Morgunblaðið - 31.03.2021, Blaðsíða 60
60 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. MARS 2021
Smáralind | Kringlunni | Reykjanesbæ | Akranesi | Sími 511 2022 | dyrabaer.is
Úrval náttúrulegra bætiefna og fóðurs fyrir hunda og ketti.
Nánar á dyrabaer.is
HOLLUSTA OG HEILBRIGÐI FRÁ
40 ára Harpa er
Hafnfirðingur og hef-
ur alltaf búið í Hafn-
arfirði. Hún er leik-
skólakennari að
mennt og er deildar-
stjóri á Stekkjarási í
Hafnarfirði. Harpa er
í stjórn Skátafélagsins Hraunbúa.
Maki: Jökull Guðmundsson, f. 1981,
rafvirki að mennt og vinnur hjá Mar-
el.
Börn: Logi Jökulsson, f. 2007, og
Auður Jökulsdóttir, f. 2013.
Foreldrar: Kolbeinn Árnason, f. 1949,
smiður, og Hjördís Sigurbjörnsdóttir,
f. 1958, kjólameistari í Þjóðleikhús-
inu. Þau eru búsett í Hafnarfirði.
Harpa
Kolbeinsdóttir
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl ,
Hrútur Þetta er ekki verri dagur en hver
annar til að reyna eitthvað nýtt í eldhús-
inu. Mikil ákefð býr undir sakleysislegu
yfirbragði nýs vinar.
20. apríl - 20. maí +
Naut Flanaðu ekki að neinu, heldur tékk-
aðu af alla hluti og hafðu þitt á hreinu
þegar þú grípur til aðgerða. Settu skoð-
anir þínar fram með glöggum og grein-
argóðum hætti.
21. maí - 20. júní 6
Tvíburar Stundum eru hlutirnir hreint
ekki þar sem þér finnst þú hafa skilið þá
eftir. Mundu að maður er manns gaman.
21. júní - 22. júlí 4
Krabbi Þú getur ekki bætt samband þitt
við vin þinn með því að reyna að breyta
honum/henni. Eflaust er best að treysta á
eigið innsæi þegar ástamálin eru annars
vegar.
23. júlí - 22. ágúst Z
Ljón Gefðu þér tíma til þess að sinna
vandamálum þeirra sem til þín leita. Slak-
aðu á í kvöld yfir góðri bók og reyndu að
gleyma öðru smástund.
23. ágúst - 22. sept. l
Meyja Þótt veraldleg gæði séu nauðsyn-
leg snýst lífið um fleira en þau. Það hefur
aldrei sakað að sýna kurteisi.
23. sept. - 22. okt. k
Vog Þú hefur þurft að taka á honum stóra
þínum til þess að ráða fram úr hlutunum.
Sæktu styrk til þeirra sem eru þér nán-
astir.
23. okt. - 21. nóv. j
Sporðdreki Þú ert gæddur góðum hæfi-
leikum en hefur ekki nægilegt sjálfstraust
til að nýta þér þá. Skráðu þig á námskeið
sem þig hefur lengi langað á.
22. nóv. - 21. des. h
Bogmaður Svarið við spurningunni þinni
berst í formi persónu. Þér eru allir vegir
færir ef þú vilt.
22. des. - 19. janúar @
Steingeit Nú stefnir í að þú hittir fyrir þá
sem eru sama sinnis og þú og reiðubúnir
að vinna málstað ykkar brautargengi. Ekki
er víst að allir sjái lífið sömu augum og
þú.
20. jan. - 18. febr. ?
Vatnsberi Gerðu draum þinn að veruleika
og leitaðu á vit ævintýranna. Þú kynnist
einhverjum spennandi sem á eftir að
auðga líf þitt.
19. feb. - 20. mars =
Fiskar Sýndu öðrum tillitssemi. Fólk sem
hugsar vel um sig er að þínu skapi.
1993 var hún skipuð deildarstjóri í
ráðuneytinu. „Það tímabil sem ég
gegndi störfum ráðherraritara var
vissulega krefjandi en afar skemmti-
legt, átta tíma vinnudagur þekktist
ekki þá, stundum jafnvel unnið fram
yfir miðnætti og um helgar ef þörf
krafði. Þeirra tæplega 20 ára sem ég
sá um ráðherrana mína, Guðmund
Bjarnason, Sighvat Björgvinsson,
Guðmund Árna Stefánsson, Ingi-
björgu Pálmadóttur, Jón Kristjáns-
son, Siv Friðleifsdóttur og Guðlaug
Þór Þórðarson, minnist ég sem
minna bestu starfsára með ein-
stökum yfirmönnum. Ingibjörg
frönskum bókmenntum. „Á síðari
árum hef ég reynt að viðhalda
frönskukunnáttunni, meðal annars
með því að sækja frönskunámskeið
um nokkurra vikna skeið í Perpign-
an í suðvesturhluta Frakklands.
Tæplega fertug tók ég upp þráðinn
og hóf aftur nám í píanóleik í Tón-
listarskóla Kópavogs og lauk sex
stigum af átta.“
Ingiríður hefur lengst af unnið
sem ríkisstarfsmaður, fyrst um
tveggja ára skeið í utanríkisráðu-
neytinu og nokkrum árum síðar sem
ritari heilbrigðis- og trygginga-
ráðherra, eða frá árinu 1988. Árið
I
ngiríður Hanna Þorkels-
dóttir er fædd 31. mars 1951
í Reykjavík og ólst þar upp
fyrstu fimm ár ævinnar eða
þar til foreldrar hennar
festu kaup árið 1956 á húsi á Kárs-
nesbraut 13 í Kópavogi. „Í Kópavogi
liggja rætur bernsku minnar og þar
var gott að alast upp sem barn og
unglingur. Segja má að við höfum
verið frumbyggjar í Kópavogi og
notið þess að búa við það mikla frelsi
sem einkenndi vaxandi bæ á þessum
árum. Við systkinin vorum gjarnan
send niður að sjó til þess að kaupa
nýveidda bátaýsu eða nýorpin egg á
Brúarósi. Um það bil síðustu tíu ár
ævi sinnar bjó móðuramma mín,
Ingiríður Kristín, hjá okkur og það
er ljúft að minnast þess tíma þegar
þrjár kynslóðir bjuggu undir sama
þaki.
