Morgunblaðið - 31.03.2021, Page 57

Morgunblaðið - 31.03.2021, Page 57
Því að hvað er það að deyja annað en standa nakinn í blænum og hverfa inn í sólskinið? (Kahlil Gibran) Góða ferð. Helga Pálsdóttir. Elsku Ingi. Þeir voru ekki margir dagarnir sem liðu innan fjölskyldunnar áður en ég vissi hver Ingi bróðir var. Tilhlökk- unin leyndi sér ekki í hvert sinn sem von var á þér. Sögurnar sem þú sagðir og sem sagðar voru um þig voru stanslaus æv- intýri. Þær eru ófáar minning- arnar sem við eigum um þig. Þú gafst þér alltaf góðan tíma í spjall og hafðir svo einstaklega góða nærveru, alltaf kletturinn sem tengdi alla saman. Og þeg- ar ég tala um alla þá meina ég alla, það var alveg sama hvar við vorum, þú varst alltaf sá sem allir þekktu. Maður sá glitta í bros hjá öllum þegar maður nefndi nafn þitt, „já, ertu mágkona hans Inga/Inga Hauks/Ingós“, þú varst tengilið- urinn. Stundirnar í Bræðraborginni voru einstakar. Ég segi oft sög- una þegar þú komst til ömmu Dóru, opnaðir skottið á einum af þínum flottu bílum og við okkur blöstu pokar með glænýj- um fötum og svartir ruslapokar með óhreinum þvotti. Amma Dóra græjaði nú aldeilis óhreinu fötin og skilaði þeim til baka straujuðum og fínum áður en haldið skyldi í næstu ferð. Í huganum heyri ég ennþá hlát- urinn og eftirvæntinguna þegar von var á þér í Borgina, ykkar bönd voru órjúfanleg. Ég leit líka á þig sem Inga bróður, okkar vinátta var ein- stök. En samband ykkar systk- inanna er magnað, í fyrstu fannst mér þetta yfirþyrmandi en áttaði mig síðan á mikilvægi þess að veita hvert öðru stuðn- ing og nú er það ómetanlegt. Í 30 ár varstu stór partur af okkar lífi, erfitt er að hugsa sér stundirnar án þín en við munum varðveita allar minningarnar og segja áfram sögur þínar. Takk fyrir góðu stundirnar og alla hjálpina minn kæri vinur, þú lif- ir alltaf í hjarta okkar. Við #Svilurnar5, og auðvitað allir hinir líka, munum veita styrk og stuðning til yndislegu fjölskyldunnar þinnar. Takk fyrir að bæta þeim inn í líf okk- ar. Helena. Elsku Ingó. Í fagra sumar- landið ertu kominn þar sem engar áhyggjur eða veikindi eru til staðar, heldur aðeins söngur og gleði. Okkur langar að þakka fyrir allar þær yndislegu stund- ir sem við fengum að upplifa með þér í gegnum árin. Það var alltaf gott og gaman að koma til ykkar hjóna í kaffibolla og ræða hlutina, alltaf var gleðin og létt- leikinn til staðar sem gerði það að verkum að maður fór alltaf glaður og brosandi út. Þýska- landsferðin sem við fjölskyldan fórum saman verður lengi í minnum höfð enda var lífið ynd- islegt og gott á þeim fallega stað sem Travemünde er. Elsku Ingó, góður, sanngjarn og hlýr vinur varstu öllum og verður þín sárt saknað. Við fjölskyldan sendum ástvinum og aðstand- endum, okkar innilegustu sam- úð. Takk fyrir allt Ingó og við hittumst síðar. Öll við færum, elsku vinur, ástar þökk á kveðjustund. Gleði veitir grátnu hjarta. guðleg von um eftirfund. Drottinn Jesú, sólin sanna, sigrað hefur dauða og gröf. Að hafa átt þig ætíð verður, okkur dýrmæt lífsins gjöf. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Guðleifur W. Guðmundsson, Ingunn María Guðjónsdóttir. „Manstu fyrir langa löngu, við sátum saman í skólastofu.