Bændablaðið - 24.06.2021, Qupperneq 36

Bændablaðið - 24.06.2021, Qupperneq 36
Bændablaðið | Fimmtudagur 24. júní 202136 Öllum eða nánast öllum þykja pitsur góðar og þær eru fyr ir löngu orðnar hluti af matarhefð Í slendinga. Pitsur eins og við þekkjum þær í dag eru upprunnar á Í talíu en saga flatbakaðs brauðs nær langt aftur í forneskju. Margir tengja pitsur við Ítalíu en raunin er sú að forn hefð er fyrir bakstri á flatbrauði eða flatbökum í löndunum allt í kringum Miðjarðarhaf. Jafnvel er talið að bakstur á slíku brauði hafi verið kynntur fyrir íbúum suðurhluta Ítalíu af grískum nýlenduherrum og vel mögulegt að flatbökur eigi uppruna sinn að rekja til Persíu til forna. Gróflega má skilgreina pitsu sem flatan brauðbotn sem oftast er kringlóttur og smurður með tómatmauki sem á er settur ostur og ýmiss konar álegg eftir smekk sem bakaður er í ofni við háan hita. Uppruni og saga Flatbrauð, sem er forveri pitsunnar eins og við þekkjum hana í dag, hefur líklega verið á boðstólum allt frá því að maðurinn fór að baka brauð. Heimildir um notkun á kryddi til að auka bragðgæði brauðsins þekkjast langt aftur í forneskju. Til eru lýsingar frá sjöttu öld fyrir Krist sem segja frá hermönnum Daríusar I Persakonungs sem eru að baka flatbrauð með osti og döðlu. Brauðið var bakað á skildi eins hermannanna sem lagður var yfir opinn eld. Grikkir til forna drýgðu og bragðbættu brauð með ólífuolíu, kryddi og osti. Ein af elstu skráðu heimildum um pitsulegan mat er að finna í Eneasarkviðu sem er eitt af kvæðum Virgils og ritað á latínu 29 til 19 fyrir Krist. Kviðan segir frá kappanum Eneasi sem kemst undan þegar Grikkir leggja Trójuborg í rúst og er förinni, samkvæmt æðra valdi, heitið til Ítalíu að stofna borg og ættir Latverja. Örlögin hafa ætlað honum að stofna þar voldugt ríki. Á milli falls Tróju og komuna til Ítalíu lendir Eneas í ýmsum ævintýrum, á t.d. í stuttu ástarsambandi við drottninguna Dídó, stofnar borg, Akestu, og fer til undirheima ásamt völvunni Síbyllu á fund hinna látnu og sér framtíð þess lands sem hann á eftir að stofna. Í kvæðinu segir meðal annars að Calaeno, drottning goðsagnalandsins Harpy, upplýsi að Trójumenn muni ekki finna frið fyrr en þeir neyðist til að leggja sér borð til munns vegna hungurs. Þegar líður á kvæðið er Eneas og mönnum hans borinn matur og meðal annars lítið hringlaga flatbrauð með bökuðu grænmeti. Þegar þeir borðuðu brauðið rann upp fyrir þeim að umrædd borð voru myndlíkingar fyrir flatbrauðið. Í sögu Rómar, eftir lögspekinginn og sagnfræðingi Cató eldri, er sagt frá flatri deigskífu með ólífuolíu, jurtum og hunangi, sem bökuð var á steinum. Einnig hafa fundist vísbendingar og í rústum borgarinnar Pompei sem grófst í ösku eldfjallsins Vesúvíus árinu 79 eftir Krist. Pitsusagnfræðingar eru sammála um að forveri pitsunnar eins og við þekkjum hana í dag sé í Napólí á Ítalíu á 18. og 19. öld. Áður en tómatar, sem í fyrstu voru taldir eitraðir, bárust ti l Evrópu frá Suður-Ameríku var algengt að smyrja flatbökuna með dýrafitu eða ólífuolíu og setja hvítlauk og ost ofan á fyrir bakstur. Pitsur voru lengi alþýðlegur matur fátæklinga og verkamanna þar sem afgangar voru nýttir. Yfirstéttin leit niður á pitsuát og á einum stað er því lýst sem ógeðlegu þar sem alþýðan træði pitsum í kjaftinn á sér með guðsgöfflunum. Ekki er vitað fyrir víst hvar og hvenær fyrst var farið að setja tómatmauk á pitsur og margir sem vilja eigna sér þann heiður. Lengi vel voru pitsur götumatur sem var seldur beint úr ofnum eða pitsubakaríum. Samkvæmt vinsælli nútíma- þjóðsögu segir að grunnurinn að nútímapitsunni, margarita, hafi verið fundinn upp árið 1889 þegar aðallinn í Capodimonta-höllinni í Napólí bað kokkinn og pitsugerðarmeistarann Raffaela Esposito að sérbaka pitsu til heiðurs heimsókn Margherita Í tal íudrottningar. Esposi to bakaði þrenns konar pitsur fyrir drottninguna og segir sagan að henni hafi þótt sú best sem var skreytt ítölsku fánalitunum. Rauðum tómötum, grænni basilíku og hvítum mozzarella-osti og sagt er að pitsan sé nefnd eftir drottningunni. Pitsur bárust ti l Bandaríkja Norður-Ameríku með ítölskum innflytjendum seint á 19. öld og opnaði fyrsti pitsustaðurinn vestanhafs í Litlu Ítalíu í New York árið 1905. Eftir lok seinni heimsstyrjaldarinnar nutu pitsur mikilla vinsælda meðal hermanna sem dvalið höfðu á Ítalíu í stríðinu og kynnst ítalskri matarhefð. Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is SAGA MATAR&DRYKKJA Napólí-pitsa af bestu gerð. Deigið er undirstaðan í góðri pitsu. �ug��sing �rá �mára�a� � ��si �. nóvember ����. San Marzano og Pomodorino del �ienno�o de� �esuvio tómatar.

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.