Morgunblaðið - 31.03.2021, Síða 50
50 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. MARS 2021
LAUGAVEGI 24 - REYKJAVÍK - S. 552 0800
SKIPAGÖTU 7 - AKUREYRI - S. 462 4646
Víða um land eru
skógar og trjálundir
sem gróðursettir hafa
verið undanfarna öld
og nokkrum árum bet-
ur. Trén hafa vaxið
þrátt fyrir miklar efa-
semdir um ræktun
skóga en auðvitað mis-
jafnlega. Vantrú á að
nokkuð sé unnt að
rækta hérlendis tré af
erlendum tegundum og uppruna var
í áratugi ríkjandi viðhorf. Einkum
beindist andstaðan gegn skógrækt
við sunnanvert Rauðavatn þar sem
skógrækt hófst einna fyrst á höf-
uðborgarsvæðinu.
Þá er mikil tortryggni gagnvart
gróðursetningu trjáa og ýmsu borið
við. Oft er bent á að skógurinn og
jafnvel einstæð tré eyðileggi útsýni.
Samt er nú svo að margt fleira trufl-
ar einna meira eins og háspennulínur
og stórkarlalegar byggingar eins og
stóriðjuver sem flestar eru forljótar
og verða seint taldar með þeim æski-
legustu hvað þá fegurstu.
Við sem áhugasöm erum um skóg-
rækt teljum að á einni öld hafi nálægt
60.000 hektarar lands bæst við skóg-
lendi landsins, mest birki. Það er rétt
rúmlega hálft prósent af yfirborði Ís-
lands sem hefur um
aldir verið skógfátæk-
asta land allrar Evrópu.
Við sem ræktum
skóg og trjálundi meg-
um girða okkar spildur
af svo búsmali bænda
vaði ekki yfir og
skemmi. Mjög sár-
grætileg dæmi eru um
slíkt þar sem sinnuleysi
búfjáreigenda er mjög
mikið og meira að segja
ámælisvert. Okkur
þykir þetta vera mjög
ámælisvert þar sem við njótum í
raun engrar verndar samfélagsins
um ræktunarstörf okkar. Á sama
tíma hefur ríkissjóður styrkt eig-
endur búfjár um marga milljarða á
ári hverju án þess að neinar kvaðir
séu settar um vörslu þessa sama bú-
fjár.
Hvert er efnislegt mat
skóglendis?
Því miður líta allt of margir á virði
skóglendis sem nánast ekkert. Því
megi taka skóginn til annarra land-
nytja án minnstu efasemda.
Í Þýskalandi ber þeim sem tekur
skóg undir aðra landnotkun að koma
upp skógi að minnsta kosti á jafn-
stóru svæði og tekið er. Þetta er
mjög góð regla sem við ættum að
innleiða á Íslandi.
Á sunnanverðum Vestfjörðum hef-
ur lengi staðið yfir deila um vega-
stæði úr Reykhólasveit og vestur yfir
Þorskafjörð. Svo virðist sem ákvörð-
un hafi verið tekin um þverun
Þorskafjarðar og vestur með strönd
hans gegnum Teigsskóg. Fyrir
nokkrum árum var fenginn norskur
sérfræðingur í vegalagninu til að
skoða aðstæður og leggja fram til-
lögu. Taldi hann að besta og hag-
kvæmasta leiðin væri beint vestur
frá Reykhólum frá Stað á Reykjanesi
og þar beint í vestur yfir Þorska-
fjörð. Þessi leið hefur þann kost að
vera snjóléttust og því greiðfærust
lengur en aðrar leiðir. Svo virðist
sem hagsmunir einhvers séu bundnir
við vegagerð um Teigsskóg.
Fyrir um aldarfjórðungi var Blika-
staðalandið í Mosfellsbæ selt. Kaup-
andinn hugðist leggja veg gegnum
Hamrahlíðaskóginn og byggja sex
stór fjölbýlishús þar sem skógurinn
er að vaxa. Þetta var okkur sem þá
sátum í stjórn Skógræktarfélags
Mosfellsbæjar erfitt en bæjarstjórn
Mosfellsbæjar taldi af og frá að
þessu svæði væri unnt að þjóna frá
Mosfellsbæ og þar við situr.
