Bændablaðið - 24.06.2021, Blaðsíða 39

Bændablaðið - 24.06.2021, Blaðsíða 39
Bændablaðið | Fimmtudagur 24. júní 2021 39 við það hefur nær tífaldast síðastl iðna tvo áratugi . Hluti af þessu eru veiru- og bakteríuskimanir vegna mikils hrognaútflutnings til ýmissa landa; • aukningu í sýklalyfjaónæmi hjá bakteríum og sníkjudýrum sem kallar á aukið eftirlit, rannsóknir og prófanir; • sýkla sem smitast úr dýrum í fólk en margir af varasömustu smitsjúkdómum í mönnum, svokallaðar súnur (zoonosis), eru sýklar sem smitast úr dýrum í fólk. Nærtækast er að nefna kórónaveiruna sem veldur covid og er upprunnin í leðurblökum en auk hennar má nefna fuglaflensu, svínaflensu, ebola-, SARS-, hendra- og nipaveirur; • faraldra af landlægum sjúkdómum sem blossað geta upp líkt og riðuveikin síðasta haust, þegar skera varð niður fé á 5 bæjum; • áður óþekkta sjúkdóma í landinu sem koma upp t.d. svínainflúensa 2009, smitandi hósti í hrossum 2010, smitandi barkabólga í kúm 2012, fjöltaugakvilli í hrossum 2019 og veirusýkingar í eldisfiski sem hafa verið greindar á síðustu 10 árum. Með vaxandi innflutningi, hnatt- væðingu og hlýnandi loftlagi má gera ráð fyrir að aukning verði í nýjum smitsjúkdómum sem hingað berast og sumir þeirra gætu valdið verulegum f járhagslegum skakkaföl lum og jafnvel sjúkdómum í fólki ef ekki er brugðist rétt við. Í landinu verður á öllum tímum að vera viðbúnaður, viðbragðsflýtir og verkferlar til að bregðast við dýra- smitsjúkdómum. Það þarf að vera uppsett aðferðafræði sem er í stöðugri notkun og fólk til staðar sem kann að beita henni. Húsakostur og landrými Á Tilraunastöðinni hefur verið byggður upp sérhæfður húsakostur um 5.000 m2. Þar eru þrjú rannsóknahús þar sem mest af starfseminni fer fram, öryggisrannsóknahús (biosafety level 3+) sem er það fullkomnasta á landinu, tekið í notkun 2009 í kjölfar fuglaflensufaraldurs, krufningshús þar sem framkvæmdar eru krufningar og sýnataka. Einnig er hesthús fyrir um 50 hross, fjárhús með innréttaðri aðstöðu til þjálfunar og kennslu lækna á Landspítala í skurð- og bráðalækningum, hús fyrir tilraunir með fisk í kerjum og gömul dýrahús. Á Keldum stendur gamli Keldnabærinn byggður 1916, steinhlaðinn sem og hlaða við bæinn. Þessi hús eru friðuð vegna aldurs. Ytraborð og fastar innréttingar á bókasafni og hringstigi í elsta rannsóknahúsinu var friðlýst árið 1999. Landið á Keldum er um 85 ha, þar af eru 17 ha ræktuð tún. Hey- skapur var aflagður fyrir fáum árum síðan, en túnin hafa verið nýtt áfram til hrossa- og sauðfjár- beitar. Annað beiti land, um 15-20 ha í landi Keldna er nýtt til hrossabeitar en síðustu áratugina hafa verið um 40-60 hross haldin á Keldum, tekið er úr þeim blóð fyrir bakteríurannsóknastofur hérlendis, þau notuð í mótefna- sermisf ramleiðslu og í rannsóknarverkefni t.d. í tengslum við þróun á bóluefni gegn sumarexemi í hrossum. Hver verður svo framtíðin? Í nýlegri stefnumótunarvinnu á Tilraunastöðinni þar sem ýmsir valmöguleikar voru skoðaðir hvað varðar staðsetningu og hlutverk var niðurstaðan að Keld- ur væri ákjósanlegasti kostur- inn til framtíðar. Sú staðsetning hentaði best varðandi nauðsynlega framþróun og vöxt starfseminnar. Auk möguleika á viðbótarhús- næði og landrými fyrir ný svið s.s. tilraunadýrahald til kennslu og þjálfunar í skurð- og bráða- lækningum. Tilraunastöðin á Keldum hefur nýtt um helming lands síns undir byggingar og búfjárhald. Ljóst er að með áætlunum um að leggja land Keldna sem hlutafjárframlag ríkisins ti l félagsins Betri samgöngur ohf. verður þrengt að starfsemi Tilraunastöðvarinnar hvað varðar núverandi dýrahald sem og stækkunarmöguleika til framtíðar. Birtingarmynd þessara áforma kom fram nýlega í umsögn skipulagsfulltrúa Reykjavíkur- borgar vegna umsóknar stofnunar- innar um leyfi til byggingar nýs húss fyrir rannsóknir á fisksjúk- dómum. Byggingarleyfi