Bændablaðið - 24.06.2021, Side 43

Bændablaðið - 24.06.2021, Side 43
Bændablaðið | Fimmtudagur 24. júní 2021 43 Lely Center Ísland Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.LCI.is Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600 TINDAR OG HNÍFAR GOTT ÚRVAL HLAÐVARP BÆNDABLAÐSINS https://www.bbl.is/hladan Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300 líka hægt að lesa á bbl.is og Facebook kúabændur sinni nú orðið geld- kúnum sérstaklega, með þar til gerðu fóðri, steinefnum og vítamínum. Það er aftur á móti allt of algengt að þetta sé ekki gert fyrir kvígurnar síðustu 60 dagana fyrir burð. Þá er fósturþroskinn mikill og tekur á kvíguna enda er hún sjálf enn að vaxa. Þær þurfa því sérstaklega gott eftirlit og rétt fóður svo þær nái að byggja sig rétt og vel undir burðinn og upphaf mjaltaskeiðsins. Þegar þær bera ætti holdastig þeirra að vera 3,5 svo þær hafi af nægu að taka þegar mjólkurframleiðslan hefst en samhliða henni eru þær enn að vaxa og þyngjast þessi síðustu 15% af ætluðum lífþunga fullorðinna kúa. Í tarefni: • „Fóðrun nautgripa á mismunandi skeiðum“ eftir Berglindi Ósk Óðinsdóttur í bókinni Nautgriparækt, sem hægt er að nálgast á vef LK: www.naut.is • „Fyrstu 8 vikurnar ráða miklu um örlög kýrinnar“ eftir greinarhöfund, sjá 13. tbl. Bændablaðsins 2019. • „Þungar kvígur endast lengur“ eftir greinarhöfund, sjá 14. tbl. Bændablaðsins 2020. Garðar og gróður: Aðeins af fjölæringum Nú er tíminn til að huga að beðunum í garðinum og ekki úr vegi að skoða aðeins hvaða plöntur eru vinsælar eða jafnvel líklegar til vinsælda í garða landsins. Ótal möguleikar eru fyr ir garðeigendur þegar kemur að fjölær ingum og þá sérstaklega þá sem þur fa litla umhirðu. Má þar nefna brúskur af ýmsum yrkjum, burnirót, frúar- lykil, postulínsblóm, nálapúða að ógleymdum húslaukum. Í blóm- strandi deildinni eru laukar vin- sælir hjá landanum sem koma upp ár eftir ár án nokkurrar fyrirhafnar. Túlípanar, páskaliljur og krókusar sjást gjarnan í görðum á vorin og fram í sumarbyrjun og koma þeir sannarlega með lit í lífið eftir vetur- inn. Húslaukar eru sígrænir Sumir fjölæringar geta verið sí- grænir við góð skilyrði og er fallegt að sjá græna litinn lífga upp á lífið yfir veturinn. Svokallaðir húslaukar, eða Sempervivum sp. upp á latneskuna, eru skemmtilegir og þrátt fyrir nafnið eru þeir ekkert skyldir lauknum sem við notum til matargerðar heldur er hann af helluhnoðraættinni. Sagan segir að fólk hafi sett húslauka, sem eru með safarík blöð, á torfþök hjá sér til að ekki myndi kvikna í ef eldingu skyldi slá niður á húsið. Húslaukar eiga það sameiginlegt að þola mikinn þurrk, þeir mynda hvelfingar og breiða úr sér um beðið og má í raun segja að þeir séu þykkblöðungar garðsins. Ræktuð vegna blaðanna Brúskur (Hosta) eru blaðhvilfingar sem eru ræktaðar vegna fallegra blaða. Þær eru til í fjölmörgum litum; einlitar, dröfnóttar eða tvílitar. Skemmtileg útgáfa af brúskum eru þær sem hafa bláleit blöð og gefa garðinum þannig skemmtilegan blæ. Plönturnar eru auðveldar í ræktun og harðgerðari en margan grunar. Þær vilja sól part úr degi og venjulegan garðajarðveg en einnig má rækta brúskur í pottum og kerum. Gróðrarstöðvar eru með ótal yrki af brúskum og er lítið mál að spyrjast fyrir um úrvalið hjá viðkomandi stöð. Gömul garðjurt Frúarlykill (Primula x pubescens) hefur lengi fundist í görðum landsins. Hún er harðgerð og auðræktuð planta sem hefur mörg litaafbrigði og blómgast í júní og júlí. Hún kýs helst rakan jarðveg og líður betur í skugga heldur en í beinni sól allan daginn. Frúarlykill er þekjandi, blómin óvenjustór fyrir svo lágvaxna jurt og því virkilega falleg planta í sígræna flóru garðsins. Svo skemmir heldur ekki fyrir að hún ilmar. Íslenska burnirótin Ekki má gleyma íslensku burnirótinni (Sedum rosea) sem er harðgerð og falleg planta sem blómstrar ýmist gulum eða rauðum blómum. Burnirótin er sérbýlisplanta sem þýðir að hún er ýmist annaðhvort karl- eða kvenkyns. Algengast er að gróðrarstöðvar selji karlkyns plöntur, en þær blómstra gulum blómum. Ef kvenkyns planta er í nánd fjölga þær sér mikið og er því best að hafa karlkyns í garðinum hjá sér. Burnirótin blómgast í júní og fer vel í beðum og í steinhæðum. Í gróðrarstöðvum er að finna úrval af ofangreindum plöntum og mörgum fleirum og ef eitthvað af þeim vekur áhuga lesenda er best að spyrjast fyrir um þær og hvort þær henti aðstæðunum í garðinum þínum. Guðrún Birna Brynjarsdóttir, garðyrkjunemi. Postulínsblóm (Saxifraga x urbium) og Brúska (Hosta sp.). Burnirótin (Sedum rosea). Myndir / Guðrún Birna Brynjarsdóttir. • Verð frá: 250.000 m/vsk. • Stærðir 3-600 persónueiningar • Ekkert rafmagn • Meira en 2ja þrepa hreinsun • Verð frá 510.000 m/vsk. • Stærðir 3-1500 persónueiningar • Rafræn vöktun (valkvæmt) • Getur hreinsað eColi allt að 99,9% INNIFALIÐ Í VERÐI ANAEROBIX HREINSIVIRKI með síu yfir 90% hreinsun ONE2CLEAN HREINSISTÖÐ allt að 99% hreinsun • Þægilegar í uppsetningu og lítið viðhald • Fyrir sumarhús, heilsárshús, hótel o.fl. • Engar siturlagnir – fyrirferðarlítil • Mikið pláss fyrir seyru • CE vottað • Uppfylla kröfur til hreinsunar á viðkvæmum svæðum t.d við Þingvallavatn • Afhending á verkstað innan 100km frá Reykjavík • Drengöng með gátlúgu sem tryggja að vökvi komist óhindrað út í jarðveg

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.