Í Garðabæ hefur Skógrækt-
arfélagið unnið mikið og gott starf í
Smalaholti við norðanvert Vífils-
staðavatn, fyrsta athafnasvæði fé-
lagsins. Nú stendur til að taka
nokkra tugi hektara af þessum elsta
skógi Garðabæjar til golfvall-
argerðar. Nokkru vestar og norðan
Vífilsstaða er mikil mýri þar sem
golfvöllur var lagður en varð að þoka
vegna byggingar íþróttahúss sem
reynst hefur mun dýrara en upp var
lagt með. Til að bæta félaginu miss-
inn á að taka væna sneið af Smala-
holtsskóginum sem er dapurlegt.
Golfvellir eru víða á höfuðborg-
arsvæðinu og margir hverjir á mjög
fögrum stöðum. Margir hefðu viljað
hafa þar íbúðabyggð með góðu út-
sýni. Auðvitað er skilningur fyrir því
að margir vilja golfvelli, önnur hugð-
arefni sem við skiljum ekki er hvers
vegna vellir þessir þurfa að vera sett-
ir niður þar sem fyrir er skynsamleg
landnotkun sem skógrækt sem er öll-
um til yndi.
Þegar litið er á greiðslur fyrir
skóglendi sem tekið hefur verið und-
ir aðra landnýtingu þá er að mörgu
að huga. Ég minnist þess að þegar
svonefnt Krikahverfi var byggt í
Mosfellsbæ fékk félagið greiddar
tvær milljónir í bætur um aldamótin
fyrir skerðingu landgræðsluskógar
um tvo hektara.
Nokkru síðar átti þáverandi fram-
kvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins í
deilu við Reykjavíkurborg vegna
36.000 fermetra spildu hans sunnan
við Rauðavatn þar sem hann hafði
nokkru kostað til vegna skógrækt-
ar.*) Þessi deila stóð um nokkur ár en
júristinn fékk rúmlega 200 milljónir í
greiðslu fyrir og þótti ýmsum það
nokkuð bratt en hann hafði farið
fram á nær tvöfalda þá fjárhæð.
Oft höfum við þurft að horfa á eftir
fögrum skógarlundum sem hafa
þrátt fyrir allt dafnað vel. Nú stend-
ur yfir breikkun Suðurlandsvegar
sem hefur verið framkvæmd í mörg-
um áföngum. Sunnan við Rauðavatn
vilja hagsmunaaðilar taka væna
sneið af gamla skóginum við Rauða-
vatn svo komast megi hjá færslu
bensínstöðvar sunnan við veginn.
Hvernig væri að snúa þessu við með
því að og hlífa skóginum en færa
bensínstöðina sem unnt er að end-
urreisa á nokkrum mánuðum en
skógurinn þarf marga áratugi að
vaxa?
*) Heimild:
https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/
frettir/stok-frett/2006/03/29/
Matsnefnd-eignarnamsbota-urskurdur-29.-
mars-2006/
Gildi skógræktar
Eftir Guðjón
Jensson »Hvert er verðmæti
skóglendis? Í þess-
ari grein er farið yfir
stöðu mála.
Ǵuðjón Jensson
Höfundur er leiðsögumaður og eldri
borgari í Mosfellsbæ.
arnartangi43@gmail.com
Nú hefur meirihluti
borgarráðs fallist á að
sett verði upp aparóla í
Öskjuhlíð til þess að
fólk geti rólað sér þar
að hætti apa. Þetta telst
vera hið þarfasta mál
þrátt fyrir skrýtna and-
stöðu skipulagsstjór-
ans, sem telur að fram-
angreind róla
samrýmist ekki deili-
skipulagi svæðisins og deila megi um
að róla af þessu tagi sé Öskjuhlíðinni
til hagsbóta eða auki á notkun hennar
til útivistar og afþreyingar.
Höfundur þessa pistils telur þessa
skoðun skipulagsstjórans vera með
því vitrænasta sem frá hans kontór
hefur komið í seinni tíð. Engu að síð-
ur ákvað meirihlutinn að hunsa álit
hans, samþykkti aparóluna til eins
árs, ákvað að það væri í góðu lagi að
sniðganga skipulagið þar sem þetta
ráðslag væri aðeins til bráðabirgða
og síðan mætti framlengja það enda-
laust til skamms tíma í senn.
Þannig er sem sagt hægt að fara
fram hjá því sem er í skipulaginu.
