Morgunblaðið - 31.03.2021, Síða 48
48 UMRÆÐAN
Messur um páska
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. MARS 2021
KRINGLAN – SMÁRALIND – DUKA.IS
Grace loftljós
23 cm – 30.900,-
30 cm – 39.900,-
Mér finnst Bjarni
Benediktsson fjár-
málaráðherra hugaður
þegar hann vogar sér
að fjalla um kosninga-
baráttuna 2013. Í apríl
það ár sendi hann öldr-
uðum bréf þar sem
hann gaf fögur loforð
um breytingar til
handa öldruðum og lof-
aði að sjá til þess að
það fólk nyti afraksturs erfiðis síns.
„Það á ekki að íþyngja öldruðum
með ósanngjarnri skattlagningu, það
á að afturkalla skerðingar ellilífeyr-
isþega, afnema tekjutengingar ellilíf-
eyris,“ og sitthvað annað stóð í bréf-
inu fræga sem Bjarni sendi öllum
öldruðum fyrir kosningar 2013.
Bjarni er því miður ekki eini stjórn-
málamaðurinn sem lofar bættum
kjörum og aðbúnaði fyrir kosningar
sem síðan er svikið, það er að verða
sóðalegur ósiður þessarar stéttar því
miður. Nú skulum við rýna aðeins í
launabreytingar aldraðra í tíð
Bjarna Benediktssonar sem fjár-
málaráðherra á árunum 2013-2019
og bera þau saman við aðrar stéttir.
Bjarni skrifaði grein um þessar
launabreytingar laugardaginn 13.
mars 2021.
Í grein sinni segir hann að eldri
hjón í eigin húsnæði hafi haft 512
þúsund í mánaðartekjur árið 2013 og
voru tekjurnar orðnar 700 þúsund
árið 2019, þetta þýðir að tekjurnar
hafa hækkað um 36,7%. Ef skoðuð er
launavísitala Hagstofunnar sést að
launavísitalan var í janúar 2013 439,2
stig en í desember 2019 var hún
700,7 stig, almenn hækkun tekna á
þessu tímabili var því 59,5%. Í þessu
launameðaltali Hagstofunnar eru
45.200 eða 11,6% þjóðarinnar eldri
en 67 ára (samkvæmt Vísindavefn-
um) sem draga meðaltal Hagstof-
unnar verulega niður og því mætti
ætla að laun fólks, annarra en aldr-
aðra, hefðu hækkað um 70-80% á því
tímabili sem Bjarni er að fjalla um.
Eftir lestur þessa samanburðar virð-
ist Bjarni hafa verið að benda les-
endum Morgunblaðsins á hve mikið
aldraðir hafi dregist aftur úr á tekju-
sviðinu. Staðreyndir sýna að „kraft-
mikið hagvaxtarskeið landsins“ hafi
ekki náð til tekjulágra
þann tíma frá því Sjálf-
stæðisflokkurinn tók
sæti í ríkisstjórn eins
og Bjarni taldi í grein
sinni að gerst hefði.
Hvað olli þessum
óeðlilegu launahækk-
unum og hverjar urðu
afleiðingarnar? Fyr-
irbærið kjararáð var
búið til á ábyrgð fjár-
málaráðuneytisins. Síð-
asti kjaradómur ráðs-
ins hækkaði laun
ráðherra og þingmanna um yfir 50%
og auðvitað var sú ákvörðun látin
vera afturvirk um nokkra mánuði og
þarna hófst höfrungahlaupið mikla.
Enginn þingmanna gerði at-
hugasemdir við hækkunina né gerði
sér í hugarlund hverjar afleiðing-
arnar gætu orðið, gott að fá aur í vas-
ann. Reyndar reyndi einn þingmaður
Pírata að fara í mál við ríkið til að fá
þessu breytt en þekking hans var
ekki meiri en svo að málinu var vísað
frá þar sem hann var ekki talinn aðili
að málinu, sneypuför. Eðlilegar af-
leiðingar urðu að verkalýðsfélögin
vildu vera með í höfrungahlaupinu
og gerðu kröfur um ofurhækkun
launa sinna félaga og þar var ekki
heldur hugsað um afleiðingarnar.
Foringjar verkalýðsins fóru í
ábyrgðarlaust kapphlaup með kröfur
til að afla sér hylli launþega og festa
sig í sessi sem foringjarnir miklu.
