Bændablaðið - 24.06.2021, Síða 6
Bændablaðið | Fimmtudagur 24. júní 20216
Landbúnaður er ein grundvallaratvinnu-
greina á Íslandi og gegnir mikilvægu
hlutverki í fæðuöryggi þjóðar innar.
Virðiskeðjan frá haga í maga er burðarás í
lífsviðurværi á mörgum dreifbýlissvæðum
landsins og landbúnaður inn sem atvinnu-
grein skiptir sköpum fyr ir samfélagið í
tengslum við lýðheilsu, menningu, efnahag
og byggðaþróun.
Á næstu árum bíða þó margvíslegar
áskoranir atvinnugreinarinnar, svo sem
á sviði loftslags- og umhverfismála,
nýsköpunar, matvælaöryggis og örari
breytinga á neyslumynstri. Neytendur gera
sífellt meiri kröfur um fjölbreytt vöruúrval
og ferskleika en eftirspurnin innanlands eftir
flestum landbúnaðarvörum hefur aukist, ekki
síst með aukinni umhverfisvitund. En það er
fyrst og fremst öll virðiskeðja matvæla sem
skiptir máli því það á að skipta neytandann
máli hvernig matvæli eru framleidd og við
hvaða aðstæður.
„ Gul stéttarfélög“
Upp á síðkastið hefur Alþýðusambandið
látið sverfa til stáls gagnvart svokölluðum
gulum stéttarfélögum. Það er vel hægt að
taka undir orð forseta ASÍ í ræðu sem flutt
var á formannafundi ASÍ, en hún sagði
m.a. að ekki væri ástæða til að lækka laun
í íslenskum fataiðnaði af því að það væru
lægri laun í Bangladesh. Þetta hafa bændur
bent á árum saman.
Krafa um mikinn kaupmátt
og ódýr matvæli
Um leið og þess er krafist að kaupmáttur launa
á Íslandi sé í hæstu hæðum er þess krafist að
matvæli séu ódýr. Með viðskiptasamningum
eru íslenskir bændur látnir keppa við bændur
í löndum þar sem laun eru mun lægri.
Ti l upprif junar má nefna að ASÍ
lagði hart að stjórnvöldum árið 2016 að
innleiða tilskipun Evrópusambandsins um
samábyrgð/keðjuábyrgð verktaka á íslenskum
vinnumarkaði, en ASÍ hafði fengið sterkar
vísbendingar þess efnis að undirboð fóru
vaxandi á íslenskum vinnumarkaði, ekki síst
hjá erlendum fyrirtækjum sem komu hingað til
lands með starfsmenn sína og tengdust stórum
samningskeðjum verktaka á byggingamarkaði
og við aðrar verklegar framkvæmdir.
Það væri því fróðlegt að vita hvort stærsta
launþegahreyfing landsins hefur skipt um
skoðun frá því þegar þau hvöttu til lækkunar
tolla á búvörum, m.a. með viðskiptasamningi
við ESB. En sá samningur hefur lækkað verð
til bænda með sambærilegum hætti við það
sem samtökin berjast nú um við flugfélög.
B�ndab�aðið �emur út �� sinnum á ári. �v� er drei�t ó�ey�is á yfir ��� st�ðum
á �andinu og á ��� ��gb��i �andsins.
Lesendur geta einnig gerst áskrifendur að blaðinu og fengið það sent heim í pósti
gegn greiðslu. Árgangurinn kostar þá kr. 11.600 með vsk. (innheimt í tvennu lagi).
Ársáskrift fyrir eldri borgara og öryrkja kostar 7.600 með vsk.
Heimilisfang: Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík.
Sími: 563 0300 – Fax: 562 3058 – Kt: 631294–2279
Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands. − Málgagn bænda og landsbyggðar −
SKOÐUN
Eftir áratuga eyðimerkurgöngu í
meðhöndlun sorps á Íslandi berast
nú þau tíðindi að fara eigi að taka til
hendi við að „ undirbyggja ákvarðanir “
um tæknilausnir, staðarval og kostnað
við byggingu á 100 þúsund tonna
sorporkustöð sem væntanlega verður
byggð á Suðurnesjum.
Að undirbúningi ákvarðanatöku,
sem á að taka fjóra mánuði, standa
fjögur byggðasamlög, þ.e. Sorpa, Kalka
á Suðurnesjum, Sorpurðun Vestur-
lands og Sorpstöð Suðurlands, auk
umhverfisráðuneytisins. Á starfssvæði
byggðasamlaganna fellur til nærri 85%
alls úrgangs á landinu.
Eins og margoft hefur verið fjallað um
hér í Bændablaðinu þá hefur ríkt ótrúlegt
úrræðaleysi í sorpmálum Íslendinga
líkt og skólpmálum um áratuga skeið.
Vandræðagangurinn í sorpmálunum er
einkum tilkominn vegna kreddufullrar
pólitískrar afstöðu þeirra sem ráðið
hafa ferðinni í umhverfismálum, bæði á
landsvísu sem og í sveitarstjórnarpólitík,
einkum á höfuðborgarsvæðinu. Þar á
bæ vildi fólk hreinlega ekki taka mark
á þeirri þróun sem átt hefur sér stað í
sorpbrennslumálum á Norðurlöndum og
víðar um heim á liðnum áratugum. Gilti
þá einu þó sýnt hafi verið fram á með
vísindalegum gögnum og útreikningum
ágæti þess að umbreyta sorpi í orku. Þess
í stað hefur verið haldið dauðahaldi í þá
afstöðu að öll brennsla á sorpi sé alslæm
og ekki í takti við þá hugmyndafræði sem
rekin hefur verið í loftslagsmálum.