Reyndar ekkert flókið og bara snið-
ugt.
Höfundur þessa pistils er inn-
fæddur Reykvíkingur
af foreldrum sem báðir
eru innfæddir Reykvík-
ingar, sem er fátítt um
fólk á hans aldri. Hon-
um hefur til þessa verið
heldur hlýtt til fæðing-
arstaðar síns og kosið
að búa þar öðrum stöð-
um fremur. Nú er hins
vegar svo komið, að
apakattarlæti borg-
arstjórnarmeirihlutans
hafa keyrt svo um þver-
bak, að kærleikar hans
til borgarinnar eru úr sögunni og
kysi hann að búa alls staðar annars
staðar en þar fengi hann því við kom-
ið.
Úrlausnarefni, sem ættu að hafa
meiri forgang en aparólan, eru til
dæmis:
Skipulagsmál borgarinnar eru í
ógöngum. Ríkjandi viðhorf virðist
vera að þröngva ákveðnum lifn-
aðarháttum upp á borgarbúa svo sem
að búa eingöngu í blokkum í stað sér-
býlis og ferðast um í seinfara sístopp-
andi strætisvögnum. Hér þarf að laga
sig að raunhæfum óskum borgarbúa.
Þétting byggðar er misheppnað
fyrirbæri, sem veldur auknum sam-
gönguvanda í stað þess að leysa
hann. Þarf að skoða frá grunni.
Borgarlína leysir engan vanda í
samgöngumálum eins og henni er
ætlað. Hún skapar aðeins nýjan
vanda, kostar allt of mikið og eykur
umferðaröngþveitið og þar með
mengun eins og fjöldi valinkunnra
sómamanna hefur bent á. Eins og í
öðrum borgum leysist umferðaröng-
þveitið ekki nema umferð fari ofan í
jörðina að einhverju leyti. Því eru
ekki grafin jarðgöng á höfuðborg-
arsvæðinu eins og úti á landi? Næstu
jarðgöng ættu öll að vera þar sem
fólkið býr, sem greiðir fyrir ganga-
gerðina.
Reykjavíkurborg stendur tæpast
undir nafni lengur sem höfuðborg.
Skipulag miðast við ímyndaðar innri
þarfir í stað landsþarfa, órökstuddan
sértrúnað meirihlutans og jafnvel
hreinar hégiljur. Komið hefur verið í
veg fyrir gerð Sundabrautar árum
saman og óvíst að þeirri andstöðu sé
lokið. Ný byggingarsvæði hafa komið
í veg fyrir hagkvæma útfærslu henn-
ar, allt í krafti þéttingar byggðar.
Byggð umhverfis flugvöllinn rýrir
gildi hans og gerir hann jafnvel vara-
saman, ef eftir gengur. Í ljósi nýjustu
atburða virðist það eitt blasa við að
hann ber að festa í endanlega í sessi
og hætta bullinu þótt svipta þurfi höf-
uðborgina skipulagsvaldinu að þessu
leyti, sem hún augljóslega er ekki fær
um að fara með sem höfuðborg allra
landsmanna.
Tveggja áratuga óstjórn samfylk-
ingarflokkanna hefur leitt af sér
hvers kyns óráðsíu og óþörf verkefni.
Afleiðingin er að rekstur borgarinnar
er til muna óhagkvæmari en ná-
grannasveitarfélaganna. Í ljósi
fjöldans ætti hann að vera mun hag-
kvæmari. Hér er þörf á rækilegri til-
tekt.
Skattpíning er í hámarki, sukkið
og forgangur gæluverkefna halda
áfram. Það er gömul saga og ný að
vinstristjórn leiðir til ófarnaðar. Virð-
ing fyrir peningum er í lágmarki eins
og þeir vaxi á trjánum. Hér þurfa að
verða umskipti, sem ekki eru í aug-
sýn.
Heilvita mönnum rennur til rifja
málflutningur sumra kjörinna full-
trúa um að fjárhagur borgarinnar sé
í góðu lagi þegar því er öfugt farið.
Fjárhagsvandi borgarinnar verður
ekki leystur með bókhaldsbrellum. Í
ljósi sívaxandi skuldasöfnunar kann
sjálf höfuðborgin innan skamms að
verða ósjálfbær í rekstri.
