Bændablaðið - 24.06.2021, Síða 40

Bændablaðið - 24.06.2021, Síða 40
Bændablaðið | Fimmtudagur 24. júní 202140 MENNING&SAGA Á tuttugustu öld varð sú breyting að flest búverk sem í aldanna rás höfðu ýmist ver ið unnin með höndunum einum eða þá með einföldum handverkfærum voru nú unnin með verkfærum. Plóga, her fi, sláttuvélar og flest af þeim toga kölluðu menn verkfær i. Það hugtak hefur á seinni árum þokað fyr ir orðinu búvélar en það er núorðið notað um flest það tæknikyns er sner tir bústör f. Þegar búverkfæri tóku að ryðja sér ti l rúms, svo að einhverju nam, urðu landbúnaðarsýningar afar vinsæll og áhri famiki l l kynningarvettvangur f yri r þær. Sögur fara af merkilegum sýningum á 19. öld, svo sem á Bretlandseyjum og Norðurlöndum. Vitað er um Íslendinga sem þessar sýningar sóttu og urðu fyrir áhrifum af þeim. Upphaf búvélaprófana Fljótlega kom í ljós að búverkfærin, sem kynnt voru, reyndust notendum sínum misjafnlega. Þá vaknaði þörfin fyrir einhvers konar mat á notagildi verkfæranna. Settar voru nefndir til þess að meta notagildið og fella dóma um það, svipaðar þeirri sem sagt var frá í fyrri pistlum hér í blaðinu um Búsáhaldasýninguna 1921. Starfið formgerðist og í flestum nágrannalöndum urðu til sérstakar prófunarstofnanir fyrir búverkfæri; þær fyrstu á ofanverðri 19. öld. Verkfærin voru reynd með skipulegum hætti og skýrslur birtar um niðurstöðurnar. Með árunum voru ýmsar verkfæraprófanir samræmdar á milli landa, og staðlar settir um framkvæmd þeirra fyrir ti lsti l l i OECD. Hvað þekktust prófunarstöðva á heimsvísu hefur orðið Nebraska Tractor Test Laboratory sem prófað hefur dráttarvélar í meira en eina öld. Formlegt mat og prófun á búverkfærunum, sem sýnd voru á Búsáhaldasýningunni 1921, var því verklag sem vel þekkt var orðið í nágrannalöndum. Raunar má nefna eldri vísa að slíku starfi hérlendis, svo sem hjá Ræktunarfélagi Norðurlands sem keypti um skeið í byrjum tuttugustu aldar allmikið af verkfærum og reyndi sjálft meira eða minna í starfi sínu. Birtar voru stuttar umsagnir um nokkra plóga og herfi í ársriti félagsins 1904 og 1905. Um sama leyti gerði Búnaðarfélag Íslands athuganir á sláttuvélum í Reykjavík og birti umsagnir um þær. Í l jósi reynslu og þarfa samþykkti Búnaðarþing 1927 að heimila stjórn Búnaðarfélags Íslands að skipa þriggja manna nefnd til þess „að sjá um útvegun og tilraunir með verkfæri hér á landi.“ Nefndin varð til sem gerði þegar allmargar og merkilegar tilraunir með búverkfæri, einkum til jarðvinnslu og heyskapar. Síðan dofnaði yfir starfinu. Skipuð Verkfæranefnd ríkisins Með setningu laga um rannsóknir og tilraunir í þágu landbúnaðarins árið 1940 var m.a. mælt fyrir um að ríkisstjórnin skildi skipa Verkfæranefnd til þess að reyna ný verkfæri og breytingar á eldri verkfærum. Af ýmsum ástæðum var starf nefndarinnar lítið í fyrstu. Skýrslu birti hún um starfið 1946, sem fólst í prófun nokkurra tækninýjunga, m.a. skurðsprengiefnis, kílplógs og súgþurrkunar. Í fang sitt hafði nefndin þá fengið útvegun og rekstur skurðgrafa ríkisins er varð brátt að sjálfstæðu og mjög umfangsmiklu verkefni undir nafni Vélanefndar ríkisins – Vélasjóðs. Prófun búverkfæra og verktæknitilraunir sátu hins vegar á hakanum og árin 1950-1953 lá sú starfsemi niðri enda ekkert fé ætlað til þeirrar starfsemi. Vorið 1954 var Verkfæranefnd ríkisins svo endurskipuð og henni ráðinn starfsmaður, Jón Ólafur Guðmundsson, sem hófst þegar handa við ýmsar bútæknitilraunir og athuganir. Árlega var birt skýrsla um niðurstöður þeirra. Með nýjum lögum um rannsóknir í þágu atvinnuveganna 1965 var Verkfæranefnd sett undir Rannsóknastofnun landbúnað- arins – og á árinu 1966 varð þar ti l Bútæknideild sem tók við bútækniti l raunum og búvéla- prófunum. Hélst sú skipan til ársloka 2004 að Rannsóknastofnunin rann inn undir Landbúnaðarháskóla Íslands. Búvélaprófanir voru þá nær horfnar af heimi. Síðasta skýrsla um þær kom út á árinu 2005. Hún var nr. 707. Gefur talan hugmynd um fjölda einstakra búverkfæraprófana og -athugana á tímabilinu 1954-2005. Hér er ekki rými ti l þess að rekja í smærri atriðum merkilega sögu verkfæra- og búvélaprófana hérlendis eða ti l rauna- og