Bændablaðið - 24.06.2021, Side 7

Bændablaðið - 24.06.2021, Side 7
Bændablaðið | Fimmtudagur 24. júní 2021 7 LÍF&STARF H eyrt hef ég Rósberg Guðnason Snædal hæstan og mestan hringhenduhagyrðing sinnar samtíðar. Held það séu orð að sönnu. Vísur Rósbergs eru svo leikandi léttar, auðskildar og guldu ekki vitund fyrir bragarháttinn þótt aldýr væri. Hér fara á eftir nokkrar þeirrar gerðar: Léttast spor og lyftist brá, l i fnar þor að nýju. Endurbor in er mín þrá úti í vor i hlýju. Sunnanvindar verma best, viknar str indið hvíta. Þá er yndi al l ra mest auða r inda að l íta. Árdagsroði fegrar fjöl l , fal la stoðir ísa. Vor ið boðar okkur öl l , undan voð skal r ísa. Flykkist hingað fuglaþjóð, flögrar kr ingum bæinn ti l að syngja ástaróð, Íslendingabraginn.- Hlýnar vangur, grund og gi l , grænir anga hagar. Okkur fangið ful l t af yl færa langir dagar. Ein magnaðasta hringhenda Rósbergs, ort á hans efstu dögum, og efnið sótt í leiðtogafund þeirra Gorbatsjovs og Reagans, sem haldinn var í Höfða forðum tíð: Á lokuðu sviði var leikið af tveim, í loftinu fiðraði rafið. Og loks komst á fr iður í löndunum þeim sem l iggja við M iðjarðarhafið. En við eigum sannarlega hringhendusmiði enn í dag. Ingólfur Ómar Ármannsson raðar l isti lega orðum sínum í hringhenduforminu. Best tekst honum í náttúrulýsingum. Ein sú nýjasta þeirrar gerðar er einkar lipur og ljóðræn: Veröld l jómar, drungi dvín, daga rómum langa. Söngvar óma, sól in skín, sumarblómin anga. Á hinni víðlesnu Facebook birtist á dögunum þessi sjálfslýsing Ingólfs Ómars, þó ekki hringhend: Ómar var og al l taf verður ör í skapi , en þó bl íður. Hann er vel af Guði gerður, en gal la hefur engu að síður. Undir lok síðasta árs, nánar tiltekið þann 17. desember, tilkynnti hin óskeikula Facebook um fæðingardag Ingólfs Ómars. Frá einum lesanda hans birtist þessi afmæliskveðja: Vær þér hossi veröld bl íð vinafjöld og konur, fæddur enda á fengi tíð ferskeytlunnar sonur. Einn af nafnkunnum hagyrðingum sinnar tíðar var Jakob Ó. Pétursson, ritstjóri frá Hranastöðum í Eyjafirði. (1907–1977). Eftir Jakob liggja ljómandi vísur og ljóð. Eftirfarandi vísur sanna vel þá staðhæfingu: Margir sækja um bi ta og bein, búnir al la vega, ef tunga er mjúk, og trúin hrein, tekst það venjulega. Þótt mann skor ti skerpu og vi t, skal ei nei tt frá reika, nú er aðeins innt um l i t; ekki um hæfi leika. Undir samhendum bragarhætti er þessi vísa Jakobs: Drósin frétti um dansleikinn, dufti sletti á brá og kinn, klæddi netta kroppinn sinn í kalda, létta búninginn Umsjón: Árni Geirhjör tur Jónsson kotabyggð1@gmai l .com MÆLT AF MUNNI FRAM Knútur Rafn, sem fór með fyrsta hópinn föstudaginn 11. júní en heimamenn í Reykholti munu skiptast á að fara með hópa í sumar. Myndir / Magnús Hlynur Hreiðarsson. Reykholt í Bláskógabyggð: Sælkerarölt er alla föstudaga í sumar fyrir gesti og gangandi „ Röltið gekk svo vel í fyr rasumar en þá fengum við um 300 manns í göngurnar þannig að við ákváðum að taka þráðinn aftur upp í sumar og bjóða upp á Sælkerarölt um Reykholt alla föstudaga í sumar klukkan 11.00. Gangan tekur um eina og hálfa klukkustund með stoppum og smakki á nokkrum stöðum,“ segir Knútur Rafn Ármann, einn af göngustjórum Sælkeragöngunnar í sumar. Röltið hefst alla dagana við Mika, fjölskyldurekinn veitingastað þar sem gestir fá að smakka á heimagerðu konfekti frá Mika. Síðan rekur gangan sig með fjölbreyttum fróðleik með viðkomu við hverinn í Reykholti þar sem Sigrún Erna býður upp á rúgbrauð bakað í hvernum. Brauðið er borið fram með íslensku smjöri. Eftir rölt í smástund er stoppað í nýrri garðyrkjustöð sem heitir Daga, en þar fá gestir að kynnast starfsemi stöðvarinnar og smakka á nýjum íslenskum jarðarberjum, brómberjum og hindberjum. Síðasti stoppistaðurinn er Friðheimar þar sem sagt er frá starfsemi stöðvarinnar og boðið upp á smakk. „Fyrir þá sem ekki vita þá er Reykholt frábærlega staðsett, klukkustund frá höfuðborgarsvæðinu, á miðjum Gullna hringnum og stutt frá alls kyns náttúruperlum. Því er tilvalið að dvelja nokkrar nætur í Reykholti og drekka í sig sveitasæluna,“ segir Knútur Ármann. /MHH Sigrún Erna að bjóða gestum upp á hverarúgbrauðið sitt. �m ��� manns m�ttu � ����erar��tið s�ðasta sumar og rei�nað er með að enn �eiri m�ti � sumar. Ásborg Arnþórsdótt ir, ferðamálaful l trúi Uppsveita Árnessýslu, lét sig ekki vanta í gönguna 11. júní en hún er mjög stolt og ánægð með frumkvæði íbúa í Reykholti að bjóða upp á Sælkeragöngur í allt sumar. Mika á veitingasta ðnum Mika að kyn na starfsemi staðar ins og bjóða upp á konfekt sem þar er búið til og nýt ur mikilla vinsælda.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.