Fjölgun kjörinna fulltrúa hefur
engu skilað og þarf að færa fjölda
þeirra til fyrra horfs í ljósi þess forn-
kveðna að því verr gefast heimskra
manna ráð sem þeir koma fleiri sam-
an.
Til skamms tíma voru borg-
arstjórar höfuðborgarinnar í góðu
sambandi við fólkið í borginni með
sína föstu viðtalstíma, sem gjarna
leiddu til skjótra viðbragða. Nú er
þessu öfugt farið. Borgarstjórinn er
ósýnilegur og ósnertanlegur, falinn
bak við tafamiðað stjórnapparat.
Helst er hann að finna við sögun jóla-
trjáa, ýmsar minniháttar skóflu-
stungur og daður við einhver trú-
félög. Tími góðra tengsla við
borgarbúa er liðinn.
En það ótrúlega gerist. Borg-
arbúar virðast vera hæstánægðir
með stjórn höfuðborgarinnar ef
marka má skoðanakönnun Gallups
sem birtist í Fréttablaðinu 2. mars sl.
Það skyldi þó aldrei vera að það væri
eitthvað bogið við hæstvirta kjós-
endur eða að þeir hafi ekki hugmynd
um hvernig ástandið er í málum höf-
uðborgarinnar.
Í stuttu máli finnst pistilhöfundi
nóg komið af ruglinu. Meirihlutinn
þarf að víkja og ábyrgt fólk veljast til
forystu og nauðsynlegrar tiltektar í
borgarkerfinu.
Eftir Sverri
Ólafsson »Reykjavíkurborg
stendur tæpast
undir nafni lengur sem
höfuðborg.
Sverrir Ólafsson
Höfundur er viðskiptafræðingur.
sverrirolafs@simnet.is
Aparóla í Öskjuhlíð
Þau stórtíðindi
gerðust nýlega, að ut-
anríkisráðherrar bæði
Rússlands og Kína
mættu saman í Ör-
yggisráð Sameinuðu
þjóðanna, til að mót-
mæla því að Vest-
urveldin virtust hafa
sameinast í því að
beita þá efnahags-
þvingunum, vegna meintra afbrota
þeirra í mannréttindamálum!
Stærstu undirliggjandi tíðindin
þykja mér þó vera, að þeir séu líkast
jafnframt að benda á, að það beri
áfram að líta þeirra framferði í
mannréttindamálum umburð-
arlyndum augum, líkt og tíðkast hef-
ur mjög við önnur stórveldi utan
Vesturlanda, af því slík yfirgangsleg
dómhörku-sérviska Vesturlanda síð-
ustu öldina sé í sjálfu
sér merki um henti-
stefnu, sem eigi ekki að
líðast, sem dólga-
hugsjónamennska í
mannlegum sam-
félögum, nú frekar en
áður!
Þessu til áréttingar
eru þeir líkast til að und-
irstrika það um leið, að
þeir séu í sameiningu
einmitt fulltrúar hinna
tveggja stærstu kjarn-
orkuvopna utan Vesturlanda, sem
gætu þannig boðið þeim og Nató aft-
ur birginn, í endurnýjuðu köldu
stríði, ef þau sæju nú ekki að sér!
Ég treysti lesendum mínum nú til
að fylla upp í eyðurnar um þær
ályktanir sem draga megi af máli
þessu, nú á kosningaári!
Mín kynslóð ólst upp við hryll-
ingssögur af harðneskjulegum yf-
irheyrslum í stríðshrjáðum löndum,
svo sem í Rómönsku Ameríku, sem
og fyrr og síðar. Það varð til að ég
orti svo nýlega langan ljóðabálk um
yfirheyrslu-heimspeki þessa, sem
heitir: Yfirheyrslukennarinn segir.
Þar yrki ég þetta tæpitungulega
brot svo á einum stað:
En tungurnar koma einmitt á framfæri
því sem stjórnendur vilja helst ráða yfir,
en það er hugsanamergðin og minning-
arnar,
og allar fleygu setningarnar stjórn-
arinnar,
sem flestir vildu sagt hafa að lokum!
Eftir Tryggva
V. Líndal
Tryggvi V. Líndal
ȃg treysti lesendum
mínum nú til að fylla
upp í eyðurnar um þær
ályktanir sem draga
megi af máli þessu.
Höfundur er skáld og menningar-
mannfræðingur.
Endurkoma kaldastríðs-landslagsins?