var veitt en gerð sú athugasemd að í ljósi f ramtíðaruppbyggingar væri starfsemin víkjandi og fjarlægja þyrfti bygginguna á kostnað umsækjanda þegar borgin krefðist þess. Tilraunastöðin hefur látið gera áætlun um rými sem stofnunin þarf af landinu á Keldum til að geta áfram uppfyllt skyldur sínar, byggt upp og þróast eðlilega. Sú áætlun gerir ráð fyrir að um 12 ha þurfi að lágmarki en einnig að leigja eða kaupa þurfi land í nágrenni stöðvarinnar fyrir það beitiland sem færi undir byggð. Einnig má benda á að Keld- ur eru síðasta landið með landbúnaðarásýnd innan borgar- markanna og verðmætt sem slíkt. Fallegur og veðursæll opinn reitur í borgarlandinu kær þeim sem svæðið þekkja. Land sem að hluta mætti nýta sem útivistar og andrými fyrir almenning. Í því sambandi má nefna Kálfamóa sem er fagur 3,5 ha gróðurreitur í holtinu fyrir ofan heimreiðina að Keldum. Þar er að finna á litlu svæði einn mesta tegundaf jölbreyti leika plantna á Íslandi en þar vaxa vel á sjötta hundrað tegundir. Reiturinn er mjög merki legt framlag Jóhanns Pálssonar fyrrverandi garðyrkjustjóra Reykjavíkur til uppgræðslu á landi og dæmi um þróun á búsetulandslagi við breytta landnýtingu. Það er því margt fleira sem hægt væri að gera með Keldna- landið bæði til eflingar vísindastarfs á Íslandi sem og betra mannlífs en að leggja það undir þétta byggð og dimm stræti. Mennta- og menningarmála- ráðherra, Lilja Alfreðsdóttir, hefur tekið undir þessa sýn Keldnamanna í nýlegu blaðaviðtali og segir að sér hugnist ekki hugmyndir um nýtingu alls landsins í þágu Betri samgangna ohf. „enda er starfsemin á Keldum stórmerkileg og mikilvæg. Þar er unnið mikið starf sem ekki fer fram annars staðar á landinu og saga svæðisins er merkileg fyrir margra hluta sakir. Keldur eru hluti af Háskóla Íslands, vísindasamfélaginu, og staðsetningin hentar starfseminni.“ (mbl.is 15.5.:) Niðurlag: Íslenskir búfjár- og fiskeldisstofnar eru lausir við stóran hluta þeirra smitefna sem landlæg eru víða er- lendis og geta valdið skaða á heilsu dýra og manna. Góð smitsjúkdómastaða hér- lendis hefur mikla þýðingu fyrir velferð dýra á Íslandi, vernd íslensku landnámskynjanna og mikla fjár- hagslega þýðingu fyrir íslenskan landbúnað og fiskeldi. Almenningur í landinu nýtur þessarar góðu smitsjúkdómastöðu íslensks búfjár og eldisfisks í formi heilnæmra afurða og betri lýðheilsu. Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum hefur í áranna rás verið burðarásinn í rannsóknum á smitsjúkdómum og faröldrum í búfé og eldisfiski hér- lendis. Sérfræðingar stöðvarinnar og Rannsóknadeildar dýrasjúkdóma meðan hún var starfandi á Keldum (lögð niður 2006) voru og eru þeir sem hvað mesta yfirsýn hafa um smitefni í dýrum hér á landi. Sá mannauður, þekking og reynsla sem fyrir er á Tilraunastöðinni verður ekki svo auðveldlega endurheimtur verði mikið rót eða truflun á starf- seminni með tilheyrandi manna- breytingum. Það væri mjög mis- ráðið af ráðamönnum og ógnun við dýraheilbrigði í landinu að vega að þessari grónu og mikilvægu stofnun. Sigurbjörg Þorsteinsdóttir, ónæmisfræðingur, Keldum Vilhjálmur Svansson, dýra- læknir og veirufræðingur, Keldum Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræðum á Keldum Á Keldum hefur ætíð verið unnið þverfaglega. Starfsmenn rannsóknadeildar dýrasjúkdóma, Guðmundur Gíslason læknir og Halldór Vigfússon rannsóknamaður við heyskap 1963 á Keldum. Mynd / Óþekktur höfundur Lífræn hreinsistöð •�Fyrirferðalítil fullkomin sambyggð skolphreinsistöð • Uppfyllir ýtrustu kröfur um gæði hreinsunar • Engin rotþró eða siturlögn 25 ára ábyrgð • Tæming seyru á þriggja til �mm ára fresti • Engir hreyfanlegir hlutir • Stærðir frá 6 – 55 persónueiningar Tunguhálsi 10 - 110 Reykjavík Sími 517 2220 - petur@idnver.is G ra fi k a 1 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.