Bændablaðið - 24.06.2021, Page 55

Bændablaðið - 24.06.2021, Page 55
Bændablaðið | Fimmtudagur 24. júní 2021 55 Ný reiknivél sem ger ir kleift að reikna loftslagsáhr if áburðar- notkunar var formlega opnuð í síðustu viku. Reiknivélin er sú fyrsta sinnar tegundar á Íslandi og var verkefnið unnið í samstar fi við verkfræðistofuna EFLU með styrk frá Umhver fis- og auðlinda- ráðuneytinu. Dr. Magnús H. Jóhannsson sem hefur stýrt verkefninu segir að vélin geri kleift að finna út kostn- að og loftslagsáhrif við notkun mismunandi áburðar. Til þess eru keyrðar saman upplýsingar um innhald næringarefna í áburðin- um og fjarlægðir við flutning og dreifingu. Hægt er að vinna með fjölmargar tegundir lífræns áburðar og bera saman við ti lbúinn áburð. Þannig fást upplýsingar sem nýtast við ákvarðanatöku og gerð áætlana um uppgræðslu út frá framboði líf- rænna efna. Sundurliðun á framleiðslu, inn- kaupum, flutningi og dreifingu gera kleift að fá glögga mynd af kostnaði og kolefnisspori. Reiknivélin nýtist þannig stjórnvöldum og stofnunum við ákvarðanatöku um breytingar á áherslum í áburðarnotkun t.d. um að auka nýtingu á lífrænum áburðar- efnum. Samkvæmt settu markmiði hefur Landgræðslan aukið notkun lífræns áburðar til muna en 810 tonna aukning á notkun hans varð á milli áranna 2019 - 2020. Fjarlægð við flutninga á áburði mikilvægur þáttur í útreikningum Reiknivélin sýnir að almennt er kolefnissporið sem fylgir notkun tilbúins áburðar stærra en frá líf- rænum áburði. Þar vegur þyngst kolefnisspor framleiðslu tilbúins áburðar, en flutningur og dreifing vega sáral ítið í samanburði . Kolefnislosun vegna l íf ræna áburðarins er hins vegar aðallega fólgin í losun vegna flutnings og dreifingar og ræðst af næringar- innihaldi, þyngd og fjarlægðum til landgræðslusvæða. Kolefnislosun eftir áburðar- dreifingu er nokkuð há, bæði fyrir ti lbúinn og lífrænan áburð. Hún er reiknuð út frámagni niturs sem borið er á land. Við þá útreikninga er notast við stuðla sem fengnir eru erlendis frá. Raunveruleg gögn um þessa losun við íslenskar aðstæður liggja ekki fyrir en myndu án efa auka nákvæmni útreikninga. Kjúklingaskítur er hagkvæmur við uppgræðslu Kostnaður er breytilegur við nýt- ingu lífræns áburðar. Þar hefur flutningsfjarlægðin mest áhrif, sér- staklega á þau efni sem innihalda lítið nitur sem er eitt mikilvæg- ustu efna í áburði. Í reiknivélinni er miðað við að innihald niturs í tilbúnum innfluttum áburði sé um 25%. Í lífrænum áburði er mest nitur að finna í kjötmjöli eða um 9% . Meðalinnihald niturs í öðrum lífrænum áburði er um 1,3%. Þegar saman fara lítið kolefnis- spor og lágur kostnaður við nýt- ingu lífrænu efnanna er einboðið að auka nýtingu þeirra og minnka þannig kolefnisspor áburðarnotk- unar. Niðurstöður úr reiknivélinni sýna að miðað við fyrirliggjandi gögn og núverandi dreifingarað- ferðir áburðar er hagkvæmast að nota kjúklingaskít við uppgræðslu. Það miðast við þær forsendur að flutningslengd sé innan 90 km fjar- lægðar, að niturmagn sé um 150 kg á hektara og að tæknilega sé hægt að dreifa 4 tonnum á hektara. Við hönnun reiknivélarinnar kom í ljós að gögn skortir um nýt- ingu lífrænna efna við íslenskar aðstæður. Það er því ljóst að auk- inn kraft þarf að setja í rannsóknir á því sviði svo takast megi að auka notkun lífræns áburðar í framtíðinni og stuðla að sjálfbærni og eflingu hringrásarhagkerfisins. /VH Vinsamlega hafið samband við Björgvin Guðjónsson, búfræðing og löggiltan fasteignasala í síma 510-3500 og 615-1020 eða á netfangið bjorgvin@eignatorg.is Skipholt 50b, 105 Reykjavík Vegna aukinnar eftirspurnar óskum við eftir bújörðum á söluskrá Sími: 517-8240 - Súðarvogur 20 - www.eyjalind.is Vertu vinur okkar á Facebook Sæti og varahlutir í - Lyftara - Vinnuvélar - Vörubíla - Báta VHE • Melabraut 27 Hafnarfjörður • Hraun 5 Reyðarfirði • Sími 843 8804 • Fax 575 9701 • www.vhe.is • sala@vhe.is SMÍÐUM OG GERUM VIÐ ALLAR GERÐIR TJAKKA LÚSMÝ LÚSMÝ LÚSMÝ Lúsmýið kemur þegar fer að hlýna. Pantið tímanlega net fyrir gluggana. www.ölfus.is Upplýsingar í s. 895-9801 flugnanet@gmail.com Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300 Nánari upplýsingar gefur: Grétar Hrafn Harðarson S: 892-1480 Nf: gretarhrafn@simnet.is MEIRA FÓÐUR, LYSTUGRA FÓÐUR Nánari upplýsingar gefur: Grétar Hrafn Harðarson Sími 892-1480 Nf: gretarhrafn@simnet.is GRÆNU VELFERÐARGÓLFIN www.comfortslatmat.com Umhverfismál: Reiknivél fyrir loftslagsáhrif vegna áburðarnotkunar tekin í notkun Magnús H. Jóhannsson teymisstjóri, Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra og Árni Bragason landgræðslustjóri.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.