Önnur alvarleg afleiðing er sú að Ís-
land er núna hálaunaland og íbúar
láglaunalanda streyma nú til lands-
ins og í gegnum verkamannaleigur fá
þeir vinnu og keppa þar við landann
sem getur valdið auknu atvinnuleysi
og við hinir sem greiðum skatta
sjáum fyrir fólki sem lendir í slíkum
erfiðleikum. Alvarlegasta afleiðingin
er að Ísland á orðið erfitt á sam-
keppnismarkaði Evrópu. Vörur okk-
ar og þjónusta verður dýrari en hjá
öðrum þjóðum og við eigum í erf-
iðleikum með að taka þátt í útboðum
verka sem eru undir ákvæðum um
útboð vegna stærðar sinnar. Forseta
Íslands virðist hafa orðið óglatt
vegna þeirra launa sem kjararáð ætl-
aði honum og sagt er að hann gefi
hluta launa sinna til góðgerðarmála.
Hvað varð svo um kjararáð? Hæst-
virtur fjármálaráðherra lagði kjar-
aráð niður og í lögum um það var
ákvæði um að öllum gögnum ráðsins
yrði eytt snarlega. Jóhanna og Stein-
grímur létu sér duga að setja bann
við að nokkur sæi gögn stjórnar
sinnar næstu 110 árin, þau eru víst
vel varðveitt. Var verið að fela eitt-
hvað?
Bjarna til fróðleiks get ég upplýst
hann um að eftirlaun mín hjá Lífeyr-
issjóði verslunarmanna hafa hækkað
um 17,6% frá árinu 2013 til ársins
2020. Í júlí 2010 skerðir sjóðurinn
eftirlaun um 10% og var hrunið 2008
sögð ástæðan. Ítrekað var auglýst og
upplýst í miðlum að forstjóri sjóðsins
hefði verið lækkaður í launum um
sömu prósentu og félagar sjóðsins en
það stóð ekki lengi og er hann núna á
margföldum launum skerðingarárs-
ins. Samkvæmt ársreikningum þessa
sjóðs hefur ávöxtun undanfarinna
ára verið töluvert hærri en talið er
þurfa til að standa við sínar skuld-
bindingar en eftirlaunaskertir fé-
lagar sjóðsins hafa ekki verið látnir
njóta þess. Að þingmenn skuli hafa
sett það í lög að ákveðinn hópur laun-
þega skuli greiða ákveðna prósentu í
lífeyrissjóð síns stéttarfélags er hörð
skattlagning. Um viðskipti mín við
Lífeyrissjóð verslunarmanna dettur
mér bara ósvífin eignaupptaka í hug.
En hafa skal í huga að þingmenn,
ráðherrar og opinberir starfsmenn
þurfa ekki að hafa áhyggjur því þeir
fá lífeyrisgreiðslur sem nemur
ákveðinni prósentu af launum þeirra
þegar þeir hætta störfum, þar eru
ekki skerðingar. Þingmenn njóta eft-
irlauna sem fylgja því sem kalla má
opinberir starfsmenn. Þeir gera aft-
ur á móti starfsfólki einkafyrirtækja
skylt að greiða í lífeyrissjóði sem
ráða ekki við höfrungahlaup kjara-
dóms og önnur afglöp.
Eftir Gunnar Kr.
Gunnarsson » Grein mín fjallar um
launaskrið frá árinu
2013 til 2019 og er til
frekari upplýsingar
við grein Bjarna
Benediktssonar sem
birt var í Morgun-
blaðinu 13. mars sl.
Gunnar Kr. Gunnarsson
Höfundur er eftirlaunaþegi.
gunnikg@simnet.is
Fólkið sem ól okkur upp
Svo mæltist Gunnari á
Hlíðarenda, en hann
sagði víst: Fögur er
hlíðin.
Þetta er með þekkt-
ustu tilvitnunum ís-
lenskum og fellur
seint úr gildi þótt
margt sé á hverfanda
hveli og óvíst að ís-
lenskan hafi það af.
Hún hefur breyst
gríðarlega á síðustu
áratugum, eins og má
sjá á „gömlu fréttinni“
sem Mogginn birtir.
Þar kemur oft fram
„vandaðra“ mál en
sést í dag. Stundum
eru viðmælendur þér-
aðir og nóg pláss þótt
blöðin hafi verið
minni. Það var sagt að blaðamenn
hefðu stundum fengið í staupinu
þegar fyrirtæki buðu heim, en það
liggur í loftinu að skrifararnir hafi
verið með hálstau og í pússuðum
skóm í vinnunni. Þess vegna verður
textinn hjá þeim kannski snurfus-
aðri en ella. Þetta er alveg eins ef 50
ára bók er lesin. Unglinga rekur í
vörðurnar og spyrja hvað sé að „slá í
brýnu“ og hvort „roskinn“ sé húð-
sjúkdómur eða eitthvað. Þau komast
ekki einu sinni fram úr orðinu „hörk-
unorðangarður“. En þeim finnst
ótrúlega spennandi og mikil áskorun
og tækifæri að kíkja á fornald-
armálið hans afa.
