Bændablaðið - 24.06.2021, Blaðsíða 10

Bændablaðið - 24.06.2021, Blaðsíða 10
Bændablaðið | Fimmtudagur 24. júní 202110 Þann 11. júní sl. fór fram munn- legur málflutningur í Héraðsdómi Reyk j avíkur í mál i nr. E-2209/2021. Stefnandi er Danól og stefndi er íslenska r íkið. Málið varðar úrskurð tollgæslustjóra nr. 3/2021 þess efnis að vara sem ber heitið Festino IQF Mozzarella Pizza Mix, sem er r ifinn ostur (82-83% mozzarella) blandaður við jur taolíu (11-12% pálmaolía) auk sterkju, skuli tollflokkast sem ostur. Upphaf málsins má rekja til 17. febrúar 2020 en þá gaf tollstjóri út bindandi álit um tollflokkun sömu vöru og að hún skyldi flokkast í toll- flokk 0406.2000. Sá flokkur tekur til rifins osts og ber 30% verðtoll auk magntolls á innflutning utan tollkvóta. Telur ost sem er að uppistöðu til úr mjólk sé jurtaostur Danól fór þess á leit að varan sem um ræðir yrði flokkuð sem jurtaostur, sbr. tollskrárnúmer 2106.9068. Tollyfirvöld tóku hins vegar ákvörðun um að varan skyldi f lokkuð undir tollskrárnúmeri 0406.3000. Var sú ákvörðun kærð til tollgæslustjóra, sem kvað upp úrskurð nr. 3/2021 um að varan skyldi flokkast undir tollskrárnúmer 0406.2000. Dómsmál Danóls leitast við að fella þennan úrskurð tollgæslustjóra úr gildi. Í Héraðsdómi Reykjavíkur fór annars vegar fram skýrslutaka af vitnum og hins vegar munnlegur málflutningur. Sækjandi, Danól, leiddi fram þrjá starfsmenn tollafgreiðsludeildar Skattsins en lögmaður ríkisins kvaddi til deildarstjóra endurskoðunardeild- ar Skattsins. Þrír starfsmenn Skattsins töluðu um„ óeðlileg afskipti Bændasamtakanna“ Erna Bjarnadóttir, verkefnastjóri hjá MS, sat þinghaldið meðan skýrslutökur fóru fram. Hún segir að það hafi komið mjög á óvart að hlýða á þrjá starfsmenn Skattsins lýsa óeðl i legum afskiptum Bændasamtakanna, sem hefðu með aðgerðum sínum náð að hafa áhrif á hærra sett stjórnvald (fjármálaráðuneytið) sem hefði í kjölfarið mælt fyrir um þá toll- flokkun að umrædd vara skyldi tollflokkast sem ostur. Erna segir að þessi framganga sæti nokkrum tíðindum, ekki síst þar sem vitnin héldu því öll fram að þau væru ósammála tollf lokkun embættisins sem birtist í tilvitnuðum álitum og úrskurðum. Vitnuðu gegn afstöðu eigin embættis fyrir dómi „ Í lögum um meðferð einkamála er mælt fyrir um reglu sem felur það í sér að embættismönnum sé óskylt að koma fyrir dóm til að vitna um atvik sem hafi gerst í embætti þeirra ef unnt er að staðfesta það með opinberu skjali. Í málinu lá afstaða tollyfirvalda gagnvart flokkun vörunnar fyrir í formi bindandi álits frá 17. febrúar 2020 og var niðurstaða í úrskurði tollgæslustjóra nr. 3/2021 í samræmi við hana. Því verður vart séð hver hafi verið þörfin á að leiða starfsmenn tollafgreiðsludeildar fyrir dóm til að segja til um þeirra skoðanir á tollflokkun varanna,“ segir Erna í samtali við Bændablaðið. Hún segir á móti að málflutn- ingur ríkislögmanns hafi byggt á fyrirl iggjandi niðurstöðum í bindandi áliti frá 17. febrúar 2020. Þetta staðfesti deildarstjóri endurskoðunardeildar og varan ætti réttilega að vera flokkuð sem