Fréttablaðið - 09.09.2021, Side 4

Fréttablaðið - 09.09.2021, Side 4
Er verið að undirbúa málsókn á hendur mér eða Mörkinni eða ekki? Ragnar H. Hall, lögmaður. K Y N N U M N ÝJ A N J E E P® A L V Ö R U J E P P I – A L V Ö R U FJ Ó R H J Ó L A D R I F UMBOÐSAÐILI JEEP® OG RAM Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR S. 590 2300 • WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16 VERÐ HLAÐINN AUKABÚNAÐI FRÁ 6.699.000 KR.* N Á N A R I U P P LÝ S I N G A R Á J E E P. I S • STÆRRI VÉL 240 HÖ • 360° MYNDAVÉL • LÁGT DRIF • LEÐURSÆTI OG MÆLABORÐ • SNERTILAUS OPNUN AFTURHLERA • FJARLÆGÐARSTILLTUR HRAÐASTILLIR N Ý H Ö N N U N N Ý I N N R É T T I N G N Ý TÆ K N I N Ý R Ö R Y G G I S B Ú N A Ð U R * S V A R T U R L I M I T E D. A Ð R I R L I T I R 6 . 8 6 2 . 0 0 0 ÁRA ÁBYRGÐ 8 ÁRA ÁBYRGÐ ÁDRIFRAFHLÖÐU PLUG-IN HYBRID NÚ FÁANLEGUR Í TRAILHA WK ÚTFÆRSLU Yfirlæknir á sýkla- og veiru- fræðideild Landspítala segir ranga notkun og oftrú á hrað- og sjálfsprófum geta stuðlað að frekari útbreiðslu Covid-19. Mikilvægt sé að þekkja tak- markanir þeirra. birnadrofn@frettabladid.is COVID-19 Karl G. Kristinsson, yfir- læknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans og prófessor í sýkla- fræði við Háskóla Íslands, segir mikilvægt að vita hvernig nota eigi hraðpróf og sjálfspróf til að greina veiruna sem veldur Covid- 19 ásamt því að þekkja helstu tak- markanir þeirra svo að tilætlaður árangur náist. „Röng notkun og oftrú á þessum prófum getur þvert á móti stuðlað að frekari útbreiðslu veirunnar,“ segir Karl. Hann segir bæði hraðprófin og sjálfsprófin óáreiðanlegri en PCR- prófin sem að mestu hafa verið notuð hér á landi til að greina veiruna fram að þessu. Sjálfsprófin séu þó einnig óáreiðanlegri en hrað- prófin. Helstu takmörkun hraðpróf- anna segir hann þá að þau séu ekki nægilega næm til að greina alla sem eru með Covid-19. „Næmi prófanna fer eftir veiru- magni í nefkokinu. Því meira magn veira, því meira smitandi er viðkom- andi einstaklingur og hraðprófið því líklegra til að verða jákvætt,“ segir Karl. „Hjá einstaklingum með mikið veirumagn getur næmið verið allt að 100 prósent, en hjá þeim sem eru með minna veirumagn getur næmið farið vel niður fyrir 50 pró- sent.“ Karl segir niðurstöðu hraðpróf- anna því geta veitt falska, neikvæða niðurstöðu. „Falskt neikvæð hrað- próf geta gefið falskt öryggi og við- komandi einstaklingar fara þá ekki í einangrun og halda áfram að smita.“ Hraðpróf sem leyfð eru hér á landi skulu framkvæmd af heil- brigðisstarfsmanni sem hlotið hefur þjálfun, eða sérþjálfuðum starfs- manni sem fengið hefur sérstaka þjálfun frá heilbrigðisstarfsmanni. Í hraðprófum þarf sýnatökupinn- inn sem notaður er að fara um 10 sentímetra inn í nefið, alveg aftur í nefkokið, til að ná sýni sem greint er með prófinu. Sjálfsprófin, sem ein- staklingar geta framkvæmt sjálfir, eru f lest gerð fyrir nefstrok og fer þá sýnatökupinninn einungis 2-4 sentímetra inn í nefið. „Prófefnin eru sambærileg þeim sem notuð eru í almennum hrað- greiningarprófum, en ekki eru gerð- ar eins strangar kröfur til gæða, inn- flutnings og sölu og með prófefnin í hraðgreiningarprófin,“ segir Karl. Þá segir hann tvennt gera sjálfs- prófin óáreiðanlegri en hraðpróf sem framkvæmd eru af aðila með þjálfun. Sýnin séu tekin frá stöðum þar sem líklega sé minna veiru- magn, þar sem pinninn fer ekki eins langt inn í nefið. Þá hafi prófin ekki verið skoðuð af Embætti landlæknis og fengið leyfi ráðuneytisins og því sé möguleiki á að þau séu ekki eins næm til að greina lítið veirumagn. „Vegna alls þessa er mikilvægt að þessi próf séu ekki notuð af þeim sem eru með einkenni sem geta samrýmst Covid-19. Allavega má ekki treysta neikvæðri niðurstöðu,“ segir Karl og bætir við að einstakl- ingar með einkenni Covid-19 eigi að fara í PCR-próf. „Auðvelt er að kom- ast í einkennasýnatöku og RT-PCR próf á Íslandi með pöntunarkerfinu í Heilsuveru.“ n Hraðpróf og sjálfspróf ekki nægilega næm til að greina alla Í hraðprófum sem fræmkvæmd eru af aðila með þjálfun fer sýnatökupinninn um tíu sentímetra inn í nefið, alveg aftur í nefkokið. Í sjálfsprófi s fer pinninn einungis 2-4 sentímetra inn í nefið. MYND/JÓN GÚSTAFSSON Karl G. Kristins- son yfirlæknir á Landspítala og prófessor við HÍ. mhj@frettabladid.is DÓMSMÁL Hæstaréttarlögmenn- irnir Ragnar H. Hall og Gunnar Jónsson gáfu vitnaskýrslu fyrir dómi í gær er Áslaug Björnsdóttir, fyrrverandi fjórðungseigandi og stjórnarmaður í Birni Hallgríms- syni (BH) ehf., Lyfjablóm ehf. í dag, óskaði eftir svörum um rekstur og yfirtöku Glitnis banka á BH ehf. þann 13. ágúst 2008. Ragnar starfaði um árabil sem lögmaður BH ehf. ásamt því að sinna ýmsum verkefnum fyrir hlut- hafa félagsins, þar á meðal Áslaugu. Skýrslutakan var liður í mögu- legri málshöfðun núverandi eig- anda Lyfjablóms vegna hugsan- legrar skaðabótaskyldrar háttsemi einstakra starfsmanna Glitnis og endurskoðendafyrirtækisins PwC í tengslum við yfirtöku Glitnis á félaginu. Áður en skýrslutakan hófst ósk- aði Ragnar eftir svörum frá Jóni Þór Ólasyni, lögmanni Lyfjablóms, um hvort spyrja ætti hann um atriði sem hann kynni sjálfur að verða sóttur til bóta eða saka fyrir sem aðili. „Er verið að undirbúa mál- sókn á hendur mér eða Mörkinni eða ekki?“ spurði Ragnar. Jón Þór sagði að vitnaskýrslan væri ekki liður í slíkum undir- búningi. Ragnar gekkst við því að hafa gert yfirtökusamninginn og útskýrði fyrir dómi af hverju ákveð- ið var að fara ekki með félagið í þrot heldur láta Glitni taka það yfir. Vitnaskýrsla yfir Gunnari varð heldur stutt er hann tók það fram að hann hefði aldrei unnið fyrir BH ehf. Var hann krafinn um svör um umboð sem Kristinn Björnsson fékk. Gunnar minntist þess að hafa verið viðstaddur, en sagðist ekki hafa komið að gerð þess. n Hæstaréttarlögmenn settust í vitnastúkuna benediktboas@frettabladid.is SAMFÉLAG Stjórn Handverks og hönnunar hefur ákveðið að hætta starfsemi vegna viðvarandi fjár- skorts og hefur falið framkvæmda- stjóra að loka starfseminni fyrir árslok 2021. Ákvörðun um að loka starf- seminni hefur fyrst og fremst áhrif á konur þar sem yfir 90 prósent af starfandi handverks- og listiðnaðar- fólki á Íslandi eru konur. n Skella í lás á árinu vegna fjárskorts Frá handverkssýningu í Ráðhúsi Reykjavíkur. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR benediktboas@frettablaid.is KJARAMÁL Læknafélag Reykjavíkur hefur tilkynnt Sjúkratryggingum Íslands, SÍ, að félagið liti svo á að við- ræðum þess við SÍ um samninga við sérfræðilækna væri slitið. Viðræður hafa staðið yfir í þrjú ár og eru öll meginágreiningsefni enn óleyst. Í tilkynningu segir að Læknafélag- ið telji einsýnt að margra ára sinnu- og áhugaleysi stjórnvalda um samn- ingagerð við sjálfstætt starfandi sérfræðilækna muni ekki breytast á vikunum sem fram undan eru til kosninga. Þess vegna sé eðlilegast að taka upp þráðinn að nýju þegar ný ríkisstjórn tekur við. n Þriggja ára viðræðum slitið 4 Fréttir 9. september 2021 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.