Bændablaðið - 24.06.2021, Síða 32

Bændablaðið - 24.06.2021, Síða 32
Bændablaðið | Fimmtudagur 24. júní 202132 LÍF&STARF Tveggja ára jarðræktartilraunir með lífrænan „vandamálaúrgang“: Nýta „fiskeldismykju”, mannaseyru, moltu, brennistein og fleira sem áburð Á dögunum fór fram undir- búningur og hráefnaöflun fyr ir fyrstu jarðræktar tilraunir hjá Landgræðslunni og Landbúnaðar- háskóla Íslands. Verkefnið er til tveggja ára en jarðræktar tilraunir verða endurskoðaðar og endur- teknar næsta sumar. Að verk- efninu koma Matís, Atmonia, Landbúnaðarháskóli Í slands, Landgræðslan, Hafró og Lands- virkjun. Starfsmenn Matís hafa staðið í ströngu við að safna hráefnum og útbúa áburðarblöndur fyrir verk- efnið Sjálfbær áburðarvinnsla sem styrkt var af Markáætlun Rannís. Í verkefninu er unnið að því að kortleggja magn lífrænna auka- hráefna og vandamálaúrgangs sem fellur til á Íslandi með það í huga að nýta hann í landgræðslu og til jarðræktar. Nýsköpunarfyrirtækið Atmonia tekur einnig þátt í verkefninu en fyrirtækið þróar umhverfisvænan framleiðsluferil fyrir köfnunarefn- isáburð. Nýting á lífrænu hráefni sem til fellur hjá íslenskum iðnaði Með aukinni nýtingu þess lífræna hráefnis sem til fellur hjá íslenskum iðnaði og blöndun þess við mikil- væg næringarefni, svo sem köfn- unarefnis og brennisteins, er hægt að draga verulega úr innflutningi á tilbúnum áburði. Um leið er hægt að loka hringrásinni og minnka losun gróðurhúsalofttegunda. Meðhöndlun og notkun lífrænna hráefna í áburð fylgir oft mikið umstang auk þess sem slík með- höndlun er kostnaðarsöm. Mikið magn hráefna þarf jafnan til að upp- fylla næringarþörf í landbúnaði og landgræðslu auk þess að næringar- samsetningin er ekki alltaf eins og best verður á kosið. Í verkefninu verður því leitast við að finna leiðir til að bæta lífræn áburðarefni og draga um leið úr flutningskostnaði og útblæstri. Unnið úr „ vandamálaúrgangi“ Í ti lraunum sumarsins er áhersla lögð á hráefni sem unnin hafa verið úr „ vandamálaúrgangi“ , þ.e. sláturúrgangi, matarleifum og seyru. Gerðar verða prófanir með „ f iskeldismykju“ , mannaseyru, þrjár moltutegundir, kjötmjöl, bokashi, kúamykju og kjúklinga- skít. Hráefnin verða borin á jarð- ræktarsvæði í vor, annars vegar óblönduð og hins vegar með við- bættu köfnunarefni og brennistein. Seyran kalkblönduð Marvin Ingi Einarsson er tengiliður verkefnisins hjá Matís. Hann segir að seyran sem fengin var komi frá Hveragerði. Er hún skilin úr skólp- inu og ekki meðhöndluð að öðru leyti en því að í hana er bætt kalki til að hún standist reglugerð. Úr þessari jarðgerðarti lraun vonast menn til að fá mikilvægan samanburð á efnum sem notuð eru, auk samanburðar við tilbúinn áburð. Niðurstöðurnar munu varpa ljósi á gæði þessara hráefna, hvort hægt sé að nota minna hráefni ef næringarsamsetningin er stillt af og hvort þau séu fýsilegur kostur í landbúnaði og landgræðslu. /HKr. Jónas Baldursson og Ragnhildur Friðriksdóttir, starfsmenn Matís, að vinna með moltu. Matís fékk þrjár tegundir af moltu til að prófa, m.a. frá gas- og jarðgerðarstöðinni GAJA sem er í eigu Sorpu. Sú molta reyndist ónothæf vegna aukaefna sem í henni eru. Þurfti reyndar undanþágu frá reglum til að gera prófanir með notkun hennar á afmörkuðu svæði. Úrgangi safnað fyrir jarðg erðartil- raunina. Víkurvagnar ehf. – Hyrjarhöfði 8. – 110 Reykjavík Sími 577-1090 – www.vikurvagnar.is – sala@vikurvagnar.is STYRKUR, ÞJÓNUSTA OG ÁREIÐANLEIKI MIKIÐ ÚRVAL KERRUVARAHLUTA VÍKURVAGNAR EHF. RAFMAGNSBÚNAÐUR BREMSUR BEISLI DEKK LJÓS LED LJÓS N1 kaupir 20 öflugar hraðhleðslustöðvar N1 hefur skr ifað undir samning við Öskju um kaup á 20 hraðhleðslu- stöðvum en þær eru allt að 400 kw og eru því öflugustu hraðhleðslu- stöðvar landsins. Með kaupunum f j ölgar hraðhleðslustöðvum N1 á lykilstaðsetningum um þjóðvegi landsins á næstu mánuðum. „Já, við ætlum okkur að halda áfram á þeirri vegferð að vera leið- andi í orkuskiptum í samgöngum á Íslandi og halda áfram að veita viðskiptavinum okkar bestu mögu- legu þjónustu. Við höfum metnað- arfull markmið sem krefjast mikilla fjárfestinga en þéttum með þessu net hraðhleðslustöðva verulega, viðskiptavinum okkar til hagsbóta,“ segir Hinrik Örn Bjarnason, fram- kvæmdastjóri N1. Sex stöðvar í Staðarskála Fljótlega verður hafist handa við að setja upp 400kW hraðhleðslu- stöðvar í Staðarskála, en þar verða allt að 6 stöðvar settar upp í sumar. Í kjölfarið bætast við tvær stöðvar til viðbótar við þær tvær sem nú þegar eru í Borgarnesi og að því loknu verður hafist handa við upp- setningu á Suðurlandi. Þannig blasir við að á næstunni bætast við öfl- ugar hraðhleðslustöðvar á þjónustu- stöðum N1 í Vík og á Egilsstöðum, en nú þegar eru stöðvar í Lindum í Kópavogi, Mosfellsbæ, Borgarnesi, Blönduósi, Staðarskála, Hvolsvelli og á Akureyri. „Það er okkur ánægja að N1 hafi valið að ganga til samstarfs við Öskju í þessu metnaðarfulla verkefni en hleðslustöðvarnar frá Innogy eru áreiðanlegar og hafa reynst mjög vel víðs vegar um heiminn. Við fögnum aukinni þjónustu við rafbílaeigendur um allt land og óskum N1 til ham- ingju með áfangann,“ segir Jón Trausti Ólafsson, framkvæmdastjóri Öskju. /MHH Við undirskrift samningsins, frá vinstri, Jón Trausti Ólafsson, framkvæmdastjóri Öskju, Magnús Júlíusson, forstöðumaður Orkusviðs N1, Hinrik Örn Bjarnason, framkvæmdastjóri N1, Berglind Bergþórsdóttir, mannauðsstjóri Öskju og Jónas Kári Eiríksson, forstöðumaður vörustýringar.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.