Á uppvaxtarárum mínum var faðir
minn endurskoðandi Samvinnu-
bankans og fylgdi því starfi að
ferðast árlega um landið og endur-
skoða útibú bankans. Í þessar ferðir
fór öll fjölskyldan saman og ein-
kenndust árin af mörgum og
skemmtilegum ferðum um landið,
enda voru foreldrar mínir fróðir um
örnefni, land og þjóð. Þegar farið var
á æskuslóðir pabba í Suður-
Þingeyjarsýslu var gist í Hólsgerði
hjá Jakobínu föðurömmu, auk þess
sem frændgarðurinn í Ytri-Tungu á
Tjörnesi og Fjalli í Aðaldal var
ævinlega heimsóttur. Enn fremur
var gjarnan farið til Siglufjarðar en
þar bjó ein systir pabba ásamt fjöl-
skyldu sinni. Þetta eru ár ljúfra
bernskuminninga.“
Ingiríður gekk í Kársnesskóla og
að honum loknum fór hún í Gagn-
fræðaskóla Kópavogs þaðan sem
hún lauk landsprófi vorið 1967. Á
æsku- og uppvaxtarárunum var hún
í tónlistarnámi, fyrst í Barnamúsík-
skólanum, síðar í Tónlistarskóla
Kópavogs. Auk þess lagði Ingiríður
stund á ballett um nokkurra ára
skeið og var félagi í Skátafélaginu
Kópum í Kópavogi. Að loknu lands-
prófi lá leiðin í Menntaskólann í
Reykjavík og útskrifaðist hún þaðan
vorið 1973. Árin 1974-1976 bjó hún í
Strasbourg og stundaði nám við Há-
skólann í Strasbourg í frönsku og
Pálmadóttir treysti mér svo vel að
eitt sinn fól hún mér að finna og
velja fyrir sig kjóla og annað og það
gerðist gjarnan að ef hún týndi eða
gleymdi sínum eigin gleraugum fékk
hún mín lánuð. Jón Kristjánsson
byrjaði vinnudagana ævinlega á því
að drekka með okkur morgunkaffi
og segja skemmtilegar sögur úr póli-
tíkinni sem hann lauk gjarnan með
orðunum „og þá varð þessi vísa til“.“
Við sameiningu ráðuneyta heil-
brigðis- og félagsmála í nýtt ráðu-
neyti, velferðarráðuneyti, sem tók til
starfa 1. janúar 2011 vann Ingiríður
á skrifstofu velferðarmála, auk þess
sem hún vann fyrir kærunefndir
ráðuneytisins. Frá árinu 2008 vann
hún um 12 ára skeið í aukastarfi á
kvöldin og um helgar sem læknarit-
ari. „Þegar lög um úrskurðarnefnd
velferðarmála nr. 85/2015 tóku gildi
þann 1. janúar 2016 bauðst mér að
ganga til liðs við nefndina og ákvað
ég þá að venda mínu kvæði í kross
og skipta um starfsvettvang. Hjá úr-
skurðarnefndinni hefur starf mitt
einkum verið prófarkalestur.
Ef frá er talin dýrmæt samvera
með barnabörnunum mínum og fjöl-
skyldunni stendur hugur minn eink-
um til ferðalaga, útivistar og göngu-
ferða, jafnt innan lands sem utan.
Kemur þá í hugann ógleymanleg
pílagrímaganga í júní 2019 í Austur-
ríki með einstökum gönguvinum.
Ingiríður Hanna Þorkelsdóttir, fv. ritari heilbrigðis- og tryggingaráðherra – 70 ára
Á Tenerife Ingiríður, Sigurður Grétar heldur á Ylfu Matthildi og Úlfhildur,
fremst á myndinni eru Kristín Hanna og Skarphéðinn Krummi árið 2018.
Góðar minningar úr ráðuneytinu
Í Austurríki Ingiríður á tíu daga göngu í Alpafjöllum í júní 2019. Í baksýn
má sjá Pillersee-dal sem gengið var meðfram.
Skírn Ingiríður fjögurra mánaða
með móðurömmu sinni og nöfnu.
30 ára Kristín er
Kópavogsbúi og ólst
þar upp. Hún er
sjúkraliði að mennt og
er að klára annað árið
í hjúkrunarfræði við
HA. Kristín er sjúkra-
liði á sambýlinu Roða-
sölum.
Maki: Ramandeep Singh, f. 1985 á Ind-
landi, stöðvarstjóri hjá N1.
Börn: Jakob Rayan Singh, f. 2015, og
Kimaya Ósk Singh, f. 2017.
Foreldrar: Jakob Ólafsson, f. 1958, flug-
stjóri hjá Landhelgisgæslunni, og Violeta
Tolo Torres, f. 1967 á Filippseyjum, verk-
efnastjóri á fjármálasviði hjá HÍ. Þau eru
búsett í Kópavogi.
Kristín Margrét
Jakobsdóttir
Til hamingju með daginn
Börn og brúðhjón
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum
borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría
áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is