Bændablaðið - 24.06.2021, Side 29

Bændablaðið - 24.06.2021, Side 29
Bændablaðið | Fimmtudagur 24. júní 2021 29 ÍSLAND ER LAND ÞITT Báru sjálf hita og þunga af rekstri safnsins Jón hóf markvisst að safna saman munum sem tengdust verksmiðjurekstrinum árið 1993. Iðnaðarsafnið var stofnað fáum árum síðar, á þjóðhátíðardaginn 17. júní árið 1998. Það var í fyrstu til húsa í fyrrum fataverksmiðju Heklu á Gleráreyrum en flutti síðar í Sjafnarhúsið við Austursíðu þar sem það hafði um 300 fermetra sýningar- og geymsluhúsnæði til umráða. Jón og eiginkona hans, Gisela Rabe-Stephan, báru lengi framan af hita og þunga af rekstri safnsins og ráku það á eigin vegum með styrkjum frá opinberum aðilum, sjóðum, félögum og fyrirtækjum. Núverandi húsnæði Iðnaðarsafnsins er við Krókeyri 6 þar sem áður var áhaldahús umhverfisdeildar Akureyrarbæjar. Að loknum endurbótum var flutt inn í það húsnæði vorið 2004. Við flutninginn á safnasvæðið á Krókeyri varð safnið gert að sjálfseignarstofnun. Fjórir salir á tveimur hæðum Húsnæði Iðnaðarsafnsins er 557 fermetrar að stærð, sýningarplás- sið nær yfir 467 fermetra. Húsið er á tveimur hæðum og eru sýningar þess settar upp í fjórum sölum. Þar er að finna muni sem tengjast iðnaði og iðnframleiðslu liðinna tíma, smjörlíkisgerð, prentvélar, rennibekki og saumavélar af ýmsu tagi, áhöld til úrsmíði og lyfjagerðar, matvælaframleiðslu margs konar, líkön af bátum og skipum, umfangsmiklum fata- iðnaði um árin eru gerð skil, líta má augum rómaða náttkjóla frá Fatagerðinni Írisi, Duffys gallabuxur, Skinnu mokkajakka og Iðunnar skó. Fjölda sýnishorna um öflugan húsgagnaiðnað er að finna á safninu. Þar eru líka tæki og vélar sem notuð voru til að framleiða Saxbauta, Santonskaffi og Flórusmjörlíki. „ Iðnaður af nánast öllu tagi kemur hér við sögu,“ segir Þorsteinn, en Wathnehúsið, sem tengist atvinnusögu Akureyrar allar götur frá því það var reist árið 1895, stendur ónotað við Iðnaðarsafnið. Þar hefur það verið í tæpa tvo áratugi, ekki á sökkli, óupphitað og án rafmagns. Þess bíður að grotna í rólegheitum niður. Eitt sinn stóð til að flytja júgursmyrsl á erlendan markað og veltu menn í þeim hugleiðingum fyrir sér heppilegu nafni á útflutningsvöruna væntanlegu. Eitt þeirra sem sterklega kom til greina var „ Búkolla beauty cream“ . Ekkert varð af þessum áformum. Skósmiðir bæjarins notuðu slöngur úr gömlum bíldekkjum til að búa til gúmmískó. Rakarastofa Reynis eins og hún var og hét þegar starfsemin var í blóma. Niðursoðið nautgripakjöt frá Pylsugerð KEA – ómissandi í útileguna. KLETTUR / SALA OG ÞJÓNUSTA / KLETTAGARÐAR 8-10 104 REYKJAVÍK / 590 5100 / klettur.is RANDEX - VAGNAR AF VÖNDUÐUSTU GERÐ Gerðu kröfur - hafðu samband við Snorra Árnason í síma 590 5130 og kynntu þér þína möguleika • Við bjóðum margar stærðir og útfærslur af RANDEX vögnum • Hardox 450 stál með allt að 80% meiri endingu • Hagstætt verð – Framhald á næstu síðu.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.