ostur. Deildarstjóri hafnaði því að afskipti hagsmunaaðila hafi haft áhrif á málið Þegar deildarstjórinn var spurður um það sem kom fram í máli yfirtollvarðar tollafgreiðsludeildar, um að vöruna ætti að skrá undir tollskrárnúmerið 2106.9099, kvað hann það af og frá. Hann hafnaði jafnframt að athafnir hagsmunaaðila hefðu átt þátt í máli þegar úrskurður sama efnis og fyrrnefnt bindandi álitið er, var felldur í máli nr. 3/2021. Umrætt mál er rekið sem flýtimeðferðarmál og er því dóms jafnvel að vænta innan skamms. Sumarlokun í Héraðsdómi Reykja- víkur hefst 19. júlí og telur Erna fullvíst að dómur verði kveðinn upp fyrir þann tíma. Hún segist þó jafnframt reikna með að dómnum verði áfrýjað á hvorn veginn sem hann fer, enda málið sérstakt á margan hátt og að mikið hljóti að vera í húfi fyrir stefnanda, fyrst málinu var veitt flýtimeðferð. /HKr. FRÉTTIR Lely Center Ísland Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.LCI.is Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600 KÚPLINGAR gerðir dráttarvéla Málflutningur í máli Danól gegn íslenska ríkinu vegna tolls á innfluttum ostum: Tekist á um hvort ostur sé ostur eða jurtaostur Festino IQF Mozzarella Pizza Mix. Nemendurnir 39 sem útskrifuðust á dögunum frá Landbúnaðarháskóla Íslands. Með þeim á myndinni (lengst til vinstri) er Daði Már Kristófersson aðstoðarrektor og lengst til hægri er Ragnheiður I. Þórarinsdóttir rektor. Landbúnaðarháskóli Íslands útskrifar 39 nemendur: Salbjörg Ragna Sævarsdóttir dúxaði á B.S. prófi í búvísindum með einkunnina 9,1 Br autskr áning nemenda úr búfr æði og háskóladei ldum Landbúnaðarháskóla Í slands fór fram við hátíðlega athöfn frá Hjálmakletti í Borgarnesi í byr jun j úní. Alls voru 39 nemendur brautskráðir úr búfræði og af háskólabrautum. Af búfræðibraut voru það 15 nemendur sem fengu nafnbótina búfræðingur og settu upp húfur. Í BS námi kláruðu 6 úr búvísindum og 4 úr landslags- arkitektúr og 5 nemendur náttúru- og umhverfisfræði ásamt einum úr skógfræði. Úr meistaranámi kláruðu 3 nemendur skipulagsfræði og 4 rannsóknarmiðað meistaranám, auk þess brautskráðist einn úr doktorsnámi. Mögulega er Covid að spila inn í að aðeins færri eru að brautskrást en í venjulegu ári. Dúxaði í búvísindum með 9,1 Að loknu ávarpi Ragnheiðar I. Þórarinsdóttur rektors hófst braut- skráning búfræðinga. Þar hlaut Salbjörg Ragna Sævarsdóttir verðlaun fyrir frábæran árangur fyrir lokaverkefni á B.S. prófi í búvísindum með einkunnina 9,1. Fékk hún að launum verðlaun frá Landbúnaðarháskóla Íslands. Nanna Vilborg Harðardóttir var með bestan árangur á B.S. prófi við skólann með einkunnina 8,45. Hún stundaði nám í landslagsarkitektúr. Frábær árangur í hagfræði- og bútæknigreinum Ástrós Ýr Eggertsdóttir hlaut verðlaun fyrir frábæran árangur í hagfræðigreinum. Ástrós hlaut einnig verðlaun fyrir frábæran árangur í bútæknigreinum og viðurkenningu fyrir frábæran árangur í lokaverkefni sem og verðlaun fyrir frábæran árangur á búfræðiprófi. Ásgerður Inna Antonsdóttir fékk verðlaun fyrir frábæran árangur í námsdvöl. Hún fékk líka verðlaun fyrir frábæran árangur í nautgriparækt. Eydís Ósk Jóhannesdóttir hlaut verðlaun fyrir frábæran árangur í sauðfjárrækt. Á búvísindabraut hlaut Swan- hild Ylfa K R Leifsdóttir verðlaun fyrir verðlaun fyrir góðan árangur á B.S. prófi. Elísabet Bjarnadóttir hlaut verð- laun fyrir góðan árangur í skipulags- og landslagsarki tektafögum. Elísabet hlaut einnig verðlaun fyrir góðan árangur í plöntunotkun. Nanna Vilborg Harðardóttir hlaut verðlaun fyrir góður árangur á B.S. prófi í landslagsarkitektúr. Ingibjörg Ólöf Benediktsdóttir hlaut verðlaun fyri r góðan árangur á B.S prófi í náttúru- og umhverfisfræði. Björk Kristjánsdóttir fékk verðlaun fyrir góðan árangur á B.S prófi í skógfræði. Atli Steinn Sveinbjörnsson hlaut verðlaun fyrir góðan árangur á M.S. prófi í skipulagsfræðum. Julia C. Bos fékk verðlaun fyrir góðan árangur í rannsóknarmiðuðu M.S. prófi við Landbúnaðarháskóla Íslands. Þá brautskráðist einnig Þórunn Pétursdóttir með doktorspróf úr náttúru- og umhverfisfræði. Þrjár styrkveitingar úr framfarasjóði Ingibjargar Guðmundsdóttur og Þorvaldar Guðmundssonar Þrjár styrkveitingar úr Framfara- sjóði Ingibjargar Guðmundsdóttur og Þorvaldar Guðmundssonar voru veittar við athöfnina. Alls voru veittir styrkir að upphæð 400.000 kr. úr sjóðnum en tilgangur sjóðsins er að styrkja nemendur Landbúnaðarháskóla Íslands til framhaldsmenntunar og að styrkja rannsóknir nemenda á fagsviði Landbúnaðarháskólans. Styrkina hlutu Esther Marloes Kapinga, en hún hóf MS nám í náttúru- og umhverfisfræðum við Landbúnaðarháskóla Íslands síðastliðið haust og hlaut styrk fyrir verkefnið: Soil fauna community structure across a chronosequence with and without elevated levels of allochthonous resource input: A case study on Surtsey, Ellidaey and Heimaey. Þá hlaut Anna Guðrún Þórðar- dóttir styrk, en hún hóf nám í búvísindum síðastliðið haust og snýr verkefnið hennar að því að meta erfðastuðla og erfðafylgni á milli byggingatengdra eiginleika hjá íslenska kúastofninum. Jóhannes Kristjánsson hlaut einnig styrk en hann hóf nám í búvísindum haustið 2019 og snýr hans verkefni að holdastigi íslenskra mjólkurkúa. Tvö hlutu styrki úr Blikastaðasjóði Einnig voru veittir styrkir úr Blika- staðasjóði og afhenti Magnús Sig- steinsson, fulltrúi stofnenda þar, tvo styrki. Þar hlaut Anna Guðrún Þórðar- dóttir 750.000 króna styrk ti l MS verkefnis í búvísindum og Jóhannes Kristjánsson hlaut einnig 750.000 kr. styrk til MS verkefnis í búvísindum. Hlutverk sjóðsins er að styrkja nemendur sem lokið hafa háskóla- námi frá Landbúnaðarháskóla Íslands til framhaldsnáms erlendis eða til rannsókna í landbúnaðar- vísindum eftir því sem stjórn sjóðsins ákveður. Einnig er stjórn sjóðsins heimilt að verðlauna nemendur Landbúnaðarháskólans fyrir framúrskarandi árangur á burtfararprófi. Athöfninni á Hjálmakletti stýrði Daði Már Kristófersson aðstoðarrektor og Birna Kristín Ásbjarnardóttir spilaði ljúfa tóna fyrir athöfnina. Eins fluttu þau Eva Margrét Jónudóttir og Jón Snorri Bergsson tónlistaratriði mil l i dagskrárliða. /HKr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.