Bændablaðið - 24.06.2021, Qupperneq 4

Bændablaðið - 24.06.2021, Qupperneq 4
Bændablaðið | Fimmtudagur 24. júní 20214 FRÉTTIR Nýver ið undir r itaði sjávarút- vegs- og landbúnaðar ráðher ra nýja reglugerð um slátrun í litl- um geit- og sauðfjársláturhúsum. Matvælastofnun hefur útbúið leiðbeiningar á grundvelli reglu- gerðar innar um helstu skilyrði sem gerð eru til slátrunar og kjöt- skurðar. Með l i tlum sláturhúsum er átt við hús sem uppfylla skilyrði reglugerðarinnar og er heimilt að slátra að hámarki 30 gripum á dag. Reglugerðin afmarkast við slátrun og kjötskurð en gildir ekki um frek- ari vinnslu. Í reglugerðinni er m.a. fjallað um hvaða kröfur eru gerðar til húsnæðis og aðstöðu. Um hollustuhætti við slátrunina fer samkvæmt reglugerð um sérstakar reglur um hollustuhætti sem varða matvæli úr dýraríkinu, nánar tiltekið viðauka III, þátt I, kafla IV. Þá er jafnframt fjallað um kröfur varðandi innra eftirlit og skal það byggja á meginreglum um greiningu á hættu, mikilvæga stýristaði og forvarnir gegn hættum og taka mið af gildandi löggjöf um innra eftirlit. Heilbrigðisskoðun fyrir og eftir slátrun verður framkvæmd af opinberum dýralæknum í samræmi við gildandi löggjöf. Þeim sem hyggjast starfrækja lítið geit- og sauðfjársláturhús er bent á að afla sér upplýsinga hjá viðkomandi heilbrigðiseftirlitssvæði um reglur varðandi vatnsból og mengunar- og frárennslismál. /VH Lely Center Ísland Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.LCI.is Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600 SÍUR Í DRÁTTARVÉLAR Matvælastofnun: Leiðbeiningar um slátrun í litlum geit- og sauðfjársláturhúsum – Heimilt verður að slátra að hámarki 30 gripum á dag Matvælastofnun hefur útbúið leiðbeiningar á grundvelli reglugerðarinnar um helstu skilyrði sem gerð eru til slátrunar og kjötskurðar. Sala á mjólkurafurðum frá mjólkursamlögunum hefur dregist saman og hlutfallslega langmest í sölu á skyri: Skyrsalan hefur sveiflast í takti við þróun Covid-19 faraldursins – Salan er aftur farin að aukast samhliða afléttingu á hömlum – Veruleg aukning hefur verið í útflutningi á dufti og smjöri Sala á mjólk og sýrðum mjólkur - vörum dróst saman um 3,5% í maí og hafði þá dregist saman um 2,3% á 12 mánaða tímabili. Sala á skyr i hefur samt ver ið að aukast á ný eftir samdrátt sam- hliða afléttingum á samkomu- takmörkunum vegna Covid-19. Innvegin mjólk í maí var 13.570 tonn og 149.420 tonn yfir 12 mánaða tímabil, það er 2,6% sam- dráttur milli ára samkvæmt tölum Samtaka afurðastöðva í mjólkur- iðnaði (SAM). Í heild námu seldar afurðir á 9.775 tonnum á próteingrunni og 11.044 tonnum á fitugrunni í maí. Sala á mjólk og sýrðum mjólk- urvörum nam 2.969 tonnum í maí sem þýðir samdrátt í sölu á þess- um vöruflokkum upp á 1 prósent í mánuðinum. Hins vegar seldust 37.668 tonn á síðustu 12 mánuðum, sem er 2,3% samdráttur milli ára. Af mjólkur- og undanrennudufti seld- ust 97 tonn í maí og 1.132 tonn á 12 mánaða tímabili, sem er um 3,4% samdráttur á milli ára. Skyrsala í takti við þróun heimsfaraldurs Athygli vekur að hlutfallslega hefur verið langmestur samdráttur í sölu á skyri á síðustu 12 mánuðum, eða -11,3%. Virðist sem Covid-19 far- aldurinn hafi verið að hafa bein áhrif á skyrsöluna, m.a. vegna fækkunar ferðamanna. Var sam- dráttur í sölunni alveg fram í mars, en þá dróst salan saman um 3,1% og þá nam 12 mánaða samdráttur- inn 12,5%. Í apríl snerist þróunin við, en þá jókst