Morgunblaðið - 31.03.2021, Page 63

Morgunblaðið - 31.03.2021, Page 63
LIECHTENSTEIN Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Þegar talað hefur verið um „skyldu- sigur“ í leiknum gegn Liechtenstein í undankeppni heimsmeistaramóts- ins í knattspyrnu sem fram fer á Rheinpark-leikvanginum í Vaduz í kvöld kemur strax upp í hugann við- ureign þjóðanna sem þar fór fram 17. október árið 2007. Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen, núverandi þjálf- arar landsliðsins, voru í íslenska lið- inu þetta októberkvöld þar sem Liechtenstein vann einn fræknasta sigur sinn í sögunni, 3:0, en þau úr- slit eru jafnframt skráð í íslenskar sögubækur sem ein verstu úrslit Ís- lands frá upphafi. Frick og Beck voru frískir Bráðfrískir framherjar Liechten- stein, Mario Frick og Thomas Beck, léku íslensku vörnina grátt. Í henni miðri stóð Ragnar Sigurðsson, sem er einn eftir í landsliðshópnum af þeim sem léku þennan leik fyrir fjórtán árum. Hann leikur reyndar ekki í kvöld vegna meiðsla. Kári Árnason hafði leikið næstu fjóra leiki landsliðsins á undan en var ekki valinn í átján manna hópinn fyrir þennan leik. Reyndar vissu allir að Liechten- stein gat bitið frá sér því liðin höfðu skilið jöfn, 1:1, á Laugardalsvell- inum í sömu undankeppni, fyrir EM 2008, í júnímánuði þetta sama ár. Þar höfðu Liechtensteinar síst verið lakari aðilinn enda sennilega með sitt besta landslið í sögunni um þetta leyti. Lið Íslands og Liechtenstein hafa haldið sitt í hvora áttina frá árinu 2007. Á þessum árum var lið Vaduz, eina atvinnulið Liechtenstein, að stórum hluta skipað landsliðs- mönnum þjóðarinnar og var sterkt A-deildarlið í Sviss. Í dag er Vaduz nær eingöngu skipað erlendum leik- mönnum, og er í svissnesku A- deildinni. Vaduz sló einmitt Breiða- blik út úr Evrópukeppni fyrir tveimur árum. Flestir í D-deildinni í Sviss Landsliðsmenn Liechtenstein í dag spila aftur á móti flestir með næstbestu liðum landsins, Esch- en/Mauren og Balzers, sem bæði leika í svissnesku D-deildinni, efstu deild áhugamanna í Sviss. Eins og kom fram í viðtali við Helga Kol- viðsson, fyrrverandi landsliðsþjálf- ara Liechtenstein, í blaðinu í gær hefur keppni þar legið niðri í langan tíma vegna kórónuveirufaraldurs- ins. Lið Eschen/Mauren og Balzers léku síðast deildarleiki 17. október en þá höfðu þau spilað átta leiki hvort á tímabilinu 2020-2021. Nokkrir atvinnumenn Nokkrir atvinnumenn eru í liði Liechtenstein, m.a. fyrirliðinn og leikjahæsti maðurinn, Nichoas Hasler, 29 ára miðjumaður, sem hefur spilað 75 landsleiki og leikur með Thun í svissnesku B-deildinni. Hinn 19 ára gamli Noah Frick, bráðefnilegur framherji, leikur með Neuchatel Xamax í sömu deild og bróðir hans, sóknarmaðurinn Yanik Frick, með Energie Cottbus í þýsku D-deildinni. Markvörðurinn Benj- amin Büchel er eini leikmaður Vad- uz í landsliðinu um þessar mundir, ásamt reyndar ungum varamark- verði. Liechtenstein tapaði naumlega, 0:1, fyrir Armeníu á heimavelli í fyrstu umferð riðilsins síðasta fimmtudag og fékk á sig sjálfsmark rétt fyrir leikslok. Armenar réðu lögum og lofum í þeim leik en gekk illa að brjóta vörn Liechtenstein á bak aftur. Flóðgáttirnar opnuðust hinsvegar í Skopje á sunnudags- kvöldið þegar Liechtenstein tapaði 5:0 