“ Þannig byrjar lag sem minnir mig alltaf á vin minn Inga Hauk. Þennan glaðværa, einstaka, trausta vin sem ég var svo hepp- in að kynnast á unglingsárum okkar á Hofsósi. Á þeim árum gátum við unglingarnir unnið á sumrin í fiski í frystihúsinu á Hofsósi og vorum við Ingi Hauk- ur þar á meðal margra annarra vina. á var mikla vinnu að hafa, bæði virka daga og um helgar, en það var samt alltaf tími fyrir félagslífið. Heima á Hofsósi var spilað á spil, farið á böll með sætaferðum eða bara rúntað með tónlistina stillta í hærri kantinum. Enda- laust gaman eins og lífið á að vera. ið Ingi Haukur gerðum margt saman. Við fórum til dæmis austur til Atlavíkur um verslunarmannahelgi en líka í fleiri útilegur og var ein farin upp í Hólkot. Lengra þurfti ekki að fara til þess að skipta um um- hverfi. Þar var okkur boðið inn til að borða hangikjöt. Heimilisfólkið var ekki að pirra sig á háværum unglingum sem tjölduðu nánast undir þvottasnúrunni við íbúðar- húsið. Nei, inn var okkur boðið og borðuðum við kvöldmat og hlustuðum á plötu með Ása í bæ og sungum með „gamla fólkinu“ eins og okkur fannst ábúendur vera þá. En við Ingi Haukur ásamt Hössa og Ella vorum þarna á ferð í þetta skiptið eins og svo oft á þessum árum. Það sem einkenndi fé- lagsskapinn með Inga var gleði og hlátur. Hann elskaði skemmtilegar sögur og frasa sem voru óspart notaðir og svo var hlegið, lengi og mikið. Það vafðist ekki fyrir honum að sjá jákvæðu hliðarnar á lífinu og hafa gaman af. Þegar við hittumst á Jónsmessuhátíð á Hofsósi fyrir nokkrum árum, þá birtist hann upp við svið þar sem ég var að syngja og bað um óskalag, Danska lagið. Þetta gerðu hann og fleiri allt ballið á enda og komu því svona fimmtíu sinnum upp að sviði eða sendu einhvern með miða með áritaðri beiðni um Danska lagið. Þetta vakti mörg bros og hlátur allt ballið á enda. Lagið var auðvitað flutt oftar en einu sinni. Að ári mættu sömu félagarnir aftur og titluðu sig sem „grúppíur“ Þórunnar og Halla. Þetta lýsir Inga Hauki svo vel, það var alltaf svo stutt í gleðina, brosið og hláturinn. Elsku Ingi Haukur, þín verð- ur sárt saknað og þegar ég syng Danska lagið næst verður það sannarlega sungið fyrir þig. Þó í okkar feðrafold falli allt sem lifir enginn getur mokað mold minningarnar yfir. (Bjarni Jónsson frá Gröf) Kæra Sigrún og fjölskylda, ég votta ykkur öllum innilega sam- úð og bið Guð að veita ykkur styrk á erfiðum tímum. Minningin um einstakan vin lifir. Þórunn Snorradóttir. Með hlýju í hjarta og miklum söknuði kveðjum við nú góðan vin. Ingó var einstakur á margan hátt. Rólegur og yfirvegaður húm- oristi, gegnheill og sannur vinur sem töfraði fram það besta í öll- um. Hann átti auðvelt með að tengjast fólki, jafnt ungum sem öldnum. Minning þín lifir í hjört- um okkar elsku vinur. Takk fyrir allt. Hversvegna er leiknum lokið? Ég leita en finn ekki svar. Ég finn hjá mér þörf til að þakka þetta sem eitt sinn var. (Starri í Garði) Hvíl í friði kæri vinur. Hjalti og Elliði. MINNINGAR 57 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. MARS 2021 ✝ Benedikt Vil- hjálmsson fæddist á Branda- skarði 15. febrúar 1935. Hann lést á hjúkrunarheim- ilinu Sóltúni 23. mars 