Morgunblaðið - 31.03.2021, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 31.03.2021, Blaðsíða 64
64 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. MARS 2021 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is „Þetta hefur verið skemmtilegt verkefni og áskorun að glíma við. Ég fékk hugmyndina eitt sinn þeg- ar ég skoðaði landakort og sá hvar lengdar- og breiddarbaugar sker- ast á Íslandi og fór þá að velta fyrir mér hvort gerlegt væri að fara á alla þessa tuttugu og þrjá staði. Ég sá fljótt að það ætti að vera hægt, því engir skurðpunktar lenda á jöklum og ekki tæknilega erfitt að komast á neinn þeirra. Eftir undir- búning fór ég af stað og lagði sér- smíðaðan gulan ramma á hvern punkt og tók bæði nærmyndir og víðari myndir af hverjum stað,“ segir Emil Hannes Valgeirsson, sem opnar ljósmyndasýningu á morgun fimmtudag í Gallerí Grá- steini við Skólavörðustíg. Þar ætlar hann að sýna myndir sem prýða bók hans, Skurðpunktar, heim- sóknir til staða á Íslandi þar sem lengdar- og breiddarbaugar sker- ast. „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á landakortum, landafræði og náttúrunni yfir höfuð, en þessi pæling hjá mér snerist um hvernig væri hægt að skoða landið á ein- faldan hátt. Sem grafískur hönn- uður velti ég fyrir mér hvernig ég gæti myndgert landið þannig að það sé einfalt en sýni á sama tíma fjölbreytileikann. Lausnin var að taka þessar stikkprufur af Íslandi með þessi hnit af skurðpunktum til viðmiðunar,“ segir Emil en í bók hans fær hver punktur tvær opnur þar sem ekki eru aðeins bæði nær- mynd og fjærmynd, heldur einnig birt mynd af landakorti svæðis, skráð staðsetning, hæð yfir sjávar- máli, heimsóknardagur og ár, sagt frá gróðurfari og hversu marga kílómetra hann þurfti að ganga að punkti. Í meginmáli við hvern punkt segir Emil frá ferðalaginu þangað, útsýninu, hvaða fjöll sjást frá punktinum og hvernig honum gekk að komast þangað. Stundum festi hann bílinn á torfærum slóð- um og stundum þurfti hann að ganga lengi. Stundum laumar hann með sögum úr fortíðinni sem tengj- ast stöðunum. „Ég ákvað að hafa þetta ekki of minimaliskt, heldur segja bara nógu mikið. Ég veit ekki til þess að neinn hafi gert þetta áður og er því mögulega sá fyrsti sem fer á alla staðina tuttugu og þrjá. Fólk býr til myndabækur um Ísland og vel- ur ákveðna þekkta fallega staði til að ná góðum ljósmyndum, en það sem mér finnst skemmtilegt við mitt verkefni er að ég læt ákveðið kerfi stjórna því hvert ég fer, sem sagt skurðpunktana. Ég hef ekkert um það að segja hvort það sé fal- legt eða ekki á þeim punkti. Þetta er skemmtilegur þverskurður af landinu og nærmyndirnar sýna mikla fjölbreytni, ýmist grjót, lyng, mosa, gras eða vatn. Þetta sýnir svörðinn á ofurvenjulegri íslenskri náttúru, en það var svo skemmti- legt að þótt varla væri nokkurn gróður að sjá í fyrstu á mörgum svæðunum, þá leyndist oft örlítil jurt meðal steina eða sands á skurðpunkti. Þannig var það til dæmis í Ódáðahrauni og á Sprengi- sandi. Kannski má segja að allir staðir geti verið fallegir á sinn hátt, ef maður tekur eftir þeim.“ Fór um úfið land í næturþoku Aðeins einn af skurðpunktunum reyndist ekki vera á þurru landi, hann var í tjörn norður á Skaga. „Ég mætti þangað í vöðlum í þeirri von að ég gæti vaðið út að punktinum, en það snardýpkaði svo ég varð frá að hverfa. Ég sendi ferninginn þá út í línu og fleytti honum þar sem ég áætlaði að punkturinn væri samkvæmt tæk- inu. Þetta varð smá glíma því vind- urinn stóð á móti og ég varð að ganga hringinn í kringum alla tjörnina að hinum bakkanum og draga ferninginn að mér. Ég lagði ýmislegt á mig annað til að komast að sumum punktunum, þetta voru stundum miklar göngur, allt að tuttugu kílómetrar hvora leið að punkti og í miserfiðu landslagi. Stundum var ég frá því snemma að morgni og fram á nótt að glíma við einn punkt. Mesta fyrirhöfnin var þegar ég þurfti að fara að punkti rétt fyrir norðan Langjökul, annar fyrir norðan Hofsjökul var stremb- inn, sá þriðji á Ófeigsfjarðarheiði og fjórði á Búrfellsheiði. Sumar ferðirnar voru ansi krefjandi, en þær leiðir sem ég valdi voru ekki endilega þær auðveldustu. Hvers vegna að keyra það sem hægt er að ganga?“ spyr Emil og hlær. „Ég ákvað til dæmis að ganga yfir Öskju og Dyngjufjöll til að komast að punktinum í Ódáða- hrauni. Þetta var mikil ævintýra- ferð, ég lagði af stað frá Víti, gekk vestur með Öskjuvatni, yfir illfær hraun, niður á sandauðnina og fram hjá Kattbekingi. Ég kom til baka við Knebelsvörðu á fjórða tímanum um nóttina, eftir brölt um úfið land í næturþoku.“ Slapp við beljandi jökulá „Einna merkilegasti skurð- punkturinn fannst mér vera sá sem er á Skeiðarársandi, því hann er í fyrrum árfarvegi Skeiðarár. Áin flutti sig austar á sandinn árið 2009, en ef hún hefði ekki gert það þá hefði verið beljandi jökulá þar sem skurðpunkturinn er. Ég hefði þurft að leggja mikið á mig til að mynda þann punkt, það hefði verið háskaför. Ég er því feginn að áin færði sig svona óvart fyrir mig.“ Í Fljótunum er eini skurðpunkt- ur Íslands sem er á ræktuðu túni, við bæinn Hvamm sem kominn er í eyði. Nærmyndin frá þeim punkti er því af óslegnu túni, iðjagrænu. „Þessi síbreytilega náttúra og fegurðin í hinu hversdagslega finnst mér skemmtileg í nærmynd- unum. Í bókinni er ég ekki með neinar predikanir, fólk sér út úr þessu það sem það vill, en þetta er ákveðin lýsing á gróður- og nátt- úrufari landsins, sem er fallegt út af fyrir sig, hvernig sem það er.“ Ljósmyndasýning Emils opnar á morgun fimmtudag 1. apríl og stendur til 13. apríl í Gallerí Grá- steini við Skólavörðustíg 4. Óvenjulegur þverskurður af landinu - Emil Valgeirsson heimsótti alla skurðpunkta Íslands og myndaði þá - Var stundum fram á nótt að glíma við einn punkt - „Allir staðir geta verið fallegir á sinn hátt, ef maður tekur eftir þeim“ Glíma Emil þurfti að hafa þó nokkuð fyrir því að koma gula ferningnum á réttan punkt úti í tjörn norður á Skaga. Morgunblaðið/Eggert Heima Emil með bókina fyrir framan sig og tvær myndir úr henni á tölvu- skjánum, nærmynd og víðmynd frá punkti við sunnanverðan Reyðarfjörð. Punktur 65°N/19°W Við Eyfirðingahóla norðvestur af Hofsjökli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.