Bændablaðið - 24.06.2021, Qupperneq 48

Bændablaðið - 24.06.2021, Qupperneq 48
Bændablaðið | Fimmtudagur 24. júní 202148 MATARKRÓKURINN LÍF&LYST � BÆRINN OKKAR Jörðin hefur ver ið í eigu sömu fj ölskyldu síðan 1946 en þá keyptu þau Óskar Jóhannesson og Hildur Guðmundsdótt ir jörðina. Þau fluttu frá Reykjavík ásamt Jóhannesi Guðlaugssyni, föður Óskars. Þegar þau fluttu að Brekku var enginn vegur að bænum, sem var tor fbær með moldargólfi, enginn sími, það var ekki komið veiturafmagn en það var rafstöð í læknum svo þau höfðu það umfram nágrannabæina. Þau tóku við því búi sem var á Brekku, nokkrar kýr og kindur en þau voru líka brautryðjendur í vélaverktöku í jarðvinnslu og vörubílaakstri fyrstu árin og hefur sú starfsemi verið rekin á Brekku síðan. Síðar fóru þau einnig út í ferðaþjónustu sem ekki var mikið um á þessum árum, margir þekkja eflaust orlofssvæðið í Brekkuskógi en það stofnuðu þau í kringum árið 1973. Árið 2004 keyptu Jóhannes Helgason, dóttursonur Óskars og Hildar, og eiginkona hans, Helga María Jónsdóttir, jörðina. Óskar og Hildur bjuggu ásamt þeim Jóhannesi, Helgu Maríu og börnum þeirra fjórum, á Brekku svo lengi sem þau lifðu. Býli: Brekka. Staðsett í sveit: Biskupstungum í Bláskógabyggð. Ábúendur : Jóhannes Helgason og Helga María Jónsdóttir ásamt börnum sínum og tengdadóttur. Fjölskyldustærð (og gæludýra): Jóhannes og Helga María eiga fjögur börn, þau Jón Óskar, Valdísi Björk (tengdadóttir), Finn, Rósu Kristínu og Hildi Maríu en þau eru öll búsett á Brekku, ásamt þeim búa þar líka tveir íslenskir fjárhundar, þær Díva og Perla og Chiwawa hundarnir Fróði og Tobba. Stærð jarðar? 670 ha. Gerð bús? Jarðvinnuverktaka, sumarbústaðalönd, ferðaþjónusta og tamningastöð/hrossarækt en Finnur, Jón Óskar og Valdís Björk eru öll menntaðir reiðkennarar og tamningamenn. Fj öldi búf j ár og tegundir ? Hrossarækt og nokkrar kindur til yndisauka. Hver nig gengur hefðbundinn vinnudagur fyr ir sig á bænum? Jóhannes er í verktökunni þar sem engir tveir dagar eru eins. Helga María sér um bókhaldið, ferðaþjónustuna, þ.e. gistinguna sem hefur verið róleg undanfarið, og ýmislegt sem til fellur, börnin sjá um hesthúsið og þann rekstur sem því tilheyrir. Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústör fin? Í vinnuvélunum er skemmtilegast að vera með ný/ nýleg góð tæki en leiðinlegast ef bilar á versta tíma. Í hestunum er mjög gaman á vorin að sjá folöldin koma í heiminn og þegar vel gengur bæði í kynbótadómum og keppni. Leiðinlegast er þegar hross slasast sem gerist sem betur fer ekki oft. Hvernig sj áið þið búskapinn fyr ir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Meiri ferðaþjónustu og góða hrossarækt. Hvað er alltaf til í ísskápnum? Rjómi, mjólk, smjör og ostur. Hver er vinsælasti matur inn á heimilinu? Grillað lambafile með tilheyrandi. Ef t i r minni legasta atvi k ið við bústör f in? Byggingin á hesthúsinu og reiðskemmunni, fyrsta skóflustungan var tekin í ágúst 2019 og það var