2021. Foreldrar Bene- dikts voru Vil- hjálmur Bene- diktsson, bóndi á Brandaskarði, f. 1894, d. 1955, og Jensína Hall- grímsdóttir, húsmóðir á Brandaskarði, f. 4. október 1892, d. 4. febrúar 1963. Systkini Benedikts eru Sigríð- ur Hjaltberg, Jón Margeir, Brynhildur Ingibjörg og Páll Ísleifur. Benedikt giftist Sigurborgu Guðmundsdóttir, f. 25. apríl 1940. Börn þeirra eru: 1) Bára Mar- grét, f. 22. mars 1966, börn hennar eru Birna Íris, Irma Gná, Auður Ilona, Styrmir Eero, Hekla Toini og stjúpsonur Daníel. 2) Jenný Eygló, f. 19. mars 1968, börn hennar eru Benedikt Arn- ar og Theodór Páll. Barna- barnabörn Benedikts og Sigurborgar eru Margrét Ylfa og Úlfur Ari. Útför Benedikts fer fram frá Mosfellskirkju í dag, 31. mars 2021. Vegna fjöldatak- markana er útförin eingöngu opin fyrir nánustu aðstand- endur. Umhyggju og ástúð þína okkur veittir hverja stund. Ætíð gastu öðrum gefið yl frá þinni hlýju lund. Gáfur prýddu fagurt hjarta, gleðin bjó í hreinni sál. Í orði og verki að vera sannur var þitt dýpsta hjartans mál. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Jæja elsku pabbi, þá ertu kominn til foreldra þinna og systkina. Við vissum að það væri stutt í þetta en erum aldr- ei tilbúin að kveðja ástvin. Var svo þakklát að eyða afmælis- deginum mínum hjá þér og stjana við þig. Það síðasta sem þú baðst mig um var þegar þú sagðir að þig langaði í slátur og ég ætlaði að redda því en þú færð það bara vonandi í Draumalandinu. Skal passa álfana þína vel og hugsa vel um mömmu. Bára Margrét. Afi Benni var einn af þeim sem var alltaf til staðar, for- dómalaus og tilbúinn að hlusta. Hann átti alltaf til kandís fyrir okkur barnabörnin og lagði sig fram við að kenna okkur að spila. Við vorum álfarnir hans, „álfurinn minn“ sagði hann og strauk okkur um kollinn. Í seinni tíð þótti mér vænt um hvað hann var forvitinn um nútímasamfélag og gátum við setið saman í eldhúskróknum og spjallað um heima og geima. Hann var spenntur að kynna sér nýjustu tæknina og undir það síðasta var hann kominn með snjallsíma í hendurnar og var orðinn nokkuð lunkinn með hann eftir að við systkinin vor- um búin að fara yfir þetta með honum. Það er sárt að kveðja og vita til þess að geta ekki setið aftur með afa í eldhúskróknum í trúnó en hann var mjög saddur sinna lífdaga og sáttur við guð og menn og tilbúinn að fara á „sjóinn“ aftur. Ég veit að hann er einhvers staðar á sjó núna, þar sem hon- um leið best, með Páli heitnum bróður sínum, að súpa á viskíi með sól í vanga að skiptast á klámbröndurum. Ég kveð þig afi minn, Birna Íris. Afi minn Brandaskarði kom hann frá, bæinn hann flutti eftir smá. Marga góða hluti gerði hann og góður við hvern einasta mann. Hann var sjómaður í eina stund og ávallt léttur í lund. Hnúta batt hann marga og hraustmenni var hann. Þetta er hann afi minn góði, fallegi og fróði. (AI-2005) Auður Ilona (álfurinn). Benedikt Vilhjálmsson Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýju við andlát og útför elskulegs sonar okkar og bróður, SIGURÐAR JÓHANNS RUI HELGASONAR. Sérstakar þakkir færum við Björgunarsveitinni Ársæli og Mjölni fyrir einstakan virðingarvott sem minningu Sigurðar Jóhanns var sýndur við útför hans. Anna