rannsóknastarfs á sviðum sem þeim tengdust. Hins vegar má nefna nokkra þætti sem einkenna starfsemina og áhrif hennar, eins og sezt hafa að í huga skrifarans, sem varla telst þó með öllu óháður sögumaður. Verkfæraprófanir spöruðu bændum fjármuni Upp úr síðari heimsstyrjöldinni óx framboð landbúnaðarverkfæra, ei nkum verkf æra f yr i r heimilisdráttarvélar sem urðu brátt almenn eign bænda. Samkeppni um vinnuaflið knúði á um vélvæðingu flestra búverka. Verkfærin reyndust hins vegar afar misjöfn að gæðum og gerð enda forsendur búvélasmiðanna breytilegar. Opinbert prófunarstarf hjálpaði til við að sía út nothæf verkfæri og það sparaði bændum oft mikið fé og fyrirhöfn. Skrifaranum koma í hug nokkur verkfæri á síðustu öld sem ekki stóðust mál og fóru því aldrei á hérlendan markað. Hérlendis urðu til nokkur afar öflug innflutningsfyrirtæki búvéla sem mikil áhrif höfðu á tækniþróun landbúnaðarins. Í þorra ti lvika varð samstarf Verkfæranefndar ríkisins og síðar Bútæknideildar og þessara fyrirtækja farsælt og gagnlegt bændum. Það varð einnig í raun leiðbeiningaþjónusta við bændur á sviði verkfæra, véla og bútækni. Héraðsráðunautar sinntu öðrum verkum, mest búfjárrækt, jarðabótum og matsverkum fyrir ríkisvaldið. Á fyrstu árum skipulegra verkfæraprófana og þá einkum á sjötta áratug síðustu aldar fór töluvert fyrir prófun innlendra verkfæra. Þau voru ýmist frumsmíði íslenskra hugvitsmanna eða verkfæri sem áttu sér misaugljósar erlendar fyrirmyndir. Síðari árin hurfu þau nær alveg, enda hefur búvélasmíði ekki þróast hérlendis ti l langframa. Íslenskur landbúnaður hefur því að langmestu leyti reitt sig á erlendar tæknilausnir og hinn alþjóðlega búvélamarkað. Liðin tíð – Framtíðarþarfir Þörfin fyrir tæknilegar prófanir landbúnaðarverkfæra og –véla er nú stórum minni en áður. Því valda ný og betri smíðaefni, meiri verkfræðiþekking og betri hönnun. Búvélarnar standast því yfirleitt ætlaða áraun og endast eðlilega. Kunnátta í meðferð þeirra er líka einnig oftast næg og eðlilegri hluti af tilverunni en var á fyrstu árum búvélanna. Öðru máli gegnir hins vegar um samspil verkfæranna/búvélanna við lifandi náttúru – umhverfið – svo sem jarðveg, gróður, fóður, velferð og aðbúnað búfjárins, þætti sem hvað Ísland snertir eru sumir all ólíkir því sem gerist í erlendum „hönnunarhéruðum“ búvélanna. Á því sviði er nú síst minni þörf „prófana“ tæknibúnaðarins en áður. Vanmáttur okkar ti l rannsókna og ráðgjafar á því sviði er þó bagalegur. Það sama á einnig við um rannsóknir varðandi búvélarekstur og –kostnað. Gagnrýnislítið höfum við lotið og lútum alheimsþróun bútækninnar og tæknistraumum hvers tíma – tíðskunni. Bjarni Guðmundsson Hvanneyri Þyril- og kastdreifarar fyrir tilbúinn áburð tóku að berast til landsins upp úr miðri síðustu öld. Þótt afkastamiklir væru kom þeim misvel saman við áburðartegundirnar sem þá var völ á og dreifðu eins misjafnt og tegundirnar voru margar. �otagi�di �estra sem ti� �andsins bárust var m��t � o�inberum �ró�unum, �ar á meða� �essarar, ��he �ebb �ui�����read�, � �augard��um vorið ����. Mynd / Ólafur Guðmundsson Bút��nimenn á Hvanneyri reyndu niður�e��ingu my�ju � �msum ti�raunum en mer�i�egar ti�raunir � �á veru h��ðu m.a. verið gerðar � �yjafirði um og �yrir miðja s�ðustu ��d. H�r er my�ja úr Bauer�haugsugu �e��d � gróinn túnsv�rð með ���a��ava� my�ju�e��ibúnaði �aust �yrir s�ðustu a�damót. Mynd / Grétar Einarsson Með samvinnu �missa aði�a varð ti� v�sir að ti�rauna� og rannsó�nastarfi varðandi byggingar útihúsa, svo sem votheysturna, �atgry�ja, �járhúsa og innr�ttingar � �jósum. �im�a�órar að hugmynd Gunnars Bjarnasonar �ennara voru reyndir � Hvanneyrar�jósi ����. �arna eru �eir við athuganir á árangrinum, �.v. Gunnar Bjarnason, ��tur Gunnarsson �óður�r�ðingur og s�ðar �orstjóri �annsó�nasto�nunar �andbúnaðarins, og ��a�ur �. �te�ánsson nautgriparæktarráðunautur. Mynd / Ólafur Guðmundsson Þegar rafgirðingatækni barst til landsins fyrir alvöru á áttunda tug síðustu a�dar hó� Bút��nidei�d �a�a á Hvanneyri �msar �ró�anir og rannsó�nir sem ��gðu grunn að inn�endri ver��e��ingu á henni. Mynd / Grétar Einarsson

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.