Sunnlendingur
Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12.
Hlíðin er smart
Áður fyrr „…það liggur í loftinu að skrifararnir hafi
verið með hálstau og í pússuðum skóm í vinnunni.“
ÁRBÆJARKIRKJA | Vegna samkomutak-
markana verður helgistund á föstudaginn
langa streymt á heimasíðu og facebook-síðu
kirkjunnar kl. 11.
Helgihaldi á páskadagsmorgunn kl. 8.00 ár-
degis verður einnig streymt á heimasíðu og fa-
cebook-síðu kirkjunnar. Prestur sr. Þór Hauks-
son, organisti Krizstina K. Szklenár. Félagar úr
kór Árbæjarkirkju syngja.
ÁSTJARNARKIRKJA | 1. apríl, Föstudagurinn
langi: Lestur valinna Passíusálma. Lagboðar
sálmanna leiknir á milli lestra. Þessu verður
streymt á facebook-síðu Ástjarnarkirkju og
Kálfatjarnarkirkju kl. 14.
Páskadagur, 4. apríl kl. 11: Guðsþjónustu verð-
ur streymt á facebook-síðu Ástjarnarkirkju og
Kálfatjarnarkirkju. Gospeltríó Ástjarnarkirkju
syngur undir stjórn Davíðs Sigurgeirssonar tón-
listarstjóra. Prestar verða sr. Arnór Bjarki
Blomsterberg og sr. Kjartan Jónsson.
HÁTEIGSKIRKJA | Helgihald hátíðarinnar á
facebook-síðu kirkjunnar:
Skírdagur. Tónlistarguðsþjónusta. Ræðumaður
er sr. Karl Sigurbjörnsson biskup. Flutt verður
Pange Lingua e. Arngerði Maríu Árnad. og La-
mentatio e. Jan Dismas Zelenka. Flytjendur eru
Lilja Dögg Gunnarsd., alt; Auður Hafsteinsd.,
fiðla; Grímur Helgas., klarínett; Bryndís Þórsd.,
fagott; Guðný Einarsd., orgel. Sr. Eiríkur Jó-
hannsson.
Föstudagurinn langi. Guðsþjónusta, píslarsag-
an lesin. Sr. Eiríkur Jóhannss. Kordía, Diljá
Sveinsd., fiðla, og Gréta Rún Snorrad., selló,
flytja Passíusálma nr. 43-50 við íslensk lög úr
munnlegri geymd, úr sálmasöngbók til kirkju-
og heimasöngs 1936 og eftir íslensk tónskáld.
Stjórnandi er Guðný Einarsdóttir organisti.
Páskadagur. Helgistund í umsjá sr. Eiríks Jó-
hannssonar. Kordía syngur páskasálma og
Guðný Einarsd. leikur á orgel. Jón Guðmundss.
og Hafdís Vigfúsd. leika á flautur. Jón Haf-
steinn Guðmundss. leikur á trompet.
Annar í páskum. Fyrirhugaðri fermingu sem
vera átti kl. 10.30 hefur verið frestað.
HÓLANESKIRKJA Skagaströnd | Á föstu-
daginn langa kl. 14 verður Píslarsagan sam-
kvæmt Jóhannesarguðspjalli, Jóhannesar-
passía, flutt af leshópi sóknarbarna, sem
einnig les valda Passíusálma. Íhugunartónlist
er í höndum Hugrúnar Sifjar Hallgrímsdóttur og
Vanessu. Við gætum að sóttvörnum og skrán-
ingu. 30 manns mega vera í kirkjunni.
KÓPAVOGSKIRKJA | Páskadag kl. 8.00. Há-
tíðarhelgistund páska á face-book-síðu Kópa-
vogskirkju. Sr. Sigurður Arnarson prédikar og
sr. Sjöfn Jóhannesdóttir þjónar fyrir altari. Fé-
lagar úr kór Kópavogskirkju syngja undir stjórn
Lenku Mátéová, kantors kirkjunnar. Föstudag-
inn langa verður útsending á facebook-síðu
safnaðarins. Hanna María Karlsdóttir leikkona
og Laufey Brá Jónsdóttir, guðfræðinemi og leik-
kona, lesa valda Passíusálma Hallgríms Pét-
urssonar. Félagar úr kór kirkjunnar syngja undir
stjórn Lenku Mátéová.
NESKIRKJA | Messur og sunnudagaskóli fell-
ur niður bænadagana og páska 2021 vegna
samkomutakmarkana. Annað hefðbundið
safnaðarstarf í páskaviku fellur einnig niður.
Hugvekjur verða sendar út á facebook-síðu
kirkjunnar.
Morgunblaðið/Kristinn
Háteigskirkja og Hallgrímskirkja.