fyrir Norður-Makedóníu eftir að staðan var 1:0 í hálfleik. Landsliðsþjálfarinn skoraði Ísland hefur unnið fjóra af þeim sjö landsleikjum sem háðir hafa ver- ið við Liechtenstein frá 1997. Liðin gerðu öðru sinni jafntefli, 1:1, í vin- áttuleik á Laugardalsvellinum árið 2010 og þá skoraði Martin Stock- lasa, núverandi landsliðsþjálfari, einmitt mark Liechtenstein. Þrír af fjórum sigurleikjum Íslands hafa endað 4:0, tvívegis árið 1997 í und- ankeppni HM og vináttuleikur á Laugardalsvellinum í júní 2016, rétt áður en haldið var á EM í Frakk- landi. Þá vann Ísland vináttuleik lið- anna á La Manga á Spáni árið 2009, 2:0, m.a. með 19 ára gamlan Aron Einar Gunnarsson innanborðs. Engir áhorfendur Engir áhorfendur verða á leikn- um í Liechtenstein í kvöld enda svipaðar takmarkanir þar og víðast hvar í Evrópu vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Það verða við- brigði frá leiknum í Armeníu á sunnudaginn þar sem fjögur þúsund manns sáu leik íslenska liðsins. Þjóðarleikvangurinn Rheinpark Stadion, þar sem íslenska liðið æfði í gær, rúmar annars um 7.500 áhorfendur og er heimavöllur Va- duz. Þar lék Ísland áður í fyrr- greindum leik árið 2007 en hann hafði ekki verið byggður þegar þjóðirnar mættust fyrst árið 1997. Sá leikur fór fram í Eschen, nyrsta bæ landsins, á heimavelli Eschen/ Mauren sem þá gegndi hlutverki þjóðarleikvangs. Liechtenstein er fjórða minnsta ríki Evrópu, aðeins 160 ferkílómetr- ar að flatarmáli, og íbúar eru tæp- lega 40 þúsund. Aðeins San Marínó, Mónakó og Vatíkanið eru minni, og aðeins San Marínó og Vatíkanið eru fámennari. Landslið Liechtensten er núna í 181. sæti af 207 þjóðum á heimslista FIFA og í 53. sæti af 55 þjóðum UEFA á listanum, á undan Gíbralt- ar og San Marínó. Best hefur liðið komist í 122. sæti heimslistans og það var einmitt árið 2007. „Skyldusigur“ gegn liði sem lék Ísland grátt? - Liechtenstein oftar en einu sinni reynst erfiður andstæðingur íslenska liðsins Morgunblaðið/Eggert Skoraði Birkir Már Sævarsson í baráttu við Dennis Salanovic, leikmann Liechtenstein, á Laugardalsvellinum í júní 2016 en þá skoraði hann eitt markanna í 4:0 sigri Íslands. Birkir gæti spilað sinn 97. landsleik í Vaduz í kvöld. ÍÞRÓTTIR 63 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. MARS 2021 _ Handknattleikskonan Unnur Ómars- dóttir hefur ákveðið að leika með KA/ Þór, uppeldisliði sínu, frá og með næsta tímabili en hún skrifaði í gær undir tveggja ára samning við Akureyr- arliðið. Unnur hefur leikið með fram undanfarin ár en einnig með Gróttu og norska félaginu Skrim. Hún á 29 lands- leiki að baki. _ Skagamaðurinn Þórður Þorsteinn Þórðarson er kominn til liðs við ÍA á nýjan leik eftir tæplega tveggja ára fjarveru en hann var kynntur til leiks á ný hjá Knattspyrnufélagi ÍA í gær. Þórður, sem er 26 ára gamall hægri bakvörður, fór frá ÍA til FH á miðju sumri 2019 og svo þaðan til HK í ágúst á síðasta ári. Hann á að baki 84 leiki í efstu deild, þar af 67 fyrir ÍA, tíu fyrir FH og sjö fyrir HK, og hefur skorað í þeim átta mörk. _ Knattspyrnudeild Breiðabliks hefur samið við Leikni í Reykjavík um að Sævar Atli Magnússon, fyrirliði Leikn- ismanna, gangi til liðs við Kópavogs- félagið að þessu keppnistímabili loknu. Sævar lék einn leik með