Fréttablaðið - 09.09.2021, Síða 14
Það er fullreynt
að kyrrstöðu- og
afturhaldsflokkarnir í
íslenskri pólitík hreyfi
legg eða lið til róttækra
breytinga á þessu kerfi.
Forsendur
fyrir
úrræðum
stjórnvalda
eru ger-
breyttar og
ekki hægt
að láta eins
og verk-
færakistan
innihaldi
hvað sem
er.
Hvenær verðum við aftur frjáls og
njótum fullra mannréttinda, hve-
nær getum við aftur skemmt okkur,
hvenær getum við aftur ferðast án
sovéskra afskipta á landamærunum
– og hvenær má gagnrýnin rödd á
stjórnvaldsákvarðanir í faraldrinum
heyrast á RÚV?
Þetta eru spurningar sem skipta
máli fyrir líf okkar og hamingju og
sem ríkisstjórnin getur ekki lengur
neitað að svara.
Framtíðarsýn stjórnvalda
Stjórnvöld virðast ennþá bíða eftir
lausnum lyfjarisanna. Ef sú leið
verður farin áfram felur hún í sér að
bíða til næstu áramóta eftir bóluefn-
um við þeim afbrigðum sem nú eru
þekkt, en þá verða komin ný afbrigði
og bíða þarf til vors eftir bóluefnum
gegn þeim o.s.frv. Þannig verðum
við ekki aftur frjáls meðan Covid-19
veiran fer um heiminn, sem sagt, um
ófyrirsjáanlega framtíð.
Afnám frelsishafta
Hins vegar hafa bólusetningar þegar
skilað þeim árangri að faraldurinn
veldur litlum veikindum. Og í
mánuðinum munu bæði Danir og
Finnar losna við allar takmarkanir
á grundvelli víðtækra bólusetninga.
Þeir munu þá væntanlega láta far-
aldurinn ganga yfir í einhverri mynd
og mæta því með öflugri heilbrigðis-
þjónustu.
Af hverju förum við Íslendingar
ekki sömu leið? Er það af því að
Landspítalinn hafnar að hjúkra
þeim sem eru veikir af Covid-19?
Heilbrigðisráðherra verður að
bregðast við því með uppsetningu
af kastamikillar sóttvarnadeildar
utan spítalans. Ekki er hægt að rétt-
læta frelsishindranir og tekjutap
í samfélaginu með því að læknar
við Landspítalann neiti að þjóna í
faraldrinum, heldur tvöfaldar það
verkefni ráðherrans, því honum ber
einnig að leysa stjórnunarvanda
spítalans. Eftir hverju bíður hann?
Ólögmætar frelsishindranir
Ósennilegt er að núgildandi frelsis-
og mannréttindatakmarkanir og
ferðatakmarkanir á landamærum
standist stjórnarskrá og alþjóða-
samninga. Svigrúm stjórnvalda
til frelsistakmarkana ræðst af því
hvað hættan gagnvart lífi og heilsu
er mikil, samanber greinargerð
Páls Hreinssonar í september 2020.
Því þarf að endurskoða aðgerðir
gegn faraldrinum þegar áhætta
breytist, til dæmis átti að gera það
í vetur eftir að viðkvæmir og aldr-
aðir höfðu verið bólusettir og aftur
í sumar þegar flestir fullorðnir voru
bólusettir. Forsendur fyrir úrræðum
stjórnvalda eru gerbreyttar og ekki
hægt að láta eins og verkfærakistan
innihaldi hvað sem er.
Opinberar ákvarðanir
Mörg sjónarmið þurfa að koma að
opinberri ákvarðanatöku. Af því að
stjórn þjóðfélags er ekki farsóttar-
fræðilegt verkefni, farsóttafræðinga
þarf ekki að kalla til nema í upp-
lýsingaskyni (frekar en eldfjalla-
fræðinga eða jarðskjálftafræðinga);
þessir hópar hafa ekki menntun né
þekkingu til að taka stjórnvalds-
ákvarðanir. Slíkar ákvarðanir eru
alltaf hápólitískar og snúast um
efnahagsleg, félagsleg, menningar-
leg, lögfræðileg og stjórnsýsluleg
markmið og hvernig þjóðfélagi við
viljum búa í, hvaða stríð við heyjum
til að ná markmiðum okkar og
hvaða velferðarstig við viljum.
