysturæðis vaxið“. Mikilvægi stjórnmálaflokka Þrátt fyrir gagnrýni á stjórnmála- flokkana var Ármann sannfærður um mikilvægi þeirra: „Þar sem hlutverk stjórnmálasamtaka er að vera vett- vangur borgaranna til skoðanaskipta, skoðana- og stefnumótunar, þá er lýð- ræðinu nauðsyn, að borgararnir, ekki síst unga fólkið, forðist þau ekki, heldur hafi þann metnað að frjóvga og end- urnýja stefnu þeirra og starfshætti og stofna til nýrra samtaka, er verandi samtök fullnægja ekki kröfum þeirra.“ Þessi brýning Ármanns á sér sam- hljóm í boðskap Bjarna Benediktssonar eldri í ávarpi 17. júní 1969. Bjarni hvatti landsmenn til virkrar þátttöku í þjóðlíf- inu með þessum orðum: „Menn koma engu góðu til vegar, nema þeir séu sjálf- ir virkir þjóðfélagsþegnar, geri upp eig- in hug, þori að hugsa sjálfstætt, fylgja hugsun sinni eftir og átti sig á því, að fátt næst fyrirhafnarlaust. Menn verða í senn að nenna að leggja á sig hugsun og vinnu, ef þeir í raun og veru vilja knýja fram þær umbætur, er löngun þeirra stendur til.“ Í viðtali við Morgunblaðið í tilefni af 75 ára afmæli Sjálfstæðisflokksins sagði Davíð Oddsson, þáverandi formaður, að flokkurinn væri ekki til fyrir sjálfan sig og „ef hann höfðar ekki til fólksins í landinu á hann engan tilverurétt“. Forystumenn Sjálfstæðisflokksins hafa því alltaf lagt ríka áherslu á að virkja almenning til þátttöku í þjóðmál- um og ekki síst í starfi flokksins. Þeir hafa gert sér góða grein fyrir því að áhugaleysi um stjórnmál leiðir hægt og bítandi til þess að stjórnmálaflokkar veslast upp og deyja. En áhuginn kvikn- ar ekki nema hugmyndafræðin sé skýr og kjósendur geti gert sér skýra grein fyrir því fyrir hverju er barist og af hverju. Í aðdraganda alþingiskosninga í haust er ádrepa Ármanns Sveinssonar jafn nauðsynleg og fyrir 53 árum, ekki síst fyrir okkur sem berjumst undir merki Sjálfstæðisflokksins. En stjórn- arandstaðan gæti einnig haft gott af því að lesa skrif Ármanns, sem lagði áherslu á að lýðræðinu væri það nauð- synlegt „að fleiri en eitt afl keppi um áhrif á vettvangi þjóðmálanna. Ónýt stjórnarandstaða í nærfellt áratug á sinn þátt í flokkspólitískri deyfð í land- inu.“ Eftir Óla Björn Kárason » Þrátt fyrir gagnrýni var Ármann sann- færður um mik- ilvægi stjórn- málaflokka enda hlutverk þeirra „að vera vett- vangur borg- aranna til skoð- anaskipta“. Óli Björn Kárason Höfundur er alþingismaður Sjálfstæðisflokksins. Stöðnun leiðir af sér áhugaleysi Alger umbylting er að verða í sam- göngum í heim- inum. Líkt og þeg- ar snjallsímar opnuðu nýjar vídd- ir er snjallvæðing farartækja mikið framfaraskref. Á sama tíma eru orkuskiptin að verða hraðar en úrtölufólk taldi mögulegt. Tækn- in opnar tækifæri: Steve Jobs í gær. Elon Musk í dag. Engin þjóð hefur betri möguleika á að nýta hreina orku í samgöngum en Íslendingar. Við ruddum brautina í orkuskiptum þegar við fórum úr kolakyndingu í hita- veitu fyrir tæpum hundrað árum. Það var mikið framfaraskref. Í vaxandi mæli nýtir almenningur sér hreina raforku til að komast á milli staða. Hjólreiðar af öllum gerðum eru í miklum