Leikni í úrvals- deildinni árið 2015, þá fimmtán ára gamall, og hefur síðan verið í lykilhlut- verki, skorað 31 mark í 80 leikjum í B- deildinni, og átti stóran þátt í að koma liðinu aftur upp í efstu deild síðasta haust. _ Roberto Firmino, framherji Eng- landsmeistara Liverpool í knattspyrnu, hefur hafið æfingar með liðinu á nýjan leik. Firmino, sem er 29 ára gamall, var að glíma við hnémeiðsli en hann missti af síðustu þremur leikjum liðsins fyrir landsleikjahlé vegna meiðslanna. Jür- gen Klopp, stjóri Liverpool, reiknar með því að geta notað leikmanninn þegar Liverpool heimsækir Arsenal í ensku úrvalsdeildinni á Emirates- völlinn í London á laugardaginn kemur. _ Karlalið FH í knattspyrnu er komið í sóttkví eftir að einn leikmanna liðsins greindist með smit af kórónuveirunni. Valdimar Svavarsson, formaður knatt- spyrnudeildar FH, sagði við 433.is í gær að félagið hefði ákveðið að taka enga áhættu og senda allan hópinn í sóttkví fram yfir páska, enda þótt æft hefði verið í hólfum að undanförnu. _ Mohammed Al-Hakim dæmir leik Liechtenstein og Íslands í undankeppni HM í knattspyrnu á Vaduz í dag. Al- Hakim, sem er sænskur, fæddist í Írak en hann er 35 ára gamall. Honum til aðstoðar verða þeir Fredrik Klyver og Mikael Hallin en Adam Ladebäck verð- ur fjórði dómari. Hann hefur verið FIFA- dómari frá árinu 2015 en ásamt því að vera dómari hefur hann einnig starfað sem hermaður í Svíþjóð. _ Steinunn Björnsdóttir, fyrirliði Fram og landsliðskona í handknattleik, fékk staðfest í gær að hún væri með slitið krossband í hægra hné. Hand- bolti.is greindi frá þessu og þar segir Steinunn að tíðindin séu kjafts- högg, enda verður hún að óbreyttu frá keppni fram á næsta ár. Steinunn meiddist í leik Ís- lands og Norður- Makedóníu í und- ankeppni HM í Skopje fyrr í þessum mánuði. Hún lenti illa eftir að hafa skorað úr hraðaupphlaupi í fyrri hálfleiknum og kom ekki meira við sögu með ís- lenska liðinu í leikjunum þremur á mótinu. Eitt ogannað Ómar Ingi Magnússon, landsliðs- maður í handknattleik og leik- maður Magdeburg, er einn þeirra sjö leikmanna sem koma til greina sem besti leikmaður marsmánaðar í sterkustu deild heims, þýsku 1. deildinni. Ómar hefur verið í mikl- um ham með liði Magdeburg að undanförnu, skoraði 6,5 mörk að meðaltali í leik í mars, og er nú fimmti markahæsti leikmaður deildarinnar. Sjö leikmenn eru til- nefndir, einn í hverri stöðu á vell- inum, og Ómar er því þegar kominn í sjö manna úrvalslið mánaðarins. Ómar einn af sjö bestu í mars AFP Góður Ómar Ingi Magnússon hefur leikið mjög vel með Magdeburg. Alls eru fimmtán útileikmenn leik- færir hjá U21-árs landsliðinu í knattspyrnu þegar liðið mætir Frakklandi í lokaleik sínum í loka- keppni EM 2021 í C-riðli keppn- innar í Györ í Ungverjalandi í dag. Þrátt fyrir töp gegn Rússlandi og Danmörku í fyrstu tveimur leikjum sínum á Ísland enn þá möguleika á því að fara upp úr riðlinum og í út- sláttarkeppnina sem fer fram í maí og júní en til þess þarf Ísland að vinna Frakka með fjórum mörkum hið minnsta og treysta á að Danir leggi Rússa að velli. Möguleikinn enn þá til staðar Ljósmynd/Szilvia Micheller Sókn Það mun mikið mæða á Mikael Anderson í sóknarleiknum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.