María Sigurðardóttir Helgi Jóhannesson Þórný Jónsdóttir Anna Lucia Helgadóttir Jóhannes L.L. Helgason Innilegar þakkir til þeirra fjölmörgu sem sýndu fjölskyldunni samúð, vinarhug og virðingu við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, HRANNAR ARNHEIÐAR BJÖRNSDÓTTUR frá Dalvík. Sérstakar þakkir frá okkur fær starfsfólk Sjúkrahússins á Akureyri fyrir frábæra og alúðlega umönnun. Björn Mikaelsson Sveinsína Guðrún Steindórsd. Jóhannes Mikaelsson Guðrún Gísladóttir Sigurður Mikaelsson Inga Þorbjörg Steindórsdóttir Sigrún Alda Mikaelsdóttir Sigurður Halldórsson barnabörn og barnabarnabörn Elskulegur frændi okkar, SIGURGEIR MAGNÚSSON frá Vigdísarstöðum, lést á Heilbrigðisstofnuninni á Hvammstanga laugardaginn 20. mars. Útförin fer fram frá Melstaðarkirkju laugardaginn 3. apríl klukkan 13. Í ljósi aðstæðna verða einungis nánustu aðstandendur viðstaddir en jarðarförinni verður streymt á fésbókarsíðu Melstaðarprestakalls. Fyrir hönd aðstandenda, Ingibjörg Sigurðardóttir Magnús Guðmundsson Ragnar Bjarni Gröndal Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, systir, amma og langamma, BJÖRK MÝRDAL hjúkrunarfræðingur, lést á heimili sínu sunnudaginn 21. mars. Útförin fer fram frá Selfosskirkju þriðjudaginn 6. apríl klukkan 14. Í ljósi aðstæðna verða aðeins nánustu ástvinir viðstaddir. Streymt verður frá útförinni á vef Selfosskirkju: https://selfosskirkja.is/?page_id=4153. Árni Marz Friðgeirsson Ruth Guðmundsdóttir Guðjón Ingi Guðmundsson Sigríður Una Árnadóttir Njáll Mýrdal Árnason Inga Lára Sigurjónsdóttir Þórey Rakel Mýrdal Sigursteinn Mýrdal barnabörn og barnabarnabarn Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og sendu hlýjar kveðjur vegna andláts og útfarar heittelskaðrar eiginkonu, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÓLAFAR GUÐMUNDSDÓTTUR, Norðurgötu 40, Akureyri. Sérstakar þakkir fær starfsfólk SAk og lögmannshlíðar sem kom að umönnun Ólafar síðustu mánuði. Minning þín er ljós í lífi okkar. Friðrik Sigurjónsson Kristján Viktor Kristjánsson Laufey Ingadóttir Jóhanna María Friðriksdóttir Gunnar Vigfússon Heiðbjört Ída Friðriksdóttir Jón Sigtryggsson barnabörn og langömmubörn Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, HALLGRÍMUR ÞÓR HALLGRÍMSSON bryti, lést í faðmi fjölskyldunnar á Heilbrigðis- stofnun Vesturlands föstudaginn 26. mars. Útförin fer fram frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði fimmtudaginn 8. apríl klukkan 11. Vegna samkomutakmarkana verða einungis nánustu ættingjar og vinir viðstaddir. Athöfninni verður streymt. Hlekk á streymi má nálgast á mbl.is/andlat Emil Birgir Hallgrímsson Edda Svavarsdóttir Guðfinna Björk Hallgrímsd. Brynjólfur Hrafn Úlfarsson Þóra Björg Hallgrímsdóttir Tjörvi Einarsson Óðinn Páll, Inga Bjartey, Una Rán, Urður Ása og Hekla Gná Okkar ástkæri ALBERT ÓLAFSSON, Austurbyggð 17, Akureyri, lést á dvalarheimilinu Hlíð mánudaginn 29. mars. Útförin fer fram í kyrrþey þriðjudaginn 6. apríl. Sérstakar þakkir til starfsfólks Reyni- og Skógarhlíðar fyrir frábæra umönnun og hlýhug. Fyrir hönd aðstandenda, Sigríður Björg, Guðný, María, Þorgerður og fjölskyldur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.