vexti. Bæði hefðbundin hjól, rafmagnshjól og rafskútur. Þessi vinsæli og heil- brigði fararmáti er valkostur í borginni sem hefur sannað sig. Það er okkar hlutverk sem sitj- um í borgarstjórn að tryggja sem best tækifærin sem felast í nýrri tækni. Orð og efndir Af og til koma upp hugmyndir um lestarsamgöngur, en ein slík var notuð til flutninga á grjóti í fyrri heimstyrjöldinni niður úr Öskjuhlíð. Hugmyndir um flug- lest til Keflavíkur og „léttlestir“ í Reykjavík hafa ekki komist á flug. Á síðasta ári taldi formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur rétt að skoða enn og aftur lestarsamgöngur. Nú vegna kórónufaraldursins og loftslagsbreytinga. Vandinn við óraunhæfar hugmyndir eins og þessar er að þær tefja raunhæfar lausnir. Á sama tíma og verið er að kynna þunglamalega og rán- dýra útgáfu af borgarlínu er ekki til fjármagn til að kaupa nýja vagna fyrir Strætó. Hvað þá að bæta leiðakerfið! Á meðan um- samdar framkvæmdir á úrbótum við Bústaðaveg og Arnarnesveg eru látnar bíða er verið að lofa dýrum lausnum sem seint verða. Eða aldrei. Við sjálfstæðismenn styðjum samgöngur fyrir alla ferðamáta. Við greiddum at- kvæði með því að auka tíðni strætó á helstu leiðum strax í upphafi þesa kjörtímabils. Þrátt fyrir samþykkt borgarstjórnar hef- ur þessi breyting ekki komið til fram- kvæmda. Og er ekki á dagskrá. Bætum sam- göngur Nú þegar frum- drög að borgarlínu eru í kynningarferli hefur komið fram vel rökstudd gagn- rýni á útfærsluna. Sú leið að taka akreinar úr almennri umferð undir sérrými borgarlínu hefur mætt mikilli andstöðu, enda myndi slík ráðstöfun þrengja að umferð þvert á vilja Alþingis og þvert á skilning íbúa. Það er því einboðið að útfærslan verði end- urskoðuð. Bent hefur verið á að unnt er að koma upp hrað- vagnakerfi sem er hagkvæmara en þung borgarlína, tekur ekki akreinar frá almennri umferð og kæmi mun fyrr til framkvæmda. Því ekki að skoða slíkar lausnir? Þá hafa komið fram efasemdir um að stórir vagnar séu lausn framtíðarinnar. Einstaklings- miðuð þjónusta er leiðarstef samtímans. Stórir vagnar fyrir 160 manns kunna að henta vel í fjölmennum borgum Asíu og Suður-Ameríku, en í Reykjavík er það tíðni ferða, áreiðanleiki og það að komast alla leið sem skiptir öllu máli. Þá orkar kostn- aður upp á hundrað milljarða tví- mælis þegar ávinningurinn er óljós. Flestir vita að unnt er að stórminnka umferðartafir í Reykjavík með því að snjallvæða umferðarljósin. Það er arðbær fjárfesting. Sama er að segja um þyngstu og slysamestu gatna- mótin. Svo ekki sé minnst á Sundabraut sem er sjálfbær framkvæmd. Það er ótrúverðugt að lofa risaframkvæmdum sem ekki eru fjármagnaðar en van- rækja á sama tíma lágmarks- þjónustu Strætó. Efna ekki eigin samþykktir. Lausnin er að nýta tæknina og horfa raunsætt til framtíðar. Þannig komumst við alla leið. Eftir Eyþór Arnalds » Við sjálfstæðis- menn styðjum samgöngur fyrir alla ferðamáta. Eyþór Arnalds Höfundur er oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn. Að komast alla leið

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.