salan um 2,7% á sama tíma og áhrifa tók að gæta af afléttingu takmarkana vegna Covid-19. Í maí jókst salan enn meira, eða um 4,2%, og má því væntanlega leiða líkum að því að skyrsalan taki tals- verðan kipp í júní. Bjarni Ragnar Brynjólfsson hjá SAM tekur undir það og segir greinilegt að fjölgun ferðamanna til landsins sé farin að hafa áhrif. Í heildarsölu á mjólk og sýrðum mjólkurafurðum vegur skyr samt ekki ýkja þungt, eða um 7,1%. Þannig seldust samtals 37.669 tonn af mjólk og sýrðum vörum á síðasta tólf mánaða tímabili, en 2.688 tonn af skyri. Um 2,7% samdráttur í ostasölunni Ostar vega næstmest í sölu mjólk- urafurða á eftir mjólk, en af þeim voru seld 5.960 tonn á tólf mánaða tímabili. Salan í maí nam 475 tonnum. Dróst salan á ostum ör- lítið saman í maí, eða um 0,1% á móti 2,7% samdrætti yfir síðustu 12 mánuði. Það bætti þó talsvert meðaltalsstöðuna í ostasölunni að hún jókst um 9,8% í mars. Nokkrar birgðir eru ávallt í ostum vegna eðlis framleiðslunnar og námu þær í lok maí 2.367 tonnum og höfðu þá lækkað á milli mánaða um 37 tonn. Rjómasalan í maí nam 234 tonn- um og dróst þá lítillega saman, eða um 0,3%. Heildarsamdrátturinn í sölu á rjóma síðustu 12 mánuði nemur 1,7%. Sala á viðbiti, þ.e. smjöri, smjörva og slíku, nam 178 tonn- um í maí, eða jafn mikið og í apríl. Yfir 12 mánaða tímabil seldust 2.321 tonn af viðbiti, sem þýddi 2,8% samdrátt. Útflutningur á dufti jókst verulega Útflutningur á próteingrunni nam 4.332 tonnum í maí, sem er 1.735,9% meira en í maí 2020. Þá nam próteinútflutningurinn 30.462 tonnum á 12 mánaða tímabili og hefur aukist um 60,9% á heilu ári. Þarna er aðallega um undanrennuduft að ræða að sögn Bjarna Ragnars Brynjólfssonar. Birgðir dufts lækkuðu líka tölu- vert. Útflutningur á fitugrunni var óverulegur í maí, eða 72 tonn, sem er samt 343,1% meira en í maí 2020. Þá nam útflutningur- inn 7.723 tonnum yfir 12 mánaða tímabil og hafði þá aukist um 46,7% á tímabilinu. Aðallega er þetta útflutningur á smjöri. Birgðir voru 417 tonn í lok maí og höfðu minnkað um 292 tonn á milli ára þrátt fyrir samdrátt í sölu. /HKr. Sala mjólkurafurða hefur dregist saman í Covid-faraldrinum. Skyrsalan er �arin að au�ast á n� e�tir t��uverðan samdrátt � �ovid���. �á he�ur út�utningur á undanrennudufti aukist verulega á síðustu 12 mánuðum, eða um 60,9%, og um 46,7% á smjöri. Umferðin eykst á Hringvegi Umferð um Hr ingveg heldur áfram að aukast. Í nýliðnum maímánuði var hún 8,4% meir i miðað við maí ár ið á undan, en er þó ekki jafnmikið og hún hafði dregist saman í þeim hinum sama maí fyr ir ár i síðan um r íflega 10%. Útlit er fyrir að í ár geti umferðin aukist um 8% prósent en yrði eigi að síður um sex prósentum minni en árið 2019. Þess ber að geta að það var metár í umferðinni. Um er að ræða umferð yfir 16 lykilteljarasnið Vegagerðarinnar á Hringvegi. Mest aukning á Austurlandi Umferðin jókst mest yfir teljara á Austurlandi, eða um rúmlega 23%, en á síðasta ári hafði orðið tæplega 40% samdráttur á Austurlandi í sama mánuði. Minnst jókst umferð yfir lykilteljarasnið á og í grennd við höfuðborgarsvæðið, eða um 5%. Af einstökum mælisniðum jókst umferð mest yfir mælisnið á Mýrdalssandi, eða um rétt rúmlega 50%. Frá áramótum hefur umferðin aukist um rúmlega 12% en á sama tíma á síðasta ári hafði safnast upp 15,5% samdráttur. Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar. /MÞÞ

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.