Bændablaðið - 24.06.2021, Síða 1

Bændablaðið - 24.06.2021, Síða 1
12. tölublað 2021 ▯ Fimmtudagur 24. júní ▯ Blað nr. 589 ▯ 27. árg. ▯ Upplag 32.000 ▯ Vefur: bbl.is Einkaviðræður við hóp fjárfesta um sölu á Bændahöllinni – Fjárfestahópurinn tengist meðal annars Hótel Óðinsvéum og áformar áframhaldandi rekstur hótels í húsinu Stjórn Bændahallarinnar ehf., félags í eigu Bændasamtaka Íslands, hefur samþykkt að hefja einkaviðræður við hóp fjár- festa um sölu á fasteign sinni, Bændahöllinni við Hagatorg 1 í Reykjavík, sem hýst hefur Hótel Sögu síðan 1962. Fjárfestahópurinn tengist meðal annars Hótel Óðinsvéum. Gangi kaupin eftir áforma nýir eigendur áframhaldandi rekstur hótels í fast- eigninni, að því er segir í tilkynn- ingu samningsaðila sem undirrituð er af Sigurði Kára Kristjánssyni hæstaréttarlögmanni. Hann var skip- aður tilsjónarmaður með fjárhags- legri endurskipulagningu Bænda- hallarinnar, sem veitt var heimild til í júlí á síðasta sumri. Sú heimild rennur endanlega út þann 7. júlí næst- komandi svo ljóst er að viðræður við fjárfestahópinn miðast við að þeim verði lokið fyrir þann tíma. Ekki í fyrsta sinn sem reynt er að selja hótelið Áform um að selja Hótel Sögu eru ekki ný af nálinni og oft hafa bændur tekist á um slíkar hug- myndir. Alvara komst í þau mál í kjölfar rekstrarvanda sem fram kom í ársreikningi 2012. Var tilkynnt um það 19. nóvember 2014 að Hótel Saga væri til sölu. Sagt var að mikill áhugi fjárfesta væri á að kaupa þetta sögufræga hótel við Hagatorg. Frestur var til 16. janúar 2015 til að leggja fram skuldbindandi tilboð. Hætt við sölu 2015 Bárust fjögur tilboð, en ekkert þeirra þótti nógu hagstætt. Var því hætt við söluna og taldi stjórnin hagstæðara að halda áfram rekstri hótelsins og ráðast í endurbætur á byggingunni. Í kjölfar kostnaðarsamra endur- bóta á hótelbyggingunni skall á heimsfaraldur vegna Covid-19. Leiddi það ásamt rekstrarvanda til þess að Hótel Saga var sett í greiðslu- stöðvun og hótelrekstri lokað um óákveðinn tíma frá og með 1. nóv- ember 2020. Fram að því höfðu verið 236 herbergi í rekstri auk annarrar starfsemi í þessu 20 þúsund fer- metra húsi, þar á meðal skrifstofur Bændasamtaka Íslands. Aftur samþykkt að hefja söluferli á síðasta Búnaðarþingi Á Búnaðarþingi í mars 2021 var stjórn Bændasamtakanna veitt ný heimild til að ræða við áhugasama kaupendur og undirbúa sölu á Hótel Sögu. Margir hafa sýnt áhuga á að kaupa húsið og um tíma voru uppi hugmyndir um að ríkið keypti bygginguna fyrir starfsemi Háskóla Íslands. Af því hefur ekki orðið. Nú hillir hins vegar undir að skrifað verði undir kaup hóps fjárfesta á húsinu í byrjun júlí. Stórmerkileg saga Hótel Saga á merka sögu í hótel- rekstri og menningarlífi Íslendinga. Hefur það verið vettvangur fjöl- margra stórviðburða og jafnt er- lendra og innlendra listamanna sem og stjórnmálamanna og þjóðar- leiðtoga í gegnum áratugina. Þá gistu þar meðal annarra fyrstu tungl- farar heimsbyggðarinnar þegar þeir stunduðu æfingar fyrir flug Appolo eldflauga NASA til tunglsins. Í þeim hópi voru Neil Armstrong og Buzz Aldrin, sem stigu fyrstir manna á yfirborð tunglsins þann 20. ágúst 1969. Fyrsta skóflustunga að byggingu Hótel Sögu var tekin í júlí 1956, en hótelið var tekin í notkun 1962. Byggingu fyrri áfanga lauk þó ekki fyrr en 1965. Á áttunda áratug síð- ustu aldar var ákveðið að byggja sjö hæða byggingu við Bændahöllina að norðanverðu. Framkvæmdir við verkið hófust árið 1982 og lauk 1985. /HKr. Hótel Saga, eða Bændahöllin, við Hagatorg í Reykjavík mun væntanlega innan tíðar hverfa úr eigu bænda sem hafa rekið þar hótel frá 1962, eða í 59 ár. Mynd / HKr. Á��tir á tj�rn með fimm unga s�ammt �rá eyðib��inu H�rgsho�ti � Hrunamannahre��i. Á��tir ha�a verið mj�g áberandi á �uður�andi og v�ðar � sumar og e��i s�st á túnum b�nda, en á��tir eru stórar og þurftarfrekar grasætur. Afkoma í álftastofninum viðist líka vera mjög góð eins og þessi mynd ber með sér. Mynd / HKr. Tilraunir á Geitasandi með áhrif lífrænna efna á gróðurframvindu 26 Óviðunandi þjónusta sláturhúsanna við geitfjárbændur 14 22 Hjartað slær með landbúnaði í sveitinni

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.