Ríkisstjórnin valdi að beita líf-
terror, sem fræðimenn kalla svo, til
að fá almenning til að samþykkja
og jafnvel kalla eftir beinum frelsis-
hindrunum með lögregluinngripi
og viðurlögum – í þeirri von að
lyfjaiðnaðurinn leysti málið hratt
og vel og beitti fjölmiðlum fyrir sig.
Þar sem um framkvæmdarvalds-
verkefni er að ræða hefði átt að beita
hófstilltum aðferðum og fara fleiri
leiðir en eina til að mæta óvissunni
með eggin í f leiri en einni körfu.
Svíþjóð, ríki hinna f lóknu lýð-
ræðisreglna, hefur beitt valdinu
af meðalhófi og farið fleiri en eina
leið, til dæmis að takmarkaða yfir-
ferð faraldursins, setja upp afkasta-
miklar sóttvarnadeildir, bíða eftir
bóluefnum og svo framvegis. Svíar
hafa hvorki takmarkað ferðafrelsi
né málfrelsi.
Enn er hálflokað
The Economist kallaði í ágúst eftir
opnun landamæra. Enn er Ísland
samt hálflokað, enn eru skemmt-
anir að nokkru bannaðar og enn er
skólastarfi og atvinnulífi ógnað með
sóttkvíum, þar sem rakningum og
eftirliti með einkalífi er beitt. Enn
liggur sú hótun í loftinu að aukið
frelsi innanlands byggist á lokun
Leifsstöðvar. Allt þetta þarf að hverfa
og ekki síst öll afskipti lögreglu af lífi
almennings.
Valkostirnir hafa verið skrifaðir
í skýin um nokkra hríð: Við getum
lifað eðlilegu lífi í hættulegum
heimi baktería og veira, sjúkdóma
og dauða, eða búið við skert mann-
réttindi og minni efni en áður með
landamærin lokuð eða hálflokuð,
kannski til langrar framtíðar. Vilj-
um við lifa sem frjáls þjóð í hættu-
legum heimi? ■
Kaupverð frelsis og velmegunar
Virk samkeppni skiptir okkur öll
máli. Hún skiptir máli fyrir okkur
neytendur vegna þess að á mark-
aði ræðst hvaða vörur og þjónusta
standa okkur til boða. Þar skiptir
verð og þjónusta sköpum. Það má
með sanni segja að það séu mann-
réttindi að geta búið í samfélagi þar
sem samkeppni er virk og aðilar
sem selja vöru og þjónustu séu
sífellt undir vökulu auga sterks sam-
keppniseftirlits.
Versti óvinur neytenda
Fákeppni á markaði, samþjöppun og
krosseignarhald fyrirtækja, er versti
óvinur neytandans. Sérlega er skað-
legt þegar það er þoku hulið hvernig
þessum tengslum er háttað og hvaða
eigendur það eru sem raunverulega
ráða för. Til að sporna við þessum
óvini þarf sterk bein yfirvalda og
samkeppnisyfirvalda. Ef það tekst
ekki fara þeir sem ráða á markaði
sínu fram og kostnaðinn berum
við neytendur. Það eru ekki bara
neytendur sjálfir sem verða fyrir
búsifjum heldur líka önnur fyrir-
tæki, ekki síst þau smærri, sem geta
ekki keppt, eða eru ofurseld þeim
sem starfa í krafti fákeppni og eigna-
tengsla. Best er að koma í veg fyrir að
einokun, fákeppni og óhófleg eigna-
tengsl verði til. Stundum kann að
vera að erfitt sé að koma í veg fyrir
að það gerist þegar markaður er lítill.
Þá skipta gegnsæi og eftirlit öllu máli.
Auðlindin okkar er
uppspretta auðs
Viðreisn vill gera róttækar breyting-
ar á því hvernig þeir sem nýta okkar
verðmætustu auðlind, fiskimiðin
við landið, greiða fyrir nýtingu
hennar. Það blasir við öllum að nýt-
ing hennar hefur verið uppspretta
auðs sem þeir sem hafa notið hans
hafa nýtt til fjárfestinga vítt og
breitt um samfélagið, eða ráðstafað
utan landsteinanna. Þeir sem mest-
ar heimildir hafa til nýtingar fiski-
miðanna hafa hagnast mikið í skjóli
þess aðgangs og þeirra sérkjara sem
þeir hafa notið, á grundvelli gallaðs
fyrirkomulags á gjaldtöku á þeim
verðmætum sem þeim hefur verið
veitt heimild til að nýta.