virkilega gaman að taka þessa aðstöðu í notkun. Íslenskir tómatar eru frábærir Íslensku tómatarnir eru frábær ir og oft marglitir í ýmsum stærðum, mikið hefur aukist úrvalið af íslenskum tómötum og gætum við tekið Í tali okkur til fyr irmyndar að setj a aðeins fullþroskaða tómata á markað, sem eru rauðir innan sem utan. Svo má leika sér með sósur og sultur þegar þeir eru of linir og of þroskaðir fyrir skurð. Tómatsalsa eða góð pitsusósa › 12 stk. þroskaðir tómatar › 1 chili, sneiddur og fræhreinsaður › 1-2 msk. flögusalt › edik (5 prósent) af heildarþyngd › 100-200 g sykur › 1/2 tsk. pipar (cayenne) › 2 tsk. paprikuduft › 2 tsk. sinnepsduft › 1/2 msk. heil piparkorn › 1 tsk. sinnepsfræ › 1 stk. lárviðarlauf Dýfið tómötunum í sjóðandi vatn í 30 til 60 sekúndur, eða þangað til skinnið fer að flagna af. Dýfið í kalt vatn, takið skinnið af. Skerið í bita og bætið við chili og paprikudufti. Látið suðuna koma upp og látið malla í 20 mínútur með loki. Sameinið restina af hráefni í kryddpoka eða tesíu, bætið við ediki og látið sjóða í sér potti. Lækkið niður hitann og eldið í 20 mínútur. Fjarlægið kryddpoka og blandið saman edikblöndu og tómatmauki. Bætið við sykri og salti, látið sjóða við vægan þar til blandan hefur þykknað örlítið. Hægt er að setja maukið heitt í hreinar krukkur fyrir góðan geymslutíma í kæli. Þetta fullkomin pastasósa með ögn af capers og parmesanosti og góð á pitsu. Tómata- og mozzarella Caprese- salat á pitsu › 8 sneiðar af fullþroskuðum tómötum › 2 matskeiðar balsamic-edik › 8 miðlungs lauf af ferskri basiliku › 12 sneiðar ferskur mozzarellaostur › Smá þurrkað oregano › flögusalt › ferskur malaður pipar › 2 matskeiðar jómfrúarolífuolía Raðið sneiddum tómötum á fat og setjið eitt basilikulauf ofan á hverja tómatsneið. Setjið eina sneið af mozzarella ofan á hvert basiliku lauf svo það myndist lög. Stráið smá oregano, salti og ferskum möluðum pipar, og úðið yfir með jómfrúarólífuolía. Endið með smá balsamic-ediki. Forbakið pitsudeigið, penslið með ólífuolíu, raðið tómötunum og bakið örstutt undir grilli. Tómat-salat á bökuðu brauði › 4 hvítlauksrif › 1 handfylli steinselja, lauslega söxuð › 1 handfylli ferskur kóríander, lauslega saxaður › ½ knippi fersk basilika, lauslega söxuð › 1 bolli þroskaðir tómatar, fræhreins- aðir og hakkað gróft › 2 tsk tómatmauk (pure) 10 matskeiðar jómfrúar ólífuolía › 3 matskeiðar hrísgrjón edik (eða annað edik) › 2 tsk. salt › ½ tsk. nýmalaður svartur pipar › ¼ tsk. tabasco-sósa Tómatasamloka Blandið saman hvítlauk, steinselju, kóríander, basiliku, tómat og tómatmauki í matvinnsluvél eða mortéli. Bætið við olíu og ediki og blandið í 1-2 mínútur, þar til sósa er mjög slétt. Bæta tabasco við ef fólk vill og smakkið til með salti og pipar. Sósa getur verið í kæli í nokkra daga. Svo er raðað lagskipt tómötum basiliku og ristuðu brauði. Bjarni Gunnar Kristinsson matreiðslumeistari bjarnigk@gmail.com Brekka

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.