Með þessa sérkennilegu hugmyndafræði
að leiðarljósi var m.a. farið út í botnlausan
fjáraustur við uppbyggingu á jarðgerðar-
og gasstöð í Álfsnesi sem kostaði skatt-
og útsvarsgreiðendur á sjöunda milljarð
króna. Sú stöð getur samt ekki annast
förgun á plasti og ýmsum efnum sem
áfram hefur orðið að urða. Þá hefur verið
upplýst að annað meginframleiðsluafurð
stöðvarinnar, molta, er algjörlega ónothæf
vegna mengandi efna sem í henni eru.
Ýmsir hafa reynt að hafa vit fyrir þeim
sem ráðið hafa ferðinni. Hafa menn þar
bent á tæknilausnir sem þegar eru til
þannig að óþarfi sé að finna upp enn eitt
hjólið á Íslandi. Þá hefur allavega eitt
norskt sorpbrennslufyrirtæki boðist til
að fjármagna, byggja og reka slíka stöð
á Íslandi og þá helst á Suðurnesjum. Hafa
menn þar meira að segja horft á þann kost
að nýta koltvísýringinn sem frá stöðinni
kemur fyrir ræktun grænmetis í stórum
stíl til útflutnings. Ekki hafa menn samt
séð ástæðu til að svara slíku boði, sem
sennilega má þó meta á 35 milljarða króna.
Nú segir borgarfulltrúi VG og
formaður stjórnar Sorpu, sem á og rekur
jarðgerðar- og gasstöðina GAJA, í viðtali
í Morgunblaðinu sl. þriðjudag að þar sé
„verið að ná tökum á lífrænum úrgangi“ .
Einnig segir:
„Næsta stóra verkefnið er að afsetja
brennanlegan úrgang.“
Fram kemur í þessu viðtali að nú eigi loks
að fara að skoða málin. Allt verði skoðað,
meðal annars flutningur sorpsins, sótspor
þess og staðarval sorporkustöðvar sem og
nýting „glatvarma“. Þar er líka ánægjulegt
að sjá í þessu viðtali að eftir ábendingar
fjölda fólks árum saman fyrir daufum
eyrum, eru íslenskir stjórnmálamenn nú
loks að átta sig á að Íslendingar verði sjálfir
að bera ábyrgð á eigin úrgangi.
Það ber að fagna þeim góðu tíðindum
og að einhver hreyfing sé að komast á
sorpeyðingarmálin á Íslandi. Skrítið er þó
að menn fari fyrst að opna augun þegar
styttast fer í sveitarstjórnarkosningar
og vart meira en korter er í boðaðar
alþingiskosningar. /HKr.
ÍSLAND ER LAND ÞITT
Ritstjóri: Hörður Kristjánsson (ábm.) hk@bondi.is – Sími: 563 0339 � Rekstur og markaðsmál: Tjörvi Bjarnason tjorvi@bondi.is – Blaðamenn: Erla Hjördís Gunnarsdóttir ehg@bondi.is –
Margrét Þóra Þórsdóttir mth@bondi.is – Sigurður Már Harðarson smh@bondi.is – Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is – �ug��singastjóri� Guðrún Hulda Pálsdóttir ghp@bondi.is – Sími: 563 0303 –
�et�ang aug��singa� augl@bondi.is � Vefur blaðsins: www.bbl.is � Netfang blaðsins� �fréttir og annað efni� er bbl@bondi.is
Frágangur fyrir prentun: Ágústa Kristín Bjarnadóttir – Prentun: Landsprent ehf. – Upplag: sjá forsíðu – �reifing� Landsprent og �slandspóstur. �SSN 1025-5621
Augun að opnast
�vers�yrna � Hrunamannahre��i. �essi b�r er e��i � a��ara�eið �ótt hann s� s�ammt austan við ��ttb��ið á ��úðum og �rs�ammt �rá �ir�justaðnum
Hruna. �að �yrsta sem ve�ur athyg�i veg�arenda �egar hor�t er heim að b�num er einst�� snyrtimenns�a sem margir m�ttu ta�a s�r ti� �yrirmyndar.
Talið er að elsta handsmíðaða jólatré landsins sé frá Þverspyrnu. Það var smíðað af Jóni Jónssyni, bónda í Þverspyrnu, um eða rétt eftir 1873.
Tréð var smíðað fyrir Kamillu Briem, prestsfrú í Hruna. Dóttir hennar, Elín húsfreyja Steindórsdóttir í Oddgeirshólum í Flóa, átti það eftir hennar
dag og ga� Byggðasa�ni Árnesinga árið ����. �r�ð er gr�nmá�að að �it og einn metri á h�ð með �� ���um sem stungið er � �ar ti� gerð g�t �
tréstofninum. Þá var það skreytt með sortulyngi, krækilyngi og beitilyngi. Mynd / Hörður Kristjánsson
Gunnar Þorgeirsson
formaður Bændasamtaka Íslands
gunnar@bondi.is
Hljóð og mynd