Óeðlileg ítök
Það er óþolandi að þeir sem auðg-
ast á grundvelli aðgangs að auðlind
sem er í þjóðareign, greiði ekki verð
fyrir aðganginn sem er í samræmi
við verð hans á markaði. Sniðgangi
síðan beint og óbeint þær reglur sem
hafa verið settar um hámark afla-
heimilda sem hver og einn má hag-
nýta. Síðast en ekki síst er ólíðandi
að það sé þoku hulið hvernig þeim
auði sem skapast í greininni er ráð-
stafað. Þetta allt samanlagt verður
til þess að ítök í íslensku atvinnulífi
og samfélaginu í heild eru að færast
hratt á fárra manna hendur. Það er
ekki samfélag sem mér hugnast.
Sterk sérhagsmunagæsla
Þessi þróun hefur ekki orðið fyrir
tilviljun. Hún hefur orðið vegna
þess að þeir stjórnmálaf lokkar
sem hafa ráðið för undanfarna
áratugi hafa varið með kjafti og
klóm núverandi kerfi og þá sér-
hagsmuni sem það verndar, en
hunsað þá almannahagsmuni sem
felast í því að veiðiheimildir séu
á markaðsverði og tímabundnar.
Nýjasta birtingarmynd þessarar
hagsmunagæslu er hlægileg tilraun
til að breiða yfir ítök stórútgerð-
anna í íslensku atvinnulífi, þegar
loks tókst að toga með töngum frá
sjávar útvegsráðherra skýrslu um
efnið, sem Alþingi krafðist að frum-
kvæði Viðreisnar.
Hingað og ekki lengra
Það er fullreynt að kyrrstöðu- og
afturhaldsflokkarnir í íslenskri póli-
tík hreyfi legg eða lið til róttækra
breytinga á þessu kerfi. Viðreisn
sér hins vegar tækifæri til breytinga
með því að setja almannahagsmuni
í forgang og að sérhagsmunir verði
látnir víkja. Fyrsta skrefið í þeirri
vegferð er að af laheimildir verði
tímabundnar og verð þeirra ráðist
á markaði. Einnig verði upplýst að
fullu um eignatengsl og ítök sem
hafa skapast í krafti auðs sem hefur
orðið til í skjóli sérréttinda og við
þeim verði brugðist.
Gefðu framtíðinni tækifæri –
kjóstu Viðreisn. ■
Fárra manna hendur
Það er ekki allt sem sýnist þegar
tekjublöðin birta tekjur fólks og
spegla um leið skattbyrðar þessa
sama fólks.
Það er fróðlegt að bera saman
annars vegar tekjublöð Frjálsar
verslunar og DV og hins vegar tekju-
blað Stundarinnar og skýrslu Stef-
áns Ólafssonar um kjör almennings,
öryrkja og þá einkum þeirra launa-
manna sem komnir eru á eftirlaun.
Tekjublöð Frjálsar verslunar og
DV segja hálfsannleik sem er í raun-
inni verri en lygi, því hann blindar
sýn á raunveruleikann.
Stundin f lettir ofan af elítunni
sem tekst að nota glufur í skatta-
kerfinu til að komast undan því
að greiða til samfélagsins, eins og
almennir launamenn þurfa hiksta-
laust að gera. Fjármagnstekjur og
arður bera lága skattaprósentu og
af þeim greiðir fólk ekki útsvar.
Útsvar rennur til sveitarfélaga til að
bera ýmislegan kostnað þess sem
við borgararnir njótum í daglegu
lífi okkar í þeim sveitarfélögum
sem við búum og störfum í. Félags-
og velferðarþjónustu, menningarlíf,
götur, leik- og grunnskóla, svo fátt
eitt sé nefnt. Þetta fólk tekur ekki
á sig kostnað vegna þessa, en nýtir
þó í ómældum mæli á hverjum degi.
Ríkisstjórnin ofurskattleggur
lágtekjufólk
Ríkisstjórnir sem hafa setið frá
2013, síðustu átta ár, sem allar hafa
innihaldið Sjálfstæðisflokkinn og
Framsókn, hafa blygðunarlaust
fært kostnað samneyslu okkar og
velferðar á veikustu bök samfélags-
ins: almenna launamenn, öryrkja
og eldri borgara. Þessir flokkar hafa
aðhyllst nýfrjálshyggju sem leggur
áherslu á að lækka skatta á hátekjur
og fjármagnstekjur.
