Bændablaðið - 24.06.2021, Qupperneq 22

Bændablaðið - 24.06.2021, Qupperneq 22
Bændablaðið | Fimmtudagur 24. júní 202122 LÍF&STARF Sar a Jóna Emilía býr í Skagafirði en er fædd og uppalin í sveit í skosku hálöndunum. Hún er náttúr ubar n og ævintýramanneskja af Guðs náð og alltaf með myndavélina við höndina en Sara hefur vakið athygli fyr ir fallegar myndir sem hún málar af umhver finu í Skagafirði þar sem íslensku húsdýr in koma jafnan við sögu. „Ég kom hingað árið 2004 út af náttúrunni og jarðfræði, ég hafði aldrei séð jökla og eldfjöll, bara lesið um það í jarðfræði og dreymdi um að sjá það með eigin augum. Ég hafði verið að vinna í Svíþjóð og var búin að ferðast um öll Norðurlöndin fyrir utan Ísland en draumurinn var að koma hingað til Íslands og sjá landið. Ég sótti um alls konar vinnu og fékk vinnu hjá Flúðasveppum á Flúðum. Ég ætlaði að vera hérna í þrjá mánuði í sumarvinnu og skoða landið en varð fljótlega ástfangin af landinu,“ segir Sara. Eins og að ganga um í álfasögu Það er óhætt að segja að Sara hafi lifað ævintýralegu lífi en áður en hún ferðaðist um Norðurlöndin og settist að á Íslandi bjó hún í 16 ár í Suður-Afríku þar sem hún lagði stund á nám við landbúnaðarskóla með áherslu á ræktun grænmetis og suðrænna ávaxta og segir hún þann tíma hafa verið góðan grunn fyrir ýmislegt í lífinu. „Ég var að ferðast hringinn í kringum Ísland eitt sumarfríið og langaði að prófa eitthvað annað en að vera á Suðurlandinu. Mig langaði að vera þar sem væru falleg fjöll, náttúra og hestar og þá var mér bent á Skagafjörðinn. Ég kom hér einn brjálaðan veður- dag í mars á Sauðárkrók og fékk fljótlega vinnu í frystihúsinu í fjögur ár, síðan eru liðin 14 ár,“ segir Sara, sem er meðal annars búin að læra ferðamálafræði við Hólaskóla. Sara er iðin við að mála myndir og lætur framleiða fyrir sig tækifæriskort eftir myndum sínum sem hafa rokið út eins og heitar lummur. Margt af því sem hún málar tengist sveitinni og íslensku húsdýrunum. „Hjartað slær með landbún- aði, sveitinni og náttúrunni. Það veitir svo mikinn innblástur. Ég hef alltaf verið listræn en ég byrjaði ekki fyrir alvöru að mála fyrr en ég kom í Skagafjörðinn. Það var eins og að ganga um í álfasögu að vera hérna. Ég byrjaði að mála á striga og gefa í jólagjafir, því var vel tekið og ég hélt áfram. Síðan hefur þetta þróast og ég byrjaði að gera tækifæriskortin árið 2014. Ég sel til vina og vandamanna en ég er líka félagi í listamanna- félaginu Sólon hér á Sauðárkróki þar sem er sýning einu sinni á ári og þar sel ég líka. Ég byrjaði á kortunum því mig vantaði jólakort, ég fann bara ein- hverja fjöldaframleiðslu frá Kína en mér fannst vanta eitthvað íslenskt. Ég byrjaði á að prenta eina hestamynd sem sló í gegn 2014 og árið eftir gerði ég átta myndir saman. Þetta byrjuðu sem jólakort eitt árið en síðan breyttist það fljótt því fólk notar þetta fyrir alls kyns tilefni, skírn, afmæli og við önnur tilefni. /ehg Sara Jóna Emilía býr í Skagafirði en er fædd og uppalin í sveit í skosku hálöndunum. Hún gerir ýmislegt í frístundum sínum, eins og að synda út í Drangey, taka ljósmyndir og mála fallegar myndir úr sveitinni. Sara fær margar hugmyndir að myndum sínum á hverjum degi en eitt sinn gaf hún vini sínum sem átti stórafmæli málverk af sveitabænum hans og í kjölfarið kom pöntun frá bróður hans. Myndin er af bænum Dæli í Skagafirði. Sara elskar dýr og hefur oft tekið þátt í sauðburði hjá vinum sínum:„ Það er svo gaman að sjá hvernig dýrin haga sér og sjá karakter þeirra, ég er alltaf með myndavélina með mér og reyni að fanga allt sem ég sé.“ Sjá má verk Söru á Facebook-síðu hennar jokulhrafnart. Erla Hjördís Gunnarsdóttir ehg@bondi.is • • • • Bílskúrs- og iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir með gönguhurð Bílskúrshurðir Hurðir í trékarma Tvískiptar hurðir Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf „ Hjartað slær með landbúnaði, sveitinni og náttúrunni. Það veitir svo mikinn innblástur. Ég hef alltaf verið listræn en ég byrjaði ekki fyrir alvöru að mála fyrr en ég kom í Skagafjörðinn. Það var eins og að ganga um í álfasögu að vera h�rna. �g byrjaði að má�a á striga og ge�a � jó�agjafir, �v� var ve� te�ið og ég hélt áfram. Síðan hefur þetta þróast og ég byrjaði að gera tækifæriskortin árið 2014.“

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.