Það skiptir miklu máli þegar við
tölum um kjör þeirra sem standa
lakar og mega við lítilli efnahags-
legri ágjöf, fjölskyldur á almennum
vinnumarkaði, öryrkja og eftir-
launafólk. Það sýnir Stefán Ólafs-
son prófessor glöggt í skýrslu sinni,
sem hann skrifaði fyrir Eflingu og
nefnist Kjör lífeyrisþega.
Þar kemur skýrt fram að: „Skatt-
byrði þeirra efnameiri var lækkuð
og færð yfir á lægst launuðu hópana,
þar á meðal lífeyrisþega, og einnig
að hluta yfir á millitekjufólk. Þetta
er „stóra skattatilfærslan“ sem
nýfrjálshyggjan færði okkur. Þessi
þróun hefur staðið meira og minna
frá 1995 til 2019. Helsta frávikið er
stjórnartími vinstri stjórnarinnar
er sat frá 2009 til 2013. Þá var skatt-
byrði hátekjufólks aukin á ný, en
síðari ríkisstjórnir hafa undið ofan
af þeim breytingum á ný.“
Stefán vekur athygli á þeirri ótrú-
legu skattbyrði sem hefur orðið hjá
eftirlaunafólki. Hann segir í grein í
Kjarnanum á dögunum að „hún hafi
farið úr 11,9% af heildartekjum árið
1995 í 23,3% árið 2018. Skattbyrðin
sem sagt tvöfaldaðist. Hjá örorku-
lífeyrisþegum (sem hafa lægri tekjur
en eldri borgarar) fór skattbyrðin úr
um 9,5% í um 21,3%. Þar var aukn-
ingin meira en tvöföldun.
Þetta er mjög mikil aukning skatt-
byrðar – á alla mælikvarða.
Til samanburðar má sjá hvernig
skattbyrði hátekjufólks á Íslandi
(það er tekjuhæsta eina prósents-
ins) þróaðist á svipuðum tíma, eða
úr 35% í um 26%. Þar lækkaði skatt-
byrðin um tæplega 10 prósentu-
stig. Þetta var veruleg kjarabót fyrir
hátekjufólkið.
Setjum hlutina í rétt samhengi
Ríkið hefur þannig lagt marga
steina í götu þess að lífeyrisþegar
hefðu eðlilegar kjarabætur af því
að hafa safnað í lífeyrissjóði á starfs-
ferlinum – bæði í formi skerðinga og
aukinnar skattbyrði.
Það er nauðsynlegt að skoða
skattamál í allri umræðu um líf-
eyrisgreiðslur almannatrygginga,
grunnlífeyri og tekjutengingar. Því
allt spilar þetta saman.
Hægt er að bæta kjör þeirra sem
minna bera úr býtum með réttlátari
skattlagningu.
Eftirlaunafólk og öryrkjar hafa
ekki breiðustu bökin og eru að
kikna undan byrðunum sem á það
er lagðar.
Við þurfum að fara í rækilega upp-
stokkun á skattalöggjöfinni og lög-
gjöf um almannatryggingar. Hvoru
tveggja til réttlátara samfélags.
Kjör eftirlaunafólks og öryrkja
eru ekki það sem er að sliga þjóð-
félagið, heldur þeir sem lifa í vel-
lystingum praktuglega og bera litlar
byrðar, en njóta þó í einu og öllu alls
þess sem við hin leggjum til sam-
félagsins af kröppum kjörum, svo
hér megi ríkja gott samfélag.
Við þurfum mannúðlegri ríkis-
stjórn. Við þurfum nýja ríkis-
stjórn. ■
Veiku bökin bera þyngstu byrðarnar
Jón Steindór
Valdimarsson
alþingismaður
og skipar 2. sæti á
lista Viðreisnar í
Reykjavík norður.
Dr. Haukur
Arnþórsson
stjórnsýslu-
fræðingur.
Viðar Eggertsson
í 3. sæti á
framboðslista
Samfylking-
ar i nnar í
Reykjavík suður